Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 1
■ Sameining þingflokka Þjóðvaka og Alþýðuflokks í haust?
Annaðhvort verður
hjónaband eða ekki
- segir Össur Skarphéðinsson. Mörður Árnason:
Ákvörðun ekki verið tekin.
f fréttum Bylgjunnar í gær var
haft eftir ónafngreindum þing-
mönnum Alþýðuflokksins og Þjóð-
vaka að þingflokkar flokkanna
tveggja myndu renna saman strax í
haust. Alþýðublaðið náði tali af
Merði Arnasyni, varaþingmanni
Þjóðvaka og Össuri Skarphéðins-
syni, þingmanni Alþýðuflokksins,
en hvorugur vildi kannast við að
ákvörðun um þetta hefði verið tek-
in.
„Eg kannast ekki við að ákvörð-
un í þessum dúr hafi verið tekin,
sagði Mörður Árnason. „Enda
ónafngreindir heimildamenn. Það
er verið að ræða málin í ýmsum
hornum, en ég á ekki von á að
neitt gerist neinsstaðar í júlímán-
uði. Menn eru í sumarfríum útum
allt og ekkert flokksstarf á sér
stað. Eg neita því ekki að ég hef
rætt við ýmsa, meðal annars í sum-
arferð jafnaðarmanna þar sem
ýmsar hugmyndir komu fram í
samræðum manna. Það er ekki
mikið að gerast í samfélaginu og
þá beina fjölmiðlar gjarnan kast-
ljósi sínu að vænlegum fréttastöð-
um, án þess að það sé mikið að
frétta beinlínis. Menn eru að velta
fyrir sér þróun sem geti orðið, en
enn sem komið er eru þetta bara
samræður. Mönnum hefur þótt
fullmörg orð töluð um þetta mál,
án þess að verk hafi fylgt á eftir,
þannig að ég geri ráð fyrir að þeir
sem raunverulega eru að velta ein-
hverju fyrir sér í sambandi við
þessi mál, reyni að vinna verkin
eins orðalítið og hægt er.“
Össur Skarphéðinsson tók í
sama streng og sagði að ákvörðun
hefði örugglega ekki verið tekin.
„Eg kannast við orðasveim um
vilja manna innan þingflokka Al-
þýðuflokks og Þjóðvaka um þessa
sameiningu, en ég hef hvergi verið
aðili að viðræðum um þetta efni.
Sjálfur tel ég þetta óheppilega leið.
Mörður: Það er verið að ræða
málin í ýmsum hornum.
Ef þessir tveir flokkar ætla að
vinna saman, það er að segja ef
þeir ætla að fara yfir stig samvinn-
unnar inní einhverskonar samein-
ingu, þá tel ég að það ætti að
þetta
Össur: Hef ekki verið aðili að
viðræðum um sameiningu.
ganga fyrir sig með þeim hætti að
fíokkarnir yrðu að einum líkama.
En ekki eingöngu að þingflokkarn-
ir sameinuðust. Annað hvort verð-
ur þetta hjónaband eða ekki.“
■ Alþýðublaðið
Helgi Ólafs-
son skrifar
um skák
Helgi Ólafsson stórmeistari og
margfaldur íslandsmeistari hefur
tekið að sér að skrifa um skák í Al-
þýðublaðið. Helgi skrifaði um ára-
bil rómaða skákpistla fyrir Þjóðvilj-
ann og fleiri blöð, og tekur nú upp
þráðinn eftir nokkurt hlé.
Fyrsti pistill Helga fjallar um
heimsmeistaraeinvígi Karpovs og
Kamkys, en því lauk í síðustu viku
með öruggum sigri þess lyrmefnda.
Hvort sem lesendur kunna nokkuð
fyrir sér í manntafli eða ekki, munu
þeir áreiðanlega hafa gaman af að
lesa greinar Helga Ólafssonar enda
er hann kunnur fyrir skemmtilegan
stíl - rétt einsog í skákinni.
Sjá blaðsíðu 7.
„Jónas Hallgrímsson var
atómskáld," segir Atli
Heimir Sveinsson í
skemmtilegu viðtali um
Jónas og Schubert,
sveitakirkjur og ríkisrekn-
ar krár, rómantík og in-
spírasjón. Sjá miðopnu.
„Nú, þegar stríðinu á að
heita lokið, er loks von á
nokkrum flóttamönnum
til íslands. Nú, þegar þús-
undir barna liggja í valn-
um í Bosníu, taka Islend-
ingar við sér. Við gefum
einn fót." Sjá grein
Hrafns Jökuissonar á
blaðsíðu 2.
«« W # uinboðið
Budweiser
oJc/ctw umÁkc
ENDAÐU DÆMIÐ MEÐ RÉTTRI ÚTKOMU!
WW— W o umboðið
Budweiser
Suðurlandsbraut 4A