Alþýðublaðið - 06.09.1996, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 06.09.1996, Qupperneq 8
MHMBLMB Föstudagur 6. september 1996 133. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Dularfullir atburðir ítengslum við bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði ætla engan enda að taka Falsaðar heimildir? Ómar Smári Ármannsson: Þessi fundur sem tilgreindur er var aldrei haldinn. ,J>að er spuming hvort þið eruð með fax eða eitthvað slíkt þar sem hægt er að sjá hvaðan þetta kemur. Hugsanlega er ástæða til að skoða það nánar,“ sagði Ómar Smári Armannsson rannsóknarlögmaður og bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfírði í sam- tah við Alþýðublaðið í gær. Hann var spurð- ur ráða hvemig best sé snúa sér þegar blaða- mönnum em fengnar falsaðar heimildir í hendur. Á dögunum barst Alþýðublaðinu og DV fundargerð þar sem segir að Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Bergþórsson, á fundi með fulltrúum Alþýðuflokksins í Hafnar- firði, hafi lagt drengskap sinn við að þeir mættu til meirihlutasamstarfs með hreint borð og að málaferlum á hendur Jóhann væri lokið. Nú hefúr Alþýðublaðinu borist harðorð yfirlýsing undirrituð af öllum bæjar- fulltrúum meirihlutans í Hafharfirði þar sem staðhæft er að þessi fúndagerð sé fölsuð. „Þessi fundur sem tilgreindur er, var aldrei haldinn," segir Ómar Smári. „Hins vegar var haldinn fundur með bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins á þessum degi. Þar var lagt fram minnisblað en kom ekki til af- greiðslu né umræðu á fundinum. Jóhann og Ellert funduðu aldrei með okkur þennan dag. Hluti af þvf sem þama kemur ffam voru minnispunktar eins bæjarfulltrúans og ég sagði ffá í leiðréttingu. En það minnisblað er ekki þessi svonefúda fundargerð þannig að hún kemur annars staðar ffá og er heimatil- búin. Við höfum enga slíka fundargerð undir höndum." Ómar segir ekki gott að segja hver hafi hag af því að koma þessum tilbúningi á ffamfæri og kveður það af og ffá að dagsetn- ingin hafi skolast til. „Nei, efnislega hefur þetta aldrei komið til umræðu á fundum hjá okkur og enginn kannast við það. Þetta kom mér alveg á óvart. Ef ég átti að vera á fundi þennan dag þar sem þetta efni átti að koma til umfjöllunar þá hafði það bara alveg farið ffamhjá mér. Óg þegar við fórum að bera saman bækur okkar kom í ljós að þessi fundur hafði aldrei verið haldinn. Þetta er allt mjög einkennilegt." Þegar Alþýðublaðið og DV vitnuðu í þessa fundargerð á sínu tíma leitaði Ómar Smári til blaðanna, og Sigurdór Sigurdórs- son á DV sendi Ómari Smára þau gögn sem hann hafði undir höndum, en um er að ræða skjöl sem föxuð vom til fféttastofanna. ,,Þá sá ég náttúrlega að þetta stóðst engan veginn og var sent frá tilteknum stað, sé miðað við faxnúmerið á því blaði sem Sigurdór hafði undir höndurn." Ómar Smári á býst ekki við að farið verði útí frekari aðgerðir vegna máls þessa. Aðal- atriðið sé að koma leiðréttingunni á fram- færi. Leiðrétting á ítrekuðum rangfæslum! í Alþýðublaðinu og DV hefur því ítrekað verið haldið fram, að blöðin hafi undir höndum fundargerð frá fundi bæjarfulltrúa ALþýðuflokksins og tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Jóhanns G. Bergþórssonar og Ellerts Borgars Þorvalds- sonar. meint fundargerð er sögð vera frá fundi þessara bæjar- fulltrúa þann 22.06.1995. í tilefni af þessum fullyrðingum blaðanna viljum við undirrit- uð taka skýrt fram eftirfarandi: a) enginn fundur var með þessum