Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 viskubrunnurinn 1. Hannibal Valdimarsson var formaður Alþýðuflokks- ins í aðeins tvö ár, 1952-54. Hver var eftirmaður hans? 2. Hvað merkir orðtakið „að hirða rökin eftir ein- hvern“? 3. Hvaða íslenski fræði- maður, 1886-1974, sagði: „Skáldskapur og fræðistörf hafa orðið höfuðlausn (s- lenskrar alþýðu, er hún komst í hann krappastan." 4. Þrír menn hafa bitist um völdin í Kreml meðan Jeltsín hefur lítið getað haft sig í frammi vegna veikinda. Einn þremenninganna er forsætisráðherrann. Hvað heitir hann? 5. Slóvakía varð til þegar Tékkóslóvakíu var skipt í tvennt. Hvað heitir höfuð- borg Slóvakíu? 6. Um síðustu helgi var mikið ball á Hótel íslandi þarsem margir þekktustu tónlistarmenn landsins gáfu vinnu sína til að styrkja lit- ríkan rokkara sem átt hefur við veikindi að stríða. Hver er maðurinn? 7. Hvaða þrjár konur mynda þingflokk Kvenna- listans? 8. Andrei Gromyko varð utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Eugene O’Neill skrif- aði Dagleiðin langa inn í nótt, Helen,Keller kom ( heimsókn til íslands og Sjó- mannasamband íslands var stofnað. Hvaða ár var þetta? 9. Hvaða þýski heim- spekingur sagði: „Sagan kennir okkur, að við lærum ekkert af sögunni.” 10. Hver er þessi fegurð- ardís? •jjjiopsieip uijsjjx oi |968h '6 Z.S6L Q.uy '8 J!Wopsjop||eH ui)su>{ 60 JiuopsJiaöjsy uijsu>| 'jjjjopsujofqQnQ ÁuQn^ 7 uossn -j|np jeuny -g eAe|sijejg -g uipjÁLuoujafsi joj>ha 'ý |epjON JnQjnöjs £ (Jej!8|Á8q ja yoj) j6Á8|j ejeq juQe luss Qec| eQjjq qv 'Z uosspuniuQns jnpiejen • L ■ Kristín Stefánsdóttir hefur lengi fengist við að farða landsmenn í bak og fyrir. Kristín er höfuðpaurinn á bak við No name snyrtivörurnar og hefurýmis ráð í pokahorninu. Ef hún til dæmis væri með Finn Ingólfsson til meðhöndl- unar myndi hún jafna húðlitinn þannig að hann yrði eins og baby-rass Förðunarmeistar- inn blómstrar „Ég hef umboð fyrir No name snyrtivörunum, er snyrti- og förðunarmeistari, dreifi vörunum, er með förðunamám- skeið og fer um land allt og farða." Eruþetta ekki aðallega konur sem vilja látafarða sig? ,Jú, það er lítið um karlmenn ennþá.“ En áttu von á þvíað það breytist? „Það er ennþá von, þetta er smátt og smátt að koma hjá þeim.“ Hefurðu verið aðfá karlmenn íförðun tilþín? „Af og til. Þeir koma ekki í makeup eða svoleiðis og koma ekki fyrir árshátíðir til að setja upp andlitið og þess- háttar en það er að aukast að þeir noti snyrtivörur: púður- make og aðeins á augnhárin og nota þá ektalit. En guð forði okkur ffá því að þeir fari að nota varalit." Hefurðufengist við að snyrta stjómmálamenn? „Nei, þær sjá um það vinkonur mínar á RÚV og Stöð 2. Hins vegar er ég með ntargar þekktar konur sem koma í förðun til mín, fá persónulega kennslu og þá hanna ég makeup fyrir þær - bý til andlit fyrir þær sem þær svo nota út árið. Svo koma þær árlega og endumýja það.“ Og skipta bara um andiit? ,,Jájá, það er allt hægt í þessu.“ Ertu þá ekki að seilast inná verksvið lýtalœkna? „Við höfum að minnsta kosti gert það sem hægt er að gera uppað því marki. Svo eru vissir hlutir sem ekki er hægt að gera. Ég hef alltaf lagt áherslu á að konan sé nátt- úmleg og sé ekki að segja grímu á sig.