Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 ■ Níutíu ár frá fæðingu Samuels Becketts - skáldinu sem lætur okkur bíða eftir Godot Þvílíkir hamingju- dagar! Þeir komu leikhúsið á límósínu eða á hjólaskautum, í ljósum sumarklæðnaði eða í hinum dæmigerða svarta Beckett klæðnaði. Þeir höfðu meðferðis bækur um og eftir Meistarann. Þegar tjaldið reis var athygli þeirra óskert. Þeir hlógu þegar við átti en þorðu annars hvorki að gefa frá sér hósta né stunu. Hinn óljósi og melaódramatíski endir á einu verkinu framkallaði andköf eins og hjá bami sem hlýðir á óvæntan endi drauga- sögu. I framkallinu, að lokinni sýn- ingu fengu leikarar að sjá andlit áhorf- enda sem vom full ábúðar og þakklæt- is. I anddyrinu eftir sýningu skiptust menn á skoðunum um verkið og keyptu stuttermaboli sem á var letrað „ Gate Theatre-Beckett Festival". Meira að segja Samuel Beckett, hinn írski svartsýnismaður, sem fædd- ist á föstudaginn langa, hinn þrett- ánda, hefði haft gaman af þessari vel- gengni. Beckett (1906-89), sem hafði það að markmiði að „mistakast betur“ hefði orðið níræður í ár og til að halda upp á hið óafmáanlega mark sem hann setti á nútímann, fór Gate leikhúsið í Dyflinni til Lincoln’s Center í New York og setti upp 19 leikhúsverk eftir hann, allt frá verkum í fullri lengd til verks sem tekur 40 sekúndur í flutn- ingi. Beckett hátíðin, sem lauk um miðjan ágústmánuð, er sönnun þess að enn er stór markaður helgaður Nóbels- verðlaunahafanum. Beckett var því algjörlega mótfall- inn að útskýra sjálfan sig og verk sín en aðrir hafa verið duglegir að fylla upp í eyðumar. Um hann hafa verið skrifaðar um það bil 150 bækur, þar á meðal merkilegt rit, laust við alla kímni sem nefnist „The Humor of Samuel Beckett", og nýlega útgefin bók sem nefnist „Conversations with and About Beckett". Mel Gussow, gagnrýnandi hjá New York Times, rifj- ar þar upp viðtöl við Beckett og hefur bætt við athugasemdum leikaranna Bert Lahr og Billie Whitelaw, leik- stjórans Mike Nichols og annarra að- dáenda Becketts. Mestum tíðindum sæta tvær ævisögur, önnur eftir Lois Gordon, „The World of Samuel Bec- kett 1906-1946“ um hin erfiðu ár höf- undarins áður en „Beðið eftir Godot“ kom til sögunnar, „Damned to Fame“ eftir James Knowlson. Þessar bækur eru væntanlegar á markað í Bretlandi og Bandaríkjunum í október. Bók Knowlson ber vott um mikla virðingu fyrir leikskáldinu og er all ítarleg (3361 tilvísun). Svo virðist sem gera eigi grein fyrir hvar hann var staddur hvem dag sem hann lifði. En bókin er full af smáatriðum um hina óbilandi sköpunargáfu Becketts og flókið einkalíf. Þar má nefna samband hans við Suzanne Deschevaux-Dumesnil sem stóð yfir í fimmtíu og eitt ár, þar af tuttugu og átta í hjónabandi, hann var þó ekki við eina Ijölina felldur. Ef það er einhver sem þekkti hinn feimna og dularfulla Beckett þá var það Knowlson. Núna lætur hann allt flakka. Saman mála leikrit hans og bækur heillega mynd af viðhorfum lista- mannsins til tilvistarkreppu mannsins, sem er sorglegur og sársaukafullur hluti tilvemnnar frá vöggu til grafar en hjálpar okkur að takast á við þá heimssýn sem fylgir atómbombunni. Uppfærslur