Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 t s k o ð u n NTUR GRÆNMETI - GJAFAVARA . v/d ö-ffl/œá/œ/'S Garðverkfæri • áburður • mold • allt til alls fyrir gróðurinn ÖRÆNA HÖNPIN Breiðumörk 3 • Hveragerði • sími 483 4649 • fax 4213071 Skattadagurinn og vafasöm markmið Á morgun, 7. júní, er Skattadagur- inn. Dagurinn er fyrsti dagur ársins sem íslendingar em ekki eingöngu að vinna fyrir skyldugreiðslum vegna út- gjalda ríkis og sveitarfélaga og ið- gjalda lífeyrissjóða. Hann er reiknaður út frá hlutfalli útgjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu. Miðað er við tölur síðasta árs en þá voru útgjöld hins op- inbera (sem eru ríki og sveitarfélög) Pallborðið | Glúmur Jón Björnsson skrifar alls 177,8 milljarðar króna, iðgjöld líf- eyrissjóða 18,2 milljarðar króna og verg landsframleiðsla 456,2 milljarðar króna. Það fara því 43,0 prósent landsframleiðslunnar til þessara skyldugreiðslna en það svarar til tíma- bilsins frá 1. janúar til og með 6. júm'. Tölumar em fengnar 30. apríl ár hvert frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka. Miklir skattar og mis- beiting þeirra Vafalaust þykir mörgum nóg um að vinna svo stóran hluta ársins fyrir þessum skyldugreiðslum. Þess ber raunar að geta að með í þessum tölum em ekki skyldugreiðslur til Ríkisút- varpsins og verkalýðsfélaga svo dæmi séu tekin og ekki þær byrðar sem við bemm vegna innflutningstakmarkana, einkaleyfa, boða og banna ríkisvalds- ins. Ekki heldur sá kostnaður sem fjöl- skyldur og fyrirtæki verða fyrir þegar skattar og skyldur em inntar af hendi. Má þar nefna tímafreka skýrslugerð. En skattar em ekki bara háir að með- altali heldur er skatt- og bótakerfum hins opinbera miskunnarlaust beitt í þágu ákveðinna markmiða sem oft orka mjög tvímælis. Þannig em jaðar- skattar orðnir allt að 80 prósent vegna jöfnunarmarkmiða. Eftir því sem laun hækka, hækkar það hlutfall sem menn greiða í skatt af launum sínum og ýmsar bætur og endurgreiðslur lækka. Þetta er ekki líklegt til að efla athafna- þrá einstaklinga. Annað dæmi er í Háskólabíói fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00 'infóníuhljómsveit Islands Cflfnisskrá Johannes Brahms: Fiðlukonsert Igor Stravinsy: Eldfuglinn Li 96 SINFONÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 0 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANGINN tryggingagjaldið, sem er skattur á launagreiðslur, en er mishátt eftir at- vinnugreinum. Þær sem njóta velvildar stjómvalda em í lægri flokki en hinar. Hollustan og öryggid Hið opinbera hefur lengi reynt að stýra neyslu manna á ákveðnum vöm- tegundum með skattlagningu. Oftast er þetta gert í nafni heilbrigðissjónar- miða. Frægustu dæmin em áfengi og tóbak. Eins og komið hefur í ljós er þessi stefna tvíbennt. Þegar fólki of- býður til dæmis skattheimtan af áfengi leitar það annarra leiða til að verða sér úti um bijóstbirtu. Misjafnlega lagað- ur landinn er sennilega ekki alltaf mesti heilsudrykkur sem menn drekka. I öðrum tilvikum er skatta- stefnan augljóslega heilsuspillandi og hættuleg. Þannig hafa ömggustu og best búnu bílarnir borið hæstu skattana. Ekki eykur það öryggi í umferðinni og í ís- lenskri ófærð. Mikil skattlagning bfla almennt letur menn einnig til að end- umýja bfla sína sem dregur einnig úr öryggi manna. Þegar fólki ofbýður til dæmis skattheimt- an af áfengi leitar það annarra leiða til að verða sér úti um brjóstbirtu. Misjafn- lega lagaður landinn er sennilega ekki allt- af mesti heilsúdrykk- ur sem menn drekka. Eftir að íslendingar urðu aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni var heimilaður takmarkaður innflutningur landbúnaðarvara þar á meðal græn- metis.; Manneldisstoínunix-á 1 vegum hins ppinbera; ráðléggjá aukið græn- metisát. Tollar á innflutt grænmeti geta hins vegar numið yfir 400 pró- sent! Hænuskref fyrir skattgreiðendur Skattadagurinn er þremur dögum fyrr á ferðinni í ár en.í fyrra. Það er auðvitað fagnaðarefni.. Hann hefur raunar ekki verið fyrr á ferðinni und- anfarin átta ár. Það breytir því hins vegar ekki að við emm of stóran hluta ársins að draga björg í bú stjómmála- mannanna og höfum of lítið um sjálf- saflafé okkar að segja. Höfundur er formaður Heimdallar. 8lml 463 4113"| t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.