Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Karpov sigraði Kamsky auðveldlega FIDE-heimsmeistarinn Anatoly Karpov til hliðar við FIDE-forsetana núver- andi og fyrrverandi. Kirsan lljumzinov fyrir miðju og Florencio Campoma- nes til hægri. Öruggur sigur Anatoly Karpov yfir Gata Kamsky í 18 skákum, 10i/2-7i/2 er niðurstaða sem fáum kemur á óvart. Karpov vinnur með sömu tölu og Ka- sparov í PCA-einvíginu sínu í New York síðastliðið haust. Sigur Garys yfir Wisvanthan Anand á 104 hæð „World trade center" byggingarinnar og Karpovs á Kamsky í Elista boðar álfamhaldandi þaulsetu þeirra ofar öll- um öðrum spámönnum skákþorpsins; saman mynda þeirra einhverskonar Twin-tower skáklistarinnar, ókleyfan öllum; nema kannski þeim glataða syni New York-borgar sem var land- rækur ger fyrir fjórum árum þegar hann hóf eftir 20 ára hlé að stunda þá einu iðju sem hann kunni. Yfirburðasigrar Kamsky yfir þraut- reyndum andstæðingum sínum í áskorendaeinvígjum FIDE og PCA vöktu geysilega athygli og vonir um að nú væri loksins kominn fram mað- ur sem gæti skákað veldi Kasparov og Karpov. f FIDE- keppninni sigraði hann Hollendinginn van der Sterren 3i/2-1 1/2, Anand 6-4 eftir framlengingu og loks Valery Salov 5i/2-1 \n. í PCA-keppninni voru sigrar hans ekki síður sannfærandi. Hann burstaði Vladimir Kramnik4i/2-li/2, síðan Nig- el Short 51/2-11/2, en í lokaeinvíginu við Anand skorti taflmennsku hans allan ferskleika og Indveijinn sigraði 6l/2-4l/2. Erfiðleikar FIDE við halda heims- meistaraeinvígið voru með eindæm- um og þurfti skipti í forsetastóli til þess að það gæti farið fram. Skipan forseta Kalmykíu, Kirsan Iljumzhinov var mótbragð Anatoly Karpov við hallarbyltingu Gary Kasparov á þingi FIDE í Moskvu í desember 1994. Hinn nýi FIDE-forseti, rúmlega þrí- tugur Kalmúki sem sefur aldrei meira en þrjá tíma á sólarhring og hefur auðgast á æði myrkfælnum viðskipt- um, fann stað fyrir einvígið hjá vini sínum Saddam Hussein í Bagdad. Jafnframt opinberaði hann allt aðrar skoðanir sínar á þeim manni en þær sem CNN, Morgunblaðið og gervöll heimspressan hefur keppst við að inn- ræta sérhvetju mannsbami undanfarin ár. Þá var mælirinn fullur. En í stað þess að ganga úr þeim leiðindasam- tökum sem alþjóðasskáksambandið er lét Skáksamband íslands og önnur Skákirnar voru langflestar langar og erfiðar og allar tefldar í botn og einvígið var mun áhugaverðara en einvígi Kasparovs og Anands. vestræn skáksambönd nægja að mót- mæla fyrirhuguðum einvígisstað með óljósum hótunum um hugsanlega úr- sögn. Öllum að óvörum sá Kirsan þann kost grænstan að blása Bagdad- einvígið af, en lumaði jaíhframt á spili í jakkaerminni, sem sagt því að bjóða Gata og Anatoly heim í hérað til að tefla einvígið þar. Og hinn þriðja júní síðastliðinn hófst einvígið svo með pompi og pragt í höfuðborg Kalmykíu, Elistu. Verðlaunafé opinberlega var 2 miljón dollarar, stór hluti látinn renna til Fl- DE og ýmissa kostnaðarliða. Hið raunverulega verðlaunafé nam hins- vegar samtals um 1,1 miljón dollara eða í kringum 75 miljónum króna. Konuleit í Kalmykíu Kamsky-feðgar komu til Elista rak- leiðis frá Dos Hermanos á Spáni þar sem Gata tefldi við lítinn orðstír á 10 manna móti. Þvert ofan í fyrri reynslu var Rustam faðir Kamsky hvers manns hugljúfi í Elista, hrósaði Kirsan á hvert reipi fyrir snöfurmannlega björgun einvígisins. Hann sagði við blaðamenn að það væri ekkert stórmál þótt sonurinn tapaði einvíginu fyrir Karpov, til Elista væru þeir ekki bara komnir til að tefla, sú stund væri nefnilega í aðsigi að Gata festi ráð sitt og kvaðst hann ætla sjálfur að velja konuefnið fyrir Gata úr hópi músl- ímskra kvenna í Kalmykíu, strákurinn kæmi þar ekkert nærri enda hefði hann ekki hundsvit á slíkum málum. Vrkur þá sögunni að hinum 45 ára gamla FIDE-heimsmeistara, Antoly Karpov. í