Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 I e i k h ú s ■ Leikfélag Akureyrar á 80 ára afmæli í vetur, og verður leikárið sérstaklega há- tíðlegt af því tilefni Við erum fá, fátæk og smá - „en njótum mikillar virðingar," segir Trausti Ólafsson leikhússtjóri á Akureyri í samtali við Gudrúnu Vilmundardóttur. Trausti Ólafsson: Ég lauk prófi á fimmtudegi, fór heim á laugardegi, og í viðtal hérna fyrir norðan á sunnudags- morgni. Og tók við stöðunni nokkrum vikum seinna. Þetta er mikið hátíðarár og heil- mikil sex rétta veisla stendur fyrir dyrum. Við hefjum leikárið 20. september, með einleik Sunnu Borg á Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russel. Sunna lék einmitt hér í Sam- komuhúsinu fyrir þrjátíu árum, áður en hún fór í leiklistamám. Hún hafði ekki hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sig, en það var komið að máli við hana þar sem hún vann í Landsbank- anum, og henni boðið að taka að sér hlutverk hjá áhugaleikhúsinu. Þráinn Karlsson, sem á 40 ára starfsafmæli leikstýrir, og Hallmundur Kristinsson, sem einnig er innanhússmaður hér gerir leikmyndina. ViiLförum snemma af stað, fyrsta frumsýning er þremur vikum fyrr en vant er. Næsta verkefhi er Dýrin í Hálsa- skógi eftir Thorbjöm Egner, sem vart þarf að kynna fyrir íslenskri þjóð, því það þekkja þetta allir, stórir og smá- ir... Og kunna jafhvel utanað... Kunna það hættulega vel, segir leik- stjórinn Ingunn Jarlsdóttir. Ingunn sem er leikkona, dansari og sýslu- mannsfrú á Hvolsvelli, hefur áður leikstýrt hjá Leikfélagi Akureyrar, semog víða um land. Endalaus afmæli Milli jóla og nýárs frumsýnum við leikrit eftir ameríska Bosmumanninn Steve Tesich. A ensku heitir leikritið On the Open Road. Hallgrímur Helgi Helgason þýðir verkið, sem er mein- fyndið; kaldhæðið og miskunnarlaust. Leikritið, sem var ffumsýnt í Chicago fyrir örfáum árum, er ekki framúr- stefnulegt, en áleitið og miskunnar- laust og setur spurningarmerki við flest gildi vestrænnar menningar. Ey- vindur Erlendsson leikstýrir, Magnús Pálsson myndlistarmaður kemur heim ffá London til að gera leikmyndina og Þráinn Karlsson fer með aðalhlutverk. Þessi sýning verður sett upp úti í bæ, vonandi í gömlu jámsmíðaverkstæði á Eyrinni. - ;■ . EruS þið ekki nógu ánœgð með hús- nceði Leikféjagsins? Samkomuhúsið ber ekki svona re- pertoire lengur. Það er svo þröngt og lítið, að þar er vonlaust að ætla sér að setja upp meira en tvær til þijár sýn- ingar á ári. Leikmyndina þarf hrein- lega að smíða á sviðinu og sýningar hafa þurft að hverfa af sviðinu nokkr- um vikum áður en næsta verk er frum- sýnt. Ég sé ekki að hægt sé að una við þessar aðstæður til frambúðar. f tíu ár hefur verið leitað að framtíð- arlausn á vandanum, en hún er enn ekki fundin. Bráðabirgðalausn þennan veturinn verður að vera með tvö svið í gangi í einu, því auk On the Open Ro- ad verður sjálft afmælisverkið sýnt í járnsmiðjunni. Það er að segja ef samningar nást um húsnæðið, og ég á ekki von á öðru. Aður en afmælisfrumsýningin verð- ur, höldum við uppá enn eitt afmælið, en 23. janúar eru liðin 90 ár síðan Samkomuhúsið á Akureyri var vígt. Húsið er náttúrlega perla, þó hún sé ekki sérstaklega vel slípuð einsog er, og hefur mikið menningarsögulegt gildi. Þá verður sett upp sýning sem ber heitið Ástin á sviði Samkomuhúss- ins. Það er einskonar kabarett, sem byggir töluvert á þeim söngleikjum sem hér hafa verið á sviðinu. Sýningin er enn í smíðum, en ýmislegt bendir til þess að umgjörðin verði fundur hjá stjóm leikfélagsins. Sunna Borg leik- stýrir verkinu, Hallgrímur Helgi, sem er okkar hirðskáld í vetur, hefúr yfir- umsjón með handritinu, og Róar Kvam stjómar Leikhúskómum, sem á stóran þátt í sýningunni. Vefarinn miklifrá Kasmír er afmæl- issýningin sem verður frumsýnd föstudaginn fyrir pálmasunnudag, en það er hefðbundinn ftumsýningadagur hér. Halldór