Alþýðublaðið - 28.08.1996, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
s a m f é I a
MIÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1996
t
■ Stúlkubörnum er rænt og þær neyddar til að leika í klámmyndum. Sumar eru síðan drepnar þegar ekki
er hægt að hafa frekari not af þeim, aðrar neyðasttil að halda iðjunni áfram. Barnaklám er einn mesti
hryllingur nútímasamfélags. Guörún Vilmundardóttir og Kolbrún Bergþórsdóttir ræddu við nokkra ein-
staklinga um skelfilegar staðreyndir
Hvað
enn þora ekki
að spyija sig
hvað er á seyði
- en það hlýtur
að vera næsta
spurning," segir
Marta Bergmann í samtali við Al-
þýðublaðið. Marta er nýkomin frá
ISPCAN ráðstefnu í Dublin þar
sem ijallað var um glæpi gagnvart
bömum, en þau mál em mjög í
umræðunni þessa dagana vegna
oerast?
í
hroðalegra mála er komið hafa
upp í Belgíu og varða bamaníðslu
og bamaklám.
Hvað er á seyði?
„Það er ógnvekjandi að það
skuh vera til markaður fyrir neð-
anjarðarstarfsemi þar sem böm
era mynduð í kynlífsstelhngum og
jafnvel í samræði,“ segir Bryndís
Hlöðversdóttir þingmaður og for-
maður Kvenréttindasambands Is-
lands. „Ég held að í vestrænum
þjóðfélögum og sérstaklega
á íslandi sé litið svo á að
þessi starfsemi fyrirfinnist
ekki. En að það gerist hér
í miðri Evrópu að bömum
sé beinlínis rænt til þess
að þjóna þörfum þessa
markaðar - það segir
manni ansi mikið.“
KynUfsiðnaður þar sem
böm hafa verið hráefnið,
hefur í hugum fólks tengst
. _ Austurlöndum, og margir
I ■ íyllast skelfingu því hryll-
B 1 ingurinn virðist vera að fær-
■ 1 ast nær okkur. Guðrún
B Jónsdóttir félagsfræðingur
hjá Stígamótum segir að þar
hafi starfsfólk haft pata af
bamaklámsmálum, því konur
sem hafi kynnst hafi slíkum
málum erlendis, hafi síðar
leitað hjálpar hjá Stígamót-
um. Guðrún Jónsdóttir segir að
bamaklám virðist færast í aukana
erlendis, og að miðað við reynslu
af annars konar ofbeldi, séum við
líklega ekki stikkfrí hér á landi.
Bryndís Hlöðversdóttir segir
umræðuna um bamaklám, eða
kannski öllu heldur skort á henni,
hér á landi minna um margt á um-
ræðuna um sifjaspell eins og hún
var um það leyti sem Stígamót
vom stofnuð. „Fólk vildi ekki trúa
því að sifjaspell ætti sér stað hér á
landi. En staðreyndin er sú að
sifjaspell era því miður ljótur og
svartur blettur á íslensku þjóðfé-
lagi. Nú kjósum við að líta svo á
að bamaklám eigi sér ekki stað hér
á landi, en um leið er það stundað
í nágrannaríkjum sem við teljum
síst minna siðmenntuð en við sjálf.
Dæmi um bamaklám hér á landi
em þekkt, og því sambandi vil ég
minna á að það hafi fallið dómar
um slík mál. Og við vitum að ekki
komast öll slík mál upp á yfirborð-
ið.“
Marta Bergmann tekur undir
þetta sjónarmið: ,JFyrir tíu til
fimmtán ámm var fyrst almennt
farið að tala um að böm væri mis-
notuð. Áður var sagt að þetta væm
bara „einn og einn aumingi úti í
bæ sem vissi ekki hvað hann væri
að gera“. Menn afneituðu stað-
reyndum. Það em einfaldlega ekki
ijög mörg ár síðan fjölmiðlar hér