Alþýðublaðið - 28.08.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.08.1996, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 trúðu því ekki að slík misnotkun gæti átt sér stað.“ Guðrún Jónsdóttir segir það ekkert nýtt að böm séu misnotuð - „á Viktoríutímanum í Bretlandi var mikið um vændi bama. Siða- vendni samfélagsins var kennt um, það er að segja tvöfeldnin; siða- vendnin var öll á ytra borðinu en þjóðfélagið var rotið alveg inm merg. Klámiðnaðurinn er ekki nýtt fyrirbæri, hann er iðnaðarvara og atvinna, og mikil tekjulind fyrir þá sem á bak við standa. Iðnaður þrífst ekki nema vegna þess að á bak við hann er eftirspum. Eftir- spum virðist fara vaxandi og því verður aukningin. Sjálfsagt er það hagnaðarvon sem þama hggur að baki, en það er lítilsvirðing á böm- um og konum sem gerir það að verkum að menn geta fengið af sér að framleiða svona hluti og aðrir menn era tilbúnir til þess að kaupa það og horfa á það.“ Bryndís Hlöðversdóttir segist halda að þessi öfúguggaháttur hafi alltaf verið til staðar, „og sé ekki að það sé eitthvað sérstakt í þessu þjóðfélagi sem ýtir undir hann.“ Ferðamannaiðnaður byggður á óeðli ,,Það er of einfalt að kalla þetta sjúkdóm," segir Guðrún Jónsdóttir „eram við þá ekki að tala um að heilu þjóðfélögin séu meira en minna sjúk?“ f stóram hluta Suðaustur Asíu er bamaklám hluti af ferðamannaiðn- aði. Þar er þjóðfélagsleg, skipu- lögð stefna að selja klám, og bamaklám nýtur þar mikilla vin- sælda og eftirspumin er nóg. „Við skilgreinum kynferðislega löngun fullorðinna til bama sem óeðli en svo geta heil lönd byggt ferðamannaiðnað á þessu óeðli,“ segir Aðalsteinn Sigfússon sál- fræðingur. „Það era greinilega ekki bara einstaka.maður sem sækir í bamaklám þannig að þessi tilhneiging finnst greinilega í miklu ríkara mæli en við almennt áttum okkur á. Þegar aðstæður era til staðar að þjóðfélagið beinlínis samþykkir slíka hegðun og hvetur til slíkrar hegðunar þá koma þessir þættir upp á yfirborðið og í miklu ríkara og ofsafengnara mæli en hægt er að ímynda sér.“ Þessi orð leiða hugann aftur að hinum ógnvekjandi atburðum í Belgíu. Guðrún Jónsdóttir segir að s a m f é I a sér þyki athyglisvert hversu lengi bamamðingamir í Belgíu hafi fengið að stunda iðju sína óáreittir. „Ýmislegt bendir til þess að yfir þá sé skotið hlífiskildi. Ekki var skeytt um vísbendingar, málum var ekki fylgt e-ftir eðá þau rann- sökuð og dómum var ekki fylgt eftir. Vegna þess að ekki var litið á þetta sem nógu alvarlegt mál, eða vegna þess að svo miklir fjár- hagslegir hagsmunir vora í húfi. Viðhorfið gæti verið að þetta væri allt í lagi - eða hverju á maður að trúa? í Bretlandi hafa svipuð mál komið upp, þar sem bömum hefúr verið kynferðislega misþyrmt inn- an einhvers konar trúarlegs ramma og jafnvel era til frásagnir af því að þau hafi látið lífið. Ekki hefúr verið saksótt í neinu þessara mála, vegna þess að fólki hefúr fundist þau svo ótrúleg og hefur afneitað þeim.“ Sú spuming hlýtur að vakna hvort eitthvað í þjóðfélagsgerð okkar ýti undir níðingsverk gagn- vart bömum. Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvort sú stefna að nota ungar fyrirsæmr, sumar vart meira en böm, sé ekki líkleg til að vekja kynferðislegar kenndir til bama. Bryndís Hlöðversdóttir segir að auðvitað hafi slík notkun á böm- um einhver áhrif á fólk. „Böm era stundum notuð í ögrandi stelling- um og gerð að kynveram. Það get- ur vissulega verið þáttur sem skiptir máli og haft áhrif á hugar- far fólks. Því er það sannarlega ekki tóm forpokun að gera athuga- semd við slíkt.