E. Laxness, sem verður leikstjóri verksins, skrifar leikgerðina í samráði við mig, og handritið nálgast það að vera fullburða. Bráðum verður hægt að bera það útí veröldina til skímar. Afmælisdagur Leikfélagsins er 19. apríl og þá verður hátíðasýning á Vefamum og einhverskonar hóf hér í leikhúsinu. Við höfum ekki ráðið alla aðstandendur að sýningunni, en ég get sagt að ung fastráðin leikkona, Marta Nordal, fer með hlutverk Diljá- ar og Þorsteinn Bachman leikur Stein Elliða. í tengslum við sýninguna ætlum við að bjóða öllum framhaldsskólanem- endum á landinu að vera með í rit- gerðasamkeppni um verkið. Hug- myndin er sú að láta vita að við séum til víðar helduren hér á Akureyri og í nærsveitum, og eins að hvetja ungt fólk til að lesa þessa sögu, sem er merkileg bók og fjallar um ungt fólk. Og er ótrúlega ung þó að hún sé orðin sjötíu ára. Steinn Elliði verður að fara í klaustrið Finnst þér ekki nógu margir vita af þvíað þið eruð til? Við getum ekki kvartað undan því að fólk komi ekki á sýningar, en vilj- um auðvitað alltaf sjá fleiri. Undanfar- in ár hefur auk þess verið ákveðinn ótti við það að fólk í kringum tvítugt sé hætt að sækja leikhús. Söngleikir virðast að vísu ganga, en við viljum reyna að laða þennan aldurshóp að. Lokafrumsýningin verður á Kirkju- listahátíð í Akureyrarkirkju, sem er haldin annað hvert ár. Leikfélagið hef- ur ævinlega tekið þátt í þessari viku, en framlagið að þessu sinni verður reyndar ekki flutt í kirkjunni heldur á sviði leikhússins. Aðalsteinn Berg- mann mun flytja Markúsarguðspjall, sem ég leikstýri. Þú segir að leikgerðin að Vefaran- um mikla frá Kasmt'r nálgist að verða fúllburða? Síðan um áramót hefur boltinn gengið heilmikið á milli okkar Hall- dórs, sem vinnum leikgerðina saman. Það er álitamál hverju sinni hvort það sé betra sé að hafa væntanlegan leik- stjóra með í ráðum þegar leikgerð er unnin, en við ákváðum að svona ætl- uðum við að standa að þessu og hug- myndavinnan hefur gengið afskaplega vel. Fyrst og fremst leggjum við áherslu á þennan ungæðislega mann, Stein Elliða, og hvernig Diljá speglast í honum. Þetta er þroskasaga þeirra beggja, sagan hefst og endar með Di- ljá. Það gefur auga leið að það verður margt að falla út; en við fylgjum allri sögunni; Diljá verður að fara til Róm- ar og Steinn Elliði í klaustrið. í bók- inni eru löng og mikil sendibréf, sem varla er ástæða tilað þylja öll á leik- sviði. Díalógar eru allmargir, og þá munum við nota - ég reikna ekki með að við bætum mikið um texta Nóbel- skáldsins. Enda erum við bundnir af því í samningi við útgáfulyrirtækið að fulltrúar höfundar hjá Vöku-Helgafelli verða að leggja blessun sína yfir það sem við gerum. Hefurðu samið leikgerðir áður? Ég hef ekki gert það opinberlega, og alls ekki mikið. En eitthvað í laumi? Ég hef ekki mikið gert af því heldur - en ég held það sé ótrúlega auðvelt að gera leikgerð eftir þessari sögu. Það fer svo mikið eftir tilfinningu. Þegar maður les söguna með tilliti til leiksviðsins lifnar hún sjálfkrafa við. Fyrir íjórum árum síðan, þegar ég var að fara í lokaáfangann í mínu námi í háskólanum í Osló, las ég Vef- arann af rælni um sumarið. Hann fór strax uppá svið í huganum á mér, og ég hugsaði með mér að skrifa leikgerð uppúr sögunni og nota það sem loka- verkefni. Ekki varð af því, en hug- myndin er sem sagt nokkurra ára gömul, og leikstjóranum Halldóri leist vel á þær grunnhugmyndir sem ég hafði. Sótti um stöðuna f fullri alvöru Þú œtlar að leikstýra Markúsarguð- spjallinu ( vor. Hefurðu hugsað þér að leikstýra meira sjálfiir? „Ég er ekki viss um það. En ég fann hjá mér hvöt að gera akkúrat þetta. Ég verða að játa að ég fékk hugmyndina lánaða; ég sá sýningu á Markúsarguð- spjalli, sem fékk mjög góðar viðtökur, í Noregi fyrir nokkmm árum. Ég ætla alls ekki ég að kópíera sýninguna - hér verður leikarinn ekki sá sami, ann- að