Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 Bessastaðabækurnar Dagur 36 Fimmtudagurinn 5. september Þar sem ég sat og horfði yfir autt skrifborðið eftir hádegið kom í mig einhver púki. Ég lyfti upp tólinu, hringdi í dómsmálaráðuneytið, tók fyrir nefið og breytti röddinni. „Já, góðan og blessaðan daginn, Haraldur heiti ég, ég er nú bara að forvitnast um hvenær nýja Hæstaréttarhúsið hafi verið vígt? Ég er nefnilega að skrifa ritgerð." „Það verður gert í dag,“ svar- aði konurödd á hinum endanum. „Nú, mér skildist að það hefði átt að vígja það í síðustu viku,“ sagði ég með röddu Haraldar. „Já, það stóð til en vígslunni var frestað vegna Vestfjarð- arheimsóknar forseta íslands," svaraði konuröddin. „Nú,“ þóttist ég vera hissa. Og bætti við: „Var vígslunni ffestað út af einum manni?“. ,Já, það þótti ekki annað við hæfi en að bíða eftir forsetanum," svaraði konan. Ég þakkaði fyrir, lagði á og skellti löpp- unum upp á borð. Þama sat ég í mestu makindum og lét fara vel um mig. Á meðan beið fjöldi fólks eftir mér. Ég gat verið rólegur. Það myndi ekkert byrja fyrr en ég mætti. Þegar ég gengi í salinn byijaði íjörið. Þegar ég gengi út væri allt búið. Þannig maður er ég nú orðinn. Dagur 37 Föstudagurinn 6. september Annar dagur á skrifstofu forseta Is- lands. Á efri hæðinni situr forsetafrúin við rokkokóskrifborðið sitt og bíður þess að þjóðin kalli á hana. Enn sem komið er hefur þjóðin ekki fundið henni tilgang. En það er ekki forseta- frúnni að kenna. Þetta er góð forseta- frú. Þetta er þjóðinni að kenna. Hún hefúr alltaf verið sein í gang, lengi að átta sig á hlutunum. Iðnbyltingin kom einni öld of seint til Islands. Stundum finnst mér að nútfminn hafi numið staðar í Vestmannaeyjum, séð Áma Johnsen og gefist upp, séð að þennan frummann myndi hann aldrei sigra. En hér á Sóleyjargötunni er unnið að breytingum, hér er það sverð sem höggva mun á hlekki hugarfarsins. Upp á lofti bíður forsetafrúin síns tíma. Á neðri hæðinni undirbýr forset- inn jarðveginn fyrir nútímann. Hann er nútímamaður fullur þekkingar og hæfni. Homo Ólafíus Ragnarus, stökkbreyting að vestan, kominn af rökuram, tilbúinn að leggja undir sig heiminn. Hann hvessir augun á skrif- borðið sitt, sjálfblekungur í statívi - tákn hins gamla tíma, drög að dagskrá yfir heimsókn einhvers fjarskylds frænda Japanskeisara - tákn hins stein- gelda hlutverk forsetans, minnismiði með beiðni frá vináttufélagi Argentínu dg íslands um ávarp í einhverja sýn- ingarskrá - tákn úreltra samskipta. Með einni snöggri handahreyfingu sviptir forsetinn þessu af borðinu og horfir á þetta dót lenda á teppinu. Sjálfblekungurinn skilur eftir sig dimmbláan blett. Forsetinn tekur upp símann og kallar á ritara sinn. Ritarinn gengur inn, staðnæmist tveimur metr- um fyrir framan skrifborðið, hefur auðsjáanlega lesið það í einhveijum af þessum prótókol-bókum sínum að það sé ekki viðeigandi að hætta sér nær þeim sem hann þjónar. Forsetinn bendir á pappírana og sjálfblekunginn á gólfinu. „Taktu þetta upp, Korní minn, þú mátt eiga þetta,“ segir hann. Ritarinn hlýðir en gjóar augunum á forsetann á meðan hann bograr yfir sneplunum á gólfinu. Reynir að segja með augunum að hann líti á blaða- hrúguna á teppinu sem tákn um van- stillingu sem hæfi ekki embætti for- seta íslands. Forsetinn hallar sér aftur. „Korm', það sem þú sérð þama á gólf- inu er gamli tíminn." Hann horfir inn í skilningslaus augu ritara síns. Hugsar sig um. Lætur það síðan flakka: „Það sem þú sérð héma í stólnum er nútím- inn.“ Ritarinn stendur upp með blöðin og sjálfblekunginn í höndunum, snýr sér við og gengur út. Maður hins lið- ins tíma með tákn hinna horfnu gilda í höndunum. Dagur 38 Laugardagurinn 7. september Það getur verið erfitt að vera tíma- mótamaður. Og það er enn erfiðara að vera tímamótaforseti. Helstu vand- kvæðin er framtíðin. Fortíðin er auð- veld. Það er ekkert mál að sjá ágalla hennar. Það er hins vegar erfiðara að sjá í hverju tímamótin eiga að vera fólgin. Hvert skal stefna. Smndum sit ég einn í stólnum mínum inn í bóka- stofu og horfi á myndina af Jóni Sig- urðssyni í leit að svöram. ,Jón,“ spyr ég myndina, „hvert á ég að leiða þjóð mína?