Gate leikhússins hafa leiðrétt þann misskilning að verk Bec- ketts séu leiðinleg, myrk, dapurleg og full vonleysis. Þær vom ástríðufullar og oft svartkómískar. Bækumar lýsa Beckett sem fjarlæg- um manni sem gæti virst úr öðrum heimi, yfirveguðum og rólyndum; hetju úr frönsku andspymuhreyfing- unni og örlátri sál: Eitt sinn sat hann á kaffihúsi í Montpamasse og varð þá litið á vesaling sem hann kenndi í brjóst um. Hann fór úr nýjum jakka og gaf fátæklingnum því skáldið skildi vel örbirgð hans og hryggð. Beckett fæddist nálægt Dyflinni inn í vel stæða fjölskyldu írskra mótmæl- enda. Faðir hans, Bill, rak stöndugt fyrirtæki. May, móðir hans var róleg og yfirveguð kona og hélt mikið upp á son sinn. Drengurinn var afbragðs námsmaður, efstur í sínum bekk í Trinity skólanum í Dyflinni. Hann stundaði tvö helstu leikhús borgarinn- ar, Abbey leikhúsið sem þekkt var fyr- ir uppfærslur á verkum írsku leik- skáldanna J.M. Synge og Sean O’Cas- ey, og Gate leikhúsið sem var ögn djarfara og setti á fjalimar óhefðbund- in evrópsk leikhúsverk. Á þessum tíma líktu gárungar leikhúsunum tveimur við Sódómu og Gómorru. Beckett stundaði nám í París og heillaðist fljótlega af borginni jafn- framt því sem hann fékk meiri and- styggð á smáborgahætti heimalands síns, frlands. Það besta sem frland átti var enda í París, James Joyce. Þeir urðu seinna vinir og Beckett gerðist aðstoðarmaður Joyce, meðal annars við skrif á „Finnegans’ Wake“. Sem rithöfundur var Beckett eins konar Anti-Joyce. Hann dró kjarnann úr reynsluheiminum í stað þess að belgja hann út, var tortrygginn út í lífsins lystisemdir í stað þess að njóta þeirra. Síðustu orð Joyce í bókinni „Ulysses" lýsa viðhorfum hans til lífsins: „Yes, I said yes, I want yes“. Skoðanir Bec- ketts hins vegar gæti verið að finna í bók hans „Texts for Nothing": „Ah, if no were content to cut yes’ throat and never cut its own“. Hann fetaði þó í fótspor Joyce og bjó í Frakklandi alla sína tíð. Hann heimsótti fjölskyldu sína 1948, aðal- lega vegna þess að móðir hans lá fyrir dauðanum, langt leidd af Parkinson- veiki. í bók Knowlson kemur fram í bréfi sem Beckett skrifaði til vinar um þetta leyti: „Þetta eru fyrstu augun sem ég horfi raunverulega í. Ég þarf ekki að líta í önnur. Þama er allt sam- ankomið sem fær mann til að elska og gráta“. Beckett gekk til liðs við and- spyrnuhreyfinguna í Frakklandi á stríðsárunum. Fyrsta verkefni hans var að senda leynileg skilaboð úr landi (sumir segja að hann hafi gert slíkt hið sama sem rithöfundur). Seinna þegar hann bjó í Suður- Frakklandi með Samuel Beckett (1906-1989) hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1969. Samtöl í verkum Becketts hljóma stundum eins og slag- orð þunglyndissjúklinga. Textinn er svo grimmilega hlægilegur. Beckett vissi að vonin er hlægileg, svo er því einnig farið með leitina að tilgangi Iffsins og kannski því að skrifa um vonleysi og tilgangsleysi. Suzanne Deschevaux-Dumesnil faldi hann vopn á heimili sínu, sem nota átti gegn Þjóðveijum. Beckett var sæmdur Croix de Guerre (Stríðskrossinum) sem hann seinna lét lfá sér sem „eitt- hvað skátadót". Samkvæmt fyrri heimildum Deirdre Blair