Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 1
■ íslenskir úthafsútgerðarmenn gagnrýna sjávarútvegsráðherra harkalega Tillögur Þorsteins heföu kostað fjóra milljarða - segir Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík um veiðar á Flæmingjagrunni, þarsem nú stefnir í veiðar á 20 þúsund tonnum af rækju. Segir Þorstein hafa verið tilbúinn að gera samning sem skilaði íslendingum sexþúsund tonnum. „Ef tillögur Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra hefðu náð fram að ganga, hefðum við getað veitt um sexþúsund tonn af rækju á Flæmingja- grunni á þessu ári. Við erum núna búnir að veiða 14 þúsund tonn og gera má ráð fyrir að veiðamar nái allt að 20 þúsund tonnum," sagði Snorri Snorra- son útgerðarmaður á Dalvík í samtali við Alþýðublaðið. Á aukaaðalfundi Félags úthafsútgerða var samþykkt ályktun þarsem Þorsteinn Pálsson er gagnrýndur harðlega fyrir framgöngu sína í samningum um skiptingu karfa- kvóta á Reykjaneshrygg og síldar- kvóta í Sfldarsmugunni. Jafnframt er sagt að tekist hafi að koma í veg fýrir að yfirvöldum sjávarútvegsmála tæk- ist að hafa stórfellda hagsmuni af ís- lenska þjóðarbúinu með rækjuveiðum á Flæmingjagrunni. Snorri Snorrason sagði að aflaverðmæti þeirra 14-15 þúsund tonna af rækju sem Islending- ar veiddu í ár á Flæmingjagrunni, um- fram það sem Þorsteinn Pálsson var reiðubúinn að semja um, næmi um fjórum milljörðum króna. „Tillögur Þorsteins hefðu getað kostað fjóra milljarða," sagði Snorri. Félag úthafsútgerða minnir í álykt- un sinni á að það sé almennt viður- kennt að efnahagsbatinn í þjóðlífinu eigi að miklu leyti rætur að rekja til aukinna úthafsveiða. íslenskum stjómvöldum beri því að styðja þenn- an atvinnuveg í stað þess að taka þátt í viðleitni annarra þjóða til að koma böndum á framtak íslenskra útgerða og sjómanna á þessu sviði. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í þrefi við íslensk stjóm- völd en ekki önnur. Það er ansi merki- legt,“ sagði Snorri Snorrason, og gagnrýndi Þorsteinn Pálsson fyrir yfir- lýsingar um „sjóræningjaveiðar“ og að með því væri hann að taka undir málflutning Norðmanna. „Það munaði litlu að Þorsteini tækist að stöðva Smuguveiðarnar á sínum tx'ma, og hann hefði gert það, ef Jón Baldvin Hannibalsson hefði ekki barið á hon- um með hjálp Davíðs. Aflaverðmæti úr Smugunni skipta nú milljörðum króna,“ sagði Snorri. í ályktun fundarins segir að þótt fs- lendingar séu nú fimmtánda mesta veiðiþjóð heims, höfum við ekki sótt mikið á fjarlæg mið fyrr en síðustu þijú ár. Hinsvegar sé söguleg hefð fyr- ir úthafsveiðum íslendinga, til dæmis á Grænlandsmiðum, við Svalbarða og Bjamarey. Þá segir: „Sókn okkar nú er hafin. Afli, sem fenginn er af skipum innan raða Félags úthafsútgerða, skilar líklega í ár um fjórum milljörðum króna, en á skipum þeirra starfa um 300 sjómenn. Ætla má að um þúsund íslendingar hafi framfærslu sína af þessum veiðum einum. Aflaverðmæti sem fæst á skip innan raða Félags út- hafsútgerða er iim 9 prósent af heild- araflaverðmæti fslendinga." Úthafsútgerðarmenn gagnrýna samninga sem gerðir hafa verið um karfaveiðar á Reykjaneshrygg, og sagði Snorri að nú væru íslendingar einir hættir veiðum þar. „Aðrar þjóðir halda hinsvegar áfram og enginn veit hve mikið er veitt eða hverjir eru þama. Það er bara samið um eitthvað, en það steingleymist að huga að fram- kvæmdinrú.