Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1996, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Oðalseigendur og blámenn Það yrði sorglegt að þurfa að horfa uppá íslenska ríkið á sakamannabekk, eina ferðina enn vegna brota á alþjóðasamþykktum sem við erum aðilar að. Hvað mig varðar mun ég Ifta á Óðalseigandann og gesti hans sem heybrækur. að var ekki laust við að ég fylltist stolti og þjóðemisvitund þegar ég heyrði í Óðalseigandanum í útvarpi fyrir skömmu. Hvert var tilefnið, jú skítugir strigaskór, illa drukkið fólk og síðast en ekki síst, þeir sem ekki hafa aría- vottorð. Aría vottorð þóttu gulls ígildi í þúsund ára ríki Hitlers. Sjálfur er ég vel settur þegar kemur að ættgöfgi. Við lestur minningagreinar um langömmu mína fyrir nokkmm ár- Pallborðið | ~ Guðmundsson H ÉSá skrifar um komst ég að því að föðurætt mín er næstum því jafn göfug og móður- ættin. Þannig er málum háttað að danskt herskip átti hér viðkomu fyrr á öldum, þannig að ég get þakkað her- skipakomu tilvist mína. Fyrir skipinu fór Her kapteinn kommander Rist flotaforingi. Ættir hans eru sagðar auðraktar, og liggja til þýskra aðals- manna í Bæjaralandi. Afrakstur þess- arar heimsóknar var Sveinbjöm. Ekki man ég nafn móður hans, en sjálfsagt væri það verðugt verkefni fyrir ífiðar- samtök kvenna að rannsaka herskipa- komur fyrr á ö.ldum, og áhrif þeirra á fslan,d í dag, Ég vona að-ég móðgi engan, enda ekki ástæða til. Mér er sagt að sú kona sem lengst hefur náð í íslensku atvinnulífi geti einnig þakkað tilvem sína koma Her kapteins komm- ander Rist. Sumir héldu ættamafninu en aðrir urðu synir og dætur. Móður- ætt mín er enn stórkostlegri, en þar em biskupar, jarlar, norskir kóngar og ef vel er að gáð má einnig rekja ætt mína til Þórs, og hann er guð. Þannig að ég te) mig vera gjaldgengan í Óðal. Flest al.lir I^endingar. em sé^taklega ,vel Eettaðir'. Reýndar mega súmir sætta sig við duggara og dátablóð í sínum æð- um. En það er rétt aðeins til að forða okkur frá úrkynjun, ef vel er að gáð er það til hins betra. Vel ættað fólk hlýt- ur að hafa háleitar skoðanir, kjark, þor og dug. Það telja margir vera aðals- merki okkar fslendinga, sérstaklega við sjálfir. f fyrstu fannst mér ekkert athugavert við framkomu Óðalseig- andans. Nokkrir blámanna- og gtjóna- brandarar komu upp í huga mér. Einn- ig velti ég fyrir mér rétti þeirra sem ekki vilja vera í návist annarra kyn- stofna. Hver vill láta blámenn móðga konuna sína, eða jafnvel reyna við hana. Slíkt geta íslenskir karlmenn ekki sætt sig við, eða hvað? Með því að útiloka ákveðna þjóðfélagshópa frá skemmtistöðum, erum við að lýsa yfir efasemdum um eigið ágæti. Það er heigulsháttur að þora ekki að niæta öðrum kynþáttum á jafnréttisgrund- velli. Slíkt er fyrir neðan virðingu ís- lensku þjóðarinnar. Með því að sam- þykkja vinnureglur Óðalseigandans erum við að fara inn á nýjar brautir í okkar samfélagi. Brautir sem aðrar þjóðir hafa reynt, sjálfum sér og öðr- um til ævarandi minnkunar. „Þögn er sama og samþykki.“ Er ég var að velta fyrir mér rétti þeirra er ekki vilja um- gangast aðra kynþætti, var örlítil hugs- un alltaf að þvælast íyrir mér. „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Þessi setn- ing segir allt sem segja þarf. Við fs- lendingar verðum að læra að hfa með fólki af mismunandi þjóðemi. Einnig verðum við að átta okkur á því að á ís- landi búa Islendingar sem við höfum boðið að setjast að í okkar landi og fágnað sem nýbúum. Þáð er skylda stjórnvalda að tryggja öllúm full mannréttindi, jafnt Islendingum sem og gestum er dvelja hér um stundar- sakir. íslendingar þurfa ekki að vera hvítir til að vera fullgildir í okkar sam- félagi. Það er ekkert sem réttlætt getur mismunun og engin ástæða til. Geti stjórnvöld ekki uppfyllt þessa lág- markskvöð verður að vísa málum sem þessum til dómstóla. Það yrði sorglegt að þurfa að horfajuppá íslenska ríkið á sakamannabekk, eina ferðina enn vegna brota á alþjóðasamþykktum sem við erum aðilar að. Hvað mig varðar mun ég líta á Óðalseigandann og gesti hans sem heybrækur. Hey- brækur sem ekki geta þrifist nema í vemduðu umhverfi. Heybrækur sem ekki geta mætt blámönnum og gulu fólki ájafnréttisgrundvelli. Heybrækur sem tapað hafa sjálfsvirðingu sinni. Slíkar heybrækur eru íslensku þjóð- inni til skammar. Til forna börðust blámenn og berserkir saman hlið við hlið, þeir þóttu bera af öðrum mönn- um. Við skulum forðast Óðal hey- bróka og heQa fomar dyggðir til vegs og virðingar á ný. Þannig munum við geta horfst í augu við komandi kyn- slóðir kinnroðalaust. Höfyndut er verkamaður. hinumegin "FarSido" eftir Gary Larson Haraldur