Alþýðublaðið - 11.10.1996, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
s k o ð a n i r
MMDUBUBIB
21192. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun, ísafoldarprentsmiöjan hf.
Rftstjórn, auglýsingar og drerfing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Þekkir Þorsteinn
Pálsson ekki verksvið sitt?
Nú í vikunni ákváðu þrír dómarar að dæma unga stúlku í
tveggja ára fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Stúlkan sem
um ræðir var 18 ára þegar afbrotið var framið. Hún var ein Qög-
urra stúlkna sem réðust á jafnöldru sína á Akranesi og veittu
henni alvarlega áverka. Málið í heild er harmleikur: stúlkumar
sem árásina gerðu vom ungar og undir áhrifum áfengis, fómar-
lambið var um tíma milli heims og helju en góðar líkur virðast á
fullum bata. Karlamir þrír sem skipuðu Héraðsdóm Vesturlands í
máhnu kváðu upp einhvem þyngsta dóm sem íslensk stúlka hefur
hlotið.
Nokkxu áður en dómurinn féll hélt Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra ræðu þegar nýtt hús Hæstaréttar var vígt. Dóms-
málaráðherrann komst í fréttir vegna þess að hann notaði tæki-
færið og heimtaði þyngri dóma yfir ofbeldismönnum. Yfirlýsing-
in kom í kjölfar þess að nokkrar alvarlegar líkamsárásir höfðu
hlotið umíjöllun ijölmiðla, og var að því leyti dæmigerð fyrir þá
stjómmálamenn nútímans sem elta umræðu fólks og reyna að
gera almenningsálitinu til hæfis, Þorsteinn Pálsson virtist ekki
átta sig á því, að með tilmælum sínum til dómstóla var hann að
fara óralangt út fyrir verksvið sitt.
Staðreyndin er nefnilega sú, að þótt Þorsteinn eigi að heita
dómsmálaráðherra þá stjómar hann ekki dómstólum. Ein grand-
vallarregla stjómarskrár íslands er sú, að dómstólar era sjálfstæð-
ir. Þeir eiga ekki undir nokkram kringumstæðum að taka við til-
mælum framkvæmdavaldsins. Dómstólar á íslandi eiga einvörð-
ungu að styðjast við lög þegar dómar era kveðnir upp, og ef Þor-
steinn Pálsson vill þyngri refsingar getur hann sem hægast flutt
framvarp á Alþingi um þau efni. Stjómmálanienn á höttunum
eftir stundarvinsældum mega aldrei raska sjálfstæði dómstólanna.
Þessvegna var yfirlýsing Þorsteins Pálssonar sérlega óábyrg, og
til marks um að dómsmálaráðherrann er sorglega illa upplýstur
um hlutverk sitt.
Um svipað leyti og unga stúlkan var dæmd í tveggja ára fang-
elsi féll annar dómur. Þá var 33 ára karlmaður dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir. Allir vita hve væga
dóma kynferðisafbrotamenn fá á íslandi. í gær var sagt ffá dómi
Héraðsdóms Vesturlands yfir föður sem misnotaði fimm ára dótt-
ur sína. Hann hlaut átta mánaða fangelsisdóm. Maður sem mis-
notar bam sitt fær þannig miklu vægari dóm, en unglingsstúlkan
sem gerðist sek um voðaverk í ölæði. Hin nöturlega niðurstaða
dómsins er nefnilega sú, að verið er að eyðileggja líf þessarar
stúlku. Hér er ekki verið að réttlæta afbrot hennar, en á öðram
Norðurlöndum heyrir til undantekninga ef ungmenni era dæmd í
langa fangavist. í Skotlandi tíðkast varla að dæma fólk á hennar
aldri í fangelsi, nema um óvenju alvarleg afbrot sé að ræða. Skýr-
ingin er einföld - fangelsisdómar yfir mjög ungu fólki era engin
lausn. Þvert á móti: Þegar ungt fólk er dæmt útlægt úr mannfé-
laginu með þessum hætti er fótunum kippt undan því, líf þess lagt
írúst.
