Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n konunnar í miðstjóm ASÍ sem sigur fyrir konur. Það sem vantaði í bæði skiptin var eindregin kvennasýn. Ég vil taka það fram að ég kaus Guð- rúnu Agnars, því ég styð konur til valda. Samt fannst mér vanta meiri ferskleika í hennar framboð. Alltof lengi var það einsog undirbúningur að framlengingu á forsetatíð Vigdís- ar. Er kynjakvóti storkun við lýðræði? Ólína Þorvarðardóttir veltir fyrir sér hvort setja á reglur um kynja- kvóta, meðal annars í ljósi þess hve erfitt konur eiga uppdráttar innan stjóramálaflokka og í valdakerfinu. Hún segir meðal annars: Staðreyndin er sú að konur eru alla jafna í minnihluta í stjómum og ráðum stjómmálaflokkanna, að ekki sé minnst á ábyrgðarstöðumar. Þetta kann að stafa af því meðal annars að karlar hafi í gegnum tíðina aflað sér haldbetri reynslu í félagsmálum, reynslu sem að sjálfsögðu þarf ekki að vera það sama og hæfni eða geta en er engu að síður metin þeim til framdráttar innan flokkanna. Um- ræða um kynjakvóta innan stjórn- málaflokkanna er því mun vandmeð- farnari heldur en á opinberum vett- vangi, einfaldlega vegna þess að mælistikumar eru aðrar. Yfirleitt er kosið í nefndir og ráð á flokksþingum eða félagsfundum - og ef ætti að beita kynjakvóta af fullri hörku við slík tækifæri má með vissum rétti segja að verið sé að storka lýðræðinu. Því held ég að konum innan stjórnmálaflokkanna væri hollast að standa saman og byggja hver aðra upp í opinberri þátttöku með því að gæta að hags- munum kynsystra sinna og tryggja hlut þeirra í trúnaðar- og ábyrgðar- stöðum. Slíkt krefst yfirvegunar og samheldni sem konum hefur gengið misvel að tileinka sér í gegnum tíð- ina, en er engu að síður eina færa leiðin til þess að auka áhrif kvenna í stjómmálum. ■ Kvennabarátta í ógöngum? Við gluggum í nýtt og cfnismikið tölublað Veru, og lítum fyrst á álit Sigurbjargar Ásgeirsdóttur á stöðu kvennabaráttunnar. Hún víkur bæði að hlut kvenna innan verka- Iýðshreyfingarinnar og túlkun á úr- slitum forsetakosninganna. Sigur- björg segir meðal annars: Önnur sjónarmið Það 'sjónarmið heyrist oft að kvennabarátta sé gamaldags og gott ef ekki úrelt. Samt benda þeir sent svo tala á nauðsyn þess að leiðrétta launamun kynjanna. Flestir sem tjá sig um jafnréttismál benda á þessa staðreynd og margir vilja úrbætur. Ein stofnun í þjóðfélaginu hefur þó ekki hátt um tilveru 70 prósent kvenna og á ég þar við verkalýðs- hreyfinguna. Á nýafstöðnu ÁSÍ- þingi þótti það mikill sigur að konur skyldu halda sínum hlut í miðstjóm, þótt kona væri færð úr fyrsta sæti í annað á forsetastóli. I miðstjóm ASI eiga sæti 14 karlar og sjö konur, samt era konur 46 prósent af félög- um innan ASÍ. Og eitthvað á að huga að jafnlaunastefnu eftir tvö ár, ekki núna, nei, nei. Ég hef verið virk í kvennabarátt- unni í 13 ár. Vissulega hefur okkur tekist margt sem við ætluðum okkur og ber þar hæst þá gagngeru breyt- ingu sem orðið hefur á stjórn Reykjavíkur undir femíniskri hand- leiðslu Ingibjargar Sólrúnar. Mér finnst að það gleymist alltof oft að kvennahreyfingin hefur komist til valda. Þó okkur hafi ekki tekist að komast í ríkisstjóm höfum við átt að- ild að meirihluta í nokkmm sveitar- félögum. Einhver leiði, og gott ef ekki böl- sýni á stúndum, hefur einkennt kvennabaráttuna á síðustu misserum. Sá kraftur sem var lyftistöng hug- sjóna um bættan hag kvenna virðist Eg vil taka það fram að ég kaus Guðrúnu flgnars, því ég styð konur til valda. Samt fannst mér vanta meiri ferskleika í hennar framboð. Alltof lengi var það einsog undirbúningur að framlengingu á forsetatíð Vigdísar. því miður vera að mestu lagstur í dvala. Þess í stað er leitað að söku- dólgi eða afsökun fyrir því hve illa gangi. Þannig voru viðbrögð nokk- urra stallsystra minna við úrslitum forsetakosninganna einum of nei- kvæð að mínu viti. Ég lít ekki á kosningu Olafs Ragnars sem sérstak- an ósigur fyrir kvennahreyfinguna. Ekki frekar en á kosningu sjöundu Bókaútgáfan Vaka-Helga- fell bryddaði uppá þeirri nýbreytni að gefa út fjöldann allan af bókum snemma sumars, löngu áður en hefð- bundin vertíð byrjar. Alls komu út fimmtán titlar og kostar eintakið aðeins 495 krónur. Baekurnar eru af ýmsum toga, skáldskapur eftir Halldór Kiljan Lax- ness og Ólaf Jóhann Ól- afsson, þjóðsögur, drauga sögur, sanfikvæmisleikir og Ijóð Jónasar Hallgríms- sonar svo dæmi séu tekin. Við