Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 v i ð t a I ■ Gunnar Dal hefur í nær tvo áratugi eytt sumrunum í Hveragerði. Kolbrún Bergþórsdóttir sló á þráðinn til hans. Eg þekki engan heim- speking - segir Gunnar Dal sem er að þýða elsta Ijóð heims, skrifa þrjú leikrit og velta fyrir sér lífinu og tilverunni. „Ég kem eins og krían um fardaga- fárið í miðjum maí og fer aftur í sept- ember,“ segir Gunnar Dal sem í átján ár hefur eytt sumrum sínum í Hvera- gerði. „Þetta er bær sem var byggður af skáldum, listamönnum og garð- yrkjumönnum. Hér voru allir að skapa fegurð. Þá lifðu menn eftir grísku gildunum, dásömuðu hið fagra, sanna og góða. Þetta eru gildi sem mér ski-lst að hafa fallið töluvert í verði hjá 68 kynslóðinni." Hverju ertu að vinna að þetta sum- arið? „Fyrií-þceniur^yikum kom út.ljóða- bók, Meðan þú gefur, og þar er ein- göngu að firina Hækur. Annar er ég núna að vinna að þýðingu á fyrsta ljóði heimsins, söguljóðinu um Gil- gamesh. Þetta er hundrað blaðsíðna ljóð, 4500 ára gamalt. Ljóðið var ort á súmersku í Mesópótamíu. Þetta var frægasta ljóð fomaldarinnar og er al- elsta heimild sem við.eigum um skáldskap.i Ljóðið týndist' og Englend- ingar fúridu það'fyrir' um hundrað ár- um. Sú frumgerð sem við nútíma- menn höfúm aðgang að er á ensku og ég þýddi ljóðið úr því tungumáli, enda væru það ekki nema fávitar sem reyndu að þýða ljóð úr löngu dauðri fomtungu. í ljóðinu er ort um það sama og menn dunda sér við að yrkja um í dag; um sorgihn, líf og dauða, óttann og baráttunaog drauminn um Paradís." Er fleira á áagskrá? „Ég er með þrjú leikrit í smíðum: Vígsla Ráðhússins, Stórveldafundur og Lögreglumál." Og þau tengjast öll íslenskum veru- leika, eða hvað? , Já, sem aðrir rithöfundar hafa ekki nennt að skrifa um. Þeir létu undir höfuð leggjast að skrifa um stórvelda- fundinn en með honum urðu kafla- skipti í mannkynssögunni. íslendingar eru byrjaðir að skilja það að mestu. Kveikjan að lögregluþættinum er þeg- ar þrír menn vom teknir fastir í glaða sólskini um sumar í Vonarstræti fyrir að vera ódrukknir og prúðbúnir. Vígsla Ráðhússins fjallar um uppgjör- ið milli S og H. S er stéttin qg H ér við hinir. Til að vera S þarftu að eiga ein- býlishús og volvo, fara í fríar utan- landsferðir og hafa nokkur þúsund fylgjendur til að svíkja. Ef þú hefur þetta ekki þá ertu ekki S.“ En ef við snúum okkur að öðru, hvað segja heimspekingar um forseta- kosningar? „Ég þekki engan heimspeking.“. Hvað með sjálfan þig? „Nei, ég er það ekki. Þú mátt ekki segja svona.“ Afhverju ekki? „Heimspekingar em þeir einir sem komast í heimspekisöguna. Islending- ar eiga þar engan mann. Ég vona svo sannarlega að íslendingar eignist heimspeking á 21. öld. En við skulum sleppa þessu táli þar til þeir hafa eign- ast þann fyrsta.“ Rétt hjá þér. En jylgistu eitthvað með forsetakosningunum? „Mér líður vel í Hveragerði. Þetta er rólegur staður. Svo er ég kominn á þann aldur að ég get setið upp á vegg og dinglað löppunum." „Það hljómar eins og hroki en mér fmnst þetta ekki vera stórt mál. Ann- ars em þessir frambjóðendur svo til allir hæft fólk. Ég skrifaði kafla í bók mína Að elska er þar sem ég skamm- aði íslendinga íyrir að ganga ffamhjá sínúm hæfustu mönnum og benti þar á Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, en viðhorf þjóðarinnar til þeirra hafa oftlega stjómast af for- dómum sem þroskað fólk á að vaxa upp úr.