Alþýðublaðið - 28.08.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.08.1996, Síða 1
■ Rekstrarútgjöld Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar rúmlega tveir milljarðar króna árið 1995 Fátæktin sýnilegri - segir Guðrún Ögmundsdóttir formaður félagsmálaráðs. .fólk er orðið meðvitaðara um sinn rétt sem búið er að tryggja í allskonar löggjöfum. Þá verður vandinn sýni- legri og fátæktin sýnilegri," segir Guðrún Ögmundsdóttir formaður fé- lagsmálaráðs í samtali við Alþýðu- blaðið. Arskýrsla Félagsmálastofn- unnar Reykjavíkurborgar 1995 er komin út og verður kynnt í dag. Þar er að finna ýmsar athyglisverðar tölur en í heild segir Guðrún að lesa megi út úr henni þá staðreynd að nú sé ekki eins mikið tabú og áður að leita til stofn- ana. „Það er ekki eins ofboðslegur áhtshnekkir að leita sér aðstoðar þegar á þarf að halda og var. Og mér fmnst það skipta mjög miklu máli að fólk geti komið beint í baki og fengið að- stoð tímabundið í erfiðleikum. Til þess er stofnunin og réttur fólks gagn- vart lögum,“ segir Guðrún. I skýrslunni kemur fram að rekstar- útgjöld Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar voru 2.108.050 milljarð- ar. Guðrún segir þá tölu ekki háa í heildarsamhenginu. „Hátt og hátt. Þetta hefur verið þróunin og er ekkert sem kemur neinum á óvart sem til þekkir. Ef við ætlum að bera okkur saman við Norðurlönd erum við hlut- fallslega bara með brotabrot af út- gjöldum þrátt fyrir svipað atvinnu- leysi,“ segir Guðrún. Launakostnaður við stofnunina er 90 prósent og að sögn Guðrúnar er það sambærilegt hlutfall og í öðrum sambærilegum stofnunum hér á landi. „Og ef tekið er mið af svipuðum stofnunum erlendis þá er þar eflaust um en hærra hlutfall að ræða,“ segir hún. Einnig vekur athygli að aukning út- gjalda í íjárhagsaðstoð milli ára er 26 prósent. „Mesta aukningin sem við höfum séð var sennilega milli áranna 1993-1994 sem var mjög sérstakt. Eins og árar núna erum við að vona að árið sem er að líða núna skili sér í lækkun." I úttekt í Alþýðublaðinu í dag er fjallað um bamaklám en tilkynningum sem berast til Félagsmálastofnunnar sérstaklega vegna barna fjölgar um heil 48 prósent. Guðrún segir það mjög jákvætt. „Það gefur okkur þau slálaboð að fólk er orðið miklu með- vitaðra um hag bama. Þessi aukning er góð því þá vitum við miklu meira um þessi mál en áður,“ segir Guðrún en hún túlkar þessar tölur á þann veg að fólk veigri sér síður við að tilkynna um slæman aðbúnað bama fremur en að aðbúnaður bama hafi versnað sem þessu nemur. „Aðbúnaður bama hefur auðvitað verið að versna í gegnum ár- in með auknu vinnuálagi á fjölskyldur og lágum launum. Það segir sig sjálft. En að það skuli verða fleiri tilkynn- ingar sýnir það að fólk er ekki eins hrætt við að ræða þessa staðreynd og vill reyna að gera eitthvað í því að rétta hag þessara bama,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir. ■ Ljósmyndir Metaðsókn á Jón Kaldal „Á opnunina komu hátt í 1.500 gestir og mér skilst að þar með höfum við slegið aðsóknarmet á sýningu í Nýlistasafninu þegar á opnunardag" segir Jón Kaldal III sýningarstjóri ljós- myndasýningarinnar Kaldal - Aldar- minning. Mikil aðsókn hefur verið á sýninguna sem stendur til 15. septem- ber. Flestir sem hafa sótt einstaka sýn- ingu í Nýlistasafninu em 1.300 manns en meðalaðsókn á sýningar þar er 500 manns. Á sýningunni getur að líta portrett- eftir Jón Kaldal og þar má meðal annars sjá ýmsa kunna ísiend- inga á sfnum yngri ámm. ■ Heilsugæslulæknar og ríkissáttasemjari á mara- þonfundum Ekkert miðar í samkomu- lagsátt - segir Magnús R. Jónsson. Stjórn Landsamtaka heilsu- gæslustöðva skorar á stjórn- völd að ganga til samninga. „Þetta er ekki að leysast og ekkert miðar í samkomulagsátt," segir Magn- ús R. Jónasson læknir í samninganefnd heilsugæslulækna. Fundir stóðu í karp- húsinu til hálftvö aðfararnótt þriðju- dags og var haldið áffarn í