Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 s k o ð u n Könnun - ÁTVR Áfengis og tóbaksverslun ríkisins áformar að opna vínbúð í Kópavogsbæ í desember 1996. Hér með er auglýst eftir leiguhúsnæði til verslunarrekstrar, og leigusala sem áhuga hefur á samstarfi um rekstur verslunarinnar. Leitað er eftir aðila sem nú þegar hefur rekstur með höndum sem sam- rýmst getur rekstri áfengisverslunar. Lýsing á verkefni og stærð og búnaði húsnæðis er föl á skrifstofu ÁTN/R. Þeir sem áhuga hafa á samstarfi sendi nafn og heimilisfang til ÁTVR eigi síðar en föstudaginn 16. ágúst 1996. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík HÓLASKÓLI HÓLUM í HJALTADAL - 551 Sauð- árkrókur Sími: 453- 6300 Fax: 453-6301 IMám við Hólaskóla Fiskeldi og vatnanýting Áhersluþættir: Eldi ferskvatns- og sjávardýra. Hönnum og staðarval eldisstöðva. Vatnavistfræði og vatnanýting. Áhersla á verklega þætti námsins. Verknám í fiskeldisstöðvum. Ferðaþjónusta til sveita Áhersluþættir: Ferðamál, markaðssetning og rekstur ferðaþjónustu í dreif- býli. Móttaka ferðamanna, gisting og íslensk matarmenning. Hestaferðir, veiði og náttúruskoðun. Húsdýrahaíd, náttúrufar, saga og minjar á heimaslóð. Bókhald, lög og reglur um ferðaþjónustu. Verknám hjá ferðaþjónustuaðilum. Námstími: 1 ár September 1996-maí 1997 bóklegt og verklegt nám á Hól- um. Sumar 1997 verknám í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: A.m.k. 18 ára. A.m.k. 65 einingar úrframhaldsskóla. Eða a.m.k. 25 ára með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Námið getur verið metið sem áfangi í háskólanámi. Möguleiki á að Ijúka stúdentsprófi við skólann. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 1996. Varnarliðið Nýafstaðnar forsetakosningar voru ánægjuiegar um eitt. Þær losuðu okkur, sem trúum á samvinnu íslenskra jafnaðarmanna, við eitt Ijónið á vegi slíkrar sameiningar, sem talaði um samvinnu þegar það átti við, en átti erfitt með að hemja sig þegar höggstaður gafst á þeim sem annars átti að vinna með. - laus störf slökkviliðsmanna Vegna fjölgunar, óskar Varnarliðið að ráða í ellefu stöður slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli. Kröfur: Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-28 ára, reglusamir, háttvísir og hafa gott andlegt og líkam- legt heilbrigði auk góðra líkamsburða. Krafist er meiraprófs ökuréttinda og einnig iðnmenntunar sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambæ.rilegrar menntunar og reynslu. Mjög góð kunnátta í ensku, bæði munnlegri og skriflegri er nauðsynleg og undirgangast umsækjendur próf í henni áð- ur en kemurtil vals. Að öðru leyti vísast í reglugerð númer 195 frá 14. apríl 1994 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu Utanrík- isráðuneytisins, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síð- ar en 30. júlí 1996. Alþýðublaðið Slappið afstrákar! Undanfarið misseri hefur verið skrýtið stríð í gangi. Það er kannski varla ástæða til að kalla það stríð, því hnútukast væri kannski betra orð. Af einhveijum ástæðum hafa Vikublaðið og þetta ágæta blað, Alþýðublaðið, Pallborðið | jP>; rf sem hvort um sig eru einskonar flokksmálgögn, staðið í þessu hnútu- kasti og má vart á milli sjá hvor kastar fastar. Skotspónamir eru að sjálfsögðu forystumenn Alþýðubandalags, þegar Alþýðublaðið á í hlut og forysta Al- þýðuflokksins, þegar Vikublaðið á í híut. Nú er þetta kannski forsvaranlegt á þá lund að þama sé um tvo stjóm- málaflokka að ræða, forna fjendur, sem aldrei hafi látið neitt tækifæri ónotað til að beija hver á öðmm. Rétt er það og er