Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 5
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST1996 rÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996_________________________________ALÞÝÐUBLAÐID s k i 1 a b o ð _E ó 1 i t ■3 5 ÆÐRI DÓMSTÓLL S É R D E I L D N r . 002618 1996 MÁLIÐ VARÐANDI CLERICAL, MEDICAL ANDA GENERAL LIFE ASSURANCE SOCIETY og MÁLIÐ VARÐANDI CLERICAL MEDICAL INVESTMENT GROUP LIMITED og MÁLIÐ VARÐANDI LÖGIN UM VÁTRYGGINGAFÉLÖG FRÁ 1982 HÉR MEÐ TILKYNNIST aö hinn 9. maí 1996 lagði Clerical, Medical and General Life Assurance Society (félagið) fyrir æðri dómstól hennar hátignar á Englandi beiðni um: 1) tilskipun samkvæmt I. hluta fylgiskjals 2C laga um vátryggingafélög frá 1982 (lögin), sem heimili áætlun (áætlunin) yfirfærslu til handa Clerical Medical Investment Group Limited (CMIG) á öllum langtíma vátrygg- ingaviðskiptum, sem rekin eru af félaginu í Stóra Bretlandi, Gíbraltar og Lúxembourg; og 2) tilskipun er geri viðbótarráðstöfun í sambandi við framkvæmd áætlunarinnar samkvæmt 5. málsgrein I. hluta. ..._ Skoða má afrit af beiðninni, áætluninni og skýrslu óháðs tryggingafræðings eins og krafist er í málsgr. 2(1) fyrrnefnds I. hluta á skrifstofum þeim, er greinir í hjálögðu fylgiskjali á venjulegum skrifstofutíma í a.m.k. 21 dag frá fyrstu birtingu tilkynningar þessarar. Beiðninni er vísað til flutnings hjá ritara félagsréttarins í konunglegu dómstólunum, Strand, London WC2A 2LL, miðvikudaginn 2. október 1996 og hvaða aðili sem er, þ.á.m. hverskyns starfsmaður félagsins eða CMIG, sem telur að framkvæmd áætlunarinnar mundi hafa neikvæð áhrif á sig, getur mætt sjálfur þegar málflutningur fer fram eða látið lögmann mæta fyrir sig. Sérhver aðili, er hyggst mæta, og sérhver vátryggingaskírteinishafi fé- lagsins, sem fellst ekki á áætlunina, en hyggst ekki mæta, ætti að tilkynna neðangreindum lögmönnum skrif- lega með eigi minna en tveggja daga fyrirvara um slíka ætlan eða skoðanamun og ástæðu eða ástæður fyrir þeirri afstöðu. Afrit af beiðninni, áætluninni og skýrslu óháða tryggingafræðingsins munu lögmennirnir útvega hverjum þeim, sem þarfnast þeirra áður en gefin eru tilskipun um samþykkt áætlunarinnar, en gegn greiðslu tilskilins gjalds. Dagsett 16. dag maímánaðar 1996 Lovell White Durrant 65 Holborn Viaduct London EC1A 2DY Tilv.: -A3/KWC/JTY Lögmenn félagsins THE SCHEDULE Clerical, Medical and General Ernst8íYoung Ernst & Young International Life Assurance Society Avenue Marcel Thiry 204 Endurskoöun & ráðgjöf ehf. B-1200 Brussels Skeifan 11A 15 St James's Square Belgium 108 Reykjavík London SW1Y 4LQ Ernst & Young lceland 3rd Floor Ernst & Young Building Revikon Ernst & Young Central Exchange Building Harcourt Centre Kontroll und Beratungs- 93a Grey street Harcourt Street aktiengesellshaft Newcastle Dublin 2 Aeulestrasse 60 NE16EA Republic of Ireland FI-9490 Vaduz Liechtenstein Narrow Plain Ernst 8r Young Bristol Studio Associato Ernst 8t Young BS2 0JH Legale Tributario Compagnie Fiduciaire Via G.B Vico 9 5 Boulevard de la Foire Clerical Medical House 00196 Rome L-1528 Luxembourg Trinity House Italy Victoria Road Moret Ernst & Young Douglas Drentestraat 20 Isle of Man Ernst & Young A/S 1083 Amsterdam IM99 1LT