Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 3
FJMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐID 3 s k o ð a n i r róttækni Hitt er afhjúpandi þegar menn láta öllum illum látum yfir auknu samstarfi jafnaðarmanna og því að einhver í einum flokk vinni fyrir annan. Þeir sem þannig bregðast við eiga langt í að tileinka sér sameiningarhugmyndina. heyra forystu verkalýðsflokksins halda fram siðfræðikenningum um að þekking og reynsla starfsfólks sé eign íyrrverandi atvinnurekenda þeirra. Allt var þetta þrungið tilfinningum sem betur eiga heima á áhorfenda- pöllum íþróttahúsa en í pólitískri um- ræðu. Hitt er afhjúpandi þegar menn láta öllum illum látum yfir auknu samstarfi jafnaðarmanna og því að einhver í einum flokk vinni fyrir ann- an. Þeir sem þannig bregðast við eiga langt í að tileinka sér sameiningar- hugmyndina. Uppfullir af tortryggni og ótta gagnvart öðrum flokkum, fólki og hugmyndum. Ekki þar fyrir að auðvitað verður fylgst með því hvort orð þingflokks jafnaðarmanna um samvinnu séu ein- læg, eða hvort ætlunin er aðeins að plokka rúsínur úr Alþýðubandaíaginu. Og það verður að minna á að hug- myndin um breiðfylkingu íslenskra jafnaðarmanna án þátttöku Alþýðu- bandalagsins er jafn vond hugmynd og sú að sameina jafnaðarmenn með því að fjölga flokkum þeirra. En þetta er nánast aukaatriði. Hið mikilvæga er, nú þegar forystu okkar finnst sér helst líkjandi við fótboltaiið, að hér skapist öflugur flokkur þar sem fjölbreytilegar hugmyndir og raun- verulegt flokksstarf fær þrifist. Þar sem hinu hugmyndafræðilega undan- haldi verði hætt og þróaður í átökum ólíkra sjónarmiða róttækar umbótatil- iögur í stofhun er hefur afl til að gera þær að veruleika. í stað þess að fylgja í blindni, eins og fótboltabullu, for- ingjum okkar í þeirra merkingarlausa ropvatnsstríði. Höfundur er framkvæmdastjóri Helgi Hjörvar skrifar En nú er þó loks hægt að fara að vinna. Og ekki vanþörf á. Viðbrögð samflokksmanna minna í Alþýðu- bandalaginu sýna svo ekki verður um villst að það er mikið verk fyrir hönd- um. Þau einkenndi óttinn við breyt- ingar og pólitíska gerjun. Girðum af jörðina og gætum að sauðfé okkar, voru viðbrögð ungmennafélagsfor- ingjanna. Þau afhjúpuðu í senn tví- skinnung atvinnustjómmálamanna í garð samfylkingar og morkna pólit- íska innviði þeirra stofnana sem Hriflu-Jónas grundvallaði og eiga í dag best heima í sömu stofnun og hann hvilir nú í. Þannig líkti einn þingmanna A- flokkunum við kók og pepsí og hefði einhvem tíma þótt saga til næsta bæj- ar að foringjar alþýðunnar líktu hreyf- ingunni við ropvatn. Kannski það sé tilvísun til þess magns rotvamarefna sem afurðirnar þurfa. Annar líkti þeim við fótboltalið og þarf þá ekki að orðlengja hve innihaldsríkt og þýðingarmikið foringjum þessum þykir hið pólitíska starf sitt vera. Þá var athyglisvert í umræðum um ráðn- ingu Einars Karls Haraldssonar að Ropvatn og ✓ Attatíu ára sögu þingflokks Al- þýðuflokksins er lokið. Það er rétt hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að það em nokkur tímamót, þó það sama verði ekki sagt um afdrif Þjóðvaka. Með afdrifum hans hefur aðeins sú gamalgróna en kynduga hugmynd um að hægt sé að sameina jafnaðarmenn með því að ijölga flokkum þeirra, enn einu sinni beðið skipbrot. Þeirri leiðu töf sem Þjóðvaki olli á sameiningar- ferlinu er þá loks lokið. Gestaboð | Eigendur og aðstandendur íslenska útvarpsfélagsins eru kampakátir þessa dag- ana því allt virðist ganga á afturfótunum hjá keppinaut- um þeirra Stöð 3. Sögur um ókyrrð meðal hluthafa í Stöð 3gerast æ háværari. Gunn- ar Hansson stjórnarfor- maður og fyrrum forstjóri Nýherja hefur verið með höfuðið undir í talsvert lang- an tíma. Ekki bætti úr skák á dögunum þegar fréttir bár- ust af myndlyklaævintýrum fyrirtækisins. Hluthöfum, til dæmis Morgunbtaðið og Japis, sem hafa talsvert lagt tií I formi tækja og tóla, munu vera lítt áfram um að horfa á eftir meiri peningum (fyrirtækið. Á tímabili voru raddir uppi um að Eimskip og Sjóvá Almennar myndu líklegir til að hlaupa undir bagga en nú heyrist að sum- ir hluthafa þartelji það ekki fýsilegan kost enda sumir hverjir brenndir af afskiptum sínum af Stöð 2 á sínum tíma... Ráðning Heimis Karls- sonar sem sjónvarps- stjóra hefur verið túlkuð sem svo að Stöð 3 ætli að leggja áherslu á sýningar frá íþróttakappleikjum og öðr- um stórviðburðum á íþrótta- sviðinu enda hafa kaup á íþróttaefni verið hans sér- grein. Eigendur Stöðvar2 hafa svarað líklegri sam- keppni með því að leggja Sýn í auknari mæli undir íþróttaviðburði og bjóða nú freistandi sex mánaða tilboð að áskrift með tengingu við fjölvarp líkt og hjá Stöð 3... Vakið hefur athygli að Út- varpsráð hyggst fjalla um ráðningu dagskrárgerð- armanna á Rás 2 Frá stofn- un hefur dagskrárstjóri alfar- ið haft með ráðningu starfs- fólks þar að gera þó slíkt gildi ekki um aðrar dagskrár- deildir Ríkisútvarpsins og fréttastofur. Leitt hefur verið getum að því að nýhafin af- skipti útvarpsráðs megi rekja til frægra ummæla Sigurðar G. Tómassonar í þess garð en hann hélt því fram að útvarpsráðsmenn væru pólitískir skemmti- kraftar sem tækju órök- studdar ákvarðanir. Það hef- ur hinsvegar heyrst innan útvarpsins að Bogi Ágústs- son, fréttastjóri Sjónvarps- ins, sem orðinn er lang- þreyttur á afskiptum út- varpsráðs af ráðningu sinna undirmanna, muni hafa bent á það kröftuglega hví í ósköpunum menn væru að skipta sér af sínu fólki en ekki starfsfólki Rásar 2. Síð- astliðinn þriðjudag mun Út- varpsráð hafa ætlað að fjalla um ráðningu tveggja um- sækjenda sem Sigurður G. mælti með á Rás 2. Þá mun hafa brugðið svo við að enginn rökstuðningur fylgdi með tilnefningu Sigurðar og hann fjarri vinnustað svo ekki var hægt að kalla hann á fund... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Skæringur Sigurjónsson matreiðslusnillingur: Nei, það þarf æðri máttarvöld til að bjarga kirkjunni. Sigurgyða Þrastardóttir heimilishjálp: Nei, alveg ör- ugglega ekki. Það getur ekkert bjargað henni úr þessu. Sigrún Lára Shanko að- stoðarmarkaðsstjóri: Nei, fjarri því. Það er enginn mark- aðsráðgjafi þess megnugur að bjarga henni. Steindór Ivarsson tölvari: Eg efast um það en vona það besta. Úlfar Þormóðsson rithöf- undur: Ég hef aldrei haft trú á hinum frjálsa markaði né guði þannig að þegar koma saman tvær vantrúr getur allt gerst. m e n n Óformlega töldu menn sig þó vitað að einhver í þingflokknum hefði talað frjálslega um þetta mál við blaðamann. Heiti potturinn í DT var volgur í gær. Óformlegir fundir eru skringilegir en þegar menn eru farnir að telja sig vita óformlega að þetta og hitt sé svona og svona... DT í gær. Ég veit ekki annað en að hann [Pavarotti] ætli að syngja á móti mér. Þetta er hins vegar mjög mikill söngur og dramatískur þannig að þetta gæti staðið svolítið í honum. Kristján Jóhannsson talar í fyrirsögnum í DT í gær. En þetta hefur vist allt sín tilætluðu áhrif, það þarf svo lítið til að æsa karlmann. Hlín Agnarsdóttir segir af kynlífsatriöum í bíó í pistli sínum og ályktar líkast til af reynslu. DT í gær. Það eru ekki meðmæli með dagskrá Ríkissjónvarpsins þegar Nýjasta tækni og vísindi er langathyglisverðasti þátturinn á dagskránni. Velvakandi finnur fátt eitt við sitt hæfi í sjónvarpi Heimis Steinssonar. Meiri og betri upplýsingar í fjölmiðlum og víðar hafa ekki reynzt vera sá hornsteinn vest- ræns þjóðfélags, sem áður fyrr var vonað. Almenningur kærir sig ekki sérstaklega mikið um að nota sér aukið og bætt upplýs- ingaflæði í umhverfinu til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV í gær. Nú um klukkan hálfníu var dómarinn ekki mættur í dómhúsið og ekkert hafði hedlur sést til Halims Al eða lögmanns hans. Sigurður Pótur Haröarson stendur í ströngu útí Tyrklandi en réttarhöldin yfir Halim áttu aö hefjast klukkan 7.00. DV í gær. Tæknin hefur gert það að verkum að ráðherra hetur vel leyft sér að skreppa í burtu. Þeir sem eru á annarri skoðun ættu að setjast á skólabekk. Óli Björn Kárason f Viðskiptablaöinu f gær. fréttaskot úr fortíð Smápeninga- skortur Kvartað er mjög um það, að viðskifti öll innanlands gangi stirðara en ella, vegna skorts á smápeningum. Dönsku krónuseðlamir eru að hverfa úr um- ferð, eða eru orðnir svo skítugir og rifnir, að þeir eru til lítils sóma. Til þess að ráða nokkura bót á þessu ætl- ar landssjóður að gefa út krónuseðla og munu þeir væntanlegir á markað- inn á næstunni. Alþýðublaðið, þriðjudaginn 19. október 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.