Elista háði hann sitt níunda heimsmeistaraeinvígi og hefur nú unnið fjögur einvígi, einu sinni gert jafntefli, þrisvar tapað en fyrsta ein- vtgi hans við við Kasparov 1984-85 var óútkljáð. Mér telst til að á þessum vettvangi hafi hann teflt samtals 233 skákir, unnið 43, tapað 33 og gert 157 jafntefli, sem er árangur upp á um það bil 52 prósent. Þegar við bætast níu áskorendaeinvígi allt frá árinu 1974 með 26 sigurskákum, 9 töpum og 59 jafnteflum eða tæplega 60 prósent ár- angur er ljóst að hér fer maður með reynslu. Karpov gerði engar breytingar á vinnubrögðum sínum í þessu einvígi, tefldi sömu byrjanimar upp aftur og aftur með smávægilegum endurbótum hér og þar og gemýtti sér smávægileg- ustu mistök Kamskys. Vélin hikstaði aðeins í byijun, Kamsky jafnaði eftir tap í fyrstu skák, en síðan fylgdu fjórir sigrar Karpovs og nokkur jafntefli. Helsta fræðilega glapræði Kamskys var að tefla Grunfelds-vörnina sem Karpov gerþekkir eftir einvígi sín við Kasparov. Eftir mu skákir var staðan 61/2-21/2. Þá var einn aðstoðarmaður- inn, John Federowicz, rekinn heim vegna „hugmyndafræðilegs ágrein- ings“, eins og það var orðað, og Kam- sky náði sér á strik í seinni hlutanum. Hætt er við að Karpov hafi slakað ei- h'tið á klónni og sálfræðistaðan breyst eftir því sem hann þokaðist nær IO1/2- vinnings markinu. Kasparov á byrjunarreit? Skákimar vom langflestar langar og erfiðar og allar tefldar í botn og ein- vígið var mun áhugaverðara en einvígi Kasparovs og Anands. Nú spyija menn hver í sínu homi: verður sameiningareinvígi PCA og FI- DE? Allar áætlanir um slíkt gætu strandað á stöðu PCA sem á í mikilli tilvistarkreppu eftir að Intel-fyrirtækið kippti burt stuðningi við samtökin um leið og Kasparov hóf hið fræga ein- Karpov 10 = 1 = 1 1=1 Kamsky 01=0 = 00=0 vígi sitt við ,JDeep blue“ tölvu IBM í vetur. Liðist PCA í sundur stendur Karpov með pálmann í höndunum og er vfs til þess að hafna alfarið sjötta einvíginu við Kasparov sem yrði að fara í röðina aftur. Af 18 skákum í Elista vann Karpov sex skákir, gerði nfu jafntefli og tapaði þremur. Innihaldsríkasta vinnings- skákin var sennilega sú níunda sem hér fer á eftir: Gegn Gmnfelds-vöminni beitir af- brigði sem fyrsti sovéski heimsmeist- ari Mikhael Botvinnik hafði mikið dá- læti á. Hann endurbætti taflmennsku sína frá því í fimmtu einvígisskákinni 10. Be3 í stað 10. e6. Framrás a-peðs- ins, 16. a4 og 17. a5! er svo öflug að staða svarts riðar til falls. f þessum liremmingum grípur Kamsky til þess úrræðis að gefa drottningu sína fyrir hrók og léttan ann með von bundna við hraðskreiðan frelsingja á a-lín- unni. En tækni Karpovs í slíkum stöð- um svíkur ekki, fyrst skorðar hann a- peðið rækilega samfara því að byggja upp hótanir á kóngsvængum. Þá tmfl- ar hann samgang svörtu mannanna með hámákvæmum drottningarleikj- um. 32. ... Ha6 er úrslitaafleikur Kamsky í vondri stöðu. Hann verður að láta e-peðið af hendi eftir 33. Dc4! og þá er d-peðinu leiðin greið. Kamsky gefst upp í 41. leik þegar engin hald- góð vörn finnst við hótun Karpovs, 42. Dh8+! Kxh8 43. Hf8 mát. 0 = =. = 1 = 0 = = 12,5 1 = = = 0 = 1 = = 7.5 9. einvígisskák: Hvítt: Anatoli Karpov Svart: Gata Kamsky Grunfelds - vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. RO Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 0-0 7. e4 a6 8. e5 b5 9. Db3 Rfd7 10. Be3 c5 11. e6 c4 12. exf7+ Hxf7 13. Ddl Rb6 14. Re5 Hf8 15. a4 b4 16. a5 bxc3 17. axb6 cxb2 18. Bxc4+ Kh8 19. Hbl Dxb6 20. Dd2 Rd7 21. Hxb2 Rxe5 22. Hxb6 Rxc4 23. Db4 Rxb6 24. Dxb6 a5 25. 0-0 a4 26. Hal Bf5 27. h4 e6 28. Bf4 Be4 29. Bd6 Hfc8 30. Db5 Bc6 31. Db4 Kg8 32. Ha3 Ha6 33. Dc4 Hca8 34. Dxe6+ Kh8 35. Be5 Bxe5 36. Dxe5+ Kg8 37. h5 Be8 38. h6 H6a7 39. d5 Hb7 40. d6 Hd8 41. Hf3 — og svartur gafst upp. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.