Tagensvej 86 DK-2200 Copenhagen N Netherlands 201-203 West George Street Denmark Ernst 8r Young Glasgow G2 2LL Tullins Gate 2 Tilintarkastajien Oy P O Box 6834 Suite 1406-1410 Ernst8íYoung St Olavs plass 14th Floor, Tower II Kauvokatu 8 N-0130 Oslo The Gateway 00100 Helsinki Norway 25 Canton Road Finland Tsim Sha Tsui Ernst 8r Young Kowloon Hong Kong HDS Ernst 8i Young Edifício República Société d'Avocats Avenída da República 90-3 Peter House Tour Manhattan 1600 Lisbon Oxford Street Cedex21 Portugal Manchester M1 5BA 92095 Paris La Défense 2 France Ernst & Young 9/10 West Centre Torre Picasso Bath Street Ernst 8< Young Pza Pablo Ruiz Picasso St. Helier Eschersheimer Landstrasse 14 28020 Madrid Jersey 60322 Frankfurt am Main Spain JE 4ST Germany Ernst 8r Young Clerical Medical Investment Ernst & Young Adolf Fredriks Kyrkogata 2 Group Limited Suite 5 103 62 Stockholm Trinity Road International House Sweden Halifax, Bell Lane West Yorkshire HX12RG Gibraltar Ernst 8< Young Ernst & Young 3-5 llission Street Praterstrasse 23 115 28 Athens 1021 Vienna Austria Greece ■ Guðmundur Ámi Stefánsson Þurfum ekki að faraá Ni. taugum í Alþýðublaðinu í gær var talað við alþýðu- flokksmenn, vítt og breitt um landið, sem kvört- uðu einróma yfir því að innra starf flokksins væri lítið sem ekkert. Guðrún Vilmundaráóttlr ræddi við Guðmund Árna Stefánsson varafor- mann Alþýðuflokksins af þessu tilefni s Astandslýsingin er rétt, og vafalaust eru margar samverk- andi skýringar á því. Flokkurinn hefur í gegnum árin verið skipulagslega veikur. Það er áratuga gamalt vandamál flokksins og engin ein skýring er á því. Hann hefur goldið smæð- ar sínar. Flokkurinn hefur verið misstór úti um landið, og auðvit- að verður starfið öflugara eftir því sem einingarnar eru stærri. I mínu kjördæmi, Reykjaneskjördæmi, er flokkurinn mjög öflugur í öllum stærstu þéttbýliskjörnum, og þar hefur flokksstarfið gengið býsna vel. Það er byggt upp af heimafólki í kringum sveita- stjómapólitíkina. Þar sem hann hefur átt í vök að verjast, til dæm- is á Ausffjörðum,-þar sem hann hefur verið þingmannslaus, héfur gengið illa að setja flokksstarf í gang. Þeir sem eru áhugamenn um stjórnmál, vilja náttúrlega að þeirra þáttaka skili einhverju markvissu, og það gerist ekki öðruvísi en fulltrúar séu í sveita- stjórnum, nefndum eða ráðum, sem geta fylgt því eftir.“ Gœti því ekki verið öfugt farið - að flokkurinn sé svona lítill vegna þess að flokksstarfið er veikt? „Jú jú, þetta bítur sjálft sig í skottið, það gefur auga leið. En það gengur ver að fá fólk til starfa, þegar ekki er til staðar einhver pólitískur kjarni til að fylgja verkefnum eftir. Því er ekki að leyna að þau vandamál sem sköpuðust af brotthvarfi framkvæmdastjóra okkar á síðasta ári og ákvarðanir um að ráða ekki nýjan hafa gert það að verkum að erfiðara er að skipuleggja það flokksstarf, sem hægt er að skipuleggja frá aðalskrifstofu flokksins hér í Reykja- vík. En ég vil minna á það að flokksstarf í stjórnmálaflokki, sem teygir anga sína til 40 eða 50 staða úti um land allt, má aldrei vera miðstýrt frá aðalskrifstofu í Reykjavík. Hennar hlutverk er að styðja við bakið á þeim neista sem til verður heima í héraði.