bæjarfulltrúum nefndan dag og því engin fundargerð rituð; b) tilvitnanir blaðanna í þessa meintu fundargerðfrá fundi sem ekki var haldinn eru undirrituðum bæjarfulltrúum frma- andi staðleysa; c) Alþýðublaðið og DV hafa hamrað á þeirri firru að í meintri óundirritaðri fundargerð frá fundi sem ekki var haldinn hafi bæjarfulltrúarnir Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þor- valdsson lýst yfir að viðlögðum drengskap, að öllum mála- rekstri á hendur Jóhanni og fyrirtækjum hans væri lokið. Fundargerð sú, sem blöðin telja sig hafa undir höndum, er fölsuð og slíkt hið sama gildir um allar staðhæfingar um drengskaparheit bæjarfulltrúanna. Þeir hafa engin slík heit unnið í núverandi meirihlutasamstarfi enda engin ástæða ver- ið til né nokkru sinni eftir því gengið. Fölsun meintrar fundagerðar er alvarlegt mál og gefur vissu- lega tilefni til að grennslast fyrir um uppruna hennar. Núverandi meirihlutasamstarf byggir á trausti milli aðila! Þetta tilkynnist yður og jafnframt að þér komið þessari yfirlýsingu á fram færi með áberandi hætti í blaði yðar. Hafnarfirði 03.09.1996. Ingvar Viktorsson Jóhann G. Bergþórsson Valgerður Guðmundsdóttir Ellert Borgar Þorvaldsson Tryggvi Harðarson Árni Hjörleifsson Ómar Smári Ármannsson Musteri rettlððtisins VIQt-.- Margt fyrirmenni var samankomid þegar nýtt hús Hæstaréttar var vígt með pompi og prakt í gær. Hér heilsast þeir Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra; Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú og Haraldur Henrýsson forseti Hæstaréttar fylgjast með. A mynd. E.ói. Flokksstjornarfundur Flokksstjórnarfundur Alþýðuflokksins verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni laugardaginn 7. september frá kl. 10.00 til 13.00. Fundurinn er lokaðurfjölmiðlum. Dagskrá 1. Þingflokkur jafnaðarmanna 2. Undirbúningurflokksþings 3. Önnur mál Jón Baldvin Hannibalsson formaður ■ Áskrifstofunni Ljósritaðir rassar Umfangsmikil könnun var gerð á högum skrifstofukarla í tímaritinu For Him Magazine og Virman, blað ASI, fjallar um það í nýútkomnu hefti. Þítr eru ýmsar athyglisverðar niðurstöður kynntar. 56% skrifstofu- karla finnst launin mikilvægust, 30% starfið og 6% starfsfélagamir. Helstu áhyggjur skrifstofukarla eru þær að verða reknir eða 38%. 25% óttast að gleyma einhverju mikil- vægu, 14% óttast að vera ekki nógu góðir í starfi en aðeins 2% óttast að hafa ekki nóg að gera. Könnunin leiðir það í ljós að 38% hringja eitt til tvö persónuleg símtöl í vinnutímanum, 7% allt að sjö per- sónuleg símtöl en 35% segjast aldrei hringja persónuleg símtöl, Ivið fleiri skrifstofukarlar nota ekki bindi í vinnunni sem kemur ekki á óvart en heil 50% viðurkenna að hafa logið í atvinnuumsókn sinni. 5% víla ekki fyrir sér að segjast gera það aftur ef á þurfi að halda. Einkalífið var einnig tekið fyrir. Þriðjungur segist stundum eiga sér kynóra um samstarfskonumar, 11% segjast stundum hugsa til þeirra á þeim nótum en meirihlutinn, 56%, segir slíkt aldrei koma fyrir. 24% segjast hafa sængað hjá vinnufélaga og 8% sögðust hafa iðkað ástarleiki á sjálfri skrifstofunni. Rúmur helm- ingur sagðist aldrei hafa mætt tirnbr- aður til vinnu, 33% í eitt til tvö skiþti ( mánuði, 9% allt að fimm sinnum en 5% sögðust hafa mætt oftar en 6 sinnum timbraðir til vinnu. Að endingu er svo afhjúpað vin- sælt tabú: 2% viðurkenndu að hafa ljósritað á sér afturendann eða aðrar „leynda líkamshluta" á skrifstofunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.