“ Heldurðu að Ólafur Ragnar yrði góðurforseti? „Ég efast ekki um það. Ég geri þær kröfur til forseta íslands að hann geti verið maður með mönnum og Ólafur Ragnar mun sóma sér með prýði inn- an um hvaða þjóðhöfðingja sem er.“ Ætlarðu að kjósa hann? „Ég er eins og Davíð Oddsson - gef ekkert upp. Við Davíð emm svo þýð- ingarmiklar persónur að við viljum ekki gefa út stuðningsyfirlýsingar og bera ábyrgð á því að fólk taki mark á okkur.“ En þú œtlar að kjósa? ,Já, ég lít á það sem skyldu að kjósa þótt ég haft ekki mikinn áhuga á emb- ættinu." Viltu að það verði lagt niður? „Fyrir skömmu var ég að tala við hana Kristfnu sem býr hinu megin við garðinn. Til að segja eitthvað segi ég við Kristínu: ,Jæja, Kristín mín, hvem ætlar þú að kjósa?“ „Ekki neinn," sagði hún. „ég vil láta leggja þetta embætti niður og láta þessar milljónir, sem settar em í vínkjallarann og vit- leysuna renna til lamaðra og fatlaðra og fólks sem þarf á styrk að halda. Við höfum ekkert að gera með for- seta,“ sagði Kristín.“ Þetta var gott hjá Kristínu. , Já, finnst þér ekki. Mér frnnst hún hafa mikið til síns máls. Konur em oft miklu vitrari í svona málum en karl- menn En auðvitað vilja menn alltaf hafa punt fyrir ofan grasið. Það er sið- ur.“ Ég heyri að þú ert glaður í Hvera- gerði. „Mér líður vel í Hveragerði. Þetta er rólegur staður. Svo er ég kominn á þann aldur að ég get setið upp á vegg og dinglað Iöppunum." ■ r ■ Arni Gunnarsson skrifar um fjölbreytta möguleika Hveragerðis og skorar á þingmenn og ráðamenn að hætta að aka framhjá bænum i: Blómabær- blómlegur bær? Hveragerði á um margt sérkenni- lega sögu. Upphaflega var bærinn ein- hverskonar sambland sumarhúsa- hverfís, tilniunaverkefnis á svjði gróð- urhúsaræktar og lítils bæjarfélags. Þangað söfnuðust skáld og myndlist- armenu, jiúgumstórir athafnamenn, náttÚRrúnriendur og heilsubótarfólk. Hverágérðr va'rð, einskonar úthverfi Reykjavfkur og naut kosta þess, en leiÁfdjögfyrir gallana. MetCtleg- framfaraspor vom stigin í Hvefagjjfði, J>ar var snemma reist mynðariég- fafstöð og þar vom kveikt fyrstu rafmagns- götuljós landsins. Lárus Rist hafði forystu um gerð fyrstu löggiltu keppnissundlaugar landsins, 50 metra laugar I Lauga- skarði. Við Hveragerði var stofíiaður fyrsti.og eini garðyrkjuskóli landsins og Gísli Sigurbjömsson í Ási vann þar mikið brautryðjendastarf á sviði öldr- unarþjónustu. Og ekkWná gleyma for- ystu Jónasar Kristjánssonar, læknis, við uþpbyggingu Heilsustofnunar NLFÍ og herhvöt hans um heilbrigt líf og forvamir í heilbrigðismálum. Búseta í Hveragerði hefur byggst á veikum gmnni. Hveragerði er hvorki sjávar- né sveitaþorp; hefur hvorki út- gerð né landbúnað. Mikilvægasta at- vinnugreinin hefur verið blóma- og grænmetisræktun, en á því sviði hafa sveiflur verið miklar og afkoman ótraust. Kannski væri hagkvæmara fyrir garðyrkjumenn að snúa sér að ræktun á ginseng og kryddi. En nú starfa flestir í Hveragerði við margvís- lega þjónustu, sem einkum tengist heilbrigðis- og ferðamálum. Einnig er nokkur iðnaður í byggingageiranum og allir þekkja hið myndarlega fyrir- tæki Kjöris. Það er ljóst, að uppbygging og þró- un Hveragerðis hefur EKKI verið helsta áhugamál landsstjóma á hvetj- um tíma. Bæjarfélagið hefur verið mjög afskipt, eins og opinberar