Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ1996 s k o ð a n i r 21142. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Skemmtiferð í þrælakistu Norsk stjómvöld hafa krafist þess að alþjóðlegt viðskiptabann verði sett á Búrma, eftir að heiðursræðismaður þeirra, Leo Nic- hols, lést í fangelsi í Rangoon. Danir hafa tekið undir kröfur Norðmanna, og stjómvöld í báðum löndum hvetja ferðamenn til að sniðganga Búrma. Nichols, sem var hálfsjötugur, sykursjúkur og hjartveikur, var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa síma og fax- tæki á heimili sínu án leyfís yfírvalda. Norðmenn segja að Nic- hols hafi verið pyntaður til dauða í fangelsinu með því að vama honum svefns. Hin raunverulega ástæða þess að ræðismaðurinn var fangelsaður var sú, að hann var náinn bandamaður Aung San Suu Kyi, foringja lýðræðissinna og réttkjörins leiðtoga landsins. í Morgunblaðinu á laugardag vakti Jakob F. Ásgeirsson rithöf- undur athygli á því, að ein íslensk ferðaskrifstofa áformar nú ferð til Búrma. Ingólfur Guðbrandsson hefur skipulagt ferðina og skrifaði fyrir nokkm langt mál í Moggann af því tilefni. Einsog Jakob F. Ásgeirsson benti á, em lýsingar Ingólfs á landinu í engu samræmi við vemleikann. Ingólfur vitnar í sönginn „On the Road to Mandalay" og segir: „En hver veit nokkuð um Mandaley eða landið Búrma, nema þá óljósu, brengluðu mynd, sem ijölmiðlar bregða upp í fréttum, þar sem landkostimir og bjartari hliðar lífs- ins falla í skuggann íyrir æsiefni um ofbeldi og mannréttindabrot. Vissulega eiga stjórnvöld með einangrunarstefnu sinni þátt í þessu, en keppast nú við að opna landið bæði fyrir ferðamenn og erlent fjármagn.“ Hér er mikill misskilningur saman kominn í stuttu máli. Búrma er stjómað af herforingjaklíku sem ekki virti úrslit kosninga, og hefur um árabil haldið þjóðinni í helgreipum. Jakob F. Ásgeirs- son, sem er fulltrúi íslands í norrænu Búrmanefndinni, rekur mörg dæmi um svívirðileg og stórfelld mannréttindabrot og segir að Búrma hafí verið lýst sem fangelsi með ljörutíu milljón föng- um. Fjölmiðlar hafa hreint ekki bmgðið upp „brenglaðri mynd“ af ástandinu í Búrma, og þaðan af síður sagt „æsifréttir“ af því sem þar gerist. Nær lagi væri að segja að fjölmiðlar hafi ekki skýrt nógu rækilega frá óhæfuverkum herforingjanna. Jakob vitnar í forystugreinar tveggja enskra stórblaða. Leiðara- höfundur The Times komst svo að orði: ,Terðamenn sem freist- ast af því sem Búrma hefur óumdeilanlega uppá að bjóða, mega ekki gleyma því að þetta er ríki sem er byggt á sérstaklega hrotta- fenginni kúgun. Þeir eiga að forðast landið uns lýðræði hefur komist þar á á ný.“ Guardian tekur í sama streng í nýlegri for- ystugrein: „Engin ferðaskrifstofa sem er virðingu sinni vaxin get- ur auglýst ferðir til Búrma við ríkjandi aðstæður og enginn ferða- maður á eigin vegum ætti að láta sjá sig í landinu." Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðissinna, hefur líka hvatt ferðamenn til að sniðganga landið og vill að erlend fyrirtæki hætti að íjárfesta í landinu. Nokkur stórfyrirtæki hafa uppá síð- kastið látið undan almenningsálitinu og hætt við fjárfestingar í Búrma. Þannig urðu norsk fyrirtæki við tilmælum frá þarlendum stjómvöldum um að fjárfesta ekki í Búrma meðan herforingja- klíkan fer þar með völd. Full ástæða er til þess, að íslensk stjóm- völd taki undir kröfur frá öðmm Norðurlöndum um viðskipta- bann á Búrma. Og fráleitt er með öllu að skipuleggja skemmti- ferðir Islendinga í þessa þrælakistu. ■ Fundahald farfsea