Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 8
4T Jt
Alla daga
Frá Stykkishólmi
kl. 10.00 og 16.30
Frá Brjánslæk
kl. 13.00 og 19.30
fyrirvara í síma
438 1120 og
MWMOIB
Alla daga
Frá Stykkishólmi
kl. 10.00 og 16.30
Frá Brjánslæk
kl. 13.00 og 19.30
Bókiö bíla meö
Þriðjudagur 16. júlí 1996
103. tölublað - 77. árgangur
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
r _ f
■ Astþór Magnússon erfulltrúi kvenna á mengunar- og friðarráðstefnu íTokyo. Auk hans eru þrír Islend-
ingar þar staddirfyrirtilstuðlan Steingríms Hermanssonar, þeirra á meðal sonur hans
Get varla verið á ferðinni til og frá Japan
- segir Steingrímur sem var staddur á stofn-
ráðstefnu íTokyo í síðasta mánuði.
Nú er yfirstandandi friðar- og um-
hverfisráðstefna í Tokyo þar sem
meðal þátttakenda eru í það minnsta
fjórir íslendingar. Ástþór Magnússon
er þar staddur vegna ábendingar frá
Alheimsfriðarsamtökum kvenna á fs-
landi en samkvæmt upplýsingum frá
Steingrími Hermannssyni Seðla-
bankastjóra er talsmaður samtakanna
á íslandi Pauline Thorsteinsson. Hún
benti einnig á Guðmund Ama Stef-
ánsson en hann átti ekki heiman-
gengt. Þá fékk Steingrímur boð frá
aðstandendum ráðstefnunnar en þáði
ekki.
„Ég get nú varla verið á ferðinni
fram og aftur til Japan svo ég afþakk-
aði það,“ sagði Steingrímur í samtali
við Alþýðublaðið í gær. „Svo skrif-
uðu þeir mér og spurðu hvort ég gæti
bent á einhverja sem hefðu áhuga á
því að koma sem ég og gerði og benti
á Jón Helgason fyrrverandi ráðherra
og alþingismann, Ævar Kjartansson
hjá Ríkisútvarpinu og Guðmund
Steingrímsson sem er sonur minn og
formaður Stúdentaráðs."
Aðdragandinn er sá að Steingrími
var boðið á stofnfund Federation of
Island Nations for World Peace í To-
kyo. „Mér var boðið að flytja þar er-
indi og gerði það. Þar voru mættir
ýmsir menn svo sem fyrrverandi for-
sætisráðherrar Ástralíu, írlands og
Kanada og fjölmargir aðrir frá flest-
um eylöndum heims,“ segir Stein-
grímur. „Mér fannst þetta mjög at-
hyglisverð ráðstefna sem tókst víst
vel því aðstandendumir vildu halda
einhvers konar framhald. Ég er eng-
inn beinn aðili að þessum seinni
fundi en þeir buðu mér og greiddu
kostnaðinn við að ég sótti fyrri fund-
inn. Þeir greiða líka kostnaðinn fyrir
þátttakendur núna.“
Steingrímur benti ekki á Ástþór.
„Ég gerði það reyndar ekki. Það eru
til samtök sem heita Womens Feder-
ations for World Peace. Japönsk kona
er formaður. Ég hitti hana þama úti.
Mjög myndarleg kona. Talsmaður
þeirra á íslandi heitir Pauline Thor-
steinsson og hún benti á Ástþór
Magnússon og Guðmund Ama Stef-
ánsson en hann komst ekki.
Steingrímur segir tilganginn þann
að sameina eyjar í heiminum. „Ég
flutti erindi sem fjallaði um mengun,
upphitun andrúmsloftsins, eyðingu
ósonlagsins, hækkun á yfirborði sjáv-
ar, eyðingu skóganna og margt fleira
í þeim dúr. Eyjabúar hafa miklar
áhyggjur. Ég hitti þama forseta Mars-
hall-eyja, mjög athyglisverður eldri
maður, og ræddi lengi við hann.
Hann sagði að ef yfirborð sjávar
hækkar um 50 sentimetra eins og nú
er talað um þá er stór hluti af landi
þeirra kominn undir sjó. Eyjabúum
fínnst þeir hafa afskaplega lítil áhrif
til að breyta þessu. Margir af þessum
aðilum tala um að þess sé krafist að
þeir fari varlega en Bandaríkin til
dæmis, sem spúa út meira af C02
heldur en allar Asíuþjóðimar til sam-
ans, gera ekkert til að draga úr hjá
sér.“
_1___...__!_________l_______I_________I________L_
VEHIÐ VELK0MIN Á 0PNUN SÝNINGAR MlNNAR í GALLERÍl
$ALVARS KARLS, BANKASTRA.TI 9 FÖSTUDAGINN 19. JÚLÍ
KL. 16-00- 18.00. SÝNINGIN STENDUR TIL 7. ÁGWST OG ER
OPIN Á VERSLUNARTÍMA - HALLGRfMUR HELGASON
■ Fyrirlestur í Norræna húsinu
Allt sem máli skiptir í
sögu þjóðarinnar
breytist í bókmenntir
Á fimmtudagskvöld verður opið
hús í Norræna húsinu þar sem Krist-
ján Jóhann Jónsson bókmenntafræð-
ingur mun flytja fyrirlestur um ís-
lenskar bókmenntir. Fyrirlesturinn
hefst klukkan átta. „Þetta er kynning-
arfyrirlestur fyrir útlendinga, sem
verður fluttur á norsku," sagði Krist-
ján Jóhann í samtali við Alþýðublaðið
í gær. „Ég fæ klukkutíma og ætla að
drepa niður á fjórurn punktum; nefna
íslendingasögumar, Hallgrím Péturs-
son, rómantísku skáldin og nútímann.
