Alþýðublaðið - 06.09.1996, Page 5
FOSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1996
ALÞYÐUBLAÐIÐ
■ Alain Sayag, safnvörður við Pompidou-safnið í París, er staddur hér á landi til að
fylgjast með uppsetningu sýningarinnar Matta og svo framvegis. Guörún Vilmund-
ardóttir hitti Sayag á Kjarvalsstöðum og talaði við hann um súrrealistann Roberto
Matta, gullöld stofnana og gamaldags frammúrstefnu
Listmálarar eru oft ekki mjög greindir
-segir Alain Sayag list-
fræðingur
Matta vill ekki kalla sig ekki
málara; það er starfsheiti.
Hann er maður sem fram-
leiðir myndir. Matta var meðlimur
súrrealistahópsins í Pans, sem dafnaði
í lok fjórða áratugarins og á þeim
fimmta. Hann var arkitekt, en kynni
hans af André Breton gáfu honum
löngun til að túlka þarm veruleika sem
skiptir máli, með myndlist. Matta var
alltaf undir miklum áhrifum af kunn-
ingsskap sínum við Breton, jaínvel þó
hann hafi lent uppá kant við súrrea-
listahópinn um tíma. Hann var reynd-
ar rekinn úr hópnum árið 1948, en
ástæður þess voru persónulegar og
smávægilegar. André Breton átti það
til að reiðast mikið útaf litlu.
Matta vill með verkum sínum tjá
heim, þar sem hugmyndir málarans
hitta tímann. Málverk er ekki gluggi.
úti veröldina, heldur leið til þess að
gera myndir af veröld sem við vitum
að er tU, en vitum ekki hvemig á að
tjá. Þessi heimur er að vissu leyti
skáldskapur - hvemig á að tjá hann
fyrst hann er ekki sýnilegur? Afhveiju
er maðurinn ávallt viðmiðunin, þó
heimurinn sé ríkari og flóknari en
hann? Þetta vill Matta tjá með mál-
verki, teikningum og skúlptúrum.
Þessari hugmyndafræði hefur hann
alltaf fylgt, og hún hefur haft áhrif á
fjölmarga yngri málara.“
Hvar gœtir áhrifa hans helst?
„Matta er fæddur árið 1911 í Chile,
og hefur þess vegna gjarnan verið
skipað í svokallaðan Suður-Ameríku-
flokk. Sem er mjög einfölduð mynd.
Hann á rætur að rekja til Frakklands
þó hann sé fæddur í Chile, árið 1930
fer hann til Evrópu og hefur ekki sest
að í Chile síðan. Reyndar talar hann
sjálfur oft um að hann eigi rætur að
rekja til Baskahéraðanna - en eðli
Baskanna er að vera útlagar í föður-
landinu. Þannig fá menn hæfileika -
sem íslendingar virðast hafa líka - til
að aðlagast ólíkum menningarheim-
um, án þess að glata eigin menningu.
A stn'ðsáranum bjó Matta í Banda-
ríkjunum, og flutti aftur til Evrópu
1947. Hann gegndi mikilvægu hlut-
verki meðal evrópskra súrreahsta, sem
hópuðust til New York á þessum ár-
um. Hann var einn fárra sem talaði
ensku, var ungur og kraftmikill og
varð mikilvægur tengiliður amerískra
listamanna og evrópsku súrrealist-
anna. Þetta tímabil er mjög mikilvægt
í bandarískri myndlist, og áhrif, til
dæmis á Gorki og Pollock, vora sterk.
Allir fóra súrrealistamir aftur heim til
Evrópu - en Ameríkanar eru enn upp-
teknir af þessu tímabili; þarlendir
safnarar og söfn hafa helstan áhuga á
verkum Matta frá þessum áram.“
Öll verkin á sýningunni á Kjarvals-
stöðum eru (eigu listamannsins?
„Það er mun þægilegra, ef það er
mögulegt, að fá öll verkin frá lista-
manninum, heldur en að lána þau héð-
an og þaðan. Verkin, sem eru öll frá
síðustu tíu áram, era valin í samráði
við G. Ferrari sem hefur gert katalóg-
inn - ég held utanum þetta og fylgi
sýningunni úr hlaði. Matta er viljugur
að halda sýningar, en hann skiptir sér
ekki mikið af því hvaða verk era val-
in. Einsog sannir listamenn er hann
upptekinn af því sem hann er að gera
og sækir kraft í það sem hann á eftir
að gera - en gert er gert. Sýningin var
sett saman fyrir stórt gallerí í Mflanó í
sumar. Hún er sterk og í henni er gott
samhengi, og því höfum við hug á að
sýna hana víðar. Að öllum lfldndum
fylgjum við henni héðan til Noregs.“
Okkar er að veita tækifærin
/ lok sjötta áratugarins unnu Matta
og Erró saman nokkrar myndaseríur.
Hvemig bar það að ?