fram- kvæmdir sýna ljóslega. Vegna óstöð- ugrar atvinnu hafa tekjur bæjarfélags- ins verið litlar og má sjá það þegar ek- ið er um götur bæjarins. Þá hafa bein- ar skattatekjur af heilbrigðisstofnun- um, stærstu vinnuveitendunum, verið sáralitlar. Þetta hefur valdið því, að fjármál bæjarfélagsins hafa verið mjög erfíð, þótt á betri veg hafi farið hin síðari ár- in. Þá hefur byggðarlagið verið leikið grátt og tapað miklum fjármunum vegna ævintýramennsku í fyrirtækja- rekstri. Bæjarfélagið situr uppi með fyrirtæki úr dánarbúi SÍS, ullarþvotta- stöð, þar sem ekki var gengið sóma- samlega frá mengunarmálum. Bæjar- félagið verður að leggja fram mikla peninga til að leysa þann vanda, sem ég tel að sameiginlegir sjóðir eigi að greiða. En hvað er til ráða? Menn hafa velt fyrir sér nýjum kostum í garðyrkju og að laða hreinleg iðnfyrirtæki til bæjar- ins. Þá keppir Hveragerði að því, að verða heilsubær með svipuðum hætti og víða í Mið-Evrópu. Én til að svo megi verða þarf mikið átak í gatna- gerð, frárennslismálum og að fjar- lægja hús og mannvirki, sem eru til óprýði. Heilsubæjarhugmyndin verður aldrei að veruleika, nema þessir þættir bæiarlífsins standist alþjóðlega staðla. Eg er staðfastlega þeinrar skoðunar, að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær stórfelld heilsubæjar- uppbygging hefst í Hveragerði. Að- stæður allar ffá náttúrunnar hendi eru svo stórkostlegar, að ekki verður leng- ur undan því vikist að taka ákvörðun um miklar framkvæmdir til að opna Á afmæli Hveragerð- is væri það verðug gjöf að veita fjár- magni til að stuðla að uppbyggingu heilsubæjar, sem gæti fært þjóðarbú- inu mikinn auð, jafn- vel sem næmi afla- verðmæti nokkurra frystitogara. leiðina að framtíðar hlutverki Hvera- gerðis. Bæjaryfirvöld þurfa, í sam- vinnu og samráði við stjómvöld, að útvega verulegt fjármagn til hverskon- ar nauðsynlegra verka í bænum. Verði það ekki gert mun atvinnulíf ekki ná að þróast með eðlilegum hætti. Þá eiga stjómvöld að sjá sóma sinn í því, að veita aðstoð við kynningu er- lendis á öllum þeim möguleikum, sem fyrir hendi em. í Austur-Evrópu, til dæmis í Ungverjalandi, er nú hafin mikil herferð til kynningar á nýjum og gömlum heilsustofnunum. Þessar stofnanir eru allsstaðar yfirfullar, en glíma við margskonar mengunar- vanda, sem íslendingar eru enn lausir við. Ekki finnast svo volgrur eða steinefnaríkt vam að ekki sé reist stór og mikil heilsustofnun, bað, þar sem nýtt er vatn og leir til heilsubótar. í Hveragerði eru aðstæður betri en ég hef séð í nokkurri heilsustofnun í Evrópu og Bandaríkjunum. Gnægð af heitu vatni, gufu, hveraleir, fallegt umhverfi, frábærar gönguleiðir, kyrrð og friður. Og loftið er hreint, smtt til höfuðborgarinnar og til margra feg- urstu staða landsins. Það er í raun ótrúlegt hve ráðamenn hafa verið blindir á þessa möguleika. En kannski vakna þeir, þegar erlendir fjárfestar em tilbúnir að opna pyngjur sínar. Það gefur fleira arð en ál og þorskur. Á afmæli Hveragerðis væri það verðug gjöf að veita fjármagni til að stuðla að uppbyggingu heifsubæjar, sem gæti fært þjóðarbúinu mikinn auð, jafnvel sem næmi aflaverðmæti nokkurra frystitogara. Ég skora á þingmenn og aðra ráðamenn að hætta nú að aka framhjá Hveragerði. Kannski getur nýtt hringtorg komið þeim á sporið. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.