Nú, þegar stríðinu á að heita lokið, er loks von á nokkrum flóttamönnum til íslands. Nú, þegar þúsundir barna liggja í valnum í Bosníu, taka íslendingar við sér. Við gefum einn fót. Haustið 1992 var ég nokkrar vikur í Sarajevo og sendi þaðan íréttir. Borg- in hafði þá verið umsetin í tæpt miss- eri: matur var skammtaður, vatn þurfti að sækja um langan og strangan veg, oftast var ekkert rafmagn. Uppi í hlíð- unum umhverfis borgina lúrðu leyni- skyttur og þyrmdu hvorki bömum né gamalmennum; um nætur héldu svo Serbarnir sprengjuveislu. Þennan mánuð sem ég lifði á baunum, hrís- gijónum og fúlu vatni kynntist ég því glöggt hve misjafhlega og óútreiknan- lega fólk bregst við þegar veröld þess og lífi er ógnað. Sumir höfðu bugast fyrstu dagana og vikurnar eftir að Einsog gengur | I Hrafn stríðið hófst, aðrir fyllst ofsafengnu hatri sem dreif þá áfram. Sumir neit- uðu að trúa því að nágrannar þeirra, starfsfélagar og jafnvel vinir væru í liðinu sem sat um borgina og lét rigna sprengjum: aðrir hétu því að gefast aldrei upp. Ein var sú tilfinning sem þó var öðrum sterkari í fari flestra: sorg. Sarajevo var um aldir tákn umburð- arlyndis. Þar bjuggu í sátt og samlyndi múslimar, kaþólskir Króatar, rétttrú- aðir Serbar og gyðingar sem héldu fast við trú forfeðra sem höfðu hrakist frá Spáni fyrir fimmhundruð árum. Sarajevo var lífsglöð borg; snertiflötur austurs og vesturs, iða þarsem runnu saman ólíkir menningarstraumar. íbú- ar Sarajevo báðu ekki um þetta stríð og í lengstu lög trúðu þeir því ekki að borgin þeirra gæti orðið vettvangur bræðravíga: ég var þar fyrst á ferð ör- fáum vikum áðuren skálmöldin hófst í Bosníu og þá neituðu langflestir að lesa skriftina á veggnum. Nei, sögðu menn, stríð í Sarajevo er óhugsandi. En stríð var semsagt ekki óhugsandi í Sarajevo og þessvegna var sorgin næstum áþreifanleg haustið 1992. Ibú- um borgarinnar fannst að þeir hefðu verið sviknir. Öllu sem þeir höfðu trú- að var svipt burt í einu vetfangi af kaldrifjuðum böðlum; böðlum sem þeir höfðu í sumum tilvikum átt sálu- félag við allt lífið. Haustið 1992 var einstaklega fallegt í Sarajevo, og einn sólríkan dag kom maður að máli við mig. Honum var mikið niðri íyrir: í borginni voru tug- þúsundir barna og á hverjum degi urðu þau fómarlömb stríðsins. Hann sýndi mér tölur. I dag voru svona mörg böm drepin, í gær svona mörg, í fyrradag... Á morgun? Hann vissi að ég var frá íslandi og hafði pata af því að íslendingar væm vopnlausir, friðsamir og létu sig hag ofsóttra smáþjóða nokkru skipta. Hvort ég gæti vinsamlega haft sam- band við íslensk stjómvöld og spurt hvort íslendingar vildu taka við fimm- tíu eða hundrað bömum frá Sarajevo og annast þau uns stríðinu lyki. Ógjörningur var að hringja eftir venjulegum leiðum frá borginni, en ég fékk að nota gervihnattasíma hjá aust- a um'ska sjónvarpinu. Að lokum lukk- aðist mér að ná sambandi við Alþingi við Ausmrvöll, og ráðvilltar súnadöm- ur reyndu að leita uppi helstu ráða- menn. Því miður var utanríkisráðherra ekki á staðnum, en annar valdamaður kom í símann. Hann var því miður að flýta sér, áríðandi fundur. Hvort ekki væri agalegt ástand þama í Sarajevo? Ég skýrði frá erindinu og reyndi í stuttu máli að draga upp mynd af ástandinu. Hér væru bömum slátrað, margir horfðu til Islands vegna frum- kvæðis á alþjóðavettvangi, hvort við gætum kannski boðið nokkrum bos- nískum bömum að bíða af sér stríðið á íslandi. Einsog fyrr sagði var þessi ágæti valdamaður á leiðinni á mikilvægan fund og því gat þetta rándýra gervi- hnattasímtal