„Matta hefur ávallt tekið vel á móti
ungum listamönnum og hefur yndi af
því að hjálpa þeim. Honum er lfldega í
fersku minni þær góðu móttökur sem
Verk eftir Roberto Matta
hann fékk þegar hann kom ungur
maður til Parísar, og hefur veitt mörg-
um hjálparhönd. Matta og Erró unnu
saman teikningar, í tvennum tilgangi.
í fyrsta lagi var það ákveðin vinnuað-
ferð súrrealista. Það er að segja að ein-
hver byrjaði á teikningu, en huldi sinn
hluta, og sá næsti hélt áfram án þess
að sjá upphafið. Þessi aðferð er mjög
hvetjandi og eykur sköpunarmátt. I
öðru lagi var þetta aðferð til þess að
hjálpa ungum listamönnum fjárhags-
lega - Matti var þegar mjög virtur, og
þessar teikningar voru góð leið til þess
að koma ungum mönnum á framfæri.
Þetta hefur öragglega skipt Erró, og
hans síðari frama, heilmiklu máli.
Þegar Matta kom til Parísar, á
ijórða áratugnum, var borgin aðkomu-
mönnum vingjarnleg... einsog ég
vona að hún sé enn. Þó ég þori ekki að
fara með það.“
Þitt starffelst meðal annars íþví að
fylgja svona stórum sýningum á milli
landa - hvert er mikilvœgi þeirra? Er
verið að þjóna listamanninum, al-
menningi eða öðrum listamönnum?
„Fyrir listamann einsog Matta
skiptir svona sýning ekki miklu máli -
en þetta er kannski glannalega orðað.
Það sem skiptir hann máli er verkin
sem hann er að vinna og vitsmunaleg
örvun. Auðvitað eru listamenn við-
kvæmir fyrir viðurkenningu, og hann
hefði haft gaman af að koma hingað
til þess að hitta fólk og kynnast óhk-
um þankagangi. En hann er orðinn
fullorðinn og hefur ekki krafta til að
ferðast mikið. Kraftana fara í vinnuna.
Það er ekki hans hlutverk að sjá um að
verkin hans séu í umferð, heldur okk-
ar, sem skipuleggjum svona sýningar.
Það er ekki nóg að sjá myndir af
listaverkum, heldur verður fólk að fá
tækifæri til þess að berja þau augum.
Okkar hlutverk er að veita þessi tæki-
færi, síðan verður fólk að gera það
upp við sig hvort það notar þau eða
ekki. Því getum við ekki skipt okkur
af. Listsýningar geta haft áhrif á fólk,
heillað það og örvað, þó listin sé ekki
þeirra sérgrein. Auðvitað hafa sýning-
amar mikið vægi fyrir listamenn og
aðra þá sem starfa við eitthvað svipað
- en þeir ferðast yfirleitt mikið. Og
listaverkin era á ferðinni. Svo er það
bara spuming hvort vegir þeirra mæt-
ast nokkum tímann!"
Gamalt nútímalistasafn
Nútímalistasafnið Beaubourg er
sérstakt, yfir því er ekki mjög hátíðleg-
ur listasafns-bragur. Hver er saga
safhsins?
„Saga Beaubourg er löng og flókin,
en það er miðstöð ólíkra menningar-
stofnana; þar koma tónhst, bókmennt-
ir og myndlist saman. Nútímalistasöfn
í Frakklandi eiga sér langa sögu, sem
má rekja aftur til Karls tíunda Frakk-
landskonungs, sem var steypt af stóli
um 1830. Louvre hýsti listaverk lát-
inna meistara, en annað safn, sem
Karl tíundi stofnaði, hýsti verk sam-
tímamálara. Þar eram við komin með
nútimalistasafn, sem hefur verið í
Beaubourg, eða Centre Pompidou,
síðan 1977.
Sem betur fer er Beaubourg ekki
eina safnið sem hefur orðið aðgengi-
legra á síðustu áram, sú hefur þróunin
almennt verið á Vesturlöndum -
Louvre er orðið jafnaðgengilegt og
Beaubourg. Söfn höfðu á sér orð fyrir
að vera fráhrindandi, jafnvel fjand-
samleg almenningi. Beaubourg var
með fyrstu stofnunum til að breyta
þeirri ímynd. Eg man eftir því að fljót-
lega eftir opnunina skrifaði einhver í
gestabókina að þama hefði honum í
fyrsta skipti verið leyft að ganga ber-
fættum um listasafn! Þetta er bjánalegt
dæmi - en það segir sína sögu. Evr-
ópsk samfélög hafa orðið æ lýðræðis-
legri á síðustu áratugum, og söfhin era
táknrænt dæmi um þá þróun.
Mér finnst Beaubourg hafa tekist að
verða tákn fyrir nútímalegt Frakkland,
það er mannvirki sem fólk þekkir um
allan heim. Eins tákn og Eiffeltuminn
var um síðustu aldamót - nema hvað
listamiðstöðin er öllu nytsamari og
áhugaverðari helduren tuminn."
Það hefur þurft sterkan pólitískan
vilja til að koma Beaubourg á lagg-
imar?
