Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 t ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ó n I I Sumar á Sýrlandi í Loftkastalanum Gl..eður omu QPP ortu - að tónlistin hefur lifað af þessi tuttugu ár, segir Valgeir Guðjónsson framleiðandi sýningar- innar „Auðvitað hlaut að koma að því að upp um okkur kæmist - þú býrð ekki í tebolla, án þess að fólk viti hver þú ert“ segir Valgeir Guðjónsson. Þegar Stuðmenn gáfu út hljómplötuna Sum- ar á Sýrlandi, 17. júní 1975, var því vísvitandi leynt hverjir væru meðlimir hljómsveitarinnar. „Því var ekki hald- ið á lofti. Feluleikurinn gekk ágætlega fram eftir sumri, þangað til ágætur vinur okkar Ómar Valdimarsson „skúbbaði“ nöfiiunum - mig minnir að hann hafi unnið á Vísi.“ Valgeir er framleiðandi söngleiksins Sumar á Sýrlandi sem verður lfumsýndur í Loftkastalanum á sunnudaginn. Leik- stjóri og handritshöfundur er Valgeir Skagtjörð. „Við gerðum tilraun til að spila með grímur, sem var mjög erfitt, þvf það vildi volgna undir þeim. En Ómar til- kynnti nöfn okkar, áður en við höfð- um alfarið gefist upp á grímubúning- unum. Okkur fannst það nú ekki fal- lega gert - en honum var fyrirgefið skömmu síðar. Tíu ámm seinna gegndi hann svo mikilvægu hlutverki fyrir hljómsveitina. Þegar Ringó Starr var kynntur í Atlavík, gekk framá sviðið Ómar Valdimarsson. Mótsgest- ir létu blekkjast eitt andartak og héldu að Ómar væri Ringó. Fyrir þá sem ekki höfðu umgengist Bftlana mikið persónulega, var hægt áð trúa því í augnablik." Á plötunni er leynilag - ein sagan segir því hafi verið laumað þama inn því einhver hafi verið mótfallinn því að hafa það með? „Við vorum alltaf að finna uppá einhveijum glenniverkum. Lagið, sem er eftir Egil Ólafsson, er afskaplega rólegt fallegt lag, og eitthvað var deilt um hvort það ætti heima með allri þessari galsafengnu tónlist - þó núna sjái allir að lagið er óijúfanlegur þáttur plötunnar. En ekki var farið á bak við neinn. Bítlamir voru líklega fyrir- myndin að þessu; þeir höfðu sett ein- hver hljóð eða setningar aftast á plöt- ur, sem þurfti að sækja sérstaklega með grammófónnálinni, og þetta var nokkurskonar grínherm. Ekki var verra að vera svolítið dularfullir. Plat- an var gerð í miklum grallaraskap og af mikilh ánægju. Þetta var fyrsta al- vöruplata okkar flestra - sem vorum ekki aldnir að árum, rúmlega tvítugir - það var heilmikið ævintýri að fara til Bretlands að taka upp plötu. Um há- vetur. Leynilagið hefur reyndar hlotið virðingarsess í söngleiknum Sumar á Sýrlandi, þar er það flutt á mikilvæg- um stundum." Átt þú hugmyndina að söngleikn- um? „Síðasta vetur var ég fenginn til Valgeir Guðjónsson: Þegar Ringó Starr var kynntur í Atlavík, gekk framá sviðið Ómar Valdimarsson. þess að vera tónhstarstjóri hjá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, en Guð- mundur Kristjánsson hafði skrifað handrit að söngleik sem byggði á plöt- unni, og leikstýrði hann verkinu. Eg æfði lögin, en valdi þau ekki, því hrá- efnið stendur mér dálítið nærri, og ég hef í sjálfu sér ekki skipt mér af því hvemig unnið hefur verið úr því. Skólasýningin í Breiðholti var mjög skemmtileg, og mér fannst margt í henni eiga erindi í stærri sýningu. Val- geir Skagíjörð hefur skrifað nýtt hand- rit og leikstýrir söngleiknum í Loft- kastalanum, en ýmsar hugmyndir Guðmundar, sem er aðstoðarleikstjóri, eru enn þama inni.