Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 Þýskir bókadagar í Eymundsson „Á sýningunni eru á milli fímm og sex hundruð þýskir titlar. Um helmingur af bókunum eru skáld- skapur og hinn helmingurinn upp- flettibækur, listaverkabækur, ævi- sögur og fleira,“ segir Jónfinn Jo- ensen deildarstjóri í Eymundsson í Austurstræti, en í versluninni stendur nú yfír sölusýning á þýsk- um bókum. Jónfinn segir skáld- skaparvalið einskorðast við þá höf- unda sem fæddust seint á síðustu öld eða fæddir eru á þessari öld. Hann segir ástæðuna vera þá að nægt framboð hafi verið á verkum eldri klassískra höfunda og því hefði þótt talið æskilegast að kynna þá yngri. „Venjulega er þetta dauflegur tími á bókamarkaðnum,“ segir Jónfínn, „en við vildum gæða hann lífí. Það eru ein tíu ár síðan síðast var haldin hér þýsk bókasýning og hún var þá á Kjarvalsstöðum. Sölu- sýning okkar hefur mælst mjög vel fyrir og mun standa í tvær til þrjár vikur og síðan fara fyrstu jólabæk- urnar að koma á markað.“ Jónfinn Joensen: Viljum gæða bókamarkaðinn lífi. Kvöldnám- skeið í kín- versku og japönsku Á haustmisseri mun Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands gangast fyrir kvöldnámskeiðum í kínversku og japönsku. Námskeiðin hefjast um miðjan október og lýkur í byrjun des- ember. Á kínverska námskeiðinu sem er byrjendanámskeið verða kennd undir- stöðuatriði kínverskrar tungu, uppruni, þróun og uppbygging rittáknanna, æf- Nióttu þess m* * 4 að spara gncenm grein MEÐ SPARIÁSKRIFT Láttu spamaðinn verða hluta af daglega lífinu. Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir því að þurfa að velja og hafna hvað varðar útgjöld heimilisins. Safnast þegar saman kemur og með því að endur- skoða eyðsluvenjumar kemur í ljós íjársjóður á flest- um heimilum. Lykillinn að reglubundnum sparnaði er ekki spuming um að fóma öllum þeim gæðum sem þú hefur vanið þig á, heldur nægir að breyta áherslum og læra að njóta lífsins og spara tmi leið. Tækifærin til að velja og hafna eru alls staðar. Tökum dæmi um meðal- neyslu á gosi hjá fjögurra manna fjölskyldu: 12 lítrar af gosi á viku = 1.596 kr. x 52 = 82.992 kr. 6 lítrar af gosi á viku = 798 kr. x 52 = 41.496 kr. Spamaður á ári = 41.496 kr. Njóttu þess að spara með áskrifl ,/í grœnni grein!“ HEIMILISLÍNAN SPARILEIKUR Þeir sem spara í Búnaðarbankanum geta átt von á vaxtaauka sem lagður veröur inn á sparireikninginn í árslok. Vaxtaaukar dregnir út 1996 og 1997: Mars 3x50.000 kr. Júní 3x50.000 kr. og 1x150.000 kr. September 3x50.000 kr. Desember 3x50.000 kr. og 1x150.000 kr. BÚNAÐARBANKINN Traustur banki TILBOÐ! Þeir sem stofna til spariáskriftar „Á grænni grein“ fyrir 1. nóvember fá skemmtilega gjöf. ingar í skrift og framburði hljóða sem ekki eru til í íslensku, hljóðskriftakerf- ið, kínverska skrifuð með vestrænu stafrófi, undirstaða í málfræði, tákn og lestraræfingar. Leiðbeinandi verður Hjörleifur Sveinbjörnsson en hann nam við Pekingháskóla ’76-81. Kennt verður á miðvikudagskvöldum. Japönskunámskeiðin eru tvö í fram- haldi hvort af öðru og er kennt tvö kvöld í viku. Á byrjendanámskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í málfræði, hiragana æft, undirstöðu orðaforði með einföldum textum og samtölum, skriftaræfingar og japanskt ritmál les- ið. Eftir hiragana táknin 47, lauslega farið yfir katakana. Framhaldsnám- skeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa tileinkað sér undirstöðuatriði jap- anskrar tungu svo sem kanatáknin og hafa einhvem orðaforða. Tekið verður mið af stöðu hópsins. Leiðbeinandi verður Jón Egill Eyþórsson, BA í kín- verskum bókmenntum en hann lærði í Japan. Silfur í Þjóð- minjasafni Á sýningunni Silfur í Þjóðminja- safni sem er í Bogasalnum og stendur til 13. október getur að líta valda silf- urgripi úr eigu safnsins. Þar eru munir sem fundist hafa í jörðu eins og Þórs- hamarinn frá Fossi og næla í Úmesstíl sem fannst hjá Tröllaskógi, borðsilfur, tarínu, púnsskeiðar og margs konar búningasilfur. Þá er á sýningunni 18. aldar faldbúningur sem átti Valgerður Jónsdóttir biskupsfrú í Skálholti með tilheyrandi skarti. Silfursmíðaverkstæði Kristófers Péturssonar er uppsett í Bogasalnum en hann var einn síðasti silfursmiður gamla tímans. I tengslum við sýning- una gaf Þjóðminjasafnið út bókina Silfur í Þjóðminjasafni eftir Þór Magnússon þjóðminjavörð og er í henni birt skrá um íslenska silfursmiði sem eiga verk sín varðveitt í söfnum og kirkjum. Alþýðu- blaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.