leikhús og allt öðruvísi nánd. Grunnhugmyndin verður sú sama, en við ætlum að fara allt aðra leið. Þú tókst við leikstjórastöðunni um leið og þú hafðir lokið námi t leiklist- arfrceðum í Noregi, það hefur ekki komið þér á óvart? Ég lauk próft í desember á síðasta ári og tók við starfmu hér fyrsta janú- ar. Eg lauk prófi á fimmtudegi, fór heim á laugardegi, og í viðtal héma fyrir norðan á sunnudagsmorgni. Og tók við stöðunni nokkrum vikum seinna. Þetta gerðist mjög hratt, en kom mér ekkert á óvart í sjálfu sér, því ég sótti um stöðuna í fullri alvöru. Núna síðast var ég í 2 og hálft ár í Os- ló, og lauk meistaragráðu, en ég tók fyrsta hluta námsins fyrir mörgum ár- um síðan. Aður hafði ég gert allt milli himins og jarðar; verið kennari, blaða- maður, skólastjóri og eitthvað fleira sem ég bara man ekki. Hvert er verksvið leikhússtjórans - varla ertu einráður íhúsinu? Ég er náttúrlega ekki einráður - en húsið er mjög undirmannað, hér er einn maður í hverri deild en kallað á aðstoðarfólk ef á þarf að halda. Leik- húsið er mjög vanbúið bæði að hús- næði og mannahaldi. Verkefnaval er á mínu verksviði, en það er háð sam- þykki leikhúsráðs. Þetta ár hugsaði ég sem glæsilegt ár með alhliða verkefnaskrá - allir eiga að geta fundið eitthvað í leikhúsinu sínu fyrir sig. Verkefnin em óvenju- mörg - í fyrra vora þau einungis þrjú. I ár á að vera eitthvað við allra hæfi á boðstólum, án þess að slakað sé á kröfum f listrænum skilningi. Ekki veit ég hvetjar verða yfirskriftir næstu ára, en mig langar til að búa til ákveð- in einkunnarorð fyrir hvert leikár fyrir sig - þá er þetta afmælisárið. Merkilegt starf við erfiðar aðstæður Hafið þið fengið aukafjárveitingu í tilefni afmœlisársins? Ékki einn einasta eyri. Við erum með helmingi fleiri sýningar en í fyrra, á söntu fjárlögum - og ætlum því að fá helmingi fleiri áhorfendur. Ætla ekki alltaf allir að fá fleiri áhorfendur? Jú - en ég á von á því að okkur tak- ist það. Auk þess era flestar sýning- amár fremur ódýrar í uppsetningu og rekstri. Dýrin í Hálsaskógi og Vefar- inn era mannfrekar sýningar, og þar af leiðandi ansi dýrar, en hinar fjórar sýningamar ættu að vera mun ódýrari. Hvemig finnst þér staða Leikfélags Akureyrar vera gagnvart öðrum leik- húsum? Við erum náttúrlega fá fátæk og smá, en ég verð ekki var við annað en að leikhúsið héma njóti mikillar virð- ingar. Sem það á sannarlega skilið. Hér hefur farið fram merkilegt starf við erfiðar aðstæður og þröngan fjár- hag. Það er mun erfiðara að ráða fólk hingað, en maður ímyndar sér að það sé í Reykjavík. Við þurfúm að flytja fólk til staðarins og útvega því hús- næði, og oft setja íjölskylduaðstæður strik í reikninginn. Stundum er sagt að ungir leikarar líti gjaman á Leikfélag Akureyrar sem stökkpall innt' leikhúsin ( Reykjavík - er eitthvað til íþví? Töluvert er sjálfsagt hæft í því - en því miður hefur mér sýnst að margir sem hafa hafið sinn feril hér, hafi ekki stoppað nógu lengi, og þá hverfa þeir bara þegar þeir koma suður. Við ráð- um bara einn slíkan leikara í vetur, sem ekki er þekktur, en það er Marta Nordal sem mun fara með hlutverk Diljáar í Vefaranum. Sunna Borg og Þráinn Karlsson, sem eiga 30 og 40 ára starfsafmœli, leikstýra hvort sínu verkinu og fara beeði með aðalhlutverk í vetur - er ekki hœtt við því hjá litlu leikfélagi að sama fólkið sé allt (öllu? Það er nákvæmlega það sarna og gerist hjá stærri leikhúsum í Reykja- vík - gamlir leikarar eru alltaf að skjóta upp kollinum. Við erurn svo heppin að þetta era góðir kraftar sem við höfum hérna. Skemmst er að minnast leiksigurs Sunnu og Þráins í Barpari, og ég hlakka til að sjá þau vinna saman sýninguna á Sigrúnu Ástrósu. Það endist enginn svona lengi í leikhúsinu án þess að vera góð- ur. Hinir finna það hjá sér sjálfir að þetta gengur ekki. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.