Alþýðublaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3T/MAÍ 1996
ALl>ÝÐUBLAÐiÐ
3
s k o ð a n i r
Hvað varð um bræðralagið?
II of ríkum mæli hefur verið unnið að því að
veikja Alþýðusambandið með því að vinna að
sérhagsmunum á þrengri vettvangi.
Síðastliðinn laugardag sótti ég hátíð
í Háskólabíó, sem haldin var af því til-
efni að Alþýðusamband íslands er 80
ára um þessar mundir. Hátíðin var hin
besta, sambland af gamni og alvöru,
fjölbreytt atriði sem Flosi Olafsson
kynnti á einstaklega græskulausan hátt
og alvöruþrungið ávarp hins nýkjöma
forseta sambandsins, Grétars Þor-
steinssonar, sem kom vel til skila
þeim þunga, sem nú er í kröfum
launafólks, um réttlátari skiptingu á
afrakstri vinnunnar.
Fyllsta ástæða er til þess að minnast
stórafmælis Alþýðusambandsins. Sér í
lagi að rifja upp til hvers það er og
hvað áunnist hefur í krafti þess. Al-
þýðusambandið er samband félaga,
sem félögin stofnuðu til þess að
styrkja sig hvert og eitt með því að
sækja styrk til annarra félaga. I þessu
sambandi varð til sameiginlegur vett-
vangur þar sem barist var fyrir kröfum
og menn sáu að augljóslega gekk bet-
ur þannig heldur er með hinni aðferð-
inni, að hvert og eitt félag sótti fram
og þá með kröfur fyrir sína félags-
menn einvörðungu. Stærstu og öflug-
ustu félögin þurftu kannski síst á sam-
fylkingunni að halda, en fámennu fé-
lögin orkuðu lítt af eigin rammleik.
Hinn stóri og sterki lagði mikinn styrk
inn í samfylkinguna og hinn smái
hafði lítið afl fram að leggja. En báðir
nutu afrakstursins og til jafns. Banda-
lagshugmyndin, sem Alþýðusam-
bandið hvflir á, er einmitt grundvölluð
á bræðralaginu. Hinn sterki gefur af
sér til hins veikari án skilyrða um að
ávinningur sambandsins skiptist eftir
afli. Bræðralagið er aðferðin sem best
hefur dugað til þess að ná fram hinum
pólitísku markmiðum, sem felast í
jöfnuði lífsgæðanna.
Einmitt nú á afmælisári Alþýðu-
sambandsins er tilefni til þess að
minná á árangur af starfi þess. Full-
yrða má að grundvöllur nútfmavel-
ferðarkerfis hafi verið lagður með því
að verkalýðsfélögin hafa beitt sér
sameiginlega á vettvangi Alþýðusam-
bandsins fyrir ýmsum réttindamálum
og samið um þau við atvinnurekendur
og ríkisvald. Margt má til nefna svo
sem almannatryggingar, atvinnuleys-
istryggingar og húsnæðismál. Er þá
margt ónefnt en verkalýðshreyfingin
hefur haft mikil áhrif á mótun heil-
brigðisþjónustu og þróun menntamála
svo getið sé um fátt eitt til viðbótar.
A sama hátt og sameiginlegur vett-
vangur hefur reynst best til framfara
og uppbyggingar á velferðarþjóðfélagi
er sá sami vettvangur heilladrýgstur
þegar vetja þarf það sem áunnist hef-
ur. A þeim umbrotatímum sem fram-
undan eru og einkennast af glímu við
atvinnuleysi, skuldum heimila og op-
inberra aðila og endurmati á opinberri
þjónustu og hlutverki ríkisins er það
óvéfengjanlegt að hagsmunum verka-
lýðshreyfingarinnar er best gætt með
því að styrkja sameiginlega vettvang-
inn, Alþýðusamband Islands.