gær. Magn- ús segir réttast að spyrja ríkissáttasemj- ara hvað verður ef deilan fer ekki að leysast. Hann segir jafnframt að lítið hafi verið á gagntillögum ríkissátta- semjara að græða. „En við höfum fundið fyrir miklum stuðningi frá okkar baklandi," segir Magnús. Guðmundur Sigvaldason formaður stjórnar Landssamtaka heilsugæslu- stöðva sendi í gær bréf stílað á Friðrik Sophusson þar sem skorað er á aðila að ganga nú þegar til samninga, þannig að ;ifstýrt verði alvarlegra ástandi en orðið er. I bréftnu kemur fram að læknaskort- ur á landsbyggðinni muni leiða til bú- ferlaflutninga í þéttbýlið, versnandi heilsufars almennings og þar með meiri kostnaðar við heilbrigðiskerfið í heild. „Fyrir liggur að kostnaður við heilbrigðiskerfið getur orðið allt að 30 prósent minni en ella þar sem heilsu- gæsla er öflug,“ segir í bréfinu. ■ Breytt hegningarlög sem varða barnaklám Kemur klám íveg fyrir kynferðisbrot? Fyrsta september ganga í gildi breyt- ingar á almennun hegningarlögum, sem gera refsivert að hafa í vörslu sinni efni með grófu bamaklámi. Samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga er ekki refsivert að búa til, eiga eða flytja inn klámrit og klámmynd til eigin af- nota. Tilbúningur og innflutningur í út- breiðsluskyni og öll dreifing er aftur á móti refsiverð. Við þessa lagagrein bætist ný málsgrein, sem tekur gildi 1. september. Hún er svohljóðandi: „Hver ■ Fjárlög Getum skilað fjárlögum í plús -segir Gísli S. Einarsson þingmaður. „Tekjumar verða verulega meiri en áður og það er ástæða til að kanna hvemig menn ætla að fara með það. Það er grundvöllur fyrir því að skila Qárlögum vem- lega í plús og aðstæður til að vera með betri afkomu ríkissjóðs heldur en að núll- stilla hann,“ segir Gísli S. Einarsson, þingmaður Alþýðuflokksins og fulltrúi í Qárlaganefnd Alþingis, um framkomnar tillögur að fjárlögum næsta árs. Gísli benti á, að í fyrra hefðu þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram tillögur sem mið- uðu að hallalausum fjárlögum. .Fjármálaráðuneytið kallaði það naglasúpu, en þetta hefði verið hægt með upptöku veiðileyfagjalds." Gísli sagði að stjómarandstöðunni hefðu ekki verið kynntar tillögur að fjárlög- um, og hann hefði aðeins séð umfjöllun um málið í fjölmiðlum. Hann kvaðst hinsvegar eiga von á því að stjómarandstaðan yrði fljótlega upplýst um fyrirætl- anir ríkisstjómarinnar. „Það vantar töluvert á:að þetta sé þannig útfært að það sé raunverulega hægt að setja fullmótaðar tillögur ffarn til umræðu. Ég er sann- færður um að það er mikið ferli eftir og minnihluú Qárlaganefndar mun gera kröfu til þess að fyrirætlanir verði ýtarlega skýrðar," sagði Gísli S. Einarsson. sem hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna böm í holdlegu samræði eða öðr- um kynferðismökum skal sæta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sam- bærilega hluti sem sýna böm í kynferð- isathöfnum með dýmm eða nota hluti á grófan klámfenginn hátt.“ Þegar laga- frumvarpið var lagt fyrir Alþingi vakti það nokkra gagnrýni að aðeins væri talað um gróft bamaklám, en í greinar- gerð með lagaffumvarpinu segir að því hafi verið haldið ffam að ,,í einstaka til- vikum geti efni með bamaklámi, sem kynferðislega misþroska menn hafa í vörslu sinni, hugsanlega að einhveiju leyti komið í veg fyrir kynferðisafbrot gegn bömum.“ Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins em afskaplega tak- markaðar sönnur til fyrir því að klám geti komið í veg fýrir kynferðisafbrot. Sjá umfjöllun í miðopnu. • „I dag koma tvö dagblöð út í síðasía sinn, og eiga bæði að baki langa og sumpart merki- lega útgáfusögu. Tíminn var stofnaður17. mars 1917 og var málgagn hins unga og táprhikla Framsóknarflokks. Óhætt er að segja að blaðið hafi átt mikinn þátt í sókn flokksins á uppvaxtarárum hans, enda engir aukvisar sem þar stýrðu pennum,“ segirí leiðara Alþýðublaðsins í dag • „Reynslan að vestan á auð- vitað að verða til þess að við látum ekki staðar numið. Vel færi á því að við tækjum ákvörðun sem fyrst um frekari móttöku erlendra flóttamanna. Sýnir ekki einmitt reynslan frá ísafirði það, að önnur byggð- arlög geta allt eins boðið fram skjól fyrir stríðshrjáð fólk úr fjarlægum heimshlutum,“ seg- ir Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður um íslendinga, ísfirðinga og flóttamenn í grein á blaðsíðu 2 • „Jack og Jackie Kennedy voru veraldarvön og sjálf ólæknandi slúðurberar og það hefði líkast til ekki komið þeim á óvart að sjá hversu vasklega þessir tveir höfundar hafa gengið fram í því að opinbera einkalíf þeirra,“ segir í frásögn af tveimur nýjum bókum um Kennedyfjölskylduna Fjölmiðlar Dagur-Tíminn kem- ur út á morgun Hildur Helga Sigurðardóttir rit- stjórnarfulltrúi og Valgerður Jóhannsdóttir fréttastjóri. Dagur-Tíminn, nýtt dagblað með bækistöðvar á Akureyri og í Reykja- vík, kemur út á morgun. Þar með er endi bundinn á útgáfu Tímans, sem stofnaður var 1917, og Dags sem hóf göngu sína fyrir 79 árum. Stefán Jón Hafstein verður ritstjóri Dags-Timans, Birgir Guðmundsson aðstoðarritstjóri með aðsetur á Akur- eyri, ritstjómarfulltrúar verða Oddur Olafsson og Hildur Helga Sigurðar- dóttir, sem verið hefur fréttaritari Rflcisútvarpsins í Lundúnum, og Val- gerður Jóhannsdóttir verður frétta- stjóri en hún hefur verið þingfréttarit- ari Utvarpsins. Þing Eistlands hafnar Lennart Meri forseta í þrígang Einsog að segja móður Theresu í þjónustu kölska - segir Jón Baldvin Hannibals- son um ásakanir á hendur Meri um að hann hafi starfað fyrir KGB. „Að Meri hafi verið KBG agent er fjarstæðukennt. Það er einsog að segja að móðir Theresa hafi verið í þjónustu Kölska eða Nelson Mandela agent ap- artheit stefnunar,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrum utanríkisráð- herra um ásakanir á hendur Lennart Meri forseta Eistlands um að hann hafi unnið í þágu sovésku leyniþjón- ustunnar. Meri gegndi lykilhlutverki þegar Eistland öðlaðist sjálfstæði ffá Sovét- ríkjunum og var kjörinn fyrsti forseti landsins í almennum kosningum. Hann sækist eftir endurkjöri, en það er nú þingið sem velur forsetann. Meri hefur ekki náð tilskildum fjölda at- kvæða, en hann þarf stuðning 68 af 101 þingmanni eistneska þingsins. Hann hlaut 45 atkvæði í fyrstu umferð á mánudag en keppinautur hans, Rutt- el, fékk 34 atkvæði. I annarri umferð hlaut Meri 49 atkvæði og 52 í þeirri þriðju. Meri er gagnrýndur fyrir linkind í samningum við Rússa um brottflutn- ing herliðs þeirra frá Eistlandi, og þingmönnum finnst hann hafa sýnt þinginu lítilsvirðingu með því að snið- ganga það að mestu leyti., Jlann hefur aðeins komið fram í þinginu fjórum sinnum á síðustu ljórum árum. Hann er farinn að haga sér einsog kóngur,“ var haft eftir eistneskum þingmanni. Jón Baldvin segir að Meri hafi lent í átökum við ýmsa af forystumönnum í eistneskum stjómmálum á þingi en að vegur hans hafi vaxið meðal þjóðar- innar. „Forsetaembættið í Eistlandi er samkvæmt stjórnarskrá ekki mjög valdamikið. Lennart Meri hefur hins vegar tekist að gera það afar áhrifa- mikið, fyrst og fremst í krafti sinna hæfileika og athafna. Það er þrátt fyrir allt meiri stöðugleiki í stjómmálum í Eistlandi en í hinum Eystrasaltslönd- unum og með því að hafa verið við völd í þetta langan tíma, fyrst sem utanríkisráðherra og síðan forseti, þá hefur Meri nýtt tímann og tækifærið með þeim hætti að hann hefur öðlast viðurkenningu sem frumkvöðull og talsmaður fyrir sjálfstæði þessara þjóða gagnvart öðmm ríkjum og al- þjóðastofnunum. Ræður hans vekja athygli vegna þess að þær em djúp- hugsaðar, boðskapur hans er markviss og hann eyðir efasemdum með mark- vissum málflutningi. Hann er með öðmm orðum engin pjattrófa. Smám saman hafa menn lært að hlusta á hann, taka tillit til sjónarmiða hans,“ sagði Jón Baldvin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.