“ Eru þetta einskonar tónleikar, eða eru lögin tengd saman í heilstœða sögu? „Þetta er söngleikur með sögu- þræði. I sýningunni em rúmlega tutt- ugu lög, af Sumari á Sýrlandi, Tívolí- plötunni og Gráa fiðringnum. Tvær kynslóðir, 68-kynslóðin, sem við sem sömdum tónlistina tilheymm og unga kynslóðin í dag, em skoðaðar í Ijósi þess að á báðum tímabilum hafa fíkni- efni verið fyrirferðarmikil. Skólasýn- ingin í Breiðholti kom svo vel út, að ákveðið var að sýningin í Loftkastal- anum yrði einnig ung sýning." Ung sýning - hvað þýðir það? „Allir aðstandendur eru fólk í kring- um tvítugt. Sá aldurshópur sýnir það oft á ári, með skólasýningum, að hann er fær um að setja upp mjög fínar sýn- ingar. í vor héldum við pmfur og völdum saman mjög góðan hóp. Þannig er ungu hæfileikafólki skapað- ur farvegur og því gefið tækifæri tilað vinna um hríð á forsendum atvinnu- manna. Undir þessum formerkjum fellur sýningin skemmtilega að Jafnin- gjafræðslunni, sem er átak Mennta- málaráðuneytis og Félags framhalds- skólanema um að ungt fólk taki bar- áttuna gegn fíkniefnum í eigin hendur. Sumar á Sýrlandi er óvenjuleg viðbót við þá baráttu.“ Þú leggur mikla áherslu á barátt- una gegn fíkniefhum? „Eg geri það, því fíkniefni em stór- kostlegt þjóðfélagsvandamál. Sá boð- skapur svífúr yfir vötnunum - en aðal- áhersla er auðvitað lögð á tónlistina, sem er mjög fyrirferðamikil. I nýju samhengi fær tónlistin oft aðra merk- ingu, svona miðað við það sem maður hafði einhvem tímann í kollinum. Eg sá það á Breiðholtssýningunni að tónlistin gæfi tilefni til að fjalla um þessi mál, og það var mikiO hvati íyrir mig að hrinda þessu í ffamkvæmd. Söngleikurinn ijallar um þennan vanda á óvenjulegan og skemmtilegan hátt - og tónlistin höfðar til beggja kynslóða, fólks á framhaldsskólaaldri og foreldra þeirra. Það gleður gömul popphjörtu að tónlistin hefi lifað af þessi 20 ár. Við vonum að þetta verði góð skemmtun, og bensín á umræður um gaman- og alvörumál. Það er ekki allt- af sem fólk getur sungið með, þegar Qallað er um jafnalvarleg mál.“ ■ Maður hefði haldið að ungt fólk væri sjálfstæðara í hugsun Dúettinn Slow Blow er þessa dagana að leggja lokahönd á sinn annan geisladisk. Fyrri afurð þeirra Quicksilver Tuna fékk einróma lof gagnrýn- enda en neytendur létu blaðamenn ekki hafa áhrif á plötukaup sín það árið. Dagur Kári Pétursson er annar helmingur sveitar- innar og varð hann fyrir svörum þegar forvitnast var um þessa nýju afurð. Fyrri platan ykkar vermdi ekki efstu sæti metsölulistanna þegar hún kom út. Hvað seldist hún í mörgum eintökum? Við seldum rúm 100 eintök sem verður að teljast rökrétt þar sem það eru aldrei neinir fjármunir í húfi þar sem við erum annars vegar. Við get- unt því leyft okkur ákveðið kæruleysi við kynningu og markaðssetningu. Það kemur bara verst niður á neyt- andanum sem fer gersamlega á mis við