Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 m e n n i n g ■ Þrír góðkunningjar lesenda senda frá sér nýjar bækur Það er lúðrablástur í bókinni, segir Elísabet Jökulsdóttir. En kannski bara af því að mig langaði til að vera í sveit þegar ég var lítil en fékk það ekki. Þá stofnaði ég lúðrasveit f staðinn. Kannski fjallar þetta um þolinmæði fólks gagnvart öðrum og hversu langt fólk má ganga í að vera gott við sjálft sig án þess að vera vont við aðra um leið, segir Bragi Ólafsson. Ég man ekki hvenær ég fékk þessa hugmynd, segir Guðmundur Andri Thorsson. Mér er það hreinlega lífsins ómögulegt að muna það eða þá afhverju en ég hef verið að potast f þessu sfðan ég lauk við síðustu bók. Lúðraveit Elísabetar, útidyr Braga og hryllilegt ferðalag Guðmundar Andra Mér fannst að hún ætti að heita Lúðrasveit Ellu Stínu,“ segir Elísabet Jökulsdóttir um nýjustu bók sína sem er væntanleg seinna í haust og hefur að geyma örsögur. „Það er lúðrablástur í bókinni. En kannski er það bara af því að mig langaði til að vera í sveit þegar ég var lítil en fékk það ekki. Þá stofnaði ég lúðrasveit í staðinn. Sögumar í bókinni em héðan og þaðan en ein þeirra sem fjallar um bátastelpuna siglir í gegnum bókina og dúkkar upp öðm hverju.“ Elísabet sendi frá sér ljóðabók í fyrra sem heitir: Sjáðu, sjáðu mig, það er eina leiðin til að elska mig. Undirtitillinn er Sorgarljóð. ,JLjóðin í þeirri bók tengjast meira sorginni yfír /í að vera til en einhverri einni sorg. Þegar snjó- flóðín féllu a Flateyri fann ég til sorgar yfir því að vera á jurðinni.“ Galdrabók Ellu Stínu er kannski eins konar mamma þessarar bókar? „Já, hún er á svipuðum nótum. Þó em fleiri sögur um menn og sumar sögumar em líka lengri. Galdrabókin fékk mjög góðar viðtökur og hefur verið þýdd á fimm tungumál. Hún kemur út í Hollandi í haust, það er Sig- urður Guðmundsson myndlistarmaður sem þýðir hana. Ég veit ekki með hinar útgáfumar. Þetta tekur svo langan tíma. Þessi bók var hinsvegar í smíðum í óguðlega stutt- an tíma. Sögumar komu til mín í fyrra og ég hef verið að vinna þær í sumar og haust.“ Megum viðfá að heyra eina örstutta örsögu í lokin. Já, þessi heitir Konan sem fór eftir auglýsingum: „Konan sem tók ekki mark á neinu nema auglýsingum átti níu sófasett en bara einn mann sem var eins og klipptur út úr auglýsingu og passaði svo vel í einn sófann að hún fékk sér átta menn í viðbót en átti í standandi vandræðum með að sjá hver passaði í hvað- ófa Þetta em sögur sem gerast innandyra og persónum- ar hafa nöfn,“ segir Bragi Ólafsson um nýjustu bók sína sem heitir Nöfnin á útidyrahurðinni, og hefur að geyma sögur af öllum stærðum og gerðum og er væntanleg í verslanir í nóvember. „Titillinn tengist kannski helst sögu um nafna í Reykjavík en kemur líka inn á fleiri sögur,“ segir Bragi. „Upphaf bókarinnar má rekja til skáldsögu sem ég vann að í fyrra en lagði til hliðar til að vinna að ljóðabókinni minni sem kom út í lok síðasta árs. Þegar ég tók til við hana aftur datt hún í sundur og rústimar urðu undirstaðan að nokkmrn smá- sögum í þessari bók. Skáldsagan átti reyndar að heita Gæludýrin, enda var hún um fólk sem passar upp á gæludýr en auðvitað vísaði nafhið líka til fólksins í bók- inni. Við emm alltaf að passa upp á hvert annað með mismunandi árangri. Aðrar sögur í bókinni em framleng- ing á ljóðahugmyndum sem ég hef gengið með í magan- um en mér finnst gaman að teygja úr því formi. Aðrar sögur í bókinni em hefðbundnari. Smásöguformið lætur mér betur en skáldsagan af einhverjum ástæðum, kannski vegna þess að ég er fyrst og fremst ljóðskáld. Mér finnst áhugavert að fjalla um lítil atvik og afmark- aða hluti í víðara samhengi." Viltu þá kannski segja mér einhverja afmarkaða sögu um lítið atvik sem átti sér stað við samningu bókarinnar svo að við getum sett það í víðara samhengi? „Nei, ég held ekki. Þegar ég lít yfir efhisyfirlitið sé ég að þetta er ekki um neitt. Nema kannski fjallar þetta um þolinmæði fólks gagnvart öðmm og hversu langt fólk má ganga í að vera gott við sjálft sig án þess að vera vont við aðra um leið. Jú og svo em þama fáeinar tilbúnar æsku- minningar. Ég man lítið úr eigin æsku og fór því að búa hana til. Þegar maður les æskufrásagnir þá dettur manni í hug að það sé á einhveiju að byggja en svo er ekki í þessum tilfelli.“ Þetta er ferðadagbók frá 1871 um ferð til íslands,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson. „Það er enskur maður sem heldur þessc dr gbók yfir íslandsför sína og ferðin tekur mánuð. Þetia er frekar stutt bók og auðlæsileg, ekki skáldsaga heldur frekar nóvella. Þegar ég skrifaði þetta ímyndaði ég mér að ég væri að þýða úr ensku og það væri árið 1940. Þetta er djörf bók að því leyti að í henni er enginn brandari og ekkert kynlíf, hún er algerlega ófyndin. Yfir- leitt em lýsingar útlendinga fullar af hryllingi og mín lý s- ing er í þeim anda. Þeir ferðamenn sem komu hingað og sögðu það ekki gerðu það á milli línanna. Eins og til dæmis William Morris, þótt hann reyni allt til að vera já- kvæður þá les maður í gegn hvílík ósegjanleg vonbrigði það vom honum að koma hingað til lands.“ En hvenœr laúknaði þessi hugmynd? „Ég man ekki hvenær ég fékk þessa hugmynd. Mér er hreinlega lífsins ómögulegt að muna það eða þá afhveiju en ég hef verið að potast í þessu síðan ég lauk við síðustu bók. Þeúa er mest stílæfing, hálfgildings skopstæling á stíl sem mér þykir vænt um og ég las í bókum sem strák- ur.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.