Alþýðublaðið - 11.09.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1996, Síða 1
Miðvikudagur 11. september 1996 Stofnað 1919 135. tölublað - 77. árgangur ■ Bæjarmálapólitíkin í Hafnarfirði Kratar leiddir til slátrunar - segir Erlingur Kristensson stjórnarmaður í Alþýðuflokks- félagi Hafnarfjarðar og hyggst segja sig úrflokknum. „Meðan þetta ástand ríkir kem ég ekki nálægt þessu. Ég er að segja mig úr Alþýðuflokknum í Hafnar- firði,“ segir Erlingur Kristensson stjómarmaður í Alþýðuflokksfélag- inu. Hann hefur verið virkur í flokksstarfinu og meðal annars verið formaður FUJ, formaður Alþýðu- flokksfélagsins og varabæjarfulltrúi. Erlingur er mjög óánægður með meirihlutasamstarf Alþýðuflokks og Jóhanns Gunnars Bergþórssonar og Ellerts Borgars Þorvaldssonar og segir svo vera um fleiri. „Sláturtíðin er hafin og einhver misskilningur virðist í flokknum um hverju og hverjum eigi að slátra. Upp til sveita eru blessuð lömbin leidd til slátrunar en hér í Hafnar- ■ Lausn deilu ríkisins við heilsugæslulækna í sjónmáli Jafnslæmt að detta af fjórðu hæð niður á aðra „eins og af annarri hæð niður á jörð." - segir Gunnar Ingi Gunnarsson og að það bæti ekki kjör sem eru fyrir neðan allt velsæmi að skerða kjör heilsugæslulækna. „Kannski tognar eitthvað úr þess- um sólarhring, en sá skilningur sem ég hafði er hinn sami í dag,“ segir Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninganefndar heilsugæslulækna, sem í gær lét hafa eftir sér að lækna- deilan myndi leysast innan sólar- hrings. Ekkert bendir til annars en að lausn sé nú sjónmáli, eftir að heilsu- gæslulæknar lögðu fram tilboð sem að mati Gunnars Inga er líklegt til að falla iíkisvaldinu í geð. „Tilboðið byggist ekki einungis á hugmyndum um að hækka föst laun, heldur er verið að tala um iangtíma- afgreiðslu. Við lögðum fram hug- mynd sem á sennilega stóran þátt í því að deilan leysist, en frekari upp- lýsingar get ég ekki gefið núna,“ sagði Gunnar Ingi. Alþýðublaðið hafði einnig samband við fjármála- ráðuneytið en á ríkisstjómarfundi í gær var fjallað um deiluna. í fjár- málaráðuneytinu vörðust menn allra frétta enda deilan á viðkvæmu stigi. Gunnar Ingi vildi ekki tjá sig ffek- ar um hvað felst í hinum nýju tillög- um, en sagði þó: „Varðandi umræð- una um kjör lækna get ég sagt að þær upphæðir sem hafa verið nefndar eru fyrst og fremst mælikvarði á vinnu- framlag, en heilsugæslulæknar vinna meira en flestir aðrir háskólagengnir opinberir starfsmenn. Hvað varðar skerðingu á kjörum lækna, og það hvemig læknar upplifa skerðinguna, þá vil ég benda á að það er jafnslæmt að detta af fjórðu hæð niður á aðra, eins og af annarri hæð niður á jörð. Við höfum aldrei haldið því fram að ekki séu til aðrir sem búi við slæm kjör, en að skerða kjör okkar enn fremur er ekki framlag til þess að betmmbæta þau kjör sem við vitum að em fyrir neðan allt velsæmi.“ Þegar Gunnar Ingi var spurður hvort hann teldi að fjarvera Ingibjarg- ar Pálmadóttur hefði flýtt fyrir lausn málsins sagði hann: „I heilbrigðis- ráðuneytinu hafa menn reynt að hafa áhrif á gang mála, en ég vil ekki á þessu stigi gefa ráðherranum eih- kunn, hvorki háa né lága.“ ftrði em það einstaka kratar." Erlingur segist ekki vera á leið- inni í annan flokk. „Það skýtur kannski skökku við að vera að yftr- gefa skipið þegar þau mál sem mað- ur hefur lengi barist fyrir, það er að segja sameining og samvinna fé- lagshyggjufólks virðist í sjónmáli, en andinn og eitrið hér í Hafnarfirði núna er slíkt að ég þrífst ekki f slíku andrúmslofti,“ segir Erlingur. Hann segir reyndar allan málatilbúnað slíkan að Hafnarfjarðarbrandaramir séu tómt píp miðað við stjóm bæjar- ins. Erlingur segist nú hugleiða að gefa út bók fyrir jólin: „Það tíðkast hjá pólitíkusum hér í Hafnarfirði.' Bókin á að íjalla um sukk og svínarí og titillinn verður Litlu lömbin leika sér.