J. Hamar og hans fólk á lceland Review eru að flytja starf- semi sína úr Watergate- höllinni svokölluðu uppá Höfða í Nöátun 17. Um 'naéstu mánáðarmót vérða tímáritm ícefaoÖ Review, lceland Buisness og flug- ritin Atlantica og Upphátt skrifuð í Nóatúninu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort efnistök verða önnur í nýjum húsa- kynnum... Ungir jafn- i fl 1aðarmenn halda sam- bandsþing seinni hlut- ann í októ- ber, í aðdrag- anda flokks- þings Aiþýðu- flokksins. Þar munu þeir stilla sam- an strengi, enda ætlunin að mæta með galvaska sveit á flokksþingið. Flestir áhrif innan Alþýðubanda- eiga von á að Gestur G. Gestsson forseti SUJ gefi kost á sér áfram, enda þykir hann hafa unnið gott starf. Varaforsetar eru tveir, Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir og Gunnar A. Ólafsson, og er talið að Aðalheiður láti af emb- ætti sem fyrsti varaforseti, og er lagt að Gunnari að taka stöðu hennar... kki einasta er von á mörgum skáldsögum í haust, heldur ættu Ijóðaunnendur að finna nóg við sitt hæfi. Gyrðir Elías- son, Jónas Þor- bjarnarson og Linda Vilhjálms- dóttir eru meðal þeirra skálda sem láta að sér kveða... Brotthvarf Ólafs Ragn- ars Grímssonar af þingi hefur margvísleg lagsins. Nú velta menn því meðal annars fyrir sér hver taki sæti hans í hinni mikilvægu utanríkisnefnd Alþingis. Sigríður Jó- hannsdóttir, sem tók þingsæti Ólafs, er ekki inni í myndinni og kveðst fremur vilja fá sæti í menntamálanefnd. Vara- maður Ólafs í utanríkis- nefnd er enginn annar en Hjörleifur Guttormsson, en hann er efalítið sá al- þýðubandalagsmaður á þingi sem var mestur and- stæðingur Ólafs og kunnur fyrir öndverðar skoðanir í flestum veigamiklum mál- um. Ýmsum frjálslyndum alþýðubandalagsmörinum geðjast lítt tilhugsunin að Hjörleifur verði talsmaður flokksins í utanríkismálum, en refurinn að austan telur sig vitanlega sjálfskipaðan í það hlutverk... „Bíddu, skil ég þetta rétt?... Við ráðum þig til að gæta barnanna en í stað þess að passa þá eldarðu þau og étur... BÆÐI?" f i m m förnum veg Starfar þú innan stjórnmálaflokks? Hjördís Blöndal starfs- stúlka á sjúkrahúsi: Nei, ég hef engan áhuga á því. Jóhann Örn Arnarson verslunarstjóri: Nei, en ég hef tekið þátt í kosningastarfi. Borghildur Þorvaldsdóttir starfsstúlka á leikskóla: Nei, ég hef ekkert vit á pólitík. ejgnenchf; Ólöf Snorradóttir nemi: Nei. Pólitík höfðar ekki til mín. Pétur Einarsson fram- kvæmdastjóri: Nei, það er enginn þeirra nógu góður fyrir mig. v i t i m e n n Súkkulaði skapar vímu. DV sagði í gær frá rannsóknum á nýjasta eiturtyfinu. Þótt eðlilegt sé að leyfa kvik- myndatökufólki að nota náttúru íslands sem bakgrunn að kvik- mynda- og sjónvarpsefni, er ekki forsvaranlegt að ieigja þeim Al- mannagjá og loka henni um leið fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Það voru mistök hjá Þingvallanefnd. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Töger Seidenfaden, aðalritstjóri Politiken, á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna birtingar blaðsins á dagbók Ritt Bjerregaard, sem fer með umhveriismál f framkvæmda- stjórn ESB. Mogginn í gær. Staðreyndin er sú að besta fólkið verður aldrei lengi atvinnulaust. Þórarinn Gunnarsson skrifstofustjóri Samtaka iðnaðarins. Tíminn í gær. Ég hef soltið og gengið tötralega til fara vegna bókasöfnunar minnar. Þetta er köld gusa í andlitið. Ég hef náð mér á sálinni en áfallið var mikið. Ég er flogaveikur og fékk hvert kastið á fætur öðru þessa nótt. Valdimar Tómasson bókasafnari í Morgunblaðinu í gær, en um síðustu helgi var fágætum bókum stolið úr fórum hans. Á undanförnum áratugum hafa mikiir fjármunir runnið úr vösum skattgreiðenda til þess að greiða fyrir útflutningi á lamba- kjöti, sem litlu hefur skilað. Forystugrein Morgunblaðsins í gær. Kunningi Víkverja... Upphaf pistils Víkverja í gær. Undirtónninn er auðvitað sá, þótt þær þori ekki að birta hann, að íslenskum konum sé ekki treystandi að vita af erlendum sjóliðum í höfuðborginni án þess að leita lags við þá. Elín Sigurðardóttir í lesendadálki DV í gær. Hún fordæmir mótmæli Menningar- og frið- arsamtaka íslenskra kvenna vegna komu sjóliðanna 4800. fréttaskot úr fortíð Skrítla Stúlka var á gangi á götum Kaup- mannahafnar. Uti var sólskin og sunnangola. Þá andvarpaði hún: „- Þetta var meiri hitinn! Ef ekki væri andvarinn, þá held ég, að ég stikn- aði.“ Rétt í því sagði önnur skúlka skamt frá: „Þetta er ljóti gusturinn! Ef ekki nyti sólar, þá skylfi ég eins og hundur." Guðm R. Ólafsson úr Grindavík þýddi lausl. Úr Alþýöublaðinu fimmtudaginn 23. ágúst 1923

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.