Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 20. ágúst 1996 122. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Ungt fólk í þróunarhjálp Draumurinn erað allir geti hjálpað sér sjálfir -segir Anna Lára Steindal „Verkefnið snýst um tvennt; í fyrsta lagi að reyna að auka möguleika bama í þriðja heiminum til menntunar og betra lífs, og hins vegar að koma af stað umræðu og fá fólk til að hugsa um menntunarástand og það líf sem þetta fólk lifir. Draumurinn er að allir geti hjálpað sér sjálfir," segir Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri söínunar- og fræðsluátaks, sem fer af stað í haust. „Við erum að fara af stað með verk- efnið, sem kristallast svo í svokölluð- um Starfsdegi, 13. mars. Við höfum fengið kennara í lið með okkur, sem eru að semja kennslugögn sem notuð verða í skóium landsins. Reynt verður að flétta upplýsingar um það land sem við ætlum að aðstoða inní kennsluna alla, tilað reyna að fá krakkana til að hugsa um þetta. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvert peningar sem safnast renna, en líklegt er að þeir fari til Indlands. Starfsdagurinn rennur upp 13. mars og þá fara krakkamir á kreik, með þær upplýsingar sem þeir hafa fengið í skólunum. Krakkamir fara út að vinna - líklega seljum við dagsverkið fyrir einhverja ákveðna upphæð, og aðrir safna peningum með því að sýna götuleikhús eða halda basar. Pening- arnir renna í söfnunina og Hjálpar- stofnun kirkjunnar kemur þeim til skila. Takmarkið er að safna fimm milljónum - að minnsta kosti. Þetta snýst ekki um að setja peninga í bauk og leggja einhverju lið sem enginn veit nákvæmlega hvað er, heldur skiptir undirbúningurinn og fræðslan miklu máli.“ Er ykkar verki lokið með Starfsdeg- inum 13. mars? ,Já, nokkum veginn. Þegar að upp- byggingarstarfinu sjálfu kemur, eru það fyrst og fremst þeir sem hjálpina þiggja, sem vinna það starf. Við ætl- um ekki að skipta okkur af því, þeir vita best hvað þarf að gera. Það em ströng skilyrði fyrir nýtingu fjár- magnsins og náið er fylgst með því að peningarnir séu ekki notaðir í ein- hvetja bölvaða vitleysu. Þeir sem fá styrkinn, fá hann í skömmtum, og ætl- ast er til að þeir sendi frá sér skýrslu á sex mánaða fresti. Ef sýnt þykir að ekki er allt með felldu, er fjárveitingu hætt og peningarnir settir í eitthvað annað.“ Hafa Starfsdagar verið haldnir hér áður? „Starfsdagar hafa tvisvar verið haldnir á fslandi, en mun oftar á öðr- um Norðurlöndum. Árið 1985 tókum við þátt í samnorrænu verkefni, sem hét Norrænn starfsdagur, og þá rann söfnunarféð til Suður-Afiíku, til bama sem áttu ekki kost á því að ganga í skóla, vegna aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans. Fyrir fimm árum söfn- uðum við íyrir BrasiKu, og árangurinn af því var mjög gpður. Við söfnuðum 4,3 milljónum, sem hafa nýst 3 til 4 þúsund manns. Skólum var komið upp á landsvísu, og auk þess voru haldin styttri námskeið sem veittu hagnýta verkmenntun. Þetta gerði glimrandi lukku í Brasilíu.