“ Þessir ungu piltar gengu erinda galiabuxnabúðar í rigningunni í gær. Upp og niður Laugaveginn örkuðu þeir og hlýtur þetta að teljast nýstárleg auglýsingatækni en ekki fylgir sögunni hvort félagarnir voru í buxum undir skiltunum eður ei. A-mynd E.ÓI. „Eitt kvöldið settist ég í stól með pípuna og las bókina. Þá kom sú hugsun til mín, að þetta væri bók fyrir íslendinga.“ Pétur Gunnarsson á blaðsíðu 6 „Fyrst og fremst eiga menn að berjast fyrir því að skapa nýjar ímyndir en ekki að reyna að berja nið- ur með banni þær gömlu.“ Silja Aðalsteinsdóttir á blaðsíðu 5 „Ég hef ekki prókúru í bók- menntum en ég ætla hins- vegar að gerast svo djarfur að halda því fram að sagan sem hélt mér vakandi frameftir laugardagsnóttu marki tfmamót." Hrafn Jökulsson á blaðsíðu 2 „Ég held að meintur ras- ismi bókarinnar hitti and- stæðinga hennar beint í hausinn." Hallgrímur Helgason á blaðsíðu 5 ■ Ríkisstjórnin fjallar um tilskipun ESB um per- sónuupplýsingar Ósam- rýman- legar reglur - segir Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. „Ef markmið tilskipunarinnar er skilgreint mun það vera tvíþætt: Ann- ars vegar er stefnt að því að tryggja einkalífsvernd og hins vegar að tryggja að sú vemd standi ekki í vegi fyrir ftjálsu streymi persónuupplýs- inga á hinum innra markaði. Þessum markmiðum, hvorum fyrir sig, er ver- ið að reyna að ná en þetta em mark- mið sem em í eðli sínu ósamrýman- leg,“ segir Ólafur Walter Stefánsson skrifstofústjóri hjá Dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. ESB hefur sett tilskipun um efni sem varðar vernd einstaklinga við meðferð persónuupplýsinga og flutn- ing slikra upplýsinga. Um þetta var meðal annars fjallað á ríkisstjómar- fundi í gær. Tilskipunin tók gildi í byrjun þessa árs og gert er ráð fyrir því að þessi tilskipun muni falla að EES samningi. Að sögn ðlafs Walters em ótai að- ilar sem halda persónulegar upplýs- ingar svo sem bankar og Ríkisskatt- stjóri svo eitthvað sé nefnt. „Það em settar strangar reglur um þessa með- ferð og með þessu er litið svo á að einkalífsrétturinn verði tryggður að því er varðar meðferð persónuupplýs- inga og að sjónarmiðum um einka- lífsvemd verði ekki beitt til að hindra fijálst streymi upplýsinga." Evrópusambandsríkin hafa þriggja ára aðlögunartíma og það er gert ráð fyrir því að sami tími verði fýrir EES ríkin. Efni þessarar tilskipunnar og hvernig hún verður aðlöguð innlend- um lögum hefur verið sett á laggimar sérstök nefnd til að fjalla um breyt- ingar eða gera tillögur unr breytingar, á lögum um skráningu frá 1989. Nefndina skipa þau Sigrún Jóhannes- dóttir, Þorsteinn A. Jónsson og Þor- geir Örlygsson sem er formaður. MA BJÓÐA ÞÉR í DANS? • KENNSLA HEFST MIÐVIKU DAGINN 11. SEPTEMBER. Kántrýdansar, Magarena og allt það nýjasta Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri Systkinaafsláttur -fyrsta barnfullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfir frítt. Aukacrfsláttur efforeldrar eru einnig í dansnámi. KENNSLUSTAÐIR Reykjavík: Mosfellsbær: Innritun í síma 552-0345 frá kl. 17-22 í Brautarholti 4. Suðurnes: Keflavík, Garöur, Grindavík, Sandgerði Innritun í síma 426-7680 frá kl. 17-18 Samkvæmisdansar(suður ameriskir og standard) Gömlu dansarnir - Disco - Tjútt og Rock'n Roll Eriendir gestakennarar. Allir aldurshópar INNRITUNARDAGUR MÁNUDAGINN

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.