“ Guðrún segist hafa orðið vör við að stjömur sem geta bragðið sér í bamalíki séu mjög eftirsóttar. „Samkvæmt tískunni eiga líkamar að vera tágrannir, en sveltur lík- ami er eiginlega einsog kynlaus líkami - sem gæti verið líkami bams. Slík ímyndasmíð gæti verið hluti af skýringu á aukningu á eft- irspum eftir bamaklámi." En Guð- rún bætir því við að bamaklám sé ekki eitthvað sem menn leiðist útí: „Ég vil trúa því að öll getum við gert greinamun á því hvort um er að ræða böm eða fólk sem getur gefið samþykki sitt. Þeir sem neyta bamakláms vita að það era hlutir sem enginn viðurkennir sem góða og rétta hegðun. Astæðan fyrir því að þetta er söluvara er að Qöldi karla hefur peninga til að ■ Almenn hegningarlög Varsla á grófu barnaklámi refsiverð Sú nýjung í íslenskri refsilöggjöf gengur í gildi 1. september að varsla á efni með grófu bamaklámi verður refsiverð. Setning slíks refsiákvæðis er í samræmi við alþjóðlega þróun á þessum vettvangi til að spoma gegn þessum óhugnanlega þætti klámiðnaðar í heiminum. Samkvæmt 210. grein almennra hegningarlaga er ekki refsivert að búa til, eiga eða flytja inn klámHt eða kíámmynd til eigin afnota. Aftur á móti SPJ tii'búnmgur og innflutningur í útbreiðsluskyni sem og öll dreifing refsiverð. Við þessa lagagrein bætist nú ný málsgrein. Hver sem hefur í vörslu sinni Ijósmyndir, kvikmyndir eða sambæri- lega hlutu sem sýna böm í holdlegu santrœði eða öðrum kynferðis- mökum skal sœta sektum. Sömu refsingu varðar að hafa í vörslu sinni Ijósmyndir, kvikmyndir eða sambœrilega hluti sem sýna böm í kyn- ferðisathöfhum með dýmm eða nota hluti á grófan klámfenginn hátt. Dómsmálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, lagði framvarpið fyrir Al- þingi 6. mars síðastliðinn, en lagt var til að lögin tækju ekki gildi fyrr en 1. september til þess að þeim sem hefðu efni með bamaklámi í vörslu sinni gæfist hæfilegur frestur til að eyða því efni sem fellur und- irákvæði frumvaipsins. í greinargerð með lagaffumvarpinu kemur ffam, að markmið þess að gera vörslu á bamaklámi refsiverða er fyrst og ffemst að auka vemd bama gegn kynferðislegri misnotkun. Ef ríki heims fallast almennt á að setja slík ákvæði í refsilöggjöf sína, yrði eftirspum eftir slíku efni tak- markaðri, og þarmeð drægi úr kynferðislegri misnotkun á bömum sem taka þátt í myndatökunni. Síðan segir: „Á móti ffamangreindum rök- um kemur að mjög óljóst er hvaða áhrif slíkt bann kemur til með að hafa í reynd og að rannsókn á slíkum brotum getur gengið nærri grann- reglum um fríðhelgi einkalífs. Þá hefur því verið haldið fram að í ein- staka tilvikum geti efni með bamaklámi, sem kynferðislega misþroska menn hafa í vörslu sinni, hugsanlega að einhverju leyti komið í veg fyrir kynferðisafbrot gagnvart bömum. í fyrsm grein framvarpsins er valin sú leið að gera refsivert að hafa í vörslu sinni efni með grófu bamaklámi, þ.e. efni þar sem um er að ræða samfarir eða önnur kynferðismök. Samkvæmt greininni verður refsivert að hafa í vörslu sinni myndir eða annað efni sem framleitt er með þeim hætti að jafnframt er framið alvarlegt kynferðisbrot gegn bami. Myndir sem teknar era með þeim hætti að við töku þeirra er ekki framið alvarlegt kynferðisbrot gegn baminu falla ekki undir ákvæði greinarinnar og er með þeim hætti reynt að koma til móts við það sjón- armið að slíkt efni geti haft þau áhrif að kynferðislega misþroska menn fremji síður kynferðisafbrot gegn bömum. Slik takmörkun getur einnig gert réttarvörsluna á þessu sviði auðveldari þar sem síður skapast álita- efni um hvort myndefnið sé þess eðlis að það falli undir verknaðarlýs- ingu ákvæðisins.“ Þegar lagaframvarpið var lagt fyrir Alþingi, spunnust heitar umræð- ur um nokkur atriði framvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, sagðist eiga erfitt með að skilja hvers vegna ekki væri gengið lengra í ákvæðunum: „Af hverju er aðeins talað um gróft barnaklám? Er ekki varsla efnis með hvers kyns bamaklámi eitthvað sem við viljum að sé refsivert?