Alþýðublaðið - 05.09.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 05.09.1996, Side 1
Fimmtudagur 5. september 1996 Stofnað 1919 132. tölublað - 77. árgangur ■ Þingflokkar Alþýðuflokks og Þjóðvaka sameinast í einn Fyrsta skrefið á lengri leið - segir Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins. „Við munum í framhaldinu leita eftir frekari samstarfi við alla þá sem vilja veg jafnaðar- stefnunnar sem mestan í þessu þjóðfélagi." „Þetta er fyrsta skrefið á lengri leið.. Þetta er ekki neinn lokaáfangi," segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í samtali við Al- þýðublaðið, en tilkynnt var formlega um sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka á blaðamanna- fundi í gær. Óformlegar viðræður milli þingflokkanna hafa staðið yfir með hléum frá því snemma sumar, og samkomulag náðist nú eftir helgina. Formanni Alþýðubandalagsins og for- manni þingflokks Samtaka um Kvennalista var tilkynnt um þessa ákvörðun í morgun og um leið var óskað eftir góðu samstarfi við þessa flokka. „Við munum í framhaldinu leita eftir frekari samstarfi við alla þá sem vilja veg jafhaðarstefnunnar sem mestan í þessu þjóðfélagi,“ sagði Jón Baldvin. „Reynslan af þessu samstarfi mun skera úr um það,“ sagði Jón Baldvin aðspurður hvort búið væri að ákveða sameiginlegt framboði í næstu kosn- ingum. „Það er fólkið sjálft sem er í þessum flokkum og samtökum sem munu taka ákvörðun um það í ljósi reynslunnar. Hokksforingjar eru ekki, og eiga ekki, að taka hina endanlegu ákvörðun í nafni annarra." Jón Baldvin segir klofning Al- þýðuflokksins fyrir síðustu kosningar hafa verið mikið áfall á sínum tíma. ,Að mínu mati var aldrei uppi svo al- varlegur ágreiningur að réttlætti klofn- ing,“ sagði hann. „Reynslan af sam- starfi þingmanna Alþýðuflokks og Þjóðvaka á síðastliðnu þingi á fyrsta ári stjómarandstöðu staðfestir síðan að milli þessara einstaklinga er enginn málefnaágreiningur. Við vorum aug- ljóslega samstiga í hverju stórmálinu á fætur öðru. Þar að auki tókust góð kynni og gott samstarf með þeim ein- staklingum sem þarna eiga hlut að máli, þannig að það var fullkomlega rökrétt niðurstaða að þeir stigu það skref að mynda einn þingflokk til þess að treysta samstarf sitt.“ Samstarfsmenn Jóns Baldvins segja að hann hafi lagt mikla áherslu á að af þessari sameiningu yrði. Hann sagði í samtalinu við blaðið að það væri sér mikil persónuleg ánægja að sameining þingflokkanna skyldi hafa tekist. „Þetta er þýðingarmikill atburð- ur og felur f sér fýrirheit um enn önn- ur skref sem stigin verða í framtíðinni til að treysta samstöðu jafnaðarmanna og efla áhrif þeirra í íslensku þjóðfé- lagi. Til þess er nú leikurinn gerður," sagði Jón Baldvin. Ástargyðjan fylgdist af velþóknun með sögulegum endurfundum á Kornhlöðu- loftinu þar sem tilkynnt var um stofnun Þingflokks jafnaðarmanna. „Telja ritstjórar Morgunblaðsins að þeir hafi efni á því að setja ofan í við Bolla Valgarðsson af því hann segir að Þorsteinn Pálsson sé óhæfur ráðherra? Þorsteinn Pálsson eróhæfur ráðherra: það eru engar fréttir, segir Hrafn Jökulsson á blaðsíðu tvö Bessastaðabækurnar-fimmti hluti í Alþýðublaðínu í dag! Þórhallur miðill, Sigursteinn Másson og Geirfinnsmálið, fullar löggur - og margt fleira... ■ Einar Karl Haraldsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsinstil starfa hjá Þingflokki jafnaðarmanna Markmiðið er uppstokkun flokkakerfisins ■ Þingflokkur jafnaðarmanna Ákveðin tímamót -segir Gísli S. Einarsson. „Ég tel að þetta sé rétt skref. Það opnar leiðir og gerir það verkum að ný sýn blasir nú við fólki. Þetta er það sem mjög margir jafnaðarasinnaðir íslendingar hafa verið að bíða eftir. Ég tel að þetta skref rnarki ákveðin tímamót," sagði Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðuflokksins um sameiningu þingflokka Al- þýðuflokks og Þjóðvaka. ■ Konur í forystu þing- flokks jafnaðarmanna Rannveig for- maður, Svan- fríður varafor- maður Rannveig Guðmundsdóttir verður formaður Þingflokks jafnaðarmanna. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi þingmanna Alþýðuflokksins og Þjóð- vaka. Rannveig hefur verið formaður þingflokks Alþýðuflokksins síðan í fyrra. Varaformaður þingflokksins verður Svanfríður Jónasdóttir, sem gegndi formennsku í þingflokki Þjóð- vaka. Flokksstjórn Alþýðuflokks- ins fundar „Þama verða lögð drög að undir- búningi hins pólitíska starfs jaíhað- armanna á þessu hausti og ég hvet alla flokksstjómarmenn eindregið til þess að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, en flokksstjórnar- fundar Alþýðuflokksins verður hald- inn í Rúgbrauðsgerðinni laugardag- inn 7. september frá kl. 10.00 til 13.00. Á dagskrá em málefni Þing- flokks jafnaðarmanna og undirbún- ingur flokksþings Alþýðuflokksins. ■ Einhugur um Hannes Hólmstein í Háskólanum Einróma mælt með stöðu prófessors fyrir Hannes Á fundi deildarráðs félagsvísinda- deildar Háskóla íslands síðastliðinn föstudag var samþykkt með sautján samhljóða atkvæðum að mæla með því að Hannes Hólmsteinn Gissurar- son verði skipaður prófessor við deild- ina. Miklar deilur urðu á sínum tíma þegar Hannes kom þar til starfa, svo einhugurinn um hann nú vekur athygli innan Háskólans. Félagsvísindadeild á tuttugu ára afmæli um þessar mundir, og verður það haldið hátíðlegt um næstu helgi. Háskólaráð ákveður hins- vegar á næstunni hvort orðið verður við samþykkt deildarráðs um skipan Hannesar. f samtali við blaðið í gær hafði Hannes þetta urn málið að segja: „Deildarráðið gat auðvitað ekki sér betri afmælisgjöf til deildarinnar en að gera mig að prófessor!" -segir Einar Karl. „Ég hef verið ráðinn í einstök verk- efni á vegum þingflokks jafnaðar- manna og mun vinna að því að fá til liðs hópa og einstaklinga sem eru fylgjandi jafnaðarstefnunni en hafa verið í hinum og þessum framboðum til þessa. Markmiðið er að vinna að uppstokkun flokkakerfisins og víðtæku kosningasamstarfi fyrir næstu kosning- ar,“ sagði Einar Karl Haraldsson í samtali við Alþýðublaðið. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. Hann segir að frumkvæðið hafi verið tekið án Alþýðubandalags- ins en það sé ekkert sem útilokar Al- þýðubandalagið frá framhaldinu. Sam- kvæmt öðrum heimildum blaðsins kom ráðning Einars Karls forystu- mönnum Alþýðubandalagsins mjög í opna skjöldu, og hafa þeir brugðist illa við. Sjálfur segist Einar hinsvegar ekki á leið úr Alþýðubandalaginu: „Ég kem að þessu máli sem sjálfstæður ráðgjafi og hef ekki áform um að breyta minni flokksaðild á næstunni." Um framhaldið sagði Einar Karl: „Nú verða fundahöld til að kynna þessar hugmyndir. Það hafa verið nefndar hugmyndir og ég hef ýmsar hugmyndir um það hvemig á að sinna þessu áfrain. Ég lít á þetta sem brúar- smíði. Það er verið að brúa bilið milli ýmissa hópa og flokka. Ég lít líka á þetta sem vegagerð til framtíðarinnar. Þetta er spumingin um að troða aftur götur sem eru grónar milli jafnaðar- manna. Þetta er spurning um hug- myndavinnu og stefnumótun. Aðalat- riðið er að þetta er sett á dagskrá sem sérstakt verkefni, vandinn er oft sá að menn eru oft að vinna þetta innan sinna flokka og þá út frá taktískum viðhorfum í sínum flokkum. En þama em tveir flokkar sem setja af stað sam- eiginlegt verkefni - og þetta ætti vissu- lega að opna nýja möguleika og nýjar dyr. Það er ákveðin dýnamík í þessu. Menn em ekki bara að renna saman heldur eru þeir líka að setja málið á dagskrá á annan hátt en verið hefur.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.