“ Dustum rykið af ýmsum stefnumálum Birgir Dýrfjörð sagði í blaðinu í gœr samband við flokksmenn úti á landi of lítið og að það sé jafnvel að slitna? „Það er einsog ég sagði áðan misjafnt eftir kjördæmum. Þing- flokkurinn og framkvæmdastjórnin hafa lagt áherslu á að halda sambandi við þingmannslausu kjördæmin, það er að segja bæði Norðurlandskjördæmin og Austurland." Er þvt' sinnt? „Já, framkvæmdastjóri þingflokksins hefur sett upp ákveðið tengslanet við trúnaðarmenn þar. Allt flokksstarf á rætur sínar í héraði, það þekki ég vel úr minni heimabyggð. Langflestir finna sig best, og fá kannski mestu um ráðið, þegar kemur að hlutum sem standa þeim nærri, og þá er það sveitarstjórnarpólitíkin. Hlut- verk landsflokksins er auðvitað að efla þessi tengsl og koma til aðstoðar við uppbyggingu flokksfélaga, en flokksstarfi verður aldrei stjómað frá skrifstofu í Reykjavík.“ Nú er kvartað yfir því að fáir komi að stefnumótun innan flokksins, sem sé að verða að einskonar lokuðum klúbbi? „Það held ég að sé mjög orðum aukið. Ég held að þeir sem vilja láta til sín taka í Alþýðuflokknum eigi góða og greiða leið til að láta sína rödd og sín stefnumið heyrast. An þess að ég vilji gera lítið úr þessum athugasemdum hefur þetta heyrst áður um starf Alþýðullokksins, einsog vafalaust allra stjórnmálaflokka. Við er- um náttúrlega með þrískipt apparat; landsflokkinn, Kvenfélags- samband og Samband ungra jafnaðarmanna. Þannig að þegar menn grafa og grannskoða er sitthvað á seyði víða, ef menn vilja gaumgæfa það. En vissulega má betur gera. En menn leysa ekki vandamál, eða verkefni einsog ég vil kalla það, af þessum toga með því að horfa á skipuritin og formið, heldur byrjar þetta allt og endar í efninu. Það er að segja: Erum við með slík verkefni á okkar málaskrá sem laða að og kalla fram áhuga fólks. Það er lykill málsins." Alþýðuflokksmenn eru auðvitað sammála um að málefnastaða flokksins sé góð, en einhverjir segja að ekki hafi tekist að koma skilaboðunum almennilega á framfœri. „Það má auðvitað alltaf ydda málefnastöðuna og skýrgreina, ekki síst núna þegar við fáum tóm til þess, í stjórnarandstöðu. Það er ekki ný bóla, að þegar flokkur fer frá ríkisstjórnarborði eftir átta ára samfellda setu verður ákveðinn sjokkeffekt, sem virðist vera óhjákvæmilegur. Við eigum að takast á við þetta verkefni, en þurfum ekki að fara á taugum. En ég held að það sé alrangt að Alþýðuflokkurinn komi sínum málefnum ekki nægilega vel á framfæri. Eftir 8 ár í ríkisstjórn held ég að öllum sé ljóst fyrir hvað Alþýðuflokkurinn stendur. Núna er tími og rúm til þess að flokkurinn dusta rykið af ýmsum stefnumálum, sem kannski mjökuðust minna en við vildum í rík- isstjórnarsamstarfinu. Það er hægt að segja sömu hlutina með ýmsunt hætti, og í ríkisstjórn er flokkur auðvitað bundinn ákveðn- um trúnaði við sinn samstarfsflokk, svo hlutirnir verða kannski teknókratískari heldur en ef við fengjum að segja þá eigin orðum. Núna þurfum við að einfalda ákveðna hluti, einsog til dæmis varðandi utanríkismál og sjávarútvegsmál, sem virka flókin fyrir almenning sem fylgist með pólitík í gegnum fjölmiðla. Við þurf- um að gera málflutning okkar beittari. Það hangir saman við flokksstarfið: Ekki er hægt að ydda baráttumálin ef ekkert er flokksstarfið, og