“ Ha? ,Já, og ég er mjög hlynnt litlum lýtaaðgerðum. Þetta ger- ir mikið fyrir konuna og sjálfsálit hennar - og karla líka.“ Hafa lýtalœkningar farið vaxandi hérlendis? „Þær hafa gert það og em mjög vinsælar." Vinsœldirfegrunarinnarfer vaxandi? , Já, það vilja allir vera fallegir og það virðist sem fallegu fólki gangi betur. En við eigum að vera ánægð og sátt við okkur eins og við erum.“ En er það ekki dœmi um falska sjálfsmynd að fela sig bak við make og lítaaðgerðir? ,dú, ef það er ofnotað. Það em margir sem eru með nei- kvæð viðhorf gegn þessu og segja að þetta sé gervi. En ég segi alltaf að ef fólki líður illa með eitthvað útlitslega eigi það að gera eitthvað í því.“ Þú hefur verið að velja No Name stúlkur og verið með fegurstu og frœgustu konur landsins íþví? „Það má segja það. Það er nokkuð rétt hjá þér. Þetta hef- ur verið blandaður hópur. Síðast var ég með Emelíönu Torrini og Svölu Björgvins og nú síðast Eddu Björgvins.“ En er hœgt að tala um Eddu sem stúlku? ,Jájá, þetta em allt... stúlkur, konur... eins og ég orða það: Þetta em andlit." En er ekki mótsögn íþví að hafafrœgustu konur landsins sem NO NAME stúlkur (nafnlausar) ? , Jú, það má segja að það sé mótsögn í þessu en þetta er mótsögn sem fær fólk til að hugsa og taka eftir vömnni.“ Er Gísli Rúnar ekki alsœll með þetta? Kristín Stefánsdóttir: Halldór Ásgrímsson gæti borið kinnalit með miklum ágætum. „Jújú, hann er kominn með nýtt viðumefni: No name maðurinn. Edda er svo ánægð með þetta, og Diddú, og þeim finnst sannkallaður heiður af því að vera No name stúlkur." Og fá þœr reglubundna meðferð hjá þér? „Jájá, No name stúlkumar mínar em á eilífðarsamningi hjá mér. Þær em orðnar ellefu og tólfta bætist í hópinn í maí á næsta ári.“ Ertu með augastað á einhverri? „Ekki eins og er en bíð spennt eftir ábendingum? En þér hefur ekki dottið f hug að fá einhvem karlmann til að vera No name strákinn? „Jú, það hefur hvarflað að mér. Mack völdu klæðskipt- inginn RaPaul útí Bandaríkjunum sem sitt andlit? Eru það helst samkynhneygðir sem tengjastförðun? Jú. Karlmenn nota förðun í litlu magni og visst í förðun- inni og svo búið. Eitthvað lítið sem sést ekki.“ Efég má gauka að þér hugmynd þá vœri lcannski sniðugt að leita í raðir stjómmálamanna og fá No name strákinn þar. Það mætti til dœmis ímynda sér Halldór Ásgrímsson skolli góðan með kinnalit? , Já. Það væri hægt að gera ýmislegt við stjómmálamenn- ina og Halldór gæti borið kinnalit með miklum ágætum." Efvið tökum handahófskennt dœmi... Hvemig myndir þú meðhöndla Finn Ingólfsson? „Ég myndi byrja á því að jafna húðlitinn þannig að áferðin yrði eins og baby-rass. Bara bamarassáferð á Finn þannig að hann yrði unglegur og sætur. Ég myndi leggja áherslu á það.“ Nú hefur Finnur áberandi nef. Myndirðu draga það fram eða... ? „Ég myndi reyna að skyggja það og lagfæra í hlutfalli við andlitið.