Alþýðublaðið - 17.07.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 17.07.1996, Síða 1
■ Mikill titringur er innan borgarráðs vegna flutnings Landmælinga á Akranes. Rætt um að „kaupa" fyrirtæki utan af landi til borgarinnar Ótímabærar yfirlýsingar Sigrúnar - segir Pétur Jónsson formaður atvinnumálanefndar Mfplfy um orð Sigrúnar Magnúsdóttur að ekkert sé athuga- vert viðflutning Landmælinga. IflLyáKr* „Borgarráð í heild sinni, með sjálf- stæðismenn innanborðs, samþykkti sérstaka tillögu þar sem flutningur Landmælinga ríkisins til Akranes var harðlega gagnrýndur," segir Pétur Jónsson formaður atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar í samtali við Al- þýðublaðið. Frétt Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld vakti mikla athygli en þar var vitnað ítrekað í orð Sigrúnar Magnúsdóttur, oddvita R-listans og framsóknarkonu, þess efnis að fátt eitt sé athugavert við flutninginn. I því sambandi hafa menn bent á að Sigrún er eiginkona Páls Péturssonar ráðherra Framsóknarflokksins en Guðmundur Bjamason framsóknarmaður og heil- brigðisráðherra stendur fyrir búferla- flutningunum. Pétur segir að menn séu ekki aldeilis sammála því sem kom fram í máli hennar. „Þetta eru mjög svo ótímabærar yfirlýsingar hjá Sigrúnu. Hún er vissulega oddviti R- listans en hún hefur verið í fríi og hef- ur því lítið verið inní umræðunni. Það er verkaskipting innan listans. Sigrún er með skólamálin á sinni könnu, mjög heit mál, en það hefur fallið í minn hlut að annast atvinnumálin," segir Pétur. Alþýðublaðið hefur heimildir fyrir því að innan borgarráðs hafi verið rætt um möguleikana á því að ,,kaupa“ fyr- irtæki af landsbyggðinni til borgarinn- ar. Pétur staðfesti það en sagði það einungis vera á umræðustigi. Hann sagðist ekki sammála því í grundvall- aratriðum en eitthvað þyrfti að gera til að spoma við þróuninni. „Það má kannski segja sem svo að okkur muni ekki um þessi þrjátíu störf hjá Landmælingum," segir Pétur. „En þetta er komið sem fyllir mælinn. Það er gengið í það að ræna atvinnutæki- færum frá okkur. Sveitarfélög gera það með ýmsum hætti og beita meðal annars viðskiptaþvingunum. Nú kem- ur ríkið til viðbótar. Þetta er ekki hægt auk þess sem ekki er forsvaranlegt að flytja fólk hreppaflutningum með sov- Pétur Jónsson: Hvar eru ráðherrar Reykjavíkur? Hvar eru Björn Bjarnason, Friðrik Sophusson, Dav- íð Oddsson og Finnur Ingólfsson? éskum hætti." Pétur segir glögga menn hafa bent á þá sérkennilegu staðreynd að þrátt fyr- ir átaksverkefni fækki ekki á atvinnu- leysisskrá Reykjavíkurborgar. Honum sýnist ljóst að mikið af því fólki sem njóti félagslegrar þjónustu Reykjavík- urborgar sé utan af landi og hafi flutt til borgarinnar á undanfömum tveimur Sigrún Magnúsdóttir. „Borgarráð í heild, með sjálfstæðismenn innan- borðs, samþykkti harðorða gagn- rýni á flutning Landmælinga," seg- ir Pétur. ámm. Og Pétur lýsir eftir ráðhermm Reykjavíkurborgar: „Hvar er Björn Bjamason? Hvar er Davíð Oddsson? Hvar er Finnur Ingólfsson? Hvar er Friðrik Sophusson? Það er ljóst að all- ir ráðherrar hafa þurft að leggja bless- un sína yfir þessa flutninga Landmæl- inga. Af hverju heyrist ekkert frá þeim?“ Byrjað að grafa. Ármannsfell fékk graftrarleyfi á eigin ábyrgð og áformar að reisa þrjú stórhýsi. Hávaðamengun er langt yfir leyfilegum mörkum, sé miðað við reglur um nýja byggð. ■ Guðrún Jónsdóttir fulltrúi í skipulagsnefnd Reykjavíkur segir að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir R-listann ef samþykkt verður að reisa stórhýsin þrjú við Sæbraut Prófmál fyrir R-listann - segir Guðrún. Gagnrýnir embættismenn harðlega fyrir að leggja ekki fram skýrslu, þar sem fram kemur að hávaðamengun er langtyfir leyfilegum mörkum. „Mér finnst það vera prófmál hvem- ig Reykjavíkurlistinn tekur á þessu. Afleiðingamar verða mjög alvarlegar fyrir R- listann ef þessi hús verða byggð þrátt fýrir þær upplýsingar sem við höfum um hávaðamengun þama,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi R-list- ans í skipulagsnefnd Reykjavíkur, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Næsta föstudag mun skipulagsnelhd Reykja- víkur taka ákvörðun um hvort leyfi verður veitt til að reisa þrjár íbúða- blokkir við Kirkjusand, skammt frá Sæbraut. Þegar er bytjað að grafa íýrir byggingunum, á