Alþýðublaðið - 09.07.1996, Qupperneq 8
Alla daga
Frá Stykkishólmi
kl. 10.00 og 16.30
Frá Brjánslæk
kl. 13.00 og 19.30
Bókiö bíla meö
MMBUBLOIB
Alla daga
Þriðjudagur 9. júlí 1996
99. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
■ Ráðið í deildarstjórastöðu á Þjóðskjalasafni
Guðmundur Magnússon hlaut stöðuna
-talinn hæfastur
19 umsækjenda.
Guðmundur Magnússon, fyrrum
fréttastjóri DV og settur Þjóðminja-
vörður árið 1992, var á dögunum ráð-
inn deildarstjóri á Þjóðskjalasafnið.
Það er menntamálaráðherra sem skip-
ar í stöðuna að fengnu áliti þjóðskjala-
varðar og stjómamefndar Þjóðskjala-
safns. Sveinbjörn Rafnsson, einn
þriggja nefndarmanna, sagði í samtali
við Alþýðublaðið að einhugur hefði
verið í nefndinni um val á umsækj-
anda en 19 sóttu um stöðuna. ,JÞað var
ánægjulegt hversu margir hæfir aðilar
voru meðal umsækjenda," sagði
Sveinbjöm. Það er engin tilviljun sam-
kvæmt heimildum Alþýðublaðsins en
sú saga hafði flogið meðal sagnfræð-
inga að Guðmundi væri fyrirfram ætl-
uð staðan og var lagt að mörgum hæf-
um sagnfræðingnum að sækja um
starfið. „Þetta er dæmigerð pólitísk
ráðning," sagði heimildarmaður Al-
þýðublaðsins úr röðum sagnfræðinga.
„Við vorum búin að heyra að Guð-
mundur fengi starfið og það var verið
að spana fólk til að sækja um starfið
til að gera honum glennu. Þeir geta
sjálfsagt fært rök fyrir því hvers vegna
Guðmundur Magnússon var ráðinn
sem deildarstjóri á Þjóðskjalasafni
á dögunum.
þeir kjósa lærðan heimspeking í starf-
ið fremur en sagnfræðing með master-
gráðu í því fagi eða skjalfræðing. Hér
er hugsanlega um nýja stefnu að
ræða,“ sagði ónafngreindur sagnfræð-
ingur sem var meðal umsækjenda.
Guðmundur er með BA próf í sagn-
fræði og heimspeki og Master of Sci-
ence frá London School of Econom-
ics. Nú er hann að ljúka við að skrifa
sögu Eimskipafélagsins og sagðist í
samtali við Alþýðublaðið í gær vera
mjög sáttur við þessa niðurstöðu og að
hann hefði allt eins átt von á því að fá
stöðuna.
Marco Polo 350
■ Svefnpoki
tjaidvagnar
PUMORI 65
Bakpoki
9.860
Jterkur og
laður poki
;óðu verði
Innbyggð
grind,
okar
15.250 ...............
Létt göngutjald. 2.2 kg. 2 manna.
Tvöfalt með álbogum.
stillanlegar
bakólar.
Gæðavara á
góðu verði
veiðij
Mikið úrval
tré- og
plasthúsgagna
O'somon
ITALSKIR GONGUSKÓR
LAX sólstóll á 5.900
y^áður 11.700
JURA gönguskór á 9.900
Landsins
mesta úrval af
tjöldum á
sýningarsvæði
gerðir Sf tjöldum
J^ango
Daiwa
Eyjaslóð 7 Reykjavík S. 51 I 2200
Kees Visser
á landinu
Á rtMkrgun opnar í Gallerí Ing-
ólfsstrætl 8 sýning á málverkum
myndlistarmannsins Kees Viss-
er. Þetta er sextánda einkasýn-
ing Kees á íslandi, en hann sýndi
fyrst í Gallerí Súm fyrir tuttugu
árum. Kees, sem er af hollensku
bergi brotinn, bjó á íslandi um
árabil en býr nú í París og hefur
sýnt verk sín í Hollandi og í
Frakklandi síðasta árið. Hann er
íslenskum myndlistarmönnum
að góðu kunnur. Sýningin í Ing-
ólfsstræti 8 er opin frá 14 til 18
alla daga nema mánudaga, og
stendur til 2. ágúst.
■ Bókasumar
Vöku-Helgafells
Fimmtán
sumarbækur
í tilefni af fimmtán ára afmæli
sínu hefur Vaka-Helgafell sent
frá sér fimmtán nýjar bækur.
Efnið er hið fjölbreytilegasta,
þarna er að finna íslenskar forn-
bókmenntir, smásögur, ljóð, til-
vitnanir og fróðleik af ýmsu tagi.
Bækurnar eru innbundnar og í
handhægu broti, 80 blaðsíður að
lengd og eru seldar á sérstöku
tilboðsverði í sumar. Meðal þess-
ara bóka eru Hrafnkels saga
Freysgoða, Hávamál, Stjórnar-
skrá lýðveldisins, úrval úr smá-
sögum Halldórs Laxness og Ól-
afs Jóhanns Ólafssonar og ljóða-
perlur Jónasar Hallgrímssonar.
Kannanir hafa sýnt að bóklestur
landsmanna er takmarkaður yfir
sumarmánuðina. Vaka-Helgafell
hefur hug á að breyta þessu og
sendir frá sér sumarbækur.