Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 s k o ð a n i r MiYBUMUHD Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Úmbrot Gagarín ehf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Gegn leiðindunum Formenn Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og Þjóðvaka voru frummælendur á fundi Röskvu í Háskóla íslands í síðustu viku, þarsem rætt var um samvinnu á vinstri væng. Umræða um þessi mál hefur orðið markvissari eftir að þingflokkar Alþýðu- flokksins og Þjóðvaka sameinuðu krafta sína, en öllum er vænt- anlega ljóst að þar er aðeins um að ræða eitt skref á langri leið. Litróf íslenskra stjómmála nú er svipað og fyrir rúmum tveimur ámm, þegar til klofnings kom í Alþýðuflokknum. Ekki er hægt að tala um veruleg tíðindi í sameiningarmálum fyrren Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag stilla saman strengi. Þá binda margir vonir við að viðhorfsbreyting verði innan Kvennalistans, og reyndar ætti reynslan af Reykjavíkurlistanum að stuðla að því. Á fundi Röskvu sagði Margrét Frímannsdóttir formaður Al- þýðubandalagsins, að hún teldi mjög nauðsynlegt að efla sam- vinnu við Alþýðuflokkinn. Hún lagði megináherslu á að flokk- amir ættu að ná samstöðu um málefhi, en tók ekki beina afstöðu til þess hvort stefna ætti að sameiginlegu framboði í næstu kosn- ingum. Það er ekkert leyndarmál að talsverð andstaða er við slík- ar hugmyndir innan Alþýðubandalagsins, og Alþýðuflokksins ekki síður. Brýnt er hinsvegar að komast uppúr hjólfömm fortíð- arinnar, og sem betur fer virðist yngri kynslóðin í þessum flokk- um ekki ætla að sætta sig við óbreytt ástand um alla framtíð. Jón Baldvin Hannibalsson gerði þetta atriði að umtalsefni á áð- umefndum fundi og sagði meðal annars: „Á hverju sviðinu á fæt- ur öðm er greinilegt að menn em að komast inn í nútíðina, það er að segja að nálgast þau sjónarmið sem Alþýðuflokkurinn hefur verið talsmaður fyrir, og er forsenda þess að hægt sé að stofna nýja, öfluga fjöldahreyfingu jafnaðarmanna.“ Og formaður Al- þýðuflokksins vék að því, hvaða afleiðingar það hefur ef sam- staða næst ekki á vinstrivæng: „Ef við náum ekki pólitískri sam- stöðu um hreyfingu jafnaðarmanna mun þessi dauflynda, náttúm- lausa ríkisstjóm sitja hér fram á næstu öld. Þjóðfélagið verður svo leiðinlegt að ekki verður við það búandi.“ Mál málanna A Andlit Islands Um daginn vaknaði Bill Clinton upp í Hvíta húsinu og ákvað að tímabært væri að kveða Bob Dole end- anlega í kútinn. Hann komst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að ryðja gamla brýninu af forsíðum blaðanna væri að halda dálitla flugeldasýningu. Forseti Bandaríkjanna hóaði í herfor- ingjana sína og skipaði þeim að senda ódáminum Saddam nokkrar sprengjur. Þeim fannst það snjallræði, enda mæl- ast flugeldasýningar af þessu tagi alla- jafna vel fyrir hjá þorra Bandaríkja- manna, sem vilja láta minna sig á að þeir tilheyra eina heimsveldinu sem eftir er. Og þegar næturtunglið varpaði seiðgulum bjarma á sanda hinnar fomu Mesópótamíu skáru eldfuglamir him- ininn og drógu á eftir sér blóðrauða rák -liveinCNN... Saddam Hússein er sannarlega ekki óskabarn heimsins og getur óvíða vænst samúðar eða stuðnings. En nú brá svo við að flugeldasýning Clintons mæltist næstum alstaðar illa fyrir. Ar- abaríkin mótmæltu, Rússar urruðu og jafnvel grónir bandamenn í Evrópu mölduðu í móinn. Bandaríkjamenn urðu steinhissa, enda vanir að geta far- Pólitískur prófíll Halldór Asgrímsson ið sínu fram gegn skálkinum í Bagdad. En á þessari ögurstundu átti Clinton bara einn vin í heiminum: Eldflaugar Bandaríkjamanna höfðu tæpast náð áfangastað þegar þessi eini samherji þeirra í málinu kom fram í morgunút- varpi á íslandi og sagði: Það þarf nú að sýna þessum Saddam í tvo heimana... Þetta var utanríkisráðherra íslenska lýðveldisins. Ýmsir urðu hissa þegar Halldór Ás- grímsson ákvað að taka sæti utanríkis- ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddsson- ar, enda rak menn ekki minni til þess að hann hefði nokkru sinni sýnt snefil af áhuga á alþjóðamálum. Skýringin kann að vera sú að Halldór er, þrátt fyr- ir allt, eini heimsmaðurinn í ríkisstjóm- inni. Ekki er nóg með að hann hafi lok- ið prófi frá Samvinnuskólanum heldur var hann heilt ár í Noregi að læra bók- hald. Þótt íslendingar líti að vísu á Nor- eg sem útkjálka fremur en útlönd, er Halldór óumdeilanlega sá eini af ráð- hermnum tíu sem sótt hefur menntun í önnur lönd, að undanskildum einum kollega hans sem af brýnni nauðsyn var sendur á sumamámskeið í ensku. Önnur rök virtust líka hníga að því að Halldór tæki að sér stjóm utanríkis- mála, einsog hann benti reyndar sjálfur á. Vorið 1995 áttu íslendingar og Norðmenn í harðvítugum deilum um yfirráð fiskimiða á Norður-Atlantshafi, og Halldór sakaði forvera sinn í starfi, Jón Baldvin Hannibalsson, um að fara offari og þannig valda því að hvorki gekk né rak. Halldór sagði að annað yrði uppá teningnum þegar hann sjálfur tæki að véla um þessi mál við Norð- menn, enda hefði hann ýmis sambönd í Noregi síðan hann var þar við nám. Því miður virðast helstil fáir gamlir nemendur úr verslunarskólanum í Björgvin hafa náð frama í norskri pólit- ík, alltjent létu Norðmenn engan bilbug á sér finna í viðræðum við utenriksm- inister Ásgrímsson. En af því hann hafði sagt kjós- endum að hægur leikur væri að semja við hina norsku vini, þá varð hann að semja. Um eitt- hvað. Og það gerði Halldór. Hann gekk einfaldlega að öllum kröfum Norðmanna og tilkynnti harla boru- brattur - ef hægt er að nota það orð um hann - að víst gæti hann gert samninga við erlendar þjóðir... Halldór Ásgrímsson á að baki einna lengstan feril allra þingmanna, var fyrst kjörinn á Alþingi 1974. Hann er af grónum framsóknarættum af Austur- landi, og afi hans og alnafni var þing- maður flokksins á sínum tíma. Stjama hans reis skjótt á himni Framsóknar og í formannstíð Steingríms Hermanns- sonar var Halldór óumdeildur pólitísk- ur erfingi hans. En erfðafé Halldórs stendur víðar, og á ætt hans sterk ítök í útgerð og fiskvinnslu eystra. Hann varð sjávarútvegsráðherra 1983 og gegndi embættinu óslitið í átta ár. Sá tími er athyglisverður fyrir margra hluta sakir. Um þetta leyti var núverandi kerfi við stjórn fiskveiða tekið upp, jafnframt því sem stjórn- málamenn fóru loks að leggja eyrun við tillögum vfsindamanna, þegar afli hvers árs var ákveðinn. Eða hvað? Þegar bomar em saman annarsvegar tillögur fiskifræðinga og hinsvegar heildarveiðar hvers árs, með- an Halldór Ásgrímsson vermdi stól sjávarútvegsráðherra, koma sláandi staðreyndir í ljós: Á hverju einasta ári var veitt langt umfram það sem sér- fræðingar töldu ráðlegt. Full ástæða er til að ætla, að koma hefði mátt í veg fyrir hmn þorskstofnsins ef ráðamenn hefðu hlustað á fiskifræðinga á þessum árum. Það var ekki gert. Hyggjuvit Halldórs Ásgrímssonar vó þyngra á metum en vísindaleg rök. Og þjóðin trúði Halldóri, enda virtist hann af ein- hverjum ástæðum hafa nánari skilningi á hegðun og sálarlífi þorska en allir sérfræðingar Hafró. En þegar fræði- menn framtíðarinnar rannsaka orsakir efnahagskreppu síðustu ára á Islandi hlýtur nafn Halldórs Ásgrímssonar að verða ofarlega á blaði. í Ijósi þessa er kaldhæðnislegt að Halldór Ásgrímsson skuli vera holdg- ervingur hins trausta og áreiðanlega stjómmálamanns. Helsta skýringin er væntanlega sú að Halldór segir ekki margt, en virðist hugsa sitt; þar sem hann situr syfjulegur í þingsal og þarf að beita sýnilegu átaki til að hreyfa andlitsvöðvana. Hann hefur aldrei, svo menn reki minni til, sett fram nokkra hugmynd í pólitík og þar með hefur hann komist hjá því að efna til um- ræðna eða deilna sem tengjast nafni hans beint. Að þessu leyti er hann dæmigerður fyrir atvinnustjómmála- menn samtímans, sem hafa enga fram- tíðarsýn aðra en þá að