Ég fæ svo lítinn tíma og það er erfitt
að velja úr; ég mun líklega koma eitt-
hvað að Laxness og líklega Þórbergi
og sennilega nefni ég Einar Má - ég
mun minnast á þessa verðlaunahafa
okkar.
Kjami málsins er sá að ef þú sting-
ur þér niður á fjórum stöðum í ís-
lenskri bókmenntasögu, þá færðu út
þá mynd að fortíð íslendinga liggur í
bókmenntum: íslendingasögunum,
trúin hefur kannski hvergi komið
sterkar fram en í bókmenntum: hjá
Hallgrími Péturssyni, sjálfstæðisbar-
áttan gaus upp hjá rómantísku skáld-
unum og hinn flókni nútími hefur
kannski framar öðru komið fram í
bókmenntum. Með Nóbelskáldinu og
hjá öllum þeim ungu höfundum sem
hafa fylgt á eftir. Allt er þetta einsog
dálítil útskýring á því hvers vegna
alltaf er verið að nefna ísland og bók-
menntir í sama orðinu. Allt sem máli
skiptir í sögu þjóðarinnar, það breytist
í bókmenntir."
■ Selllótónleikar í Sigurjónssafni
Hindemith, Atli Heimirog Britten
Á þriðjudagstónleikum í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar í kvöld mun
Stefán Öm Amarson sellóleikari flytja
einleiksverk fyrir selló. Stefán Öm er
einn fimm tónlistarmanna sem keppa
til úrslita í tónvakanum, tónlistar-
keppni Ríkisútvarpsins, á þessu sumri.
Fjórtán ára gamall fékk Stefán Öm
inngöngu í Tónlistarskólann í Reykja-
vík, þar sem hann naut tilsagnar
Gunnars Kvaran. Að loknu einleikara-
prófi fór hann í framhaldsnám til
Michigan í Ann Arbor þar sem Erhng
Blöndal Bengtsson var aðalkennari
hans. Að námi loknu starfaði Stefán
Öm með sinfóníuhljómsveit ytra auk
þess sem hann kenndi við tónlistar-
skóla fyrir böm. I vor fluttist hann til
íslands og hefur tekið við stöðu sem
sellókennari við Tónlistarskólann á
Akureyri og er jafnframt ráðinn sem
fyrsti sellóleikari í Sinfóm'uhljómsveit
Norðurlands.
Á efnisskrá tónleikanna í kvöld em
eftirtalin verk: Sónata fyrir einleiks-
selló eftir Hindemith, Dal Regno Del
Silenzio eftir Atla Heimi Sveinsson og
Svíta fyrir selló eftir Benjamin Brit-
ten. Tónleikarnir hefjast klukkan
20:30.
Franz Liszt: Á efnisskrá tónieik-
anna í Akureyrarkirkju á sunnudag
verða meðal annars verk, eftir tón-
skáldið.
Jóhann Sebastían Bach: I Snartar-
staðakirkju, Reykjahlíðarkirkju og
Akureyrarkirkju.
■ Sumartónleikar á Norðurlandi
Óbóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit
íslands - organisti í Belgíu
Önnur tónleikaröð Sumartónleika
á Norðurlandi er að þessu sinni tví-
skipt. Fyrst leika Margrét Bóasdóttir
sópran og Kristinn H. Ámason gítar-
leikari, í Snartastaðakirkju, Öxafirði
á föstudagskvöld og í Reykjahlíða-
kirkju á laugardagskvöld, en á
sunnudag heldur orgelleikarinn Kar-
el Paukert tónleika í Akureyrar-
kirkju.
Margrét Bóasdóttir hefur haldið
fjölda ljóðatónleika, hér á landi sem
erlendis, og sungið einsöngshlutverk
í mörgum helstu kirkjulegum verk-
um tónbókmenntanna, en hún hefur
lagt sérstaka áherslu á túlkun bar-
okktónlistar. Hún er kennari við
Guðfræðideild Háskóla íslands og
hjá Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.
Kristinn H. Árnason hefur haldið
fjölda einleikstónleika, og hann tók
þátt í Gítarhátíðinni á Akureyri síð-
asta sumar semog árið 1991. Hann
hefur hljóðritað fyrir bæði útvarp og
sjónvarp og gefið út eina geislaplötu.
Á efnisskrá tónleikanna á föstudag
og laugardag verða verk eftir Barri-
os, Scarlatti, Tarrega, Bach og Al-
beniz, auk íslenskra þjóðlaga.
Karel Paukert er fæddur í Tékkó-
slóvakíu, og stundaði sitt nám þar og
í Belgíu. Hann starfaði um tíma sem
óbóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit ís-
lands og síðar sem organisti í Belgíu.
Hann fluttist til Bandaríkjanna, þar
sem hann fékk ríkisborgararétt árið
1972. Hann starfar nú við Cleveland
Museum of Art og skipuleggur tón-
listardagskrá safnsins, auk þess sem
hann heldur fjölda tónleika árlega.
Hann er einnig organisti og kórstjóri
við St. Paul’s Episcopal kirkjuna í
heimaborg sinni. Paukert mun halda
tónleika í Hallgrímskirkju í Reykja-
vík í þessari Islandsheimsókn. Á efn-
isskrá hans verða verk eftir Pasquini,
Bach, Bellini, Vierne, Liszt og fleiri.