“ Jón horfir þögull á mig og gef- ur h'tið upp. Hann er svolítið búlduleit- ur og eilítið rauður kinnum, hvíthærð- ur og með þessa sérkennilegu barta. Sambland af hugsjónamanni, embætt- ismanni og afdalabónda. Það er eitt- hvað í litaraftinu sem bendir til kinda- kjötsáts, ómetra fitusýra, útsinnings og lágréttrar rigningar. Hann er strákur að vestan eins og ég. „Þú leiddir þjóð þína til sjálfstæðis," segi ég við mynd- ina, „en hver hefði ekki fattað það? Það var svolítið augljóst dæmi. En hvað á ég að gera? Leiða þjóð mína í Evrópusambandið? Jón Baldvin er að því. Leiða þjóð mína til heimsffægð- ar? Get ég einhveiju bætt við það sem Björk hefur gert? Hvert á ég að leiða þjóð mína? Hvert vill hún fara? Vill hún fara eitthvað?" Svona get ég spurt og spurt myndina en aldrei svarar hún neinu. Ég er farinn að trúa að maður- inn sé alltaf einn og enginn sé meira einn en forsetinn. Hann er aleinn. Aðr- ir menn hafa forsetann. Forsetinn hef- ur engan nema sjálfan sig. Og þessa mynd af Jóni. Einhvem tímann í fram- tíðinni mun annar forseti sitja þar sem ég sit og horfa upp á mynd af mér í spum um hvað þjóðin ætíist til af hon- um. En ef til vill ekki. Ef mér tekst ekki að finna út úr því hvert ég á að leiða þjóð mína mun enginn hengja upp mynd af mér, hugsanlega nennir enginn að hafa fyrir því að mála myndina. Þetta er vandinn. Ég hef reynsluna og hæfnina en mig vantar farveginn svo ég geti látið þetta beljast fram. Dagur39 Sunnudagurinn 8. september Sá sem ekki veit hvert hann á að stefna í lífinu á erfitt með að fara á fætur á morgnana. Þegar ég var ekki- forseti þá vildi ég verða forseti. Þá skyldum finna út úr þessu, leiddi hann inn á kontor. „Hvað með eitthvað nýtt, Korní?" spurði ég. „Eitthvað nýtt?“ kváði Komí og setti upp þennan svip sem alltaf kemur á hann þegar hann heyrir þetta orð, nýtt. Það er eins og að minnast á brennivín við þurran alka. Brennivínið kippir fótunum und- an þurra alkanum, nýjungar tilveru- grandvellinum undan Komí. „Getum við ekki sýnt þessum keisarafrænda eitthvað annað en Gullfoss eða hand- ritin?“ spurði ég, fullur skilnings á ótta Komí við breytingar. Ég er farinn að líta á Komf sem himnasendingu. Ef mér tekst að selja honum þá hugmynd að nýir tímar séu að ganga í garð get ég sannfært hvem sem er. „If you can make it there, you can make it every- were,“ söng Sinatra um New York. Ég get sungið: „Ef þú sigrar Komí, þá geturðu sigrað hvem sem er.“ „Uhu,“ sagði Korm' og hugsaði sig um. „Eitt- hvað nýtt, Komí,“ brýndi ég fyrir hon- um. „Uhu,“ endurtók Komí. „Eitthvað sem ekki hefur verið gert áður,“ stapp- aði ég í hann. „Hvað með Þingvelli?" stakk Komí upp á. „Hvað heldurðu að Vigdís hafi oft farið á Þingvöll, Komí?“ spurði ég. ,Ja, svona þrisvar fjórum sinnum í mánuði," svaraði hann. „í sextán ár, Korm'? Veistu hvað það er oft, Korm'? Það er á bilinu 576 til 768 sinnum, Korní? Hvernig í ósköpunum getur þinn steingervði heili komist að því að það sé einhver nýjung í því, Komí? Það væri óþarfi að hafa áhyggjur af gróðurskemmdum á Þlngvöllum ef forsetinn hætti að draga þangað hvem einasta gest sem slysast hingað upp á skerið!" Komí horfði á mig og ég þarf ekki að taka fram að augun í honum voru skiln- ingssljó. Honum fannst enn ekki full- reynt með Þingvelli. Honum fannst þeir enn jafn helvíti skemmtilegir. Alltaf jafn garnan að korna þangað. Nei, sko, sjá hvar Öxará fellur ofan í Almannagjá. Alltaf jafn gáttaður, hann Korní. Bíddu, bíddu, er þetta ekki hún Flosagjá sem liggur þama, Korní? Drottinn algóður, hvað hef- urðu sent mér? Bremsuborða í jakka- fötum? „Komí minn,“ sagði ég, „við skulum fara með frasndann á Árna- safn. Það er styttra." Ég gafst upp. En bara í bili. Ég þarf að finna leið til að höggva klakabrynjuna utan af þessum manni. Einhvers staðar djúpt undir henni hlýtur að vera líf, hjarta sem slær í átt til framtíðar. Dagur 41 Þriðjudagurinn 10. september Ónýtur dagur. Sigurður Guðjónsson kom með 800 myndir af mér og Búb- bu og heimtaði að ég skrifaði nafnið mitt á þær upp í kosningaskuldir. 