Alþýðublaðið - 09.07.1996, Side 6

Alþýðublaðið - 09.07.1996, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1996 p ó I i t ík Jafnaðarmenn alls staðar athugið! ■ Pétur Óli Jónsson skrifar um úrslit forsetakosninga og kvenfrelsisbaráttu á villigötum Kosningar og kvenréttindahjal Hversu lengi eða oft hefur ekki verið rætt um nauðsyn þess að sameina jafnaðarmenn án þess að mikið hafi í raun gerst í þeim málum? Látum nú verkin tala og skellum okkur í sameig- inlega sumarferð. Það er þó ágætis byrjun! ✓ Farið verður í rútum laugardags- morguninn 13. júlí kl. 10.00 frá Ráðhúsi Reykjavíkur og ekið til Hreðavatns. ✓ Krati í einn dag: Jón Sigurðsson fyrrum rektor við Samvinnuháskólann að Bifröst, tekur á móti gestum og gengur með þeim um mark- verðustu staðina í nágrenni vatnsins, svo sem skóginn, Paradísarlaut, Glanna og Grábrók. ✓ Hallgrímur Helgason les mönnum pistilinn með sínum hætti. ✓ Mörður Ámason, varaþingmaður Þjóðvaka ávarpar samkomuna. ✓ Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Alþýðubandalagsins flytur ávarp. Á næstu dögum verður hér í blaðinu gerð grein fyrir frekari trompum í dagskránni, svo sem hver stjórni fjöldasöng, hver fari með gamanmál og fleira og fleira. Ef til vill mun fleira mektarfólk heiðra samkomuna. ✓ Grillað verður á staðnum og verður allt skaffað nema kjötið, þ.e.a.s. grill, grillkol, mataráhöld, bakaðar kartöflur og salat. Ferðalangar koma sjálfir með eigið ket. ✓ Munið að þeir sem eiga gítar og kunna á hann eru beðnir að taka hann með í ferðina. Og svo náttúrulega söngbókina! Upplýsingar og skráning Hólmfríður sími: 562 2611 eða Bolli sími: 587 3018 eða Skrifstofa Alþýðuflokksins sírhi: 552 9244 Vinsamlegast skráið ykkur fyrir föstudaginn12. júlí Jafnadarmenn nær og fjær Tilkynning frá Sölu Varnarliðseigna Skrifstofan og verslanir í Reykjavík verða lokaðar frá og með 15. júlí til 12. ágúst vegna sumarleyfa. Sala Varnarliðseigna Umræðan hjá mörgum kvennalistakonum er álíka og hjá tíu ára börn- um. „Þú fékkst tvö súkkulaði og því á ég líka að fá tvö. En ef ég fæ einu súkkulaði meira en þú þá þarft þú ekki að fá neitt í staðinn." Loks hefur þjóðin kosið sér forseta. Ekki eru menn eitt sáttir á valið; sumir kátir, aðrir býsna daprir. Forsætisráð- herra hefur af lfemsta megni reynt að útskýra fyrir þjóðinni að í ferföldum húrrahrópum sé ekki verið að hylla forsetann. Jóni Steinari hljóta einnig að sáma úrslitin eins og vitringunum þremur sem auglýstu gegn Ólafi. Ég vil þakka þeim sérstaklega fyrir sitt innlegg því þeir auðvelduðu mér val- ið. Konur gegn körlum Sumir hinna óánægðu hafa reynt að snúa úrslitunum í ósigur fyrir kven- þjóðina. Sárt hefur verið að hlusta á konur eins og Kristínu Ástgeirsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur, sem ásamt öðrum konum, hafa hneykslast á því hvað kynsystur þeirra hafi verið að hugsa þegar þær gengu í kjörklefann. Kvennalistakonurnar skilja ekkert í því af hverju konur kusu ekki Guð- rúnu. Þær minnast ekki á þá karlmenn sem kusu Guðrúnu. Það ku vera sjálf- sagt að þeir hafi kosið hana, en að kona skufi hafa valið annan frambjóð- anda er skömm. Konur hafa verið iðn- ar við það eftir kosningar að lýsa því yfir að konur hafi beðið ósigur. En hvert er tapið? Ég veit ekki betur en að Guðrún Agnarsdóttir hafi getað háð sína kosn- ingabaráttu á jafnréttisgrundvelli. Hún hefur haft sama aðgang að íjölmiðlum og fengið sömu tækifæri og Ástþór, Olafur og Pétur. Er skömm fyrir konu að heyja kosningabaráttu sína í jafn- réttisumhverfi? Eða vilja þessar konur að jöfn réttindi snúist um kvenrétt- indi? Ég get ekki skilið blaðrið í þess- um konum. Þær hafa ekki komið með haldbær rök fyrir því að Guðrún hafi verið betri kostur en karlmennirnir þrír. Þær tönnlast bara sífellt á því að konur hefðu átt að kjósa konu. Guðrún var vissulega fýsilegur kostur og eng- inn þarf að skammast sín fýrir að hafa kosið hana. Hún kom lengi vel til greina hjá mér en ég breytti afstöðu minni í kjörklefanum. Ég leit aldrei á þessar kosningar sem sigur fyrir