Alþýðublaðið - 09.07.1996, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996
f r é t t i r
■ Frá Tryggingastofnun
Nýjar reglur um
uppbót á lífeyri
Frekari uppbót á lífeyri frá Trygg-
ingastofnun verður ekki lengur greidd
einstaklingum sem hafa heildartekjur
umffam 75.000 krónur á mánuði eða
eignir í peningum eða verðbréfum
umfram 2,5 milljónir króna. Er þetta í
samræmi við regiugerð og ákvæði al-
mannatryggingalaga, þar sem segir að
heimilt sé að greiða frekari uppbætur
„ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki
ffamfleytt sér án þess.“
Heiibrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið setti þessi tekju- og eignamörk
eftir samráð við fulltrúa félaga aldr-
aðra, Öryrkjabandalagsins og Sjálfs-
bjargar. Miðað er við algengar tekjur á
almennum vinnumarkaði.
Svokölluð frekari uppbót er greidd
þeim elli- og örorkulífeyrisþegum,
sem bera kostnað vegna lyfja, umönn-
unar eða húsaleigu. Uppbótin er reikn-
uð út sem ákveðið hlutfail af grunniíf-
eyri og er hlutfallið mishátt eftir að-
stæðum umsækjenda. Yfir átta þúsund
einstaklingar hafa fengið frekari upp-
bót greidda mánaðarlega undanfarin
ár.
Auk tekjumarkanna hafa verið sett-
ar nákvæmari reglur um hlutfall upp-
bótar vegna lyijakostnaðar, umönnun-
arkostnaðar og húsaleigu. Upphæð
uppbótar ræðst þannig af upphæð
húsaleigu, umönnunarþörf eða lyfja-
kostnaði umsækjanda, auk tekna.
Þessar reglur eru settar til þess að
tryggja jafhræði í afgreiðslu umsókna
um ffekari uppbót.
Verið er að endurskoða greiðslu
frekari uppbóta í samræmi við nýju
reglurnar, en endurskoðunin getur
orðið til þess að uppbætur lækki eða
falh niður vegna eigna eða tekna líf-
eyrisþega.
Þeir lífeyrisþegar sem missa upp-
bót, fá sent bréf þar að lútandi frá líf-
eyrisdeild Tryggingastofnunar og
gefst þeim tækifæri til að gera athuga-
semdir við upplýsingar um tekjur eða
eignir. Miðað er við að endurskoðun á
eldri úrskurðum um frekari uppbót
ljúki fyrir 1. september næstkomandi.
□MISSANDI í
SUMARBÚSTAÐINN
Allir vilja geta notiö þess besta í mat og dnykk, hvert sem leiðin liggur.
Þess vegna eru G-vörurnar ómissandi í sumarbústaöinn.
G segir til um fnamleiöslu-
aðfenðina sem einkennir
G-vönur. Pá en vanan
snögghituð við hátt
hitastig. Með því móti
verður hún geymsluþolnani
og heldun jafnfnamt
fenskleika sínum og
naeningangildi. G-vönun þanf
ekki að geyma í kaeli.
G-MJÓLK
Góð mjólk sem aldnei
bnegst - ísköld og
svalandi eftin kaelingu
í naesta fjallalæk!
Og svo en G-mjólkin
líka fnábæn í alla
matangenð.
KAFFIRJÓMI
Tilvalinn í kaffið og
þnælgóðun í súpun og
sósun. Sömuleiðis
vinsæll út á skyrið og
gnautinn.
G-RJÓMI
Gerir góða fenð enn betni. Pú notan
hann eins og annan eðalnjóma, óþeyttan
út á benin, þeyttan með kökunni og
ísnum eða sem leynivopn í súpugerðinni.
■ Guðlaugur
Tryggvi Karlsson á
hestamannamóti
Riðið
undir
sunn-
lenskri
sól
Síðasta fjórðungsmót hesta-
manna fyrr og síðar á Hellu var
haldið í blíðskaparveðri á
Gaddstaðaflöt um helgina. Bú-
ið er að fiölga landsmótum um
helming þannig að þau verða
haldin annað hvert ár sunnan-
lands og norðan. Þar með eru
fjórðungsmótin dottin út. Hæst
bar á þessu móti glæsilegur ár-
angur markvissrar hrossarækt-
ar í héraðinu auk þess sem hin
óvænta frávísun á hestinum
Óði vakti mikla athygli. Hann
stóð efstur í A-flokkskeppni og
þar með mestur gæðinga hér-
aðsins en var dæmdur úr leik
vegna kergju. Hann hlýddi ekki
þegar hann átti að leggja af
stað í brokkkeppnina enda ný-
kominnfrá merum.
Þorkell Bjarnason, hrossaræktar-
ráðunautur í 35 ár á hesti sínum
kveður hér áhorfendur en enginn
hefur átt meiri þátt í að móta ís-
lenska hestinn á þessum tíma en
Þorkell.
Mikil tilþrif voru í kynbótakeppn-
inni.
Gunnar Arnarsson á stóðhestinum
Otri til vinstri, en hann fékk fyrstu
verðlaun fyrir afkvæmi á mótinu,
er hér á flugaskeiði.