það harmsaga íslenskrar jafnaðarmannhreyfingar í hnotskum. Harmsaga sem gíettilega margir hafa hug á að ljúki sem fyrst, þó harla seint sé í raun. Nú er það svo að menn hafa til- hneigingu til að velja sér andstæðing sem þeir telja sig hafa í fullu tré við og kann að vera að eitthvað slíkt ráði pennum þeim sem sá ffæjum óvildar milli þess fólks sem í raun ætti að snúa bökum saman. En, því miður, það er ekki leikur sem ný kynslóð jafnaðarmanna nennir að leika. Það er ekki leikur sem þeir sem tóku þátt í sigurför Reykjavíkurlistans nenna að leika. Það er ekki leikur sem Röskvu- kynslóðin nennir að standa í. Hún hef- ur fundið bragðið af fjöldahreyfing- unni og héðan af verður ekki aftur snúið, sama hvað geðillir afturhalds- seggir telja sig hafa til málanna að leggja. Grátlegast verður að teljast þegar menn sjá sig knúna til að tortryggja það frumkvæði sem formaður Al- þýðubandalagsins sýndi á dögunum þegar hann sendi frá sér skilaboð í bréfí um vilja til formlegra viðræðna um samvinnu íslenskra vinstri manna. Menn sem nenna að hengja sig í hvort í bréfi þessu kann að hafa staðið „samvinna“, „samstarf" eða „sam- runi“ eru augljóslega ekki þeirrar skoðunar að nein þörf sé á því fyrir ís- lenska jafnaðarmenn að bijótast út úr smáflokkatilverunni og íhaldshækju- hlutverkinu. Þeir eiga þá að vera menn til að segja það upphátt. Nýafstaðnar forsetakosningar voru ánægjulegar um eitt. Þær losuðu okk- ur, sem trúum á samvinnu íslenskra jafnaðarmanna, við eitt ljónið á vegi slíkrar sameiningar, sem talaði um samvinnu þegar það átti við, en átti erfitt með að hemja sig þegar högg- staður gafst á þeim sem annars átti að vinna með. Það var kannski eðlilegt á sínum tíma í eftirhretum ósigursins í kalda stríðinu og vafalaust hefur þetta ákveðna Ijón talið sig vera að þjóna þeim hugsjónum sem knúði það til að- gerða. Nú hefur tekið við Alþýðu- bandalaginu nýr formaður og virðist hann einlægur í þeim ásetningi sínum að auka samvinnuna á vinstri væng ís- lenskra stjómmála. Því er haldið fram að formaðurinn hafi skrifað bréfið í þeim tilgangi að koma sér í „langþráð sviðsljós". Ég man ekki betur en að fyrrverandi for- maður Aiþýðubandalagsins hafi feng- ið sviðsljósið óskipt þegar hann sagð- ist skammast sín fyrir að kalla sig jafnaðarmann vegna þess hve Alþýðu- flokkurinn hefði svívirt það hugtak. Ég efast ekki um að núverandi for- maður Alþýðubandalagsins gæti feng- ið „langþráð sviðsljós" ef hann héldi einhveiju svipuðu ffarn. En hann kýs að gera það ekki. Hann virðist nefhi- lega skilja kall tímans. Tilraun hans kann að vera óburðug, hún kann að vera illa orðuð, hún kann að vera „ótímabær" í fréttaskýringum stjóm- málaskákmannanna sem em í þessu út á kikkið, en hún virðist vera einlæg og það er það sem skiptir máli. Úti á hinum víða pólitískra akri um gervallt landið er fólk í Alþýðubanda- lagi og Alþýðuflokki að reyna að vinna saman að þeim málum sem það telur brýnast að leysa. Þetta fólk vinn- ur saman í anda jafnaðarstefnu og sátta. Ég veit að þessu fólki svíður skítkastið. Það þjónar engum öðmm tilgangi en að veikja hreyfingu jafnað- armanna og spilla fýrir því góða fólki sem leggur á sig mikla vinnu í sveitar- stjórnum, nefndum og ráðum til að gera þetta land að betri stað. Ágætu ritstjórar Alþýðu- og Vikublaðs. Snúið ykkur að ríkisstjórninni. Það er ekki eins og þar skorti afglöpin til að for- dæma! Gefið jafnaðarmannahreyfmg- unni frið til að safna liði og taka völd- in á þessu landi eftir næstu þingkosn- ingar. Höfundur er varaþingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.