“ Er fólk skikkað til að taka þátt í starfinu ískólum? „Nei. Þetta er sjálfboðaliðastarf. Við höfum fengið heimild frá Menntamálaráðuneytinu til að gefa frí á Starfsdaginn fyrir þá sem taka þátt, en ef einhver vill ekki vera með er honum frjálst að hafa sína hentisemi og sækja skólann einsog venjulega." Þekkir fólk almennt lítið til þriðja heimsins, og heldur að allir hafi það einsog við áNorðurlöndum? „Ég held að okkur finnist kannski frekar að allir eigi að hafa það einsog við. Þróunarstarf hefur oft misst marks, því við höfum verið að troða einhverju uppá fólk sem okkur sjálf- um finnst það vanta. Það ætlum við að varast og viljum að heimamenn sjálfir annist uppbygginguna, svo hjálpin nýtist örugglega þeim sem á þurfa að halda.“ Anna Lára Steindal: Þróunarstarf hefur oft misst marks, því við höfum verið að troða einhverju uppá fólk sem okkur sjálfum finnst það vanta. ■ Athugasemd Guðrún Pétursdóttir og sjónvarpið í forsíðufrétt ykkar Alþýðublaðs- manna á fimmtudaginn („Guðrún þótti einfaldlega fréttnæmari en aðrir“) er greint frá því að norska sjónvarpið hafi ákveðið snemma árs að gera þátt um forsetakosningamar á Islandi og viljað hafa hlut Guðrúnar Pétursdóttur stærstan vegna þess að þeir voru búnir að veðja á að hún ynni. Svo er skýrt frá því að kvikmyndafyrirtækið Ax annist gerð þáttarins fyrir þessa sjón- varpsstöð. Þetta er hreinn uppspuni frá upp- hafi. Hið er rétta er að Ax hf. er að framleiða heimildamynd um Guðrúnu Pétursdóttur í samvinna við sjálfstæð- an norskan framleiðanda. Myndin fjallar ekki um forsetakosningarnar sem slíkar og það stóð aldrei til að hún gerði það. Og því má bæta við að myndin fellur ekki undir það sem kall- ast fréttatengt efni; það var með öðr- um orðum lagt upp með konsept sem var ætlað að standa hvemig svo sem framvinda kosninganna yrði. Verkefnið var komið á góðan rek- spöl þegar NRK (norska ríkissjón- varpið) ákvað að kaupa sýningarrétt- inn í Noregi. Þessi heimildamynd er því ekki á vegum NRK frekar en er- lendar heimildamyndir sem RÚV kaupir em á vegu þeirrar stofnunar. Fyrst ég er eini nafngreindi heim- ildamaðurinn í fréttinni vil ég að það komi fram að blaðamaðurinn gerði lít- ið annað en að þráspyrja mig um þessa kenningu sína, að einhver norsk sjónvarpsstöð hefði veðjað á Guðrúnu Pétursdóttur í forsetakosningunum á íslandi. Það hefði farið betur á því að spyrja sjónvarpsstöðina að þessu og spytja mig frekar um það sem að Ax snýr og ég hefði með góðu móti getað svarað, til dæmis um hvað myndin fjallar og á hvers vegum hún er. Fyrir hönd Ax hf. Anna Rögnvaldsdóttir. Aths. ritstj. Það er fróðlegt að sjá að íslenskt og norskt kvikmyndafyrirtæki hafi í sam- einingu ákveðið að framleiða heim- ildamynd um Guðrúnu Pétursdóttur sem átti ekki að snúast um forseta- kosningarnar. Á hinn bóginn virðist Anna Rögnvaldsdóttir sneiða ósmekk- lega að Guðrúnu Pétursdóttur með því að segja að mynd um hana flokkist ekki undir fréttatengt efni. Þetta er líka athyglisvert í ljósi þess að Anna Rögnvaldsdóttir var starfsmaður í kosningabaráttu Guðrúnar - á sama tíma og fyrirtæki Önnu vann að heim- ■ Tónaflóð í Sifurjónssafni „Spilist hratt og tón- gæði eru aukaatriði" „Við hefjum tónleikana með tón- verki eftir Bach, upphaflega samið fyrir gömbu og sembal, en við spil- um það á píanó og víólu. Bach samdi þessa gömbusónötu í Köthen í Þýskalandi þar sem hann var í þjónustu greifa, og þurfti því ekki að skrifa fyrir