Því er ekki að leyna að mér hefur
fundist að undanfarin misseri hafi
nokkuð á skort að foringjar helstu
verkalýðsfélaga væru sammála um
þetta markmið og að í of ríkum mæli
hefur verið unnið að því að veikja Al-
þýðusambandið með því að vinna að
sérhagsmunum á þrengri vettvangi.
Það sem helst vakti athygli mína af
fréttum sem bárust af þingi Alþýðu-
sambandsins í síðustu viku styrkti
frekar þessa skoðun mína, en það var
frétt um að ekki náði fram að ganga
tillaga um að gjald það sem sérhvert
félag greiðir til ASI yrði miðað við
tekjur félagsins af félagsmanninum en
ekki föst upphæð pr. félagsmann eins
og nú er. Það þýðir að þau félög sem
hafa tekjuháa félagsmenn innan sinna
vébanda greiða lægra hlutfall af tekj-
um sínum til ASÍ en þau stéttarfélög
sem eru fyrir láglaunamanninn. Afl
stéttarfélaga láglaunafólksins til að
vinna fyrir sína félagsmenn verður þar
af leiðandi minna en stéttarfélög há-
launamannanna. Þau stéttarfélög þurfa
því að reiða sig meira á Alþýðusam-
bandið.
Þama þykir mér skjóta skökku við,
þeir sem stjóma tekjuháu stéttarfélög-
unurn eru ekki reiðubúnir til þess að
dreifa greiðslum stéttarfélaganna til
ASI eftir efnahag þeirra, heldur vilja
hlífa sér og leggja þyngri byrðar á
tekjulægri stéttarfélögin. Ef við al-
þingismenn létum sama viðhorf ráða
við skattlagningu þegnanna, til dæmis
tekjuskatt. þá væri ekki farið eftir
efnahag og tekjum greiðandans, held-
ur væri skatturinn sama krónutal á
hvem gjaldanda. Hræddur er ég um að
það þætti þjóðinni vond aðferð við að
jafna út sköttum. A sama hátt er
krónutöluskattlagningin til ASI vond
aðferð og óréttlát, sérstaklega þar sem
sambandið er grundvallað á hinni
hugsuninni sem felst í bræðralaginu.
Er því von að spurt sé hvað varð um
bræðralagið?
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins.
JÓN ÓSKAR
Annars er líklegt að
leðjuslagurinn í framboðs-
málunum beinist aðallega
að þeim frambjóðendum sem
eiga einhverja fortíð.
Garri í Tímanum í gær.
Það var svipað og ég átti
von á. Ekki beinlínis kristi-
legt yfirbragð og enginn
sáttatónn neins staðar.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson prófastur um
andrúmsloftiö á safnaðarfundi í Langholti.
Tíminn í gær.
Fólk í sóknarnefndinni
er ekki stjórn safnaðarins,
heldur leikmenn, sem eru falin
ákveðin verk eins og meðferð
fjármuna og viðhald á kirkju-
byggingu. Það káfar ekkert
upp á mig hvernig þetta
fóik starfar.
Séra Flóki Kristinsson í Mogganum í gær.
Kostnaður við vegafram-
kvæmdir ræðst ekki af höfða-
tölu íbúanna heldur auðvitað
af aðstæðum á hverjum stað.
Einar K. Guöfinnsson þingmaður Vestfirö-
inga og formaður samgöngumálanefndar
Alþingis. DV í gær.
Við sjálfstæðismenn höfum
lagt metnað okkar í að
standa við gefin loforð.
Árni Sigfússon fyrrverandi borgarstjóri í
kjallaragrein í DV í gær.
Máttvana, tækifærissinnuð
og örvæntingarfull vinnu-
brögð hans eru gerólík
stjórnarháttum forverans,
Margaret Thatcher, sem
hafði heilsteypta heimsmynd
og bein í nefinu til að
framfylgja henni.
