Alþýðublaðið - 20.08.1996, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Stefán Jón Haf- Þórunn Svein- 1 Daviö Þór Jóns- • stein: Víða er bjarnardóttir: 1 son: Ef Rás 2 fer : pottur brotinn • Sjálf hlusta ég f ”ekki að giröa hvað varðar meira á Rás 1 en - wB upp um sig i 1 If ^ % r - stjórnun Ríkis- Rás 2 - og ekk- 1 sinni dagskrár- 1 ír »1 M útvarpsins. M: ;■ i tíi ert á hinar B gerð er hún bet- 1 stöðvarnar. fl ur komin í j S höndum einka- 1 ' ; lljfcill aðila. Kristján Þor- valdsson: Lík- lega er síðasta uppákoma út- varpsráðs upp- hugsað, mis- heppnað skemmdarverk. Ólafur Örn Har- aldsson: Ég sakna þess að ekki hefur borið nægjanlega mikið á nýjung- um í dag- skránni. Gunnar Smári Egilsson: Það er engum manni greiði gerður að líta framhjá því að Rás 2 er vont útvarp. Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Framsóknarflokksins Ekki borið á nýjungum í dagskránni „Ég er ekki fylgjandi því á þessu stigi málsins að selja Rás 2. Mér finnst að það þurfi að skoða mál- efni Ríkisútvarpsins og reyndar stendur stofnunin sjálf fyrir slfkri endurskoðun. Ráðgjafaþjónustan Verkfræðistofa Stefáns Olafssonar er að gera úttekt á rekstrinum um þessar mundir. Rfkisútvarpið þarf á aðhaldi að halda frá hlustendum, löggjafa og keppinautum. Ég er hlynntur því að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaðinum. Það á að sitja við sama borð og alls ekki að njóta einhverrar sérstakrar aðstöðu en mér finnst jafnframt að það eigi að geta sótt tekjur þangað eins og aðrir. Ég lagði mig gegn því sem fram kom í skýrslu vinnuhóps á vorþingi að Ríkisútvarpið ætti að hverfa af auglýsingamarkaði. Ég er mikill áhugamaður um útvarp og hef fylgistvel með útvarpsmálum allt frá því að ég rak Gallup á sín- um tíma. Mér finnst Rás 2 standa sig vel að flestu leyti. Það mætti að vísu huga að breytingum á sumum efnisþáttum. Ég sakna þess að ekki hefur borið nægjanlega mikið á nýjungum í dagskránni.“ Gunnar Smári Egilsson blaðamaður Ríkisrekinn fiskbúðingur „Ef til er sá maður sem er svo vitlaus að kaupa Rás 2 þá á auðvit- að að selja honum hana. En hvað væri sá maður að kaupa? Ráðning- arsamning Sigurðar G. Tómasson- ar? Þrátt fyrir að þau örlög hafi legið á þjóðinni áratugum saman að í útvarpsráð setjist það fólk sem minnst vit og ánægju hefur af fjöl- miðlum þá voru aðeins þrír af sjö ráðsmönnum tilbúnir að kaupa þennan samning um daginn. Meira að segja Heimi Steinssyni leyst ekki betur á hann en svo að hann afsakaði sig með að ekkert skárra væri í boði. Þetta er eins og þegar maður áttar sig á að því klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu að mað- ur hefur ekki borðað kvöldmat, rík- ur út í sjoppu og verður að gera sér Ora fiskbúðing að góðu. Það er engum manni greiði gerður að líta framhjá því að Rás 2 er vont út- varp. Það var efnilegt útvarp þegar Stefán Jón Hafstein sá um það, einkum til að byrja með, en undan- farin fimm ár hefur því hrakað svo að það er miklu hreinlegra að leggja það niður en að láta það litla líf sem eftir er í því fjara út næstu fimm árin. Menn eiga ekki að láta siðferðislegar spurningar um lfkn- ardauða rugla sig í ákvörðun um lífslíkur dauðra hluta. Ef Rás 2 hverfur úr loftinu gerist ekkert. Auglýsingatekjur Ríkisút- varpsins munu ekki minnka þar sem það er fréttastofan sem aflar þeirra. Það er meira að segja hugs- anlegt að þeim fjölgi sem hlusta á dagskrá Rásar 1 og það hlýtur að vera óskaniðurstaða fyrir þá sem vilja halda í lagalegt markmið Rík- isútvarpsins, að halda íslensku menningarefni að hlustendum. Næsta skref í endurreisn Ríkisút- varpsins væri síðan að hreinsa út úr Útvarpshúsinu, losa það fólk af launaskrá sem ekki bætir dag- skránna með störfum sínum. Við það myndi dagskrá Rásar 1 blómstra, hlustendum og lands- mönnum öllum til farsældar og gleði. En fyrst þarf að leggja Rás 2 nið- ur. Það er álíka gáfulegt að ríkið reki svona útvarpsrás og að það stofni sveitaballahljómsveit eða sólbaðsstofu. Þegar sköttum hefur verið létt af almenningi þannig að hann geti varið fjármunum sínum eftir eigin samvisku og smekk má síðan gefa einhverjum áhugasöm- um hópi manna Ríkisútvarpið, öðr- um sinfóníuna, þriðja Þjóðleikhús- ið, fjórða Þróunarsamvinnustofnun, fimmta Bændaskólann á Hvann- eyri, sjötta Starfslaunasjóð lista- nianna, sjöunda Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, áttunda Þjóð- kirkjuna, níunda Kvikmyndaeftir- litið og tíunda Borgarspítalann.