Alþýðublaðið - 07.06.1996, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 07.06.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n r Herferðin gegn Olafi Ragnari Jón Steinar Gunniaugsson hefði vart magnað herferðina gegn Ólafi Ragnari fyrr en eftir fund með Davíð vini sínum. Eftir höfðinu dansa lim- irnir. Árás Jóns Steinars var ávísun á byssuleyfi sjálfstæðismanna gegn Ólafi Ragnari. Allir sem fylgjast með þjóðmál- um hafa undanfarið mátt horfa upp á fádæma rógsherferð í garð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hin óvænta lýðhylli Ólafs Ragnars hefur farið svo fyrir brjóstið á nokkrum hluta sjálfstæðismanna að taugarnar hafa brostið. Til að fá útrás fyrir skapillskuna hafa menn rokið í fjölmiðla - og misst stjórn á sér! Virðulegur hæstaréttarlögmaður hefði betur brugðið sér út á svalir eða upp í sveit og öskrað úr sér reiðina, í stað þess að rjúka spæld- ur í fjölmiðla. Klúður Davíðs Það er vitað mál að hið mikla fylgi Ólafs Ragnar og vantrú sjálf- stæðismanna á því að Pétur Kr. Hafstein sé frambjóðandi sem eigi nokkra möguleika á sigri, hefur leitt til ásakana innan Sjálfstæðis- flokksins í þá veru að þetta „klúð- ur“ sé aj.lt Davíð Oddssyni að kenna. Hann hafi komið í veg fyrir að þungavig'tarmaður úr Sjálfstæð- isflokknum býði sig fram tíman- lega til að sáfna um sig fylgi og skipuleggja baráttuna. Þetta er auðvitað rétt greining. Þess vegna leggja Davíðsmenn - til dæmis Jón Steinar og Hannes Hólmsteinn - nú alla áherslu á að rægja Ólaf Ragnar sem mest þeir mega. Allir mykjudreifarar Sjálf- stæðisflokksins hafa nú verið ræst- ir og drtifa skíí' se,nf. áldre.i' fyrr. Þetta ofsóknaræði er þö vart til komið vegna aðdáunar á Pétri Kr. Hafstein, heldur á það sér rætur í innanflokksátökum í Sjálfstæðis- flokknum. Davíð Oddsson er ein- faldlega að þvo hendur sínar af væntanlegum kosningasigri Ólafs Ragnars Grímssonar. Er Davíð guðfaðir Ólafs Ragnars? Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp á sig skömmina, en réttlæta herferðina gegn Ólafi Ragnari með því að vísa til umdeilds stjórn- málaferils hans. Umdeildur stjórn- málamaður í framboði til forseta verði að búast við viðbrögðum af þessu taginu. f ljósi þessa er það hlálegt að líklegast hefur enginn stuðlað eins að því að sætta þjóðina við Ólaf Ragnar og sjálfur Davíð Oddsson. Þegar Davíð langaði í framboð lét hann það boð út ganga að stjórn- málareynsla væri góður og æski- legur undirbúningur undir starf forseta. Sjálfstæðismenn til sjávar og sveita tóku að boða fagnaðarer- indið af kappi og viti menn: stjórn- málaþátttaka varð skyndilega stór plús fyrir forsetaframbjóðendur. Nú geta sjálfstæðismenn ekki ráðist á Ólaf Ragnar vegna þess að hann er stjórnmálamaður og borið hann saman við hinn „ópólitíská" og hlutlausa Pétur Kr. Hafstein. Davíð Oddsson afvopnaði Sjálf- stæðisflokkinn áður en baráttan hófst og þess vegna er gripið til of- stækisfulls skítkasts. Ólafur Ragnar er óvinurinn! Pétur Kr. Hafstein hóf framboð sitt eftir fund með Davíð Odds- syni. Jón Steinar Gunnlaugsson hefði vart magnað herferðina gegn Ólafi Ragnari fyrr en eftir fund með Davíð vini sínum. Eftir höfð- inu dansa limirnir. Arás Jóns Steinars vár ávísun á byssuleyfi sjálfstæði'smanna gegn Ólafi Ragn- ari. Veiðitímabilið var hafið. Ekkert eflir samstöðuna betur en sameiginlegur óvinur. Tilgangur Davíðs og félaga var sá að hræða sjálfstæðismenn frá stuðningi við Ólaf Ragnar. Kannski hefur það tekist í bili'- þó erfitt sé að álykta hversu áhrifamikið ofstæki af þessu taginu er til lengri tíma. Mesta afrek þeirra er þó að gera úr Ólafi Ragnari ofsóttan mann sem fólk hefur samúð með. Hver hefði trúað því fyrirfram að slíkt væri mögulegt? Höfundur er stjórnmálafræðingur Ljóst er að mikil bylgja er að skapast innan Sjálfstæðis- flokksins í þágú framboðs Péturs Kr. ' Hafsteins. Kosninga- vél flokks- ins er náttúr- lega mik- ið tæki, eins and- stæðing- arnir kom- ast að við hverjar kosn- ingar. Ung-. liðar í Sjálf-. stæðis- flokkrium hafa að