Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 2. október 1996 MMBUBLeiD 147. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti og Sjálfstæðisflokkur halda flokks- þing sín nú í október og nóvember. Alþýðublaðið kannaði helstu áherslumálin Allt getur gerst á flokksþingum „Til undirbúnings flokksþinginu hafa starfað sjö málefnahópar undir forystu þingmanna, fulltrúa frá Sam- bandi alþýðuflokkskvenna og Sam- bandi ungra jafnaðarmanna. Helstu málefnahópamir fjalla um skatta- og lífeyrismál, atvinnu- og kjaramál, heilbrigðismál, félagsmál, umhverfis- og landbúnaðarmál, mennta- og menningarmál, sjávarútvegsmál, Evr- ópumál og utanríkismál," segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, en 48. flokksþing Al- þýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks Islands, verður haldið dagana 8.-10. nóvember í Perlunni í Reykjavík. Jón Baldvin segir að auk hinna sjö málefnahópa hafi verið skipað í tvær nefndir. Annarri nefndinni er ætlað að samræma málefnavinnuna og ritstýra því efni sem lagt verður fyrir flokks- þingið í ályktunarformi og starfar hún undir forystu Sighvats Björgvinsson- ar. Hinn hópurinn fjallar um skipulag, lög og innra starf Alþýðuflokksins og er undir forystu Guðmundar Oddsson- ar formanns framkvæmdastjómar. Jón Baldvin lýsir þeim megin- áherslum sem vænta má að setji svip sinn á málabúnað flokksþingsins með eftirfarandi hætti: ,J fyrsta lagi verður lögð áhersla á jöfnun lífskjara. í öðm lagi verður áherslan á bættan aðbúnað bamafjölskyldna meðal annars í formi tillagna um breytingar á skattakerfi og velferðarþjónustu. I þriðja lagi verður lögð áhersla á réttláta skiptingu arðs af auðlindum þjóðarinnar, en málaskrá þingflokks jafnaðarmanna boðar flutn- ing stórmála á því sviði. f fjórða lagi má búast við því að flokksþingið árétti tillöguflutning sem lýtur að stjómar- farsbreytingum í lýðræðisátt, og þar er um að ræða mál eins og jöfnun kosn- ingaréttar og afnám einokunar og fá- keppni og annarra forréttinda hinna fáu í okkar sérhagsmunaverndaða þjóðfélagi. Ég á von á því að einn starfshópurinn leggi mikla áherslu á framtíðarstefnu í menntamálum og aukna fjárfestingu í menntun og rann- sóknum, fyrir utan það að flokksþing- ið mun væntanlega árétta sérstöðu Al- þýðuflokksins í framhaldi af ályktun- um seinasta flokksþings í Evrópu og utanríkismálum. Þess er að vænta að atburðir hausts- ins, sammni þingflokks Alþýðuflokks og Þjóðvaka í Þingflokk jafnaðar- manna setji einhvem svip á umræður á flokksþinginu og í framhaldi af því það verkefni sem sett hefur verið af Jón Baldvin: Á frekar von á endur- nýjun þegar kemur að kosningum í áhrifastöður. stað meðal þingflokksins undir heitinu Samstarf jafnaðarmanna og hefur að markmiði að laða til samstarfs jafhað- armenn hvar í flokki sem þeir nú standa til að auka samstöðu þeirra og áhrif í framtíðinni." Nú verður kosið í ýmsar stöður á þessu flokksþingi, áttu von á mikilli endurnýjun? , Já, ég á frekar von á því.“ Velferð, atvinna og jafnrétti „Við erum ekki búin að ákveða yfirskrift flokksþingsins og meðan hún er ekki ljós þá vil ég sem minnst segja. Ég held að við munum að vanda halda myndarlegt þing; sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, en flokksþing flokksins verður haldið 21.-24. nóvember. A þinginu verður kosið í æðstu embætti flokksins og Valgerður sagði að hún ætti ekki von á neinum umtalsverðum mannabreyt- ingum þegar kæmi að þeim kosning- um. „Reyndar getur allt gerst á flokks- þingum en ég á ekki von á neinum sérstökum uppákomum," sagði Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsókn- Siv Friðleifsdóttir: Flestir fram- sóknarmenn eru jafnaðarmenn í sér. arflokks. Hún sagðist búast við því að áherslumálin yrðu velferðar-, atvinnu- og jafnréttismál og að jafnframt yrði rætt um hugsanlegar breytingar á kosningalöggjöfínni. Siv sagðist telja að staða flokksins væri nokkuð sterk: „Við erum að vinna að mörgum mjög góðum mál- um og þá vil ég sérstaldega benda á að stefnt er að hallalausum fjárlögum á næsta ári. Þannig stuðlum við að því að atvinnulífið geti blómstrað og kom- ist er hjá því að velta mikilli skattbyrði yfir á komandi kynslóðir." Siv var spurð að því hvort hún teldi Framsóknarflokkinn vera á réttri leið í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn ját- aði hún því og bætti við: „Ríkisstjóm- in sem heild er á réttri leið. Markmið- ið er að ná tökum á ríkisfjármálum. Ég held að flokksmenn okkar geri sér almennt grein fyrir þessu markmiðið og séu mjög sáttir við það.