hlutimir reddist ef þeir em í ríkisstjóm en annars ekki. En þótt landamæri hugsunar Hall- dórs Ásgrímssonar séu ekki víðfeðm, og spanni hvorki frjóar lendur né háa fjallstinda, getur hann sýnt umtalsverð klókindi. Trúlega hefði enginn flokkur annar komist upp með að reka jafn óá- byrga kosningabaráttu og Framsókn á síðasta ári. Aldrei hafði nokkur flokkur lofað jafnmörgum jafnmiklu á jafn- skömmum tíma. Og þótt enginn flokkur haft nokkm sinni svikið jafnmarga um jafnmikið á jafnskömmum tíma - þá er Halldór Ás- grímsson ennþá ímynd áreiðanleikans og ábyrgðarinnar. Slíkt leika ekki margir eftir. Og nú er hann andlit íslands og haukur í horni Clintons. En áhugi Hall- dórs á alþjóðamálum virðist reyndar ekki hafa aukist til muna við að setjasi í stól utanríkisráðherra. Til marks um það em orð sem raunamæddur erlendur sendimaður á íslandi lét nýlega falla: Æ, þessi íslenski utanríkisráðherra... Getur maðurinn ekki talað um neitt annaðenfísk?! ■ í næstu viku: Sighvatur Björgvinsson. októmber Þingflokkur jafnaðarmanna kynnti í vikunni þau mál sem flutt verða í vetur og mest áhersla lögð á. Efst á lista er frumvarp um veiðileyfagjald, sem allir liðsmenn þingflokksins standa að. Bar- áttan fyrir veiðileyfagjaldi er mesta réttlætismál seinni tíma: Æ fleiri taka undir kröfuna um að þjóðin í heild njóti arðs af auð- lindum sínum en ekki bara örfáir sægreifar sem á fáum ámm hafa sölsað fiskimiðin undir sig í skjóli skelfilega rangláts kerfis. Það er mjög að vonum að þingmenn Alþýðuflokks og Þjóðvaka gangi fram fyrir skjöldu í málinu, enda urðu jafnaðarmenn fyrstir til að krefjast réttlætis og sanngimi þegar arði af auðlindunum er deilt. Á sínum tíma kostaði mikla baráttu að knýja í gegn lagaákvæði sem staðfestir að auðlindir íslands eru sameign þjóðarinnar. Þau lög eru í reynd þverbrotin með því að afhenda fiskinn í sjónum endurgjaldslaust til útvalinna. Það er staðfesting á mikilvægi þessa máls að þingflokkur jafnaðarmanna skuli setja það efst á lista. ■ Atburðir dagsins 322 f.Kr. Gríski heimspeking- urinn Aristóteles deyr. 1700 Karl II Spánarkóngur deyr. 1801 Biskupsstóll á Hólum í Hjaltadal lagður niður. 1906 Dagblaðiö hóf göngu sína í Reykjavík. Það kom út daglega í þrjá mánuði. 1935 ítalskar hersveitir ráðast inn í Abyssin- fu. 1940 Skömmtun á áfengi tekin upp á íslandi. Mánaðar- skammtur karla var fjórar hálf- flöskur af sterkum drykkjum en skammtur kvenna var helm- ingi minni. 1985 Kvikmynda- leikari Rock Hudson, 59 ára, deyr úr alnæmi. Afmælisbörn dagsins Muhandas Gandhi 1869, frelsishetja Indverja. Roy Campbell 1901, suður-afrískt ljóðskáld. Graham Greene 1904, breskur rithöfundur. Annálsbrot dagsins Það haust kom ókyrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík, með því móti, að opt á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur, en hann hlypi ofan í kverkar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér ekkert mein; fengu það kvennpersón- ur, sem óspilltar píkur voru. Ballarannáll 1652. Manngerðir dagsins Til eru tvennskonar menn: sá sem fer á undan og gerir eitt- hvað og hinn sem kemur á eftir og gagnrýnir. Seneca. Málsháttur dagsins Leyfist kettinum að líta á kóng- inn? Púta dagsins Hver er sú ólukka í heiminum, er reiðin ekki af stað komi? Hún er verkfæri allra lasta og ódygða, hún er eins og ein púta, sem lifir eftir hvers manns vild. Svo þjónar reiðin öllum skömmum, þegar á þarf að halda. Jón Vídalín, 1666-1720, biskup I Skálholti. Orð dagsins Þó þú aumkvist yfir mann, er angur sorgin vinnur, mest þú aumkva œttir þann til engrar sem að finnur. Steingrímur Thorsteinsson. Skák dagsins Lítum nú á hvernig jafnvel snillingar geta lent í bakaríinu. Lutikov hefur hvítt og á leik en Tal hefur svart - og er í hlut- verki fóm;u-lambsins. Hvttur leikur og vinnur. 1. Dxd8! Hxd8 2. Hxd7+! Hxd7 3. f8=D og Tal gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.