und- anförnu verið að flykkjast í herbúðir Péturs, þótt sumir ætli að styðja Guðrúnu Péturs- dóttur. Annar af kosninga- stjórum Guðrúnar, Bjarni Þórður Bjarnason, er ein- mitt stjórnarmaður í Heim- dalli. Hann ætti að hafa þar nokkur ítök en velflestir virkir heimdellingar ætla að fylkja liði með Pétri, því ekkert finnst ungum og einörðum sjálfstæðismönnum skelfi- legri tilhugsun en að Ólafur Ragnar Grimsson verði húsbóndi á Bessa- stöðum... horft á þátt Elínar Hirst og Sigmund- ar Ernis Rúnarsson- ar á Stöð 2 í fyrrakvöld með forsetaframbjóð- endunum fimm. Mál manna er yfirleitt að eng- inn frambjóðandi hafi farið með afgerandi sigur af hólmi. Næsti sjónvarpsþátt- ur með öllum frambjóðend- um verður í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld, undir stjórn Kristínar Porsteins- dóttur. Hún fær til liðs við sig fréttamenn af öðrum fjöl- miðlum og er stefnt að því að hafa þáttinn sem fjörleg- astan. Aldrei að vita nema hitni í kolunum... Nú er Króníka - menning- arhandbókin komin út, en einsog við sögðum frá var von á ýmsu forvitnilegu efni. Pistlahöfundar eru meðal annars Haraldur Jónsson, Davíð Þór Jóns- son og lllugi Jökulsson, Bragi Ólafsson leggurtil smásögu og þeir Guðjón Peder- sen og Jón Við- ar Jóns- son hnakkríf- ast um leiklist. Nýr rit- stjóri blaðsins, Karl Th. Birgisson, leggur svo auð- vitað sitt til málanna... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Maturinn er tilbúinn, Ólafur minn, og gestirnir... Hvad? Ertu ennþá fluga?" Linda Rut Benediktsdóttir skrifstofumaöur: Já, mér finnst það. Einnig mætti bæta kennsluna. Guðlaug Harpa Gunnars- dóttir flugfreyja: Nei, það fyndist mér alveg fáránlegt. Steinunn Þorgrímsdóttir bankamaður: Nei, unga fólkið þarf bara að læra betur og fá betri æfingu. Óskar Jónsson blaðasali: Nei, alls ekki. Klara Jakobsdóttir líffræð- ingur: Já, slfk ákvörðun á full- an rétt á sér. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n ...og fiskisagan segir að um þessar mundir megi kratar ekki koma saman án þess að allt fari í bál og brand vegna for setaf r amboðsins... Helgarpósturinn. ...ekki verður komist hjá þeirri hugsun að árásirnar undanfarnar vikur gegn Ólaíl Ragnari Grímssyni séu saman- tekin ráð í litlum hópi. Helstu árásarmenn eru kunnir sam- starfsmenn í þröngum hópi í kringum Davíð Oddsson. Möröur Árnason í Þjóðvakablaðinu. Mjög er sótt að menningarlegu sjálfstæði þjóðarinnar í þeirri gervihnattaveröld sem við lif- um í og áríðandi að varðveita menningararfinn og treysta undirstöður hans. Sæmundur Guövinsson í forystugrein HP. Hún er í senn blíðlynd og sterk manneskja með mjög ríka réttlætiskennd og leiftrandi kímnigáfu. Helgi Valdimarsson um eiginkonu sína, Guðrúnu Agnarsdóttur. Mannlíf. Hún er óvenjulega hreinskipt- in, opinská og kjarkmikil manneskja. Ólafur Hannibalsson um eiginkonu sína, Guðrúnu Pétursdóttur. Mannlíf. Agi hans við sjálfan sig er mikill. Hann fer til dæmis út klukkan rúmlega sjö á morgn- ana, hvernig sem viðrar, geng- ur um Nesið í þrjú korter og gerir æfingar með lóðum þeg- ar heim kemur. Seinni part dags fer hann svo í Ræktina. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir um eigin- mann sinn, Ólaf Ragnar Grímsson. Mannlíf. Þegar Inga Ásta er spurð hvað hafi heillað hana við eigin- mann hennar svarar hún: Allt, og gerir enn. Það er einfald- lega þannig. Pétur er mjög hlýr maður, næmur á um- hverfi sitt og sannur í öllu sem hann gerir. Inga Ásta Hafstein um eiginmann sinn, Pét- ur Kr. Hafstein. Mannlíf. fréttaskot úr fortíð Þegar slöng- ur svelta Slöngur geta soltið lengur en önnur dýr. Til eru frásagnir um það, að slöngum sé jaínaðarlega gefin fæða á 8 daga fresti, en stórar slöngur fá að- eins mat þriðju hverja viku. Ein slan- ga borðaði ekkert í 16 mánuði, en þá fékk sér líka væna máltíð. Hún gleypti nefnilega tvo grísi. Að því loknu lagðist hún fyrir og svalt í 6 mánuði. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 21. júní 1936.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.