„Listamiðstöðin hlaut nafn eftir Ge-
orges Pompidou forseta: Centre
Pompidou, en Beaubourg er gamalt
staðarnafn. Pompidou var fyrstur
franskra forseta til að reisa mikilvægt
menningarlegt minnismerki í París -
sem var merkur áfangi, því á þeim
tíma vora mörg verkefni í deiglunni,
en hans stuðningur gerði þetta mögu-
legt. Eftir daga Pompidous hafa aðrir
forsetar fetað í fótspor hans; til dæmis
sá Mitterand til þess að Louvre var
endurbætt og Orsay safnið varð til fyr-
ir áeggjan Giscard d’Estaing."
Stórar menningarstofitanir virðast
hafa átt st'na gullöld á síðustu tveimur
áratugum?
„Samfélög í Evrópu hafa auðgast,
og hafa efni á endurbótum á menning-
arstofnunum sfnum. Svo hefur 20. ald-
Alain Sayag: Einsog sannir lista-
menn er Matta upptekinn af því
sem hann er að gera og sækir kraft
í það sem hann á eftir að gera - en
gert er gert. A-mynd e.ói
ar hst, bæði tónhst og myndhst, verið
meðtekin þannig að sátt ríkir um
nauðsyn þessara framkvæmda. Síðasta
gullöld menningarstofnana Evrópu
var síðari hluti síðustu aldar; það er
heil öld síðan þessum málum hefur
verið veitt athygli. Evrópubúar hafa
verið svo uppteknir af styrjöldum á
öldinni að þeir hafa hvorki haft tíma
né peninga til þess að byggja upp
listastofnanir. Eftir fimmtíu ára frið er
kominn tími til! I Vestur-Evrópu hafa
ný söin sprottið upp, en í Suður-Evr-
ópu, til dæmis á Italíu, hafa menn látið
sér nægja að gera upp það sem fyrir
var. Enda af nógu að taka.“
Listin er orðin að
formþrautum
Þú minnist á að 20. aldar list hafi
verið meðtekin - en stendur almenn-
ingi ekki einfaldlega á sama?
„Það er rétt að hstamenn eiga erfitt
með að fá viðbrögð; það er næsta
ómögulegt að hneyksla nokkurn
mann! Þeir geta skorið á púlsa, suhað
f blóði eða pissað fyrir framan áhorf-
endur... fáir kippa sér upp við það.
Það er helst að ,,hefðbundin“ list; fal-
leg blóm, landslag og ástir, geti vakið
viðbrögð, hún veldur að mimista kosti
hneykslan í listamannaheiminum.
Núna undir lok aldarinnar er allt
mögulegt, allt er fáanlegt, og það er
erfitt að skapa list sem hefur þýðingu
og kraft. List verður að hafa jjýðingu,
án hennar er hún einungis skraut. Mér
finnst listamenn vera alltof uppteknir
af forminu, listin er orðin að form-
þrautum, sem engir skilja nema at-
vinnumenn. Framúrstefnan er viður-
kennd af stofnunum, og hefur verið
skipulögð - vandamálin sem er verið
að fást við hafa verið í deiglunni síðan
í byijun aldarinnar. Eg held að vandi
nútímalistar sé að alltof margir era að
vinna að sömu hlutunum; í París,
London og New York era miðstöðvar
myndlistarinnar, þar sem allt verður
ansi keimlíkt. Staðir sem standa að-
eins í burtu, einsog til dæmis fsland,
geta þó hörfað, geta skoðað megin-
stelhuna utanfrá. Það gefur listamönn-
um tækifæri til að athafna sig fijáls-
legar. Eg er til dæmis hrifinn af Kjar-
val, sem er gjörólíkur þeirri rnegin-
stefnu sem ríkti á hans tíma.“
En aftur að Matta. Hann er fœddur
árið 1911 og er enn atorkusamur?
„Hann vinnur alltaf af krafti. Ég
held það sé nokkuð algengt að lista-
menn eigi sitt besta skeið í ellinni - ég
nefni Picasso sem dæmi. Á sýning-
unni á Kjarvalsstöðum eru verk frá
síðustu tíu árum, sem eru einkar at-
hygliverð. Verk hans frá stríðsáran-
um, þegar hann dvaldi f Ameríku,
virðast njóta mestrar hylli, en einsog
ég nefndi áðan sækjast amerískir safn-
arar og söftt helst eftir verkum frá því
tímabili. Fyrir þeim líður listamanns-
ferill hans undir lok þegar hann yfir-
gefur landið - sem er afskaplega
heimskulegt sjónarhom.
Kannski nýtur hann sín vel svona
lengi vegna þess hve greindur hann er.
Listmálarar eru oft ekki mjög greindir;
það á við um marga stóra meistara.
Gáfan sem þeir hafa er á tilfinninga-
sviðinu, ekki því röklega. Greind get-
ur jafnvel heft þá til stórra verka, ef
þeir láta hugsanir hindra framkvæmd-
ir. En Matta hefur getað nýtt sér þenn-
an hæfileika til þess að ná sífellt
lengra í hst sinni.“ ■