á kostnað austurríska sjónvarpsins ekki orðið langt. Hann var svosem til í að athuga málið, en af langri bjúrókratískri reynslu sá hann strax fjölmörg ljón á veginum. í stuttu máli sagt: Honum fannst þetta greini- lega tómt vesen. En ætlaði að ræða málið á „réttum vettvangi". Gervihnattasamtalið rifjaðist upp fyrir mér í síðustu viku þegar ég sá frásagnir himinlifandi fjölmiðla af Dennis Kovacevic. Hann er fimmtán ára og kom hingað í boði Össurar hf. til að fá nýjan fót, í stað þess sem hann missti í sprengjuregni í Bosníu. Ú I í Ég veit að mörgum hefur hlýnað um hjartarætur þegar þeir sáu Dennis prófa nýja fótinn sinn framan við suð- andi myndavélar íslensku sjónvarps- stöðvanna. Enda var þetta hjartnæmt: hann gat strax tekið sprettinn einsog kálfur að vori og svo fékk hann splunkunýtt reiðhjól lfá Eminum hf. Ég samgleðst innilega Dennis Ko- vacevic. En sjaldan hef ég séð jafn auðvirðilega og innstæðulausa sjálfs- upphafningu og í fréttaflutningi af heimsókn drengsins frá Bosníu. Fimm ár em síðan styijöldin í íyrr- um Júgóslavíu hófst. Meðan nánast hvert einasta Evrópuríki tók við flótta- fólki í stórum stíl gerðu íslendingar ekkert. Á meðan fjölmörg Evrópuríki lögðu sig fram um að frelsa böm úr víti Balkanskagans gerðu íslendingar ekkert. Nú, þegar stríðinu á að heita lokið, er loks von á nokkrum flótta- mönnum til íslands. Nú, þegar þús- undir bama liggja í valnum í Bosm'u, taka íslendingar við sér. Við gefum einn fót. Sjónvarpsmyndimar af Dennis Ko- vacevic með nýja gervifótinn frá Öss- uri hf., á nýja reiðhjólinu sfnu frá Em- inum hf., hafa áreiðanlega látið ís- lensku þjóðina trúa því að við séum í reynd Miskunnsami samveijinn hf. I fimm ár gengum við að vísu rösk- lega framhjá meðbræðram okkar. En eflaust voram við öll að fara á mjög áríðandi fund. ■ Atburðir dagsins 1627 Sjóræningjar frá Alsír gera strandhögg í Vestmanna- eyjum. Þeir drápu 34 og tóku 242 karla og konur með sér. 1791 Lúðvík XVI Frakkakon- ungur sviptur völdum uns hann staðfestir nýja stjórnarskrá. 1917 Tundurskeyti frá þýskum kafbáti hæfði flutningaskipið Vestu sem var á leið til Eng- lands. Fimm fórust en 20 kom- ust af. 1918 Nikulás II Rússa- keisari drepinn ásamt fjöl- skyldu. 1945 Fyrsta kjamorku- sprengjan sprengd í Nýju Mexíkó. 1967 Bíafrastríðið hefst þegar hersveitir Nígeríu ráðast á Bíafra sem hafði lýst yfir sjálfstæði. 1990 Hundrað manns farast í jarðskjálfta á Fi- lipseyjum. 1992 Richard von Weizsacker forseti Þýskalands kemur í opinbera heimsókn til íslands. Afmæiisbörn dagsins Sir Joshua Reynolds 1723, enskur Iistmálari, kunnasti portrett-málari síns tíma. Ro- ald Amundsen 1872, norskur landkönnuður, fór fyrstur manna á Suðurpólinn. Bar- bara Stanwyck 1907, banda- rísk leikkona. Ginger Rogers 1911, bandarísk leikkona og dansari. Þræll dagsins Sá sem hefur vald á ástríðum sínum er þræll skynseminnar. Cyril Connolly. Annálsbrot dagsins í sama mánuði deyði Björn, bróðir Magnúsar lögmanns að Munkaþverá, yfir fertugt, fæddur vitlítill og vaktaður alla æfi. Vallholtsannáll 1657. Málsháttur dagsins Bágt er að koma saman ógiftu og auðnu. Orð dagsins Belra er afl vera hútt með haus hengdur uppd snaga en afl ríða eistnalaus alla sína daga. Jón Þorláksson á Bægisá. Skák dagsins Skák dagsins var tefld í Vrnjacka Banja árið 1966. Minic hefur hvítt og á leik gegn Honfi, og lætur nú svart- an gjalda þess að hafa ekki opnað kóngi sínum undan- komuleið. Hvítur leikur og viiutur. 1. Da7! og svartur gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.