heyrum hjá bóksölum að margar bók- anna hafi runn- ið út, en tvær eru þó sýnu vin- sælastar. Annars- vegar er um að ræða bók með spakmælum, en hin metsölubókin er hvorki meira né minna en stjórnar- skrá íslands. Þetta grundvall- arrit hafði ekki áður verið gefið út og dreift á almenn- um markaði, en greinilegt er að Islendingar vilja kynna sér leikreglur lýðveldisins. Er ekki að efa að umræðan um stjórnarskrána fyrir forseta- kosningarnar á sinn þátt í óvæntum vinsældum stjórn- arskrárinnar... Við höfum uppá síðkastið sagt tíðindi af væntan- legum bókum, og getum nú bætt tveimur skáldverkum á þann lista. Vaka-Helgafell gefur út skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson metsölu- höfund og kaupsýslumann, og Mál og menning gefur út smásögur eftir Elísa- betu Jökulsdóttur. Allt stefnir í metútgáfu á íslenskum skáldverkum fyrir jólin... Nú styttist í fyrsta tölublað Dags-Tímans, en það kemur úr prentvélunum 29. ágúst. Stefán Jón Haf- stein og félagar hafa verið á ferð og flugi um landið síð- ustu daga, og haldið kynn- ingarfundi sem að sögn hafa lukkast með ágætum. Þrír fundir eru eftir í þessari her- ferð sem lýkur á fimmtudag. í kvöld eru DT-menn á Höfn, annaðkvöld á Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum á fimmtudag. Þetta er nýstár- leg aðferð til að kynna dag- blöð á íslandi, og nú velta menn því fyrir sér hvort Styrmir og Matthias hljóti ekki að bregðast við með svipuðum hætti... Tókstu þátt í menningarvökunni um helgina? Fannar Þórisson sendill: Já, þetta var frábært framlag en það hefðu mátt vera fleiri unglingahljómsveitir á dag- skrá. Þórður Gunnar Valdi- marsson uppeldisfræð- ingur: Já, þetta var mjög gott og mætti gera þetta oftar. Margrét Ásgeirsdóttir húsmóðir: Nei, en þetta er mjög gott framlag til menning- armála. Þröstur Sigfússon trú- boði: Nei, ég var að vinna en þetta mætti vera oftar á dag- skrá. Hildur Elísabet Ingadóttir starfsmaður skyndibita- staðar: Nei, ég var að vinna alla helgina. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Konur jafnt sem karlar hafa haft samband við mig til þess að spyrja mig hvað mér þyki um þau óvenjulegu vinnubrögð, að hinn nýskipaði forseti skrifaði undir drengskaparheit sitt með venju- legum kúlupenna. Gunnlaugur Þórðarson vakti athygli á því í Mogganum á laugardag að blek úr kúlu- pennum eyðist, og því mun drengskaparheit forsetans að engu verða með tímanum. Mér finnst alltaf vera á tali þegar ég reyni að ná sambandi. Gunnar Ingi Gunnarsson, aðspurður hvort hann trúi á guð. DV á laugardag. Ég gaf kettinum Kára athygli og fisk, lék við hann meðan kaffið mallaði og gerði tilraun til að lesa Moggann og Tímann. Kári var skemmtilegri. Stefán Jón Hafstein segir lesendum DV frá degi í lífi sínu. Hvað skyldi vera um köttinn Kára þegar Stefán Jón byrjar að gefa út blaöið sitt? Gunnar sneri aftur vegna Hallgeröar, en ekki hlíðarinnar. Menn voru ekki að hugsa um náttúrufegurð í þá daga. Matthías Johannessen í helgispjalli í Sunnudags-Mogga. Þótt toppnum sé náð þarf það ekki endilega að þýða að engar leiðir séu til nema niður á við, ef skynsamlega verður á málum haldið. Leiðarahöfundur Tímans á laugardag. Það er engin rúndudúllutíska í gangi. Það er ekkert verið að gera konuna neitt dömm. Heiðar Jónsson snyrtir í Tímanum á laugardag. Þýðing óskast. Svo ég noti sama tungumál og sjómenn á Jótlandi gera, þá talar formaður danska sjómannasam- bandsins einsog fáviti. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri á Akureyri í grein í danska blaðinu Berlingske Tidende. DV á laugardag. Bremsurnar á hjóli Víkverja hafa oftar en ekki bjargað lífi hans þegar bílstjórar í órétti aka í veg fyrir hann með sauðarsvip. Hvað hefur Víkverji Moggans eiginlega mörg Iff - úr því bremsurnar hafa bjargað lífi hans oftar en ekkí?? fréttaskot úr fortíð Onærgætni Nú er ég búinn að vera atvinnulaus í 2 ár, og þrátt fyrir margítrekaðar áskor- anir til borgarstjóraskrifstofunnar hefi ég cnn ekkert getað fengið að gera. Nú vantar mig bæði föt og skó á fætuma, en hefi enga peninga. Nú skýt ég því til allra góðra manna, hvort þeir álíta það ekki í alla staði óverjandi, að mér skuli neitað um vinnu, og ég þar af leiðandi ncyddur til að kasta mér upp á bæjarfélagið. Oddur Sigurgeirsson sjómaður, Spítalastíg 7. Alþýðublaðið, mánudaginn 8. október 1923.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.