Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Enga hornkarla og kerlingar! Og ætli það sé ekki þannig að núverandi form á íslensku flokkakerfi sé dragbftur á pólitíska umræðu og komi í veg fyrir að nauðsynjaverk séu unnin í stjórnmálum hér á landi. Oft hefur verið sagf að stjómmál séu list hins mögulega. Nútíma afbrigði af þessari klisju er að pólitík snúist um að gera hið nauðsynlega mögulegt. Hið nauðsynlega er oft á tíðum hvorki þægilegt né létt. Þess- vegna vilja menn og flokkar helst vera að gera annað en hið nauðsyn- lega. Gallinn við strútshátt af því tagi er að þar með er ekki verið að reka neina pólitík, það ríkir kyrrstaða eða í besta lagi er um að ræða pólit- ískt hringsól. Pallborð Einar Karl 1 •' T Haraldsson I0L.' 11 * skrifar „Sjáum til eftir átta ár" „Við mynduðum þessa ríkisstjóm til átta ára. Svo sjáum við til.“ - Þessi setning er höfð eftir fyrrver- andi mektarmanni í Framsókn, og gefur nokkra hugmynd um sjálfsmat stjómarflokkanna og vantrú þeirra á að núverandi flokkar í stjómarand- stöðu séu líklegir til stórræða. Kjós- endur vom sama sinnis í síðustu al- þingiskosningum og ekkert er líklegt til þess að breyta afstöðu þeirra nema að jafnaðarmenn nái að fylkja liði og sækja fram í breiðari og trú- verðugri samfylgd í næstu kosning- um. Á Degi jafnaðarmanna, sem heppnaðist vel á Hótel Borg síðast liðinn laugardag, kom fram hjá al- þingismönnum, borgarfulltrúum, verkalýðsforingjum og ungliðum verulegur áhugi á að gera það sem nauðsyn ber til. Hinsvegar var nokk- uð deilt um leiðir og aðferðir. Og upp kom að sjálfsögðu hin sígilda þræta um form og innihald. Stefnumótun er veikur hlekkur I stórum jafnaðarmannaflokki hlýtur að vera rúm fyrir ólíkar skoð- anir. Meira rúm heldur en í litlum flokkum. Þar eru komin rök fyrir því að formið hafi áhrif á innihaldið. Þeir eru hinsvegar til sem telja að umræðan um samstarf jafnaðar- manna eigi að vera um innihald en ekki form. Við þessa afstöðu er hægt að gera þá athugasemd að veikasta hlið íslenskra stjórnmálaflokka er einmitt pólitísk stefnumótun. Inni- haldið er með öðrum orðum ekki mikið, enda nýjungar í stefnumótun og eftirfylgni á því sviði mest á veg- um hagsmunasamtaka, ráðuneyta og háskóladeilda. Eru ekki þingmenn aðallega í því að bregðast við utan- aðkomandi þrýstingi? Það er afar brýnt verkefni að bæta stefnumótun íslenskra stjórnmála- flokka og efla fræðslu og uppeldis- starf á þeirra vegum. Þama er veikur hlekkur í okkar lýðræðiskerfi. Og sannleikurinn er sá að flokkarnir á vinstri kantinum eru of veikburða til þess að geta bætt hér úr. Til þess þarf meira afl, meiri styrk. En jafnvel stefnumál geta orðið að formi: „ísland úr Nató, herinn burt“. Hvort er þetta slagorð form eða irrni- hald? Flokkur sá sem hefur þessar kröfur enn á stefnuskrá hefur þrisvar sinnum tekið þátt í ríkisstjómum án þess að minnast á þetta atriði stefnu sinnar. Ráðherrar hans hafa fylgt stefnu Islands í vamar- og öryggis- málum. Og þetta slagorð hefur held- ur ekki leitt til frjórrar umræðu og beittrar gagnrýni á þær ákvarðanir sem verið er að taka í sambandi við vamarsamstarfið við Bandaríkin eða innan Atlantshafsbandalagsins. Þetta slagorð, svo áhrifaríkt sem það var í sögulegu samhengi, er orðið að kreddu og innihaldslitlu formi. Og ekki frekar en Rússagrýlan þjónar það lengur þeim tilgangi að halda flokkshjörðinni saman og greina