Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNl' 1996 s k o ð a n UITBIIUBU 21123. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Að vera úti að aka Umferðarráði eru ekki vandaðar kveðjur í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. í forystugrein er þess krafíst að bílprófsaldur verði hækkaður, úr 17 árum í 20, og að almenningssamgöngur verði stórbættar og auknar. Um Umferðarráð er meðal annars sagt: „Það Umferðarráð sem ekki er til annars fært en að mjálma í útvarp er liðónýtt apparat og ætti að leggja það niður hið snar- asta.“ Rökin sem leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins færir fyrir hækkun bflprófsaldurs eru um margt sannfærandi: Rannsóknir sýna að fólk á aldrinum 17 til 20 ára er langlíklegast til þess að lenda í eða valda slysum í umferðinni, og bflprófsaldur hefur ver- ið hinn sami í tugi ára, þótt fjöldi bfla hafi margfaldast á sama tíma og umferðahraði sömuleiðis. Fyrir skömmu voru birtar niðurstöður ítarlegra rannsókna sem leiddu í ljós að árlegur kostnaður þjóðfélagsins af umferðarslys- um geti numið 16 til 18 milljörðum á ári. Það má með sanni tala um þjóðarböl í þessu sambandi, og ábyrgum stjómvöldum ber skylda til þess að bregðast við. Eflaust em margir stjómmála- menn hræddir við að baka sér óvinsældir meðal ungs fólks, taki þeir af skarið og hækki bflprófsaldurinn. En stjómmálamenn em í vinnu hjá almenningi, og þeim ber að hugsa um hagsmuni heild- arinnar. Jafnframt því að hækka bflprófsaldurinn upp í 20 ár þarf að bæta ökukennslu og auka til muna þær kröfur sem gerðar em til verðandi ökumanna. Mannslíf verða aldrei metin til fjár. Umferðin hefur krafist óheyrilegra fóma meðal komungs fólks. Stjómvöldum ber að skerast í þann blóðuga leik. Alþýðublaðið tekur því heilshugar undir þau sjónarmið að hækka beri bflprófsaldur. Að vaða reyk í vikunni samþykktu vökubleikir þingmenn fmmvarp til laga um tóbaksvamir. Ýmislegt gott er um lögin að segja, en sumpart em þau svo heimskuleg að engu tali tekur. Hreinn Hreinsson fé- lagsráðgjafi fjallaði í Alþýðublaðinu í gær um þann tvískinnung sem birtist í þessum lögum, meðal annars þá furðulegu ráðstöfun að banna munn- og neftóbak. Einu rökin sem fram vom borin þessu til stuðnings vom þau, að unglingar sem fiktuðu við þessa tegund tóbaks væm lfldegri til að byija að reykja en ella. En þetta er auðvitað rökleysa. Ef höfundar fmmvarpsins væm sjálfum sér samkvæmir hefðu þeir auðvitað fremur átt að leggja til að reykingar yrðu bannaðar. Það er kaldhæðnislegt að banna þær tóbakstegundir sem ekki valda öðmm teljanlegum ama eða skaða, og þannig beinlínis hvetja þá sem nú nota munn- eða nef- tóbak til þess að heíja reykingar og menga þannig umhverfið fyr- ir öðmm. Enginn - nema kannski óprúttnustu tóbaksframleiðend- ur - mótmælir því að óbeinar reykingar geta valdið krabbameini og dauða. I hinum nýju lögum er ekki skorin upp herör gegn reykingum. Einu úrræðin felast í því að stórhækka verð á reyk- tóbaki og hækka aldurstakmark þeirra sem mega kaupa tóbak úr 16 ámm upp í 18. Ekkert bendir til þess að vemlega dragi úr reykingum þótt verðið hækki, alltjent hefur það ekki dugað hing- að til. Og unglingar munu tæpast eiga í erfiðleikum með að út- vega sér tóbak fremur en áður. Hin nýju