dýrðina. Þiðfenguð einstaklega góða dóma. Já, það kom okkur á óvart að plat- an skyldi ekki vekja meiri forvitni. Maður hefði haldið að ungt fólk væri sjálfstæðara í hugsun. Gagnrýni virð- ist ekki skipta neinu máli. Utgáfufyr- irtækin eiga nánast allar plötubúðim- ar og geta ráðið ferðinni. Fytír jólin kemur margt gamalt fólk og spyr af- greiðslufólkið hvað það eigi að gefa bamabami sínu. Afgreiðslumaðurinn stingur auðvitað uppá plötu sem að útgáfufyrirtækið var að senda frá sér. Var platan ekki allt of róleg fyrir dansglaða unglingana? Þetta voru aðallega ballöður en hraði tónlistarinnar ætti ekki að skipta megin máli. Er von á fjörugra efni frá ykkur? Nei, eiginlega ekki. Við erum að reyna að fullkomna þennan ballöðu- stfl sem við byijuðum að þróa á fyrri plötunni en stefnum á betri hljóm. Þó að nýja platan sé sem fyrr hljóðrituð í bílskúrnum heima hjá fjölskyldu Orra þá keyptum við betri upptök- ugræjur. Fyrri platan var tekin upp á 4 rása kassettutæki og einn vondan míkrófón sem teljast mjög slæmar græjur. Samt vomm við mjög ánægð- ir með þann hljóm sem við náðum þá. Það verður einnig augljósari heildarsvipur á nýju plötunni. Myndböndin ykkar vöktu mikla at- hygli og sigruðu keppni i' sjónvarpinu um besta myndbandið fyrir tveimur árum. Er von á fleiri meistaraverk- um? Okkur þótti undarlegt að mynd- bandið okkar skyldi sigra þar sem það var hálfgerð mótmæli við stand- ard myndbönd og þótti að mjög litlu leiti sjónvarpshæft. Fyrir vikið fékk það eiginlega enga sýningu í sjón- varpinu. Það er því spurning hvort það svari kostnaði að gera myndband sem er sýnt einu sinni í sjónvrpinu og síðan ekki söguna meir. En við Orri erum báðir í aðstöðu til að gera myndbönd. Nú ert sonur Péturs Gunnarssonar ritsnillings, hafa ritstörf ekki heillað þigJ Eg hef skrifað í tvö hefti af Bjarti og frú Emilíu en það er hugsað sem hliðarbúgrein. Ég er að læra kvik- myndaleikstjóm í Danmörku en það er ágætis tilbreyting að iðka tónlist og ritstörf í frístundum. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera í framtíðinni og er því að reyna að hafa nokkur jám í eldinum. Þið búið báðir í útlöndum. Hvem- ig er samstarfmu háttað? Við höfum reynt að sameina hesta okkar í helstu skólafríunum. Orri var að ljúka ljósmyndanámi í New York og hann vonast til að geta flutt til Danmerkur á næsta ári svo við getum farið að vinna að þessu með mark- vissari hætti. Hefur þú fengist við eitthvað fleira í sumar? Ég fékk styrk til að skrifa handrit sem ég á að skila inn vegna Evrópu- samkeppni um leikið efni fyrir sjón- varp. Ég er einn af fimm sem vom valdir úr hópi umsækjenda. Er þá von á sjónvarpsmynd frá þér? Sigurmyndin í keppninni verður að minnsta kosti kvikmynduð en ég vil sem minnst tjá mig um keppnina nema ég beri sigur úr bítum. ■ Alþýðublaðið Aðeins 950 krónur á mánuði//n'ngc/« eða sendu okkur línu eða simbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu Nafn Heimilisfang Bæjarfélag Kennitala Ég óska eftir að greiða með greiðslukorti númer: gíróseðli Gildir til: & *> »>»i i»i A? é, * * tké * * * *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.