Jónas Kristjánsson um John Major forsæt-
isráöherra Bretlands. Leiðari DV í gær.
fréttaskot úr fortíð
Einkenni-
leg hátíð
I sumar var haldin hátíð í Iowa í
Bandaríkjunum og var fjölda-
mörgum mönnum boðið. Nú
hafði mikil þurrkatíð verið í
langan tíma og var mikill vatns-
skortur. Á hverju boðskorti stóð:
„Þér emð beðnir um að taka
vatn með yður!“
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins,
jólin 1934.
Igær var formlega frá því
gengið að Sæmundur
Guðvinsson tekur við rit-
stjórn Helgarpóstsins af
Stefáni Hrafni Hagalín
sem nú flytur sig yfir á tíma-
ritið Tölvuheim. Við heyrum
líka að forsetaframbjóðand-
inn og friðarsinninn Ástþór
Magnússon hafi nýlega
gert kauptilboð í Helgar-
póstinn, og hafi hugsað sér
að gera hann að mál-
gagni friðar og sáttfýsi.
Samkvasmt okkar heim-
ildum tókust ekki samn-
ingar, en Ástþór íhugar
hinsvegar að gefa út
aukablað með HP á
næstunni...
Daglega má lesa í
Morgunblaðinu
greinar um Ólaf Ragnar
Grímsson þar sem hon-
um erfundið allt til for-
áttu. í gær skeiðaði sjálf-
ur Magnús Óskarsson
fyrrum borgarlögmaður
fram á ritvöllinn, og gerði
að umtalsefni meint guð-
leysi og lygar Ólafs fyrir
dómi. Þótt hart hafi verið
að Ólafi sótt er mál manna
að orrahríðin sé rétt að hefj-
ast...
Nú líður að því að fyrsta
tölublað Menningar-
handbókarinnar undir rit-
stjórn Karls Th. Birgisson-
ar komi út. Karl hefur stokk-
að blaðið upp, og verður
það vettvangur menningar-
umræðu af margvíslegu
tagi. Meðal pistlahöfunda
eru Bragi Ólafsson skáld,
lllugi Jökulsson útvarps-
maður og rithöfundur, Har-
aldur Jónsson myndlistar-
maður og skáld. Þá leiddi
Karl saman þá Jón Viðar
Jónsson gagnrýnanda
m.m. og Guðjón Pedersen
leikstjóra. Jón Viðar hefur
rakkað niður uppfærslur
Guðjóns á leikritum UVilli-
ams Shakespeares, og
mun heldur betur hafa
hitnað í kolunum þegar
stjörnugagnrýnandinn
hitti leikstjórann...
Biskupsmálum virðist
ekki ætla að linna. í
gær spurðist að ein kona
enn hefði borið sakir á
Ólaf Skúlason um kyn-
ferðislega áreitni. Konan
mun hafa borið vitni hjá
Rannsóknarlögreglunni í
kjölfar þess að biskup bað
um opinbera rannsókn á
yfirlýsingum nokkurra
kvenna. Ólafur dró kæru
sína til baka í síðustu
viku, sem kunnugt er...
"Jæja.þá leggjum við i
og..."
hann eina ferðina til... einn... tveir..
f i m m
förnum veg
Ætlar þú að taka þátt í hátíðarhöldum á sjómannadaginn?
Steinunn Tryggvadóttir
ferðaráðgjafi: Já, ég á von á
því, hvort sem það verður í
Reykjavík eða á Snæfellsnesi.
Sigurður Ólafsson vegfar-
andi: Nei, þrátt fyrir að ég hafi
verið á árabát á árunum 1926-
30.
Dýrunn-Steindórsdóttir Eydís Sverrisdóttir félags-
snyrtifræðingur: Já, ætli ég fræðingur: Já, ég og karlinn
fari ekki með fjölskylduna. förum alltaf.
Ægir Jónsson fv. sjómað-
ur: Já, ég tek þátt í hátíðahöld-
unum á hvetju ári.
V Í t
m e n n