lög em dapurlegur vitnisburður um að stjómvöld hafi gefist upp á því að beijast gegn reykingum með vitrænum hætti og eftir skynsamlegum leiðum. Þess í stað koma bara boð og bönn út í loftið. Slíkt er aðeins til marks um að stjómvöld vaði reyk. ■ Ólafur Liljurós Ólafur fór með veggjum ffam fólk hvatti hann, það latti hann. En löngun sér í hjarta fann þar rauður loginn brann. Blíðan fengi byrinn ef hann byði sig. Blíðan fengi byrinn ef hann byði sig fram. Fram var komin menntuð mær með doktorsgráðu, dætur tvær. Tungulipur, pennafær. Hröfhum ill en öndum kær: Tjamamóðir mat það svo - þó maki hennar tyggði skro - að þjóðin vildi þannig bros sem þyldi bæði skjálfta og gos. I sjæningu hún setti þann veðurbama vestanmann. Roskinn bónda, refajarl í rúskinn færði Sævar Karl. Selárdalur sé rneð oss saumaður af Hugo Boss. Puntuð Guðrún pantar sal: Ég næsta Vigdísi verða skal, hún sagði og leit á eiginmann nýjan meður tann. Vikupiltar Hallgrímur Helgason ^ f Jr skrifar ’ -mFl Ólafur beið sig bjóða fram fólk hyllti hann, sig stillti hann. Hvað gera myndi ráðherrann? Dabbi í skinni brann. Stríðhærðan um styrinn stóð að kosningum. Stríðhærðan um styrinn stóð að kosningum fram. Þar kom út ein önnur hélt á kaffikönnu: Ég býð í kaffi og mig fram ein og sér en samt Madame? Hún virtist ekki eiga mann eða í pilsi faldi hann. Þar undir læknir kom í ljós (kvensjúkdóma?) hélt á rós. Guðrún öllum konum kær sem kusu hana á þing í gær. En hvar vom þær stöllur nú er stólað hafði á læknisfrú? Kalt í skoðana könnu lá kaffið, ár síðan hellt var á. Agnar mældist Guðrún smá á Gallups breiðum sjónvarpsskjá. Eftir Sæma Norðfjörðs-hik af eiginmanni var dustað ryk. Brostu vel í blöðin tvö úr einu prósenti upp í sjö. Nú Ólafur réð sig bjóða fram fólk hyllti hann, það stillti hann. Sagði bless við „balla“-rann þar bleikur loginn brann. Blíðan fékk hann byrinn útúr könnunum. Blíðan fékk hann byrinn útúr könnunum, jamm. Þá fram var sendur sýslumann úr íhalds öfundar bláum rann. Á for(seta)aðið var honum att af þeim er útaf korti datt. Af stjómarráðsins hærðum ref á svið var sett eitt hruflað nef. Stóð þar stjarfur stundarkom og stundi „em mér minnin fom...“ og settleg ffú með sínum manni á bakvið beiskur gelti Tanni. Pétri líður ekki vel að umla fram í myndavél en ekki þó eins illa og konu hans, þá fær hún flog þegar flassið fer af stað en einhver varð að reyna það að stöðva Ólaf Liljugrís. Ihaldsmönnum hugur hrýs. Og Ólafur leið með björgum fram. Hvað sagði hann? Þagði hann. Hitti bara á fundum þann sem kjósa vildi hann. Bh'ður mændi á Búbbu fram að kósníngúm. Blíður mændi á Búbbu fram að kosningum hann. Þá kom þar kannski Baldvin Jón þrýsting mikinn fúndu hjón. Að vera eða ekki vera? á Vesturgötu var reynt að hlera. Að nenna eða ekki nenna? mátti þó í svipnum kenna. Að lokum dísin kom frá Cannes og kostinn taldi slæman þann. , J>ó gott sé bú á Bessastað og stutt úr Leifsstöð heim á hlað ég fíla ekki teppin þar og klóið þar sem Vigdís var. Og þó þar sé fullur kjallarinn ég enga löngun á mér finn. Enda verð ég aldrei hálf af öðru víni en versla sjálf.“ Bóndinn bætti betur úr: „Berin þar, þau eru súr.