hana frá öðrum. Sjálfsagt mætti finna svipuð dæmi hjá hinum flokk- unum emnig. Bæði form og innihald Expressionistar, kúbistar, súrrea- listar og atómskáld yrðu okkur seint sammála um að form virkaði ekki á innihald og málefni. Jónas Hall- grímsson tók Sigurð Breiðfjörð í gegn fyrir rímnastaglið sem var lif- andi að drepa alla hugsun og mein- ingu í íslenskum skáldskap. Og ætli það sé ekki þannig að núverandi form á íslensku flokkakerfi sé drag- bítur á pólitíska umræðu og komi í veg fyrir að nauðsynjaverk séu unnin í stjómmálum hér á landi. Til skamms tíma hefur stjórnar- andstaðan verið að kveða rímur i fjórum hornum og engum verið skemmt. Nú hafa Alþýðuflokkur og Þjóðvaki myndað samlag um þing- flokk og það segir strax til sín í þróttmeiri stefnumótun og skeleggri afstöðu sem tekið er eftir. En betur má ef duga skal. Niðurstaðan er sú að formið get- ur haft áhrif á innihaldið, en má aldrei bera það ofurliði. Umræðan um samstarf jafnaðarmanna á bæði að snúast um form og inni- hald. ■ Það er Ijóst að hinir pólitísku eldar í Hafnarfirði eru hvergi nærri slokknaðir þó að það hafi ekki farið mikið fyrir þeim í fjöl- miðlum að undanförnu. í nýjum Fjarðarpósti er greint frá því í klausu að á fundi menningarmála- nefndar fyrir skömmu hafi verið lögð fram bókun um að fram- lengja ekki ráðningarsamning staðarhaldara i Straumi. Staðar- haldari er Sverrir Ólafsson en hann hefur sagt núverandi meiri- hluta í Hafnarfirði stríð á hendur. Lesendur Alþýðublaðsins muna ef til vill „Dularfulla Morgunblaðs- málið" sem er margslungið en eitthvað á þá leið að Bjöm V. Ólason, ungkrati í Hafnarfirði, skrifaði nótu í Morgunblaðið þess efnis að grein sem þar birtist, þar sem ráðist er harkalega á fram- göngu þeirra Ellerts Borgars Porvaldssonar og Jóhanns Gunnars Bergþórssonar í bæj- arstjórn, og Björn er skrifaður fyr- ir, sé hreint ekki eftir hann held- ur... Sverri. Sverrir fullyrðir hins vegar að núverandi meirihluti f Hafnarfirði hafi neytt Björn til að sverja af sér greinina. Ráðningar- samningur Sverris rennur út 15. nóvember næstkomandi en Menningarmálanefnd á eftir að greiða atkvæði um bókunina... Þingsetningaræðu Ólafs Ragn- ars Grímssonar var beðið með nokkurri eftirvæntingu en menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort þar myndi bera á góma brýn þjóðhagsleg málefni svo sem vegakerfið. Ekki stóð Ólafur Ragnar undir þeim væntingum en menn veltu fyrir sér hvort forset- inn hefði ekki verið að veita Davíö Oddssyni forsætisráðherra du- litla eyrnafíkju í tilefni dagsins, þegar hann vitnaði í orð Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrum forseta, sem sagði við þingsetninguna 1952: „Bæði flokkar og einstakir þing- menn hafa sinn metnað sem get- ur verið hvort tveggja, heilbrigður og óhóflegur. Það mætti miklu góðu koma til leiðar ef ofmetnað- urtruflaði aldrei almenningsheill. Lýðræðinu er hætta búin þegar harðstjórn og einræði ná tökum á flokkum. Þeirra er ekki síst skyldan að vera demókratískir, ef þjóðfé- lagið á að vera það í heild." Hvort Davíð tók þessi orð til sín vita menn ekki svo gjörla... Forseti Alþingis, Ólafur G. Ein- arsson, var endurkjörinn i embætti í gær, einsog vænta mátti. Hvorki fleiri né færri en 57 þingmenn greiddu honum at- kvæði en aðeins þrír sátu hjá og aðrir þrír voru fjarverandi. Fátítt er að slíkur einhugur ríki millum stjórnar og stjórnarandstöðu, og