karlmenn eða sigur fyrir konur. Ég leit aldrei á það sem skyldu mína að kjósa karl vegna þess að ég er karlmaður. í mínum huga stóð valið á milli fjögurra einstaklinga en ekki þriggja karlmanna og einnar konu. Sá sem hefur þetta sjónarmið að leiðarljósi hlýtur að vera jafnréttis- sinnaður. Getur verið að draumaver- öld Kvennalistans sé veröld þar sem konur ráða öllu? Felst ekki jaíhmikið óréttlæti í hugmyndinni um kvenna- veldi eins og þeirri um karlaveldi? Eða er misréttið misjafnt? Sigur-tap Vissulega er einn sigurvegari í þess- um kosningum, en það þýðir samt ekki að allir hafi tapað. Guðrún fékk 25 prósent, er það tap fyrir hana? Pét- ur fékk 30 prósent, er það ekki eftir allt saman ágætis árangur? Ástþór fékk sfn 2 prósent. Hann mældist ekki lengi vel og er þetta þá endilega tap? Hvað eiga þessar konur við með því að konur hafi tapað? Má ekki snúa dæminu þannig að karlmenn hafi líka tapað? Einn þeirra vann en tveir þurftu að láta í minni pokann. Er það tap fyr- ir karlmenn? Það má túlka þessi kosningaúrslit á marga vegu. En er hægt að túlka þau á þann hátt að íslendingar vilji ekki konu í svo tilkomumikið starf sem forsetaembættið er? Er raunin ekki sú að fjórir hæfir einstaklingar voru í framboði og íslendingar vildu Óla frekar en Guðrúnu því þeir töldu hann hæfari einstakling. Jafnréttisumræðan á villigötum Ef þessum konum finnst í lagi að gagnrýna val kjósenda á þeim grund- velli að konunni hafi verið hafnað vegna kynferðis þá tel ég þær vera á villigötum. Samkvæmt þessari kenn- ingu má setja dæmið þannig upp að við karlmenn höfðum þrjá kosti (Ást- þór, Ólaf, Pétur) en konumar aðeins einn (Guðrúnu). Hefði það ekki verið óréttlátt gagnvart okkur körlum að þurfa að velja á milli þriggja (ef við vildum bara karl), en konan hefði að- eins einn kost? Sjálfsagt hefði það ekki skipt máli, því það virðist skipta máli hver verður fyrir misréttinu. Að hluta til get ég tekið undir að karlar ráði mjög miklu og oft meiru en æski- legt er. En hinu má ekki gleyma að þó þama sé misrétti á ferð þá er jafn- slæmt að breyta karlaveldinu yfir í kvennaveldi. Umræðan hjá mörgum kvennalis- takonum er álíka og hjá tíu ára böm- um. „Þú fékkst tvö súkkulaði og því á ég líka að fá tvö. En ef ég fæ einu súkkulaði meira en þú þá þarft þú ekki að fá neitt í staðinn.“ Gáfulegt, ekki satt? Er ekki kominn tími til að Kvennalistinn taki sér tak og fari að vinna að bættum hag kvenna í stað þess að nöldra yfir því hvað karlmenn em vondir. Það er staðreynd að misrétti er beitt. Karlmenn fá oft hærri laun en konur fyrir sömu vinnu. Það er ekki sanngjarnt. Karlmenn eru stundum teknir ffam yfir konuna þegar valið er í störf. Það er ekki alltaf sanngjamt. Á þessu verður að taka og konur beijast hetjulega gegn þessu misréttf En það eru tvær hliðar á hverju máli. Af hveiju fá karlar ekki fæðingarorlof til jafns við konur? Af hverju vilja konur ekki berjast fyrir slíku jafnrétti? Hvernig stendur á því að það er oft nánast formsatriði að láta konuna fá forræði yfir bömum í skilnaðarmál- um? Er staðreyndin sú að konur séu betri en karlar í foreldrahlutverkinu? Konur eiga til að segja að þetta séu mál sem karlar verði að beijast fyrir. En það kæmi konum til góða að beij- ast einnig fyrir því ásamt körlunum. Oft er litið á konur sem óæskilegan vinnukraft. Getur það ekki af hluta til stafað af því að þegar bam fæðist fer konan af vinnumarkaði (sem er óhent- ugt fyrir atvinnurekandann) en karlinn heldur áfram að vinna (sem hentar at- vinnurekandanum betur). Ef bæði fengju orlof færu þau bæði út af vinnumarkaði. Ef svo væri myndu at- vinnurekendur sennilega líta á konuna jafnt sem karlinn þegar ráða þarf starfskraft. Það er kominn tími til að jafnrétti- sumræðan snúist um jafnrétti en ekki misrétti. Kvennalistakonur verða að hætta að líta á karlmann sem andstæð- ing. Það er rétt hjá femínistum að karl- inn geti ekki verið án konunnar. En er það ekki líka rétt að konan geti ekki verið án karlsins? ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.