Alþýðublaðið - 11.09.1996, Síða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
s k o ð a n i r
MÞY9UBLMIIÐ
21174. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavik
Útgefandi Alprent
Ritstjóri
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Umbrot
Prentun
Sími 562 5566
Hrafn Jökulsson
Jakob Bjarnar Grétarsson
Ámundi Ámundason
Gagarín ehf.
ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Spunahljóð tómleikans
í íslenskri pólitík
Haustvertíð í pólitík er að hefjast: stjóm og stjómarandstaða
em sem óðast að koma sér fyrir í hefðbundnum skotgröfum og
huga að vopnum sínum. Því miður er þess ekki að vænta að í
hönd fari frjó umræða um grundvallarmál eða að stjómmálamenn
eigi í stómm stíl ffumkvæði sem einhveiju skiptir. íslensk stjóm-
mál verða í æ ríkari mæli hagsmunatogstreita smákónga, sem
streða við að tryggja sig í sessi og vekja á sér athygli. Ein veiga-
mesta orsök þessa er sú að alþingi er nú nær einvörðungu skipað
atvinnustjómmálamönnum sem óttast ekkert meira en að missa
vinnuna. Þeir þora sjaldan að taka áhættu en fylgja í flokkslínu í
blindni.
Skáldsagan er dauð
- lengi lifi skáldsagan!
Eg naut þeirra forréttinda um helg-
ina að fá að lesa í handriti nýja ís-
lenska skáldsögu. Þetta er saga úr
samtímanum, svo ég noti klisju; eftir
mann sem skipað hefur sér á bekk
með efnilegustu höfundum okkar (kli-
sja), sagan er í stuttu máli sagt leiftr-
andi af kímni (klisja), persónurnar
dregnar markvissum dráttum (klisja),
söguefnið er frumlegt (klisja) og lætur
engan ósnortinn (KLISJA). Eg gat
ekki lagt þetta 279 síðna handrit frá
mér fyrren ég hafði lesið það í gegn.
Klisja...
^^p^jengur |
Ég veit ekki hvemig maður skrifar
um svona sögu, afþví hún er ólík öll-
um öðrum sögum sem ég hef lesið.
Tungutakið er öðruvísi, frásagnarhátt-
urinn, lýsingamar, persónumar. Það
er, með öðmm orðum, ekkert klisju-
kennt við þessa sögu heldur eitthvað
nýtt. Langþráð. Þessvegna átti ég í
mesta basli með að segja höfundinum
álit mitt. Ég hlustaði á sjálfan mig tala
í klisjum. Auðvitað hefði ég bara átt
að segja loksins, loksins og halda síð-
an kjaíti.
Tímamótaverk em þeirrar náttúru
að um leið og þau em vegvísir á nýjar
brautir þá sýna þau að hinar grónu
götur liggja í hring eftir hring. Vefar-
inn hans Laxness afhjúpaði deyfð ís-
lenskra bókmennta á þriðja áratugn-
um, og það er fullkomlega óvíst að
sagan sú þætti ýkja merkileg ef hún
hefði komið út tíu eða tuttugu ámm
seinna. Og ef Vefarinn mikli frá Ka-
smír kæmi í fyrsta sinn út fyrir jólin
1996 er mikið efamál að hann yrði svo
mikið sem tilnefndur til menningar-
verðlauna DV. í stuttu máli sagt: tíma-
mótaverk og stórvirki þurfa ekki að
vera einn og sami hluturinn. Engin af
seinni skáldsögum Laxness markaði
tímamót til jafns við Vefarann, en
flestar em þær hinsvegar meiri bók-
menntir og sumar meistaraverk.
Ég hef ekki prókúm í bókmenntum
en ég ætla hinsvegar að gerast svo
djarfur að halda því fram að sagan
sem hélt mér vakandi frameftir laugar-
dagsnóttu marki tímamót. Ég hef áður
lesið vel skrifaðar og skemmtilegar ís-
lenskar skáldsögur, ég hef kynnst
ýmsum áhugaverðum sögupersónum,
ég hef séð gott handverk hjá mörgum
höfundum - en ég hef ekki lesið
skáldsögu í seinni tíð sem afhjúpar
með svo afgerandi hætti þær ógöngur
sem íslenskir rithöfundar em komnir í.