“ ■ Rás 2 hefur yfirburði samkvæmt nýjum hlustenda- könnunum, segir Markús Örn. það sem fram hefur komið í þessari uniræðu. Ég tek alltjenl ekkert niark á því. Útvarpsráð er fulltrúi almannavaldsins, fulltrúi almennings í gegnum það umboð sem útvarpsráð hefur í gegnum Alþingi Islendinga og á að hafa eftirlit með því sem verið er að vinna í þessari almannastofnun. Mér finnst það býsna eðlilegt. Það er tekið skýrt fram að út- varpsráð er umsagnaraðili um ráðningu fólks í veigamikil störf hér, fólks sem hefur veruleg áhrif á alla dagskrár- stefnu, framkvæmd dagskrár og kemur mikið fram í út- varpinu. Aftur á móti er það útvarpsstjóra, æðsta embættis- manns stofnunarinnar, að hafa með höndum lokaákvörðun- arvald. Meira er ekki um það að segja. Mér finnst þetta af- skaplega eðlileg skipan miðað við stöðu þessarar stofnunar í samfélaginu." Markús segir jafnframt að það hafi komið fram aðrar hugmyndir um skipan útvarpsráðs. „Menn hafa talað um að það mætti haga kosningu í útvarpsráð með öðrum hætti, að fara að gera þetta að einhveijum þjóðfundi og einhver fé- lagasamtök færu að tilnefna menn til setu þar. Þá væri það alveg óstöðvandi og ég get alveg séð fyrir mér hveijir teidu sig verðuga að eiga fulltrúa þar inni og hverjir teldu sig standa úti í kuldanum. Hver einasti félagsskapur teldi sig eiga tilkall til að eiga fulltrúa í útvarpsráði. Það myndi þýða að minnsta kosti 20 til 30 manna útvarpsráð." Óeðlilegt að fréttastjóri sé einvaldur En nú hlýtur það að vera einkennileg staða fyrir til dœm- is fre'ttastjóra, sem ber ábyrgð áfréttum og er þannig œð- stráðandi, að geta ekki ráðið því hverjir starfa á fréttastof- unni? „Fréttastjóri hefur vissulega mikið um það að segja hverjir vinna á fréttastofunni. Það er ákveðið ferli sem við- gengst innan Ríkisútvarpsins. Það fara fram hæfnispróf og stöður eru auglýstar samkvæmt reglum sem gilda um opin- ber störf hér á landi. Síðan er það fréttastjórans að meta niðurstöður af þessu og gerir gjaman tillögur eða mælir með ákveðnum umsækjendum til framkvæmdastjóra út- varps eða sjónvarps og síðan berst það inní útvarpsráð og til útvarpsstjóra. Þetta er fjölskipað vald sem endanlega af- ræður þetta. Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að það er óeðlilegt að fréttastjóri sem hér situr í 40 ár sé ein- hver alvaldur um það að ráða inn menn á fréttastofur í þeim almenningsmiðlum sem útvarp og sjónvarp Ríkisútvarpsins eru. Ég væri ekkert hlynntur slíku einræði. Ég þekki það af góðum og ábyrgum blöðum, bæði hér og annarsstaðar, að það er ágætt samstarf um ráðningar blaðamanna milli rit- stjóra og framkvæmdastjóra þessara fyrirtækja." Nú lét Lilja Á. Guðmundsdóttir þess getið að þú hafir mœlt sérstaklega með Sigurði G. og það kynni að hafa haft sitt að segja með ráðninguna? „Það em væntanlega einhverjar heimildir sem hún hefur fyrir því og ályktanir sem hún dregur af einhverju sem hún hefur spurt út af útvarpsráðsfundi. Ég tel það mjög óviðeig- andi að ég fjalli um slík atriði við blaðamenn þar sem ég tel að það sé trúnaðarmál sem fram fer á útvarpsráðsfundum. Þar verðum við að vera í aðstöðu til að ræða opinskátt um umsækjendur og ég tel að það sem ég hef til málanna að leggja eigi ekkert erindi lengra. Það er útvarpsráðsins og út- varpsstjórans að meta það eftir atvikum sem þannig er lagt til málanna." IAIIir daðra við þunglyndið. í heimspekinni við Humboldt há- skóla er enginn maður með mönnum nema hann hafi reynt sjálfsmorð, og það helst oftar en einu sinni. ■ Börkur Gunnarsson skrifar um breytingar í