Lögmenn urðu að vonum forviða yfir kröfúm Þorsteins Páls-
sonar um aðrar og þyngri áherslur dómstólanna. I blaðinu í dag er
rætt við þijá lögmenn sem allir gera alvarlegar athugasemdir við
þetta tiltæki dómsmálaráðherrans. Ræða hans er sögð „óheppilegt
blaður“ og ummæli hans ,Jíjánaleg“. Haraldur Blöndal hæstarétt-
arlögmaður talar fyrir munn margra þegar hann segir: „Mér fund-
ust ummæli ráðherrans mjög óvið'eigandi og óábyrg. Ef ráðherra
telur refsingar of vægar á hann að leita til Alþingis um breytingu
á lögum. Þorsteinn Pálsson á undir engum kringumstæðum að
senda dómstólunum fyrirmæli.“
Bítla-kynslóð, XXX-Kynslóð
BLES5AT1UR. MAÖtíd.ÉG VAR FARIWM Ab ^
SPRAoTA M'<5 FV^'R FERMINóU, EM eG
SfFGl þAí> Pkkl , &G VAiC. ORExNM 15" þEGAC
e& seldi pyrst.n.
HH IQ.tQ.^t
“Ég skelli skuldinni á skóiakerfið” sagði ein móðirin í þættinum um fíkniefnavand-
ann. Þau sem áður gáfu skít í kerfið skella nú á það skuldinni.
Það var upplifun að sjá viðtal við
íslenska unglinginn í sjónvarpi í
gærkvöld. Kastljósi var beint að
fíkniefnavanda. 200 unglingar
ofurseldir neyslu. Stúlkur að selja sig
fyrir næstu sprautu, drengir að bijótast
inn fyrir næsta skammt. Og móðirin
góðlega Ólöf Rún að ræða við 16 ára
fallega stúlku um árin hennar í
dópinu.
Vikupiltur
r#r- Hallgrímur
Helgason
skrifar
Og maður skildi varla helminginn
af því sem stúlkan sagði. Viðtalið
kalllaði á íslenskan texta, líkt og hin
hljóðbrengluðu skuggamyndaviðtölin.
Hér sat sjálfur „Papa X” heima í stofu
(hjá mömmu) og skildi ekki kynslóði-
na, ja...kynslóðina sem er nú reyndar
meira XXX. Og ekki voru það orðin
sem stúlkan notaði. Þetta var ekkert
unglingamál þannig, ekkert slang, hel-
dur framburðurinn, sem var alveg
glænýr (reyndar skemmtilegur) og svo
gjörólikur gamla jöklaframburðinum.
Þetta hljómaði eins og „talverk” eftir
eitt af okkar ástsælu samtímatónskáld-
um.
Tíminn líður sífellt hraðar, segja
þeir. Nú er það ekki lengur spuming
um hvenær fólk byijar að drekka og
sofa hjá, 14 eða 15 eða 16 ára. Nú em
unglingamir löngu búnir að afgreiða
þann pakka, strax í ellefu ára bekk. Nú
er þetta meira spurning um það
hvenær fólk byrjar að selja sig og
sprauta. Svo mæta þeir í sjónvarp-
sþætti, nítján ára margnotaðar og
uppþurrkaðar sálir og líta yfir farinn
veg. Hljóma eins og fertugar farand-
byttur. Bráðum fáum við að sjá við-
talsbækur og ævisögur tvítugs fólks.
„Maður er nefndur: Alma Hrund
Viðarsdóttir úr Grafarvogi.”
En afhverju fara unglingarnir í
dópið? Enn og aftur. Enn og aftur
hleypur heil kynslóð óð á spítti og
extasí út á landsenda og kastar sér
fyrir björg. „Af leiðindum” er sagt.
Þeim leiðist. Útaf hveiju leiðist þeim?
Nú þegar loksins er búið að afþreying-
arvæða þjóðfélagið uppí topp og eilíf
dagskrá í boði. Er sökin okkar? Emm
við svona leiðinleg? Hafa unglingamir
ekkert gaman af því að hlusta á okkur,
lesa bækumar eftir okkur og horfa á
bíómyndimar sem við emm að gera.
Er kannski tími til kominn að gefa
þeim orðið? Leyfa þeim sjálfum að
njóta sín?
Þetta hvarflaði að mér þegar mér í
liðinni viku varð það á að opna fyrir
útvarp; Ámi Þórarinsson að spjalla við
einhvern af BÍTLAkynslóðinni og
rifja upp gömul BÍTLAlög, og aftur
daginn eftir; Ingólfur Margeirsson
með fróðlegt erindi um sjálfa
BÍTLANA, og daginn þar á eftir í
sjónvarpi; Árni Þórarinsson í gamla
BÍTLAbúningnum að rakka niður
unglingamyndir (furðuleg þolinmæði
hjá kvikmyndagagnrýnanda Dags-
ljóss, að fara á allar þessar körfu-
boltamyndir en leggja ekki í að dæma
„Djöflaeyjuna”, kannski vegna þess
að hún gerist á tímanum fyrir
BÍTLANA?) og svo aftur daginn eftir;
Árni Þórarinsson OG Ingólfur
Margeirsson að ræða við Guðrúnu
Pétursdóttur yfir flygli við undirleik
sjálfs formanns BÍTLAVINA-
FÉLAGSINS.