Eða kannski væri nær lagi að segja að
þeir séu pikkfastir í feni.
Og nú ætla ég að koma með full-
yrðingu sem hljómar einsog mótsögn:
Ég er þeirrar skoðunar að við eigum
nokkra mjög góða rithöfunda sem
senda frá sér ágætar sögur.
Aður en lengra er haldið: Hvenær
reis íslensk rímnalist hæst? Flestir sem
á annað borð hafa borið við að lesa
rímur munu sammála um að það hafx
verið með Sigurði Breiðfjörð um
miðja síðustu öld. Það er útbreiddur
misskilningur að úrillur náttúmfræð-
ingur að nafni Jónas Hallgrímsson
hafi drepið niður rímnagerð. Öldungis
ekki. fslendingar höfðu kveðið rímur í
fimmhundruð ár og þær hefðu létti-
lega staðið af sér eitt lesendabréf í
Fjölni. Sigurður Breiðfjörð fullkomn-
aði listina og veitti henni um leið náð-
arhöggið. Tími rímna var einfaldlega
liðinn.
Sama máli gegnir um hina „hefð-
bundnu" íslensku skáldsögu sem verið
hefur ráðandi hin síðustu ár. Þar er
margt vel og snoturlega gert, sem fyrr
sagði, en fæstar eru þessar sögur í
nokkm samhengi við vemleika nútím-
ans. Og það sem verra er: næsta óvíst
er að sú tíð renni upp sem veiti þeim
viðtöku. Afhveiju halda menn að ungt
fólk lesi helst ekki skáldsögur ís-
lenskra höfunda? Það er vinsælt að
kenna sjónvarpinu um, tölvubylting-
unni, poppinu, ríkisstjóminni, skóla-
kerfinu - en sökudólgamir em auðvit-
að höfundamir sjálfir. Ef þeir halda
áffam á sömu braut fer fyrir þeim ein-
sog rímnaskáldunum. Það verður
mokað yfir þá. Þeir menn sem setja á
langar tölur um vá sem steðjar að ís-
lenskum bókmenntum, ættu þess-
vegna að líta sér nær. íslenskur skáld-
skapur rímar nefnilega í fæstum tilvik-
um við samtíðina, heldur er um að
ræða tímalausar hannyrðir sem sóma
sér vel á Þjóðminjasafninu.
Allt fyndist mér þetta mjög sorglegt
ef ég hefði ekki lesið handritið um
helgina. Skáldsagan er dauð, lengi Ufi
skáldsagan. Amen. ■
Viðureign stjómar og stjómarandstöðu á íslandi minnir um
margt á íþróttakappleik þar sem leikmönnum er skylt að spila
með sínu liði - eða gegn hinu liðinu, öllu heldur. Ákvæði stjóm-
arskrárinnar um að þingmönnum beri að fylgja sannfæringu sinni
er dauður bókstafur einsog dæmin sanna. Þannig vom nokkrir úr
þingliði Sjálfstæðisflokksins barðir til hlýðni í sjávarútvegsmál-
um, framsóknarmenn máttu láta sig hafa að éta ofan í sig öll stóm
orðin um aukið fé til heilbrigðismála og menntamála, og svo
framvegis og svo framvegis. Annað dæmi um múgseíjun stjóm-
málafíokkanna var þegar Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Al-
þýðubandalagsins úthrópaður af flokksfélögum sínum af því
hann gerðist svo djarfur að vera sammála ríkisstjórninni í
ákveðnum málum. Það er auðvitað alveg bannað: skotgrafahem-
aður íslenskra stjómmála gerir ekki ráð fyrir því að „andstæðing-
urinn“ hafi nokkm sinni rétt fyrir sér. Nánast allt sem ríkisstjóm
hvers tíma gerir er gagnrýnt af stjómarandstöðunni; og stjómar-
liðar hafa á sama hátt uppi stóryrði um gaspur og ábyrgðarleysi
stjómarandstöðunnar.