sameinuðu Þýskalandi og hvernig sigurvegararnir má út öll um- merki um sjálfstætt líf í gamla austur- hlutanum Þunglyndi í Berlín s i i i I IBerlín er þunglyndi nokkurskonar þjóðaríþrótt. En fyrir þá sem ekki þekkja til Berlínar má benda á að þó íbúar borgarinnar séu í einhverjum skilningi þýskir þá eru Berlínarbúar engu að síður einsog þjóð innan þjóð- ar. Á tímum Kalda stríðsins fékk Vestur-Berlín sérstaka meðhöndlun frá annars ströngum og vinnusömum Vestur-Þjóðverjum. Þar var ódýr leiga, engin herskylda, betra félagslegt kerfi og margt fleira sem auðveldaði fólki þar lífið. Borgin varð fljótt fræg fyrir lýsingar Christine F. á hvernig blómi berlínskar æsku kepptist við að eitra sig til dauða við U-bahn stöðina Zoologischer Garten í miðborg Vest- ur-Berlínar. Þunglyndi Vestur-Berlín- arbúa er því skiljanlegt sem eðlilegur fylgifiskur eiturlyfja og félagslegra vandamála. Þegar múrinn féll samein- aðist Austur- Berlín síðan þessaii borg liðhlaupanna og átti það vel við. Því þó margir hugsjónamenn hafi vafa- laust verið til í hinu kommúníska Austur-Þýskalandi þá voru þeir örugg- lega ekki margir, í Austur-Berlín, þar- sem annar hver maður var á mála hjá Stasi lögreglunni, tilbúinn að vera fá- tækur og fastur í Austur-Berlín. Og nú er þessi sameinaða borg, höfuðborg þjóðar sem maður efast stundum um að hún eigi mikið sameiginlegt með. Enda tala sumir um flutning skrif- stofuliðsins frá Bonn til Berlínar ein- sog hverja aðra innrás útlensks hers. Bonn er það ekki einhversstaðar í Frakklandi? Nei, Bonn er nefnilega í Vestur-Þýskalandi, svo hrein og falleg að ekki sést bréfsnifsi eða kóktappi á pússuðum götum þeirrar borgar eða slegnum túnum. Og þaðan ætla búr- ókratarnir að flytja í þessa ljótustu borg Evrópu. Borg svartra lita, þarsern húsin bera enn skotsár eftir hina ægi- legu bardaga seinni heimsstyrjaldar- innar þegar rússar og þjóðveijar börð- ust hús úr húsi. Hér klæðast menn svörtu og horfa illúðlega útundan sér, þó steikjandi sólin valdi ímyndinni vandræðum. Því hér er þunglyndi vin- sælt sport. Þá er alveg sama hvort um er að ræða fjölskylduhobbí hamingju- samra hjóna með tvö böm eða vanda- mál einmana atvinnuleysingja. Allir daðra við þunglyndið. í heimspekinni við Humboldt háskóla er enginn mað- ur með mönnum nema hann hafi reynt sjálfsmorð, og það helst oftar en einu sinni. Patrick, til dæmis, nýtur tví- mælalaust mestrar virðingar nemenda, ekki vegna gáfulegra athugasemda í tfmum og þaðan af síður vegna hárra einkunna, heldur vegna margítrekaðra sjálfsmorðstilrauna sinna. Sú síðasta náði að bijóta flest bein í líkama hans, þegar hann kastaði sér úr krana á Pots- damer platz í byggingargrunninn sem þar er. Ef sú sjálfsmorðstilraun hefði tekist hefði það reyndar orðið afskap- lega pínlegt fyrir Patrick sem er góður og gildur kommúnisti, því hann hefði þá endað sem góður og gildur bygg- ingargrunnur fyrir hið kapítalíska fjöl- þjóðafyrirtæki Sony. Menn eru eitt- hvað svo týndir eftir að kommúnism- inn féll, sem var hinn andstæði póll kapítalismans. Menn keppast við að finna sér einhvem nýjan pól en finna ekkert nema þunglyndið. Nietzsche er mjög vinsæll og að sjálfsögðu ekki fyrir hina merkilegu gagnrýni hans á þróun kristilegrar þjóðfélagsvitundar eða fyrir kenningar hans um listræna ffumspeki, heldur vegna þess að hann boðaði enga siðferðiskennd. Ekkert siðferði! Það fellur í góðan jarðveg hjá þunglyndri og týndri berlínskri æsku. Ef litið er til breytinganna sem hafa orðið í Austur-Berlín er ekki hægt annað en að skilja þetta þunglyndi. Allt sem Austur-Berlín stóð fyrir er rifið niður. Nær allt sem líf þeirra snerist um hefur verið dæmt ómerkt af nýjum valdhöfum. Og eins og hjá sigraðri þjóð eru nýjar verslanir byggðar, nöfnum gatna er breytt, sam- göngukerfinu breytt, hús rifin og ný byggð. Um árið 2000 mun þetta verða, eins og skáldið sagði, allt fyrir bí nema einstaka bakarí. Börkur Gunnarsson er rithöfundur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.