[...] Eins og ákvæðið lítur út í dag virð- ist mér að varsla bamakláms sé í lagi svo framarlega sem það er ekki gróft. [...] Er það rétt skilið hjá mér að ákveðið hafi verið að miða bara við gróft bamaklám vegna þess að temmilegt bamaklám geti hjálpað kynferðislega misþroska mönnum að takast á við hvatir sínar? Eg get ekki skilið þetta á annan hátt.[...] Önnur röksemd sem mér finnst koma þama fram felst í því að með því að miða aðeins við gróft bamaklám þá verði réttarvarslan öraggari og sönnunarvandinn verði minni. Að sjálfsögðu er einfaldast að hafa refsilöggjöfina í anda tiltekins íslensks heimspekings, sem lýsti því einhvem tíma yfir að það væri skynsamlegt að byggja refsilöggjöfina einungis á sektum og dauðarefsingum. Annað væri vandasamt og dýrt og skapaði aðerns sönnunarvandamál. [Þriðju rökin í greinargerðinni era þau að rannsókn á slíkum brotum] geti gengið nærri grannreglum um friðhelgi einkalífs. Eg trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá þessa setningu í greinargerðinni. Er það virkilega svo að árið 1996, á tímum síaukinna mannréttinda bama, að friðhelgi einkalífs sé notuð sem rök gegn því að slíkur ósómi sem barnaklám, sé upprættur hvar sem hann viðgengst, innan eða utan heimilis." Össur Skarphéðinsson og Margrét Frímannsdóttir tóku undir með Bryndísi. Þorsteinn Pálsson svaraði og sagði eðlilegt að skilgreiningar yrðu skoðaðar, „og menn meti það í meðferð í þinginu hvort þessi skil- greining á að vera víðtækari. Það var veralegt áhtaefni við samningu frumvarpsins og þessi varð niðurstaðan. En ég tel fullkomlega eðlilegt og málefnalegt að menn skoði þetta því að það geta verið rök fyrir báð- um leiðunum í þessu efni.“ Engar breytingar vora gerðar á framvarpinu, því er einungis varsla grófs bamakláms refsiverð. kaupa þessa framleiðslu og fær eitthvað ótrúlega mikið útúr því að horfa á misþynrjrigar á bömum. Ég held að skýringin sé samfé- lagsleg, og að þar komi enn og aft- ur að valdahlutföllum í samfélag- inu. Hveijir era það sem ákveða hvað má og hvað má ekki og hveijir era það sem framkvæma? Þá er ég að tala um valdamismun karla og kvenna, valdaleysi bama og jafhvel réttindaleysi. Sumir segja að níðingar hafi fært sig yfir til bama, vegna þess að konur séu orðnar meðvitaðri um réttindi sín. Ég veit það ekki; mér finnst óskaplega erfitt að reyna að finna einhveija góða og haldbæra skýr- ingu á því afhveiju þetta getur gerst. Þetta er svo ótrúlega skelfi- legt.“ Fullkomlega skýrt Fyrsta september gengur í gildi breyting á íslensku hegningarlög- unum, þess efúis að varsla á efni með grófú bamaklámi varði refs- ingu. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra bar breytingartillög- una ffam. Bryndís Hlöðversdóttir var ósátt við það orðalag í fram- varpinu að aðeins varðaði refsingu að eiga í fóram sér efni með grófu bamaklámi. „Ég held að laga- ramminn sé nægilega strangur, en það þurfa að koma skýrari skila- boð frá dómstólum þess efnis að þama sé um að ræða eina alvar- legustu tegund afbrota. I hegning- arlögunum var ekki til heimild til að refsa þeim sem kaupa svona mynd eða leigja, þó hægt að refsa fyrir að ffamkvæma bamaklám. Lögunum var breytt og þá var að- eins talað um gróft barnaklám.“ Rökin fyrir því að tala um gróft bamaklám vora þau að það gerði sönnunarbyrði auðveldari, en Bryndís segir: ,JÞað er fullkom- lega skýrt hvenær farið er yfir mörkin í atlotum við bam.“ Guðrún Jónsdóttir segir að framleiðsla á bamaklámi sé mann- réttindabrot, „auk þess að vera hegningarlagabrot alls staðar á Vesturlöndum. Það er hinsvegar nýtt að neytendur slíks efnis séu sekir - það er einsog með vændið; vændiskonumar era sekar en ekki þeir sem kaupa sér kynlíf." ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.