ef engin eru baráttumálin verður ekkert flokks- starf." Gef kost á mér áfram að óbreyttu Þú segir að flokkurinn sé í sárum eftir brotthvarf úr ríkisstjórn fyrir rúmu ári síðan? „Ég sagði ekki í sárum, það eru þín orð. En auðvitað eru það Guðmundur Árni: Ekki er hægt að ydda baráttu- málin ef ekkert er flokksstarfið, og ef engin eru baráttumálin verður ekkert flokksstarf. viðbrigði að lenda í tiltölulega slæmum kosningum og fara frá ríkisstjórnarborði eftir ágæta viðveru þar í átta ár.“ Ágœta viðveru, segirðu? „Eg held að Alþýðuflokkurinn þurfi ekki að bera kinnroða vegna þeirra verkefna sem hann vann í ríkisstjórn þessi átta ár. Án þess að ég ætli að tíunda það hér.“ Hverjar verða helstu áherslur á flokksþinginu ínóvember? „Ég vil ekki búa þær til fyrirfram: Verkefnahópar eru að fara af stað, sem munu leggja þær línur. Það á að útfæra stefnumið Al- þýðuflokksins, þannig að þau komi skýr og greinileg fram. Við höldum uppá 80 afmæli flokksins og byggjum á góðum grunni og að mörgu leyti glæstri fortíð - þó hún sé ekki vandræðalaus. Það er góður grunnur til að horfa til næstu aldar." Þú gefur kost á þér áfram? „Ég hef ekki tekið ákvörðun um annað, og geri það að óbreyttu.“ ■ Ávarp til íslendinga II Lítil einstaklingsíbúð óskast til leigu í hverfi 101. Skilvísum greiðslum heitið. Haraldur Jónsson, sími 5625704 Ungir jafnaðarmenn Sambandsþing SUJ Sambandsþing Sambands ungra jafnaöarmanna verður haldið helgina 18.-20. október, í Breiðabliks- skálanum í Bláfjöllum. Skv. 9. grein b í lögum SUJ, skal fulltrúatala aðildarfélaga fundin með því að deila 10 í félagatölu þeirra mánuði fyrir sambandsþing. Komi þá út brot, skal það hækkað upp, ef það er hálf- ur eða meira, ella skal því sleppt. Þess skal gætt að ekkert félag má tilnefna meira en 45 af hundraði af fjölda þingfulltrúa, sem leyfilegurer skv. lögum. Aðildarfélagi ber að tilkynna til skrifstofu sam- bandsins, eigi síðar en viku fyrir þing um tilnefningu fulltrúa og að því loknu gefur stjórn sambandsins út kjörbréf til réttkjörinna fulltrúa. Þeir sem sitja í sambandsstjórn, framkvæmdastjóri sambandsins svo og ritstjóri málgagna, skulu sjálf- kjörnir á sambandsþing með fullum réttindum. Þeir aðilar tilheyra ekki fulltrúatölu þeirra aðildarfélaga sem þeir eru félagar í, skv. grein 9a í lögum SUJ. Dagskrá verður auglýst síðar. Framkvæmdastjóri Alþýðuflokkurinn Lagabreytingar Lagabreytinganefnd er skipuð af framkvæmdastjórn til að vinna að tillögum um breytingar á lögum flokks- ins. Samkvæmt 63. grein laga Alþýðuflokksins skal nefndin senda flokksskrifstofu tillögur þessar eigi síð- ar en mánuði fyrir flokksþing. Nefndin óskar eftir tillögum að lagabreytingum vegna 47. flokksþings Alþýðuflokksins. Tillögur þurfa að ber- ast nefndinni eigi síðar en mánudaginn 9. september. Sendið tillögurnar merktar: Alþýðuflokkurinn, b.t. lagabreytinganefndar, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Skrifstofan verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum eftir hádegi. Þeim sem vilja fá upplýsingar um starf flokksins er bent á að Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri þingflokksins, verður til viðtals á skrifstofunni á þessum tímum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.