Allt veldur þetta því að stjómmál á íslandi snúast um auglýs-
ingamennsku í æ ríkari mæli, form en ekki innihald. Fmmkvæði
og hugmyndaleg nýsköpun fer fram annarsstaðar, og æ færra
hæfileikafólk velur stjómmálaflokkana sem vettvang sinn. Að
þessu leyti er stjómmálaflokkana að daga uppi, þeir em hags-
munaklúbbar en ekki hugmyndasmiðjur. Jafnframt þessu koma
sífellt færri að raunverulegri stefnumótun innan flokkanna og
ákvarðanir em teknar af örfáum. í reynd em stjómmálaflokkamir
ekki lengur samtök áhugamanna um pólitík, nema í orði kveðnu.
Þingflokkamir em allsráðandi, og þingmennimir hugsa mest um
eigin hag. Fæstir þingmenn virðast lengur þora að taka nokkra
áhættu eða að standa og falla með skoðunum sínum.
Sá doði sem einkennir stjómmálaumræðu á íslandi er bæði
hvimleiður og hættulegur. Skotgrafahernaðurinn hefur endað í
pattstöðu, og almenningur hefur upp til hópa afskrifað flokkana. í
reynd er orðinn sáralítill munur á flestum íslensku flokkunum,
herópin em álíka innihaldslaus og flestir pólitíkusar reiðubúnir að
selja sannfæringu sína á tombóluverði. ■
IAfhverju halda menn að ungt fólk lesi helst ekki skáldsögur fslenskra höfunda?
Það er vinsælt að kenna sjónvarpinu um, tölvubyltingunni, poppinu, ríkisstjórninni,
skólakerfinu - en sökudólgarnir eru auðvitað höfundarnir sjálfir.
agatal 11. september
Atburðir dagsins
1755 Jarðskjálfti á Norður-
landi. Flest hús á Húsavík féllu,
svo og nokkrir bæir á Tjömesi
og víðar. 1944 Fyrstu banda-
rísku hersveitirnar ráðast inn í
Þýskaland.
1953 Fjórða ríkisstjórn Ólafs
Thors tók við völdum. 1967
Síldarleitarskipið Árni Frið-
riksson kom til landsins. 1971
Nikita Krúsjov, fyrrum forsæt-
isráðherra Sovétríkjanna, deyr.
1973 Salvador Allende forseti
Chile drepinn þegar herforingj-
ar ræna völdum. 1987 Tónlist-
armaðurinn Pete Tosh skotinn
til bana.
Afmælisbörn dagsins
O. Henry 1862, bandarfskur
smásagnahöfundur. D.H.
Lawrence 1885, breskur rit-
höfundur. Ferdinand Marcos
1917, forseti Filipseyja.
Annálsbrot dagsins
í Þórsnesþingi átti maður bam
við systurdóttur sinni, annar í
Strandasýslu með samri skyld-
semi. Þær tvennar persónur
réttaðar á alþingi. Höggvinn
maður að norðan, er barn átti
við syslur konu sinnar, en kon-
an beið eptir sjúk.
Hestsannáll 1705.
Hlutverk dagsins
Menn eru fæddir til að lifa,
ekki til að búa sig undir lífið.
Boris Pasternak.
Málsháttur dagsins
Daunill em digurmælin.
Vinsemd dagsins
Vér bjóðum þeint [Dönumj
með ánægju hönd vora til bróð-
urlegrar vináttu og sambands,
en vér höfum ekki gott af að
þeir umfaðmi oss svo fast, að
þeir kæfi oss með vinsemdinni.
Jón Sigurösson, Hugvekja til ís-
lendinga.
Orð dagsins
Líf mitt þreytir byrði böls,
brags er þögull strengur,
hvorki vífné áhrif öls
andann vekja lengur.
Sigurbjörn Jóhannsson á Fóta-
skinni.
Skák dagsins
Svartur á leik og góð ráð virð-
ast býsna dýr: hrókur og biskup
í uppnámi. En Unander, sem
hefur svart og á lcik, var vand-
anum vaxinn og hann hristi
framúr crminni vinningsleik
gegn Oberg.
Svartur leikur og vinnur.
1. ... Hcl! 2. Hxcl Bxe3+ og
svarta staðan er auðunnin.