“ o r m u r i n n Viðar Eggertsson um bækurnar sem hann hefur verið að lesa und- anfarið: ,JÉg var að ljúka við bók eftir Bengt Ahlfors, Stigzeliuska Rummet, sem hefur undirtitilinn dagbók úr Svenska Teatem. Bengt Ahlfors var ráðinn leikhússtjóri Svenska Teatem í Hels- inki frá ámnum 1975-1978, og kom til starfa 1974 til að sinna undirbún- ingsvinnu. Á þessum ámm hélt hann nákvæma dagbók yfir störf sfn. Það fór vemlega að hitna undir honum þegar hann hóf störf sem leikhússtjóri því hann átti í baráttu við mjög íhaldssamt leikhúsráð sem að lokum lét hann fjúka. Fundir í leikhúsráðinu vom haldnir í Stigzeliuska Rummet, minningarherbergi um Edward nokk- um Stigzelius, sern bókin dregur nafn sitt af. Dagbókin er mjög athyglisverð og lýsir vel þeim átökum sem áttu sér stað innan leikhússins, hugmyndum Ahlfors og viðbrögðum íhaldssamra leikhúsmanna sem að lokum losa sig við hann. Um leið er gefin glögg mynd af listalífinu í Helsinki á þess- Orðsending undan homsteini Fyrir 20 ámm lagði Játvarður VII. Engla- konungur hornstein stólkirkjunnar í Li- verpool. - Undir steininum liggur lítið málmskrín, sem verkamennirnir smeygðu þar um leið og gengið var frá hon- um. f því eru tvö verkamannablöð frá þeim degi og ávarp til þess, er skrínið kann að finna. Steinsmiðurinn, sem bjó um skrínið, hefir nú sagt blaðinu „Daily Herald" frá þessu og sýnt því afrít af ávarpinu. Það er á þessa leið: „Þú, sem þetta skjal finnur! Heill og sæll! Vita skaltu, að vér, verkamennimir, sem höfum reist þetta musteri, er helgað skal tilbeiðslu trésmiðsins at- vinnulausa frá Nazaret, sendum þér og samtíðarmönnum þínum kveðju vora. Tæplega steinsnar frá musteri þessu eru nú bústaðir fátæklinganna, hreysi, sem hundar og svín myndu fyrirlíta. Þar gráta böm, sjúk af sulti, og biðja um brauð, - árangurslaust. Þar beijast karlar og konur við hungurdauðann - og bíða ósigur. Þar er gróðrarstöð fá- fræði, lasta og siðspillingar. Þar er borgarfenið mikla. Ávarp þetta er letrað á pappír, sem gróðafélag auðkýfinga hefir látið búa til, með bleki, sem milljónaeigandi hefir selt oss; það er skráð af kúguð- um verkamanni, launaþræli, til þess að skora á yður að taka saman höndum, njóta og neyta þeirra þjóðfélagsum- bóta, sem starfsemi látinna frelsis- hetja, vor og foringja vorra og þeirra, sem eftir oss koma, hefir búið yður, - njóta þeirra til að göfga og fegra líf yðar og neyta þeirra til að bæta hag þeirra, sem eftir yður fara. Lífsstarf yðar sé að bæta heiminn og fegra samfélag mannanna.“ um tíma. Þetta er hin athyglisverðasta lesning, kannski sérstaklega fyrir mig íljósi þeirra atburða sem gerst hafa. Ég veit ekki hvort ég gef út dagbók í þessum stíl en óneitanlega era þeir at- burðir sem gerðust í Borgarleikhúsinu efni í nettan trylli. Nú, sfðan er maður alltaf að lesa ný leikrit, en það er leyndarmál starfstéttarinnar hvaða leikrit það era hvetju sinni, því öll er- um við að leita að góðum verkum." Sá, sem ávarpið skráði, er löngu kominn undir græna torfu og flestir fé- laga hans einnig, en milljónir manna um allan heim lesa nú orðsendingu þeirra. Skrínið er vel geymt undir homsteini kirkjunnar; ef til vill finst það síðar, þegar launaþrælar, fátækra- hverfi og auðkýfingafélög era gleymd og óþekt orðin, - þegar auðvaldsöldin er liðin í aldanna skaut. Alþýöublaöið, laugardaginn 23. ágúst 1924.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.