vegum Ármannsfells hf. Guðrún Jónsdóttir gagnrýnir emb- ættismenn borgarinnar harðlega, og segir að þeir hafi ekki látið skipulags- nefnd í té allar fyrirliggjandi upplýs- ingar. „Borgarskipulag lagði ekki fram skýrslu sem til var í stofnuninni, þegar skipulagsnefnd tók málið til meðferðar í vor. Afgreiðsla nefndarinnar hefði áreiðanlega verið með öðmm hætti, ef neíhdarmenn hefðu séð skýrsluna." Skýrslan sem um ræðir var unnin af Steindóri Guðmundssyni verldfæðingi hjá Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins. Þar kemur meðal annars fram að hávaði við húsin þijú er langt yfir þeim mörkum sem sett vom í reglu- gerðum. Samkvæmt byggingareglu- gerð má hávaði við húshhð þegar um nýbyggingar er að ræða ekki fara yfir 55 desibil (dB). Þess má geta að hækk- un um þijú dB þýðir tvöföldun hávaða. Steindór komst að þeirri niðurstöðu að hávaði á fjórðu til sjöundu hæð hússins sem á að standa næst Sæbraut yrði 61,5 til 66 dB. f hinum húsunum tveimur, sem eiga að vera sex og níu hæða, yrði hávaði allt að 66 dB. Þessi skýrsla var ekki lögð fram þegar skipulagsnefnd tók málið fyrir. | Guðrún segir að útreikningar annarra ' verkfræðinga séu á sömu nótum. Al- menna verkfræðistofan reiknaði út, að miðað við 80 kílómetra hraða umferð- arinnar við Sæbraut geti hávaði við húsvegg komist í allt að 71,3 dB. Guðrún segir óverjandi að leyfa byggingu húsanna, miðað við fyrir- liggjandi upplýsingar, enda um að ræða geysiíeg frávik frá bygginga- reglugerð. Armannsfell, sem stendur fyrir framkvæmdum, hefur sagt að byggingamar eigi ekki að lúta reglum um nýja byggð, en Guðrún segir slíkan málflutning ífáleitan: ,J>etta á ekki að ganga út á að finna ákvæði sem gætu réttlætt slíkar byggingar. Við eigum við að halda okkur við að tala um fyrsta flokks húsnæði ef þama verður byggt á annað borð.“ Guðrún segir að hún muni leggjast gegn því að skipulagsnefhd samþykki byggingarnar. Hún vildi hinsvegar ekki segja til um að öðm leyti í hveiju afstaða hennar verður fólgin, en kvaðst ætla að skýra félögum sínum í Reykj- avfkurlistanum frá því fýrst. Heillaskeytin streyma til Olafs og Guðrúnar Að loknum forsetakosningum hefur Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur borist mikill ljöldi heillaskeyta, kveðja og bréfa frá hundruðum landsmanna og fólki víða um heim. Auk þess hafa þjóðhöfðingj- ar og forsætisráðherrar margra ríkja og stjómendur alþjóðastofnana sent Ólafi árnaðaróskir, óskað honum heilla í starfi og lýst vonum um gott samtarf við íslenska þjóð. Meðal þeirra sem sent hafa slíkar kveðjur em: Karl Gústaf Svíakonungur, Martti Ahtisaari forseti Finnlands, Poul Nyr- up forsætisráðherra Danmerkur, Gro Harlem Bmndtland forsætisráðherra Noregs, Edmund Joensen lögmaður Færeyja, Lars Emil Johansen formað- ur landsstjómar Grænlands, Bill Clin- ton Bandaríkjaforseti, Roman Herzog forseti Þýskalands, Jacques Chirac forseti Frakklands, Oscar Luigi Scal- faro forseti Ítalíu, Jiang Zemin forseti Kína, Ryutaro Hashimoto forsætisráð- herra Japans, Jose Maria Aznar for- sætisráðherra Spánar, Ezer Weizman forseti ísraels, Vaclav Havel forseti Tékklands, Arpad Goencz forseti Ungverjalands, Lennart Meri forseti Eistlands, Algirdas Brazauskas forseti Litháens, Michal Kovac forseti Sló- vakíu, Franjo Tudjman forseti Króa- tíu, Milan Kucan forseti Slóveníu, Kim Young Sam forseti Kóreu, Liam- ine Zeroul forseti Alsír, Zine E1 Abid- ine Ben Ali forseti Túnis, Antonio Mascarenhas forseti Grænhöfðaeyja, Boutros Boutros Ghali framkvæmda- I stjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier I Solana framkvæmdastjóri Nató, i Jacques Diouf framkvæmdastjóri | FAO, Leni Fischer forseti þings Evr- ! ópuráðsins, Emma Bonino sjávarút- | vegsstjóri Evrópusambandsins. i Kolbrún Bergþórs-dótt- \ ir skrifar um ástfangnar I jómfrúrá 18. öld. Sjá miðopnu. i i i i Menningarvitinn Jakob | Bjarnar Grétarsson læt- \ ur Ijós sitt skína. Sjá Orðin tóm á blaðsíðu 2 i i | Arnór Benónýsson i rakkar niður Stone Free. Sjá blaðsíðu 5 Björn Arnórsson hag- fræðingur skrifar um hina eilífu og innstæðulitlu umræðu um sameiningu vinstrimanna og segir: Ekki meir, ekki meir! Sjá blaðsíðu 3 Vinstrimenn sameinuðust hinsvegar um helgina og fóru saman í lautarferð. Allt um það á blaðsíðu 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.