“ Svo Ólafur einn með björgum fram sér hillu fann, sem heillað’ann. Sá hann fyrir sér forsetann rauðan með túrbann. En aðeins slær á byrinn útúr könnunum Aðeins slær á byrinn útúr könnunum, jamm. En þar kom fram hinn fimmti á friðarbauginn glimti. Virkjunnaráform lagði fram. Byggja vildi stóran damm! Blönduvirkjun á Bessastað? Bíddu hægur, hvað er það? En Myndiðju-frægð er völt ípeningaskápum heyrðist skrölt. Á prósentustigin pínleg työ pírði Ástþór, sagði djo, Orðið var heldur franiprðið er gróf upp gamla slagorðið. Á borðið lagði haxm lokaspil: „Mér veitið kjör eitt tímabil og þið fáið annað ókeypis." Undarlegt er friðarblys. Ólafur seig úr öðrum frarn. Villist hann? Tiyfiist hann? „En epginn aeflaóáð.íyctsahápn" ségír maður víð mann? " Hvaðan fær hánn b’yrínn Iram að kosningum? Hvaðan fær hann byrinn fram að kosningum hann? Þá kom út ein lagamær og Velvakandi æpti ær: „Kommi er Ólafur Liljurós! það fyrir löngu kom í ljós. Inn í sovéskt sendiráð ég sá hann hverfa, það er skráð. Og hann er bæði búinn að ljúga, svíkja, pretta og málum snúa. Með allaböllum vildi búa fremur en á Krist sinn trúa.“ Ólafur mælir með frúin fríð: „Vatt ég mínu kvæði í kross. Sankti María sé með oss.“ Ólafúr reið með dögum fram. Fólk hyllir hann og stillir hann. Virðist á leið í forsetann í Valhöll eldur brann. Þá er bara um að gera að kjósa nú. Þá er bara um að gera að kjósa núhann. Atburðir dagsins 1329 Róbert I Skotakóngur deyr, og er syrgður mjög af þjóð sinni. Hann vann sigur á Bretum í orustunni við Bannockbum árið 1314. 1712 Ffladelfía bannar innflutning á þrælum. 1905 Norðmenn lýsa yfir sjálfstæði frá Svíum. 1937 Kvikmyndastjarnan Jean Harlow deyr, aðeins 26 ára. 1982 Graceland, heimili Elvis Presleys opnað almenningi. 1990 de Klerk forseti Suður- Afríku afléttir neyðarástandi í landinu. Afmælisbörn dagsins Paul Gauguin 1848, franskur listmálari sem flutti á Kyrra- hafseyju þarsem hann lifði, starfaði, kvæntist og dó. Jess- ica Tandy 1909, bandarísk leikkona; vann til Óskarsverð- launa áttræð að aldri. Prince 1960,bandarískur rokkari. Annálsbrot dagsins Síðla sumars fréttist það hingað til lands, að Tyrkjar væru komnir í Norðursjóinn og hefðu víða rænt. Lét þá kon- ungur útbúa varnarskip, og sendi hingað orlogsskip að nafni Flugfiskur; skyldu kaup- för öll safnast í Hafnarfjörð syðra og sigla með því þaðan. Mælifellsannáll 1687. Máisháttur dagsins Aldrei þykir skassinu skömm að sér. Langafi dagsins Hrokafullur maður spurði Al- exander Dumas eldra: „Hver var faðir yðar?“ Dumas svar- aði: „Faðir minn var kynblcnd- ingur, afi minn negri og langafi minn api. Ætt mín virðist byija þar sem yðar endar.“ Hjón dagsins Þau töluðu lítið saman og þorðu varla að líta hvort á ann- að, það var einsog þau hefðu verið gift í tuttuguogfimm ár, þau þektust ekki. Halldór Laxness; Sjélfstætt fólk. Orð dagsins Sjón mt'n hvergi frá þérflýr, felld í rammar skorður. Öll mín lutgsun að þér snýr, sem áttavitinn norður. Guðmundur Friðjónsson. Skák dagsins Skákþraut dagsins er svo fislétt að Helgi Olafsson myndi áreiðanlega treysta konunni sinni til að ráða hana. Levitt hefur hvítt og á leik gegn Tis- dall. Hann finnur einfalda leið til þess að vinna lið. Hvítur leikur og vinnur. 1. Dxf8+! Kxf8 2. Hg8+ Kf7 3. Hxd8 og með skiptamun yf- ir vann Levitt auðveldlega. Góða helgi!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.