kirkjuna," segir Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, sem ásamt Kristni Emi Kristinssyni pí- anóleikara heldur tónleika í Sigur- jónssafni klukkan 20:30 í kvöld. „Þá spilum við slóvenskt tónverk, sem er að sjálfsögðu frumflutt á íslandi, og líklega flutt í fyrsta sinn utan Slóveníu. Verkið er eftir Ramovs, 75 ára gamalt slóvenskt tónskáld, sem er eldhress þrátt fyrir háan ald- ur. Hann klifrar uppá öll fjöll í Sló- veníu og spilar á orgel við fimm messur á sunnudögum. Hann er óskaplega skemmtilegur - og fer alltaf síðastur úr partíum. Árið 1959 ildamynd um Guðrúnu. Staðreyndin er eigi að síður sú, að Ax hf. seldi norska ríkissjónvarpinu sýningarrétt myndar um Guðrúnu Pét- ursdóttur meðan hún naut dágóðs fylgis í skoðanakönnunum, og gerði sig jafnvel líjdega til að verða fimmti forseti lýðveldisins. En það er ánægju- legt til þess að vita að erlendar sjón- varpsstöðvar skuli reiðubúnar að kaupa heimildamyndir um íslenska lífeðlisfræðinga. Vitanlega er staðreyndin sú að kosningabarátta Guðrúnar Pétursdótt- ur átti að verða þungamiðja myndar- innar um hana, fullyrðingar um annað eru bull. Alþýðublaðið hefur traustari heimildir um gerð þessarar myndar en Anna Rögnvaldsdóttir virðist gera sér grein fyrir. Hér er reyndar ekki um neitt stór- mál að ræða, og af blaðsins hálfu stóð aldrei til að varpa rýrð á Guðrúnu Pét- ursdóttur; aðeins var verið að segja frá gerð myndar um hana. Viðkvæmni Önnu Rögnvaldsdóttur er því h'tt skilj- anleg. langaði hann að prófa að skrifa fyrir einleiksvíólu - núna hefur hann prófað nánast allt - og samdi þá þetta verk, sem heitir Fimm bagat- ellur. Ég kenni við tónlistarháskólann í Ljublijana, og einu sinni ætluðu nemendur mínir að spila verk eftir Ramovs, en daginn áður en af því átti að verða fékk ég flensu og hringdi í hann til þess að afboða konsertinn. Stuttu seinna kom hann hlaupandi til mín, upp 72 tröppur, með jurtaseyði - sem var reyndar mallað úr friðaðri plöntutegund - og ég snarhresstist. Hvort sem það var vegna plöntunnar eða bara heim- sóknar hans. Tröppurnar eru 72, vegna þess að við búum á fimmtu hæð. Sjálf hef ég ekki talið, en tengdamamma gerir það í hvert skipti sem hún kemur.“ Svava hefur búið í Ljubljana í Slóveníu í tvö ár. „Maðurinn minn er slóvanskur. Við kynntumst í Þýskalandi, og hér á landi vorum við í eitt ár, en svo fengum við bæði prýðilegar slöður í Ljubljana." Þriðja verkið á efnisskránni í kvöld er sónata eftir Hindemidth. „Hindemidth var sjálfur víóluleikari og samdi gífurlega mikið fyrir víólu. Yfirskirftin yfir 4. kafla í þessu verki hefur oft vakið mikla lukku: „spilist hratt og tóngæðin eru auka- atriði“. Ég þekki gamla konu sem segist hafa heyrt hann spila þetta sjálfan, og að það hafi verið einsog hann væri að hamast við uppvaskið! Við ljúkum konsertinum með verki sem Brahms skrifaði fyrir klarinett og píanó, en umskrifaði sjálfur fyrir víólu. Svava spilar á víólu á tónleikun- um í kvöld, en hún spilar einnig á barokhljóðfæri. „Ég lærði á gömbu í Sviss og var í því meira en minna í fimm ár. En víólan er mitt aðal- hljóðfæri. Við lifum jú á 20. öldinni og það eru engar fastar stöður nema fyrir nútímahljóðfæri."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.