“ Þegar hún var spurt hvort hún teldi ekki líklegt að hópur Framsóknar- manna myndi renna hýru auga til sam- einingarþreifinga jafnaðarmanna og teldi sig eiga meiri samleið með slíkri hreyfingu en Sjálfstæðisflokki, sagði hún: „Eg held nú að flestir Framsókn- Árni R. Árnason: Mun ræða stækk- un Atlantshafsbandalagsins. armenn séu jafnaðarmenn í sér. Við erum að vinna í anda stefnu sem byggir á því að þjóðfélagið sé réttlátt og fólki geti liðið vel í því. Meðan við teljum okkur vera að gera mjög góða hluti þá hafa A-flokkamir komið fram með óábyrgum hætti og deilt á þá þessa stefnu okkar. Mér sýnist að með sameiningu þingflokka Alþýðuflokksins og Þjóð- vaka og með því að taka Einar Karl úr röðum alþýðubandalagsmanna þá sé frekar að myndast dýpri gjá milli A- flokkanna en hitt. Yfirlýsingar nokk- urra forystumanna þessara flokka em heldur ekki á vinalegum nótum. Til dæmis hefur Össur Skarphéðinsson ráðist mjög harkalega á Alþýðubanda- lagið nýlega og sagt að þár láti menn eins og „leigðar grátkonur". Svona tal er ekki til þess fallið að sameina A- flokkanna og þeir sem verða vitni að slíkum árásum hafa væntanlega engan áhuga á að dragast inn í þau átök.“ Við erum á krítískum punkti „Það er aldrei sjálfgefið að Kvenna- listinn bjóði fram í kosningum," sagði Stefanía Óskarsdóttir starfsmaður Kvennalista. „Þetta var sértæk aðgerð á sínum tíma og það er alltaf tekin ákvörðun um það rétt fyrir kosningar hvort halda eigi áfram. Framtíð Kvennalistans er því í raun ævinlega á dagskrá. Við ræddum framtíð Kvennalistans sem aðalmál á lands- fundi í fyrra. Það var mjög dapurleg umræða og við fengum neikvæða fjöl- miðlaathygli. Við ákváðum því að hafa meginþema fundarins jákvæðara að þessu sinni og tökum fýrir nærpól- itíkina, hvað konur geta gert í sínu nánasta umhverfi til að berjast fyrir stöðu sinni. Einnig verða sveitar- stjómarmálin tekin fyrir,“ sagði Stef- anía. „Þau mál sem varða konur og hafa nýlega flust yfir á sveitarstjómir, líkt og grunnskólarnir og fleira verða í brennidepli á landsfundi," sagði Guð- ný Guðbjömsdóttir alþingismaður. Hvað með annað eins og til dœmis sameiningu jafnaðarmanna? „Þetta verður fyrst og fremst um- ræða um að styrkja starf Kvennalist- ans og ég veit ekki til að sameiningar- mál verði á dagskrá," sagði Guðný. „Við erum á krítískum punkti, höfum einungis þrjá þingmenn og fylgi sem er alveg á mörkum þess að við getum haldið áfram. En ég vil að við stönd- um saman í því sem við emm að gera. Mér hugnast ekki þessar sálnaveiðar Þingflokks jafnaðarmanna a la Einar Karl. Það er einungis einn fræðilegur möguleiki af mörgum að jafnaðar- menn sameinist en það verður þá að stofna nýja hreyfingu. Sú hreyfing verður ekki á nótum, Þjóðvaka og Al- þýðuflokks, þannig að einn hefðbund- inn stjómmálaflokkur gleypi sína fyrr- um fylgismenn. Kvennalistinn kom inn í stjómmál með aðrar áherslur og þó að við eigum margt sameiginlegt með Alþýðuflokknum hefur hann ekki sýnt kvenfrelsisbaráttunni neinn áhuga en hún er okkar helsti málaflokkur." Auðlindaskattur og hvalveiðar „Ég held að það hljóti að verða þung umræða um hugmyndir annara Guðný Guðbjörnsdóttir: Hugnast ekki sálnaveiðar Þingflokks jafnað- armanna, a la Einar Karl. þingflokka um veiðileyfagjald og auð- lindaskatt," sagði Árni R. Árnason þingmaður Reykjaneskjördæmis en landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst fimmtudaginn tíunda október og lýkur hinn þrettánda. „Við höfum ekki verið hlynntir þeim hugmyndum en þó em uppi raddir í Sjálfstæðisflokknum í þá veru. Ég tel einnig líklegt að lands- fundurinn muni ítreka nauðsyn þess að hefja aftur hvalveiðar við eðlilegt eftirlit og stjórnun. Við verðum að nýta alla stofna til koma í veg fyrir röskun í lífríkinu. Staða íslands í sam- félagi þjóðanna er alltaf stór spuming og við komum til með að ræða stækk- un Atlantshafsbandalags og nauðsyn þess að tryggja öryggi í Evrópu og með tilliti til þeirra þjóða sem bmtust undan Sovétvaldinu og telja sig sumar ekki ömggar fyrir stómm og erfiðum nágranna." ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.