algengara að stjórnarandstaða sitji hjá eða greiði öðrum atkvæði. í fyrra voru alþýðuflokksmenn ein- ir stjórnarandstæðinga um að kjósa Ólaf í embættið en nú virðist það hafa verið dagskipan i öllum flokkum. Vinsældir Ólafs meðal þingmanna koma hinsvegar ekki á óvart, enda þykir hann rögg- samur og úrræðagóður í emb- ætti... Nokkrar bollaleggingar voru í blaðamannastúkunni við þingsetninguna en glöggir frétta- haukar Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgdust grannt með og tóku eftir því að einn ráðherra ríkisstjórnar- innar vantaði við setninguna. Þeim var alveg fyrirmunaö að koma því fyrir sig hver þaö eigin- lega væri þar til þeim var vinsam- lega bent á að sá sem vantaði héti Þorsteinn Pálsson og væri fyrr- verandi formaður Sjálfstæðis- flokksins... Hefur þú áhuga á pólitík? Guðlaug Þóra Marinós- dóttir skrifstofumaður: Já, og ég held að þetta verði mjög spennandi vetur í pólitíkinni. Charlotta Oddsdóttir nemi: Nei, mér finnst hún hundleiðinleg. Jón Sigtryggsson nemi: Já, sérstaklega þegar ný fram- boð koma fram. Hlynur Guðjónsson fram- kvæmdastjóri: Já, hug- myndafræðin heillar. Heiðrún Hailgrímsdóttir vegfarandi: Voðalega tak- markað, nema þegar eitthvað spennandi er að gerast. JÓN ÓSKAR e n n Að karpa um það sýknt og heilagt hvað sé skemmtilegt og ekki skemmtilegt í sjónvarpi og útvarpi finnst mér harla vonlaus umræða. Enn og aftur fer fjölmiölarýnir Dags-Tímas á kostum. Óneitanlega frumleg yfirlýsing í pistli sem ætiaö er aö gagnrýna fjölmiöla. DT í gær. Akurnesingar hafa löngum státað af góðum knattspyrnu- mönnum og ekki óeðliiegt að þeir geri sér vonir um að nýtt gullald- artímabil sé runnið upp hjá knatt- spyrnumönnum á Akranesi. Þeir Moggamenn vega og meta árangur á annan máta en gengur og gerist. í leiðara í gær. Það var heldur brjóst- umkennaniegt að sjá KR-inga ganga niðurlúta frá leikvanginum að leiknum loknum. Er ekki æski- iegt að leiknum Ijúki með meiri reisn þótt hann tapist? Góðmennskan er Víkverja í blóð borin en hann hafi ekki farið á völlinn frá 1948 þar til nú um helgina. Mogginn í gær. Við vesturbæjaraðalinn er aðeins eitt að segja: vitlaust KaRma. Stefán Jón Hafstein er ófeiminn við að gera tilraunir með það í leiðurum sínum hvernig hið ritaða orð getur sem best náð til fjöldans. DT í gær. Lengi hefur verið talað um að vaxarbroddurinn í þjónustu kirkjunnar sé alls kyns sérþjónusta og geysimargir sérþjónustuprestar eru núna að störfum. Embættið er ein sérþjónustan enn. Sr. Flóki Kristinsson er ánægður með aö fá að móta íslenskt kristnihald í Evrópu. Mogginn í gær. Þegar blessað sumarið þokar fyrir haustinu og skamm- degisdrunginn gerir vart við sig í kviðarholinu koma leikhúsin eins og Ijós inn í haustmyrkrið. Kristín Steinsdóttir rithöfundur furðar sig á því af hverju ekki eru fleiri konur sem skrifa fyrir leikhúsið en raun ber vitni. Spyr sá sem ekki veit. DV í gær. f ó b o I t i Vegir Islands Það mun taka fimm mínútur að aka gegnum Hvalfjarðargöngin þegar þau verða opnuð fyrir umferð árið 1999. Á töflunni sést hve vegalengdir stytt- ast - til dæmis verður ekki nema hálf- tíma akstur í fótboltabæinn. Reykjavík-Akranes Reykjavík-Borgames Reykjavík-Blönduós Rcykjavík-Stykkishólmur Reykjavík-Akureyri •a a> í I s II 108 km 48 km 116 km 74 km 286 km 244 km 215 km 173 km 431 km 389 km

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.