hafði Bec- kett eitt sinn verið falið að geyma sprengiefni og handsprengjur á heim- ili sínu. Skáldið var hins vegar svo hrætt við að það myndi springa innan dyra að hann geymdi það út á verönd- inni. I lok fimmta áratugarins hafði Bec- kett skrifað nokkrar bækur á frönsku en þær öfluðu honum ekki mikilla vinsælda. Sumir gagnrýnendur meta skáldsögur hans til jafns við leikritin. f þeim er að finna helstu hugleiðingar hans (f The Unnamable: „I can’t go on, ril go on“). Árið 1949, þegar hann hafði enn ekki gefið neitt út sem aflaði honum frægðar, ákvað hann að setja skáldsagnagerð á hilluna og skrifaði leikrit. Hann kallaði leikritið „En attendant Godot“ og var einmitt sá kokteill sem hið hálfsofandi leikhús eftirstríðsár- anna þurfti. Tvær persónur vafra um sviðið án þess að tala um nokkuð sér- stakt á meðan þær bíða komu Godots, sem kemur aldrei. I seinni þætti leik- ritsins gerist það sama, eins og einn gagnrýnandanna orðaði það. „Það ger- ist ekkert, tvisvar". „Beðið eftir Godot“ var kannski tal- ið illskiljanlegt en það var Beckett ekki. Öll Parísarborg flykktist til að sjá leikritið og allur leikhúsheimurinn fylgdi í kjölfarið. Á sjötta áratugnum vildi kvikmyndastjarnan Steve McQueen kaupa kvikmyndarétt á „Beðið eftir Godot“ en Beckett neitaði tilboðinu. Hann bauðst til þess að skrifa frumsamið handrit fyrir stjöm- una en McQueen hafnaði því. Það hefur verið mönnum ráðgáta hvers vegna þessa einangraði maður kaus sér leikhúsið sem miðil, þar sem öll samvinna þarf að vera mjög náin. Svarið er einfalt: það hentaði honum betur en skáldsagan. Beckett hafði stundum „Godot“ til hliðsjónar þegar hann skrifaði önnur leikverk, til dæm- is ,,Endgame“ og'„Act Without Words II“. Menn em dæmdir fyrir lífstíð, þeir verða að halda leiknum áfram undir kvalafullum vökulum augum, og verst af öllu er vonin. í seinni verkum braut hann mannkynið til mergjar. Þetta voru ekki sinfóníur heldur etúður, sögusviðið enn dularfyllra og fmm- legra. Beckett sækist eftir þögninni en samt geta leikpersónur hans ekki þag- að; samtöl þeirra eru átakanleg. I Happy Days“ segir Minnie, ein sögu- persónan: „ There is so little one can speak of, one speaks it all“. Einstaka sinnum nær sögupersóna einhverri svölun. f látbragðsleiknum „Act Wit- hout Words 1“ er maður staddur í eyðimörk og er strítt af ósýnilegum höndum. Að eldraun lokinni nær mað- urinn (mannkynið) fram einhveiju já- kvæðu, - í þessu tilviki handsnyrt- ingu.Samtöl í verkum Becketts hljóma stundum eins og slagorð þunglyndis- sjúklinga. Textinn er svo grimmilega hlægilegur. Beckett vissi að vonin er hlægileg, svo er því einnig farið með leitina að tilgangi lífsins og kannski því að skrifa um vonleysi og tilgangs- leysi. En það var virðuleiki og merking í uppfærslum Gate leikhússins. Textinn lifnaði við, eins og lík á írskri líkvöku, og sannaði að án sjónhverfinga gat Beckett lfamkallað töfra á sviðinu. í uppfærslum sínum þetta leikárið, hefur Gate leikhúsið sýnt að helsta viðfangsefni Becketts var mannkynið. Ævisaga James Knowlson sýnir að hann var hluti af því. Hluti af okkur.B Byggt á Time.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.