“ Varðandi veiðar í Sfldarsmugunni sagði Snorri það stórlega gagnrýnis- vert að þær væru aðeins ætlaðar ís- lenskum skipum sem hefðu veiði- heimildir í íslenskri lögsögu. „Gunn- laugur Þórðarson lögmaður, sem er hvað manna ffóðastur á þessu sviði, hefur kallað þetta smánarsamninga og við tökum sannarlega undir það,“ sagði Snorri. Þegar Snorri Snorrason útgerðar- maður var beðinn að leggja mat á frammistöðu Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra sagði hann: „Ég get tekið undir með Regínu að Þorsteinn er bráðmyndarlegur maðxir." „Mér er nær að halda að ^.4800 sjóliðar væntanlegirtil Reykjavíkur Oeðlilegt að sleppa þúsund- um hermanna lausum - segir Sigrún Gunnlaugsdóttir formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. ■ Breytingarnar á Sogni Blindgata fyrir sjúklingana - segir Grétar Sigurbergsson yfirlæknir og gagnrýnir Ingibjörgu Pálma- dóttur harðlega fyrir áhugaleysi. „Okkur finnst afar óeðlilegt að sleppa þúsundum hermanna lausum hér á götunum. Það er sjálfsagt að þessir óvelkomnu gestir fái að vita að þeir eru ekki velkomnir. Við munum koma þeirri yfirlýsingu á framfæri við þá,“ sagði Sigrún Gunnlaugsdótt- ir formaður Menningar- og friðar- samtaka íslenskra kvenna, en sam- tökin hafa sent Halldóri Ásgrímssyni mótmæli vegna komu sautján her- skipa frá sjö löndum. Skipin koma til Reykjavíkur dagana 21. til 30. ágúst og með þeim 4800 sjóliðar. Sigrún segir að þúsundir hermanna muni verða á götum Reykjavíkur í dulargervi, en sjóliðunum er gert að Rit eftir Jón Baldvin Hannibals- son gefið út í Noregi. „Ég fjallaði fyrst um úthafsveiðar og þá staðreynd að ásókn í veiðar utan lögsögu þjóðríkja hefur leitt til árekstra á fjölmörgum stöðum á jarð- arkringlunni. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem er afleiðing af ofveiði innan lögsögu þjóðríkja," segir Jón Baldvin Hannibalsson um efni fyrir- lesturs sem hann hélt í Noregi í fyrra og er uppistaðan í ritgerð eftir hann sem út er komin í Noregi í riti sem kallast Fiskveiðar og hafréttur í Norð- urhöfum. Útgefandi er „Den Norske Atlanterhavskomité", en það gegnir svipuðu hlutverki í Noregi og Samtök um vestræna samvinnu hérlendis. I ritgerð sinni fjallar Jón Baldvin um fiskveiðideilur á Norður-Atlants- hafi og í alþjóðlegu samhengi; um þróun hafréttarins; um fiskverndar- svæðið við Svalbarða; um deilur Norðmanna við aðrar fiskveiðiþjóðir á Atlantshafi og tillögur til lausnar. Dr. Carl August Fleischen prófessor og ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar í hafrétti færir í ritinu fram rök Norð- manna fyrir yfirráðum þeirra á Sval- klæðast borgaralegum fötum þegar þeir koma í land. „Mér finnst satt að segja hreinlegra að þeir séu í sínum herbúningum og þá liggur í augum uppi um hvexja er að ræða.“ Sigrún sagði að hinn almenna borgara hefði rekið í rogastans þegar fréttir bárust af komu herskipanna. Mótmæli hafi verið send utanríkis- ráðherra og borgarstjóra, auk þess sem sjóliðamir fái að vita að ekki séu allir sáttir við komu skipanna. Hún vildi ekki segja til um í hveiju mót- mælin yrðu fóigin, en sagði að þau yrðu friðsamleg: „ Við ætlum ekki að fara með ófriði á hendur þessum ves- lings ungu mönnum." barða og forræði þeirra yfir hinu svo- kallaða fiskverndarsvæði við Sval- barða. Síðastliðinn vetur efndi háskóli í Bodö í Noregi til viku málþings um fiskveiðar á Norðurslóðum, hafréttar- mál og náttúrvemdarmál. I lok þeirrar ráðstefnu var fjallað sérstaklega um fiskveiðideilur íslendinga og Norð- manna. Þangað var Jóni Baldvin boð- ið ásamt sjávarútvegsráðherra Noregs, Jan Henri T. Olsen átti að mæta. „Eg mætti en Jan Henri T. Olsen mætti aldrei. Háskólinn sendi honum hrað- skeyti daglega til að fá hann til að árétta loforðið um að mæta, en fékk aldrei svör. f pólitíkinni er hann kall- aður Jan Henri No Fish, en þarna kynnti fundarstjóri hann sem Jan Henri No Guts. Af pólitíkusum norsk- um, mætti bara sá sem þorði, en það var formaður Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, og svo fulltrúar frá kerfinu; fiskifræðingar, fulltrúar landssam- banda smábátaeigenda og einhverjir fleiri," sagði Jón Baldvin. Þeir sem vilja fá ritið geta snúið sér til skrifstofu Samtaka um vestræna samvinnu, Garðastræti 2. „Þessar tillögur heilbrigðisráðherra um að setja réttargeðdeildina undir stjóm Sjúkrahúss Suðurlands eru læknisfræði- lega algerlega botnlausar og í raun blind- gata fyrir sjúklingana," segir Grétar Sig- urbergsson ffáfarandi yfirlæknir á Sogni í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðs- ins. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra hefur ákveðið að færa réttargeð- deildina undir Sjúkrahús Suðurlands á Selfossi, en það hefur sætt mikilli gagn- rýni. í samtali við Sunnlenska íféttablaðið segir Grétar að vistun á Sogni sé ódýrari kostur en áður þekktist, en þá vora ósak- hæfir afbrotamenn vistaðir í útlöndum. Hann segir líka að það sé ekki á færi venjulegra geðlækna að fást við þennan sjúklingahóp, og því sé fáránlegt að færa stofhunina undir Sjúkrahús Suðurlands en þar er enginn geðlæknir við störf. - segir Stefán Jón Hafstein. Markús Örn Antonsson: Rás 2 er rekin með hagnaði. „Ég er hræddur um að Ríkisútvarp- ið hafi ekki staðið sig nógu vel á und- anförnum árum. Það er furðulegur doði á stofnuninni í heild, sem hvorki útvarpsráð, né yfirstjómin - það er að segja embættismennimir - hafa ráðið við. Víða er pottur brotinn hvað varð- ar stjórnun Ríkisútvarpsins," segir Stefán Jón Hafstein ritstjóri og fynum dagskrárstjóri Rásar 2 í samtali við Al- þýðublaðið. Markús Öm Antonsson framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins er eindreginn í afstöðu sinni og telur að rflcið eigi að reka tvær útvarpsrásir og Grétar gagnrýnir Ingibjörgu Pálma- dóttur fyrir áhugaleysi á málinu og segir: ,J>að sem mér þykir einna alvarlegast er hversu lítinn áhuga ráðherra og aðrir ráðamenn hafa á því að setja sig inn í mál stofnunarinnar. Til þess að geta tekið yfir- vegaða ákvörðun um málefni jafn flók- innar starfsemi og hér fram fram krefst það mikillar yfirlegu af hálfu þeirra sem ráða. í raun má segja að ekki sé auðvelt að setja sig inn í þessi mál og að ráðherra sé ekki öfundsverðu hlutverki. Ég tel hann hinsvegar hafa valið sér mjög lélega ráðgjafa í málinu sem hafa lagt höfuð- áherslu á að bera út óhróður um starfslið deildarinnar og kjör þess til að rétdáta fá- ránlegar aðgerðir sem munu, verði þær að veraleika, þýða endalok réttargeðlækn- inga á íslandi," segir yfirlæknirinn í við- talinu. telur eðlilegt að hið opinbera reki Rás 2: ,Já, ég tel það vera. Hún er mikil- væg til að Rfldsútvarpið geti veitt fjöl- breytta dagskrá sem myndi ekki rúm- ast á einni dagskrárrás." Samkvæmt upplýsingum Markúsar Amar kostar 48 milljónir að reka Rás 2 á þessu ári en í áætlun er gert ráð fyrir að auglýsingatekjur útvarpsins verði 306 milljónir. „Ég tel því að Rás 2 sé rekin með verulegum hagnaði," segir Markús Öm. „Það er verið að samkeyra samlesnar auglýsingar á Rás 1 og Rás 2 en með tilliti til þess að það er töluvert meira hlustað á Rás 2 en Rás 1 held ég að við verðum að eigna Rás 2 verulegan hluta af þessari tekjuöflun.“ „eðalkratinn" sem átti tal við Gunnar Inga hafi barasta verið svona hissa að sjá nýtt andlit á flokksfundi. Alþýðu- flokkurinn er nefnilega sama marki brenndur og aðrir íslenskir stjórn- málaflokkar: hann trekk- ir ekki,“ segir Hrafn Jökulsson í grein á blaðsíðu 2 í Alþýðublaðinu í dag kemur fram að menn draga ágæti Rásar 2 í efa og Gunnar Smári Egilsson segir meðal annars: „Það er engum manni greiði gerður að líta framhjá því að Rás 2 er vont útvarp. Það var efnilegt útvarp þegar Stefán Jón Hafstein sá um það, einkum til að byija með, en undanfar- in fimm ár hefur því hrakað svo að það er miklu hreinlegra að leggja það niður en að láta það litla líf sem eftir er í því fjara út næstu fimm árin.“ Davíð Þór Jónsson er á svipuðum nótum þegar hann segist ekki sjá neinn tilgang í að „eyða peningum al- mennings í að reka útvarpsstöð sem gengur útá að spila óskalög og skila afmæliskveðjum.“sjé úttekt í miðopnu ■ Fiskveiðar og hafréttur í Norðurhöfum Átök um úthafsveiðar Umræður um hvort selja beri Rás 2 hafa vaknað eftir endurráðningu Sigurðar G. Tómassonar Furðulegur doði yfir stofnuninni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.