Ég ætla ekki að fara að skella dóp-
skuldinni á BÍTLANA eða vini þeirra
hér uppá klakanum. En reyndar em
nokkur líkindi með BÍTLA-
kynslóðinni og XXX-kynslóðinni.
BfTLAbörnin gerðu uppreisn gegn
stöðnun og leiðindum viðreisnar-
þjóðfélagsins, sem - ég viðurkenni
það og man eftir: Þau leiðindi vom
öllu mun massífari en nú þekkjast;
þegar eina skemmtiefnið var hand-
boltalýsing í útvarpi! Siggi Sig með
„komiði sæl” og sjónvarpið fullt af
Savanna-Tríói og aðal tilhlökk-
unarefni vikunnar: „Munir og minjar”
með Kristjáni Eldjám.
Allt þetta dópuðu þau, hippamir í
BÍTLAkynslóðinni, glæsilega ffá sér,
köstuðu neftóbaksdósum fyrir sým í
vör og fleygðu lýsispillum fyrir
megadon eða hvað þetta hét. En.svo
urðu þau leið á því, snem lífsflótta í
sókn og bmtu sér leið til valda hvar
hún situr nú, hin brátt gránandi '68-
kynslóð; gömlu lsd-brýnin búin að
hreiðra um sig í öllum valdastöðum
þjóðfélagsins.
Hvar sem borið er niður: Frá
forsætisráðherra um ráðherrastóla
uppí Efstaleyti og Lyngháls, niður á
Laugaveg aftur og inní kvikmynda-
sjóð iðnlánasjóð útfltningssjóð og allt
hið sjóðandi kerfi: Alstaðar eru
BÍTLAvinir við völd. Okkar góða
þjóðfélagi er stjómað af BÍTLUNUM.
Svona er ísland í dag, je je je.
Og þeir verða þama lalt þar til þeira
geta sungið „When I'm sixty four.”
Kynslóðin sem varð sú fyrsta í
mannkynssögunni til að uppgötva
„kynslóðabil” hélt í sakleysi sínu að
það yrði um leið það síðasta og þegar
hún skildi hasspípuna eftir í her-
berginu heima hjá pabba og mömmu á
Lynghaganum og skeiðaði útá frama-
brautina fór hún svo hratt að bömin
duttu bara niður af þeim eins og tað úr
hrossi og þau urðu eftir, hjá ömmu,
hjá frænku, hjá dagmömmum, á
dagheimilum, í forskóla, skóla og loks
í unglingaathvarfinu og á Tindum.
Atburðir dagsins
1256 Þórður kakali Sighvats-
son lést í Noregi, 46 ára. Hann
var goðorðsmaður af ætt Sturl-
unga og valdamesti maður á fs-
landi um miðja 13. öld. 1727
Georg II Bretakonungur krýnd-
ur í Lundúnum. 1963 Frönsku
listamennimir Edith Piaf og Je-
an Cocteau deyja sama daginn.
1977 Opinberir starfsmenn í
BSRB fóru í verkfall í fyrsta
sinn. 1980 20 þúsund farast í
jarðskjálfta í borginni E1 Asn-
am í Alsír. 1986 Leiðtogafund-
ur Reagans og Gorbatsjovs
hófst í Höfða. 1988 Guðrún
Helgadóttir kjörin forseti sam-
einaðs Alþingis, fyrst kvenna.
1991 íslendingar urðu heims-
meistarar í brids. Sigurlaunin
voru Bermúdaskáldin góða.
Afmælisbörn dagsins
Elanor Roosevelt 1884,
bandarískur rithöfundur og bar-
áttukona fyrir mannréttindum;
eiginkona Roosevelts Banda-
ríkjaforseta. Francois Mauri-
ac 1885, franskur rithöfundur
og Nóbelshafi. Art Blakey
1919, bandarískur jazzisti.
Vandi dagsins
Vandinn að skrifa er í því fólg-
inn að þegja yfir nógu mörgu.
Halldór Laxness, Únguróg var.
Vissa dagsins
Þegar frá er talinn dauðinn og
skatlurinn, á maður ekkert víst
í heimi hér.
Benjamin Franklin, 1706-1790.
Annálsbrot dagsins
f Múla við Kollafjörð deyði
það sumar kona nokkur, hét
Ragnhildur Steindórsdóttir,
101 árs. Andaðist önnur á