5000 krónur sinnum 800 eru 4 milljónir. Bara 17 milljónir eftir, sagði Sigurður og reyndi að vera hughreystandi. Eftir sat ég og skrifaði og skrifaði og skrif- aði nafnið mitt. Rifjaði upp á meðan grein sem ég hafði lesið um Nixon. Þegar hann tók við embætti skrifaði hann Richard Nixon undir skjöl. Þegar Watergate-málið byijaði fækkaði stöf- unum og um það leyti sem hann var að pakka saman og yfirgefa Hvíta húsið var bara eftir eitt strik og síðan lítið skástrik til að merkja x-ið. Mín örlög voru svipuð. Ólafur Ragnar Grímsson varð að Ó—f— R-g— G--------- og síðan Ó-----G------ og loks Ó-----------og að síðustu skjálfhent-------------. Þetta var eins og hjartarit deyjandi manns. Ég var að sökkva í skuldafenið, sat hér og skrifaði nafnið mitt 800 sinnurn fyrir einhvem lögfræðing úti í bæ. Dagur42 Miðvikudagurinn 11. september Frændi Japanskeisara leit inn í heimsókn. Hann hneigði sig og ég hneigði mig. Við fengum okkur að borða og spjölluðum saman um eld- fjöll og það sem einkenndi samfélög eyjaþjóða. Komí hafði stungið upp á þessu umræðuefni. Andlaust eins og uppsprettan. Skrappum síðan í bæinn og kíktum á Árnasafn. Skoðuðum gamlar bækur. Ég skutlaði frændanum út á flugvöll og kvaddi hann. Hann hneigði sig, ég hneigði mig. Bflstjór- inn keyrði mig út á Bessastaði. Énn einn dagurinn í lífi fangans á Álfta- nesi. Ef mér tekst ekki að gera eitt- hvað úr þessu embætti enda ég sem gömul skræfa að sýna gamlar skræð- ur. ■ skaust ég á fætur og rauk út í daginn með ljós markmið. Nú er ég forseti og veit ekki hvert skal halda. Ég hef því staðið mig að því að liggja í rúminu eftir að ég vakna og stara upp í loftið. Hvert skal halda í dag, Óli minn - spyr ég sjálfan mig. En ég svara engu. Ég ligg bara þama í kóngabláum náttföt- unum og gef ekkert uppi. Það er eins og ég hafi tapað tengslum við sjálfan mig. Ólafur vill gera eitthvað en Ragnar er tregur í taumi. Og á meðan þeir koma sér ekki saman um hvert skal stefna þá geri ég ekki neitt. Þegar sir Edmund Hillary stóð á toppi Mont Everest hafði hann ekkert að keppa að lengur. En hann var ekki ánægður. Ég veit hvernig honum leið. Hann vildi halda áfram, upp, hærra. Þarna stóð Edmund, eitt andartak var hann næst- ur guði, og vildi meira. Hér ligg ég, sá fslendingur sem kemst næst því að vera þjóðin sjálf, skjaldarmerkið, fán- inn og þjóðsöngurinn holdi klæddur, og vill rneira. Fyrir Edmund var bara ein leið frá tindinum og hún lá niður. Getur verið að það sama eigi við mig? Að héðan í frá liggi leiðin niður bratt- ann, framhjá búðunum sem ég reisti á leið minni upp metorðastigann? Verð- ur líf mitt hér eftir líf mitt hingað til sýnt afturábak? Verð ég Grímur Ragnar Ólafsson. Nei. Nei. Nei. Ég skal finna leið sem liggur upp, ekki niður og ekki eftir jafnsléttu. Eg hef verið kallaður til stórra verka en ég heyri ekki almennilega hvað mér ber að gera. Ég er dálítið eins og heilög Jóhanna af Örk, heyri raddir en ekki orðaskil. Ef Guð vill mér eitthvað, af- hveiju sendir hann mér ekki fax? Það eru svo miklir skruðningar á lang- bylgjunni að ég heyri ekki hvað hann ætlast til af mér. En ég er tilbúinn. Ég ligg hérna á kóngabláu náttfötunum mínum og er tilbúinn. Dagur40 Mánudagurinn 9. september Korní beið eftir mér þegar ég mætti á Sóleyjargötuna. Honurn lá á. Fannst það óendanlega mikilvægt að ákveða hvort fara ætti með einhvem Takam- ado, frænda Akihito Japanskeisara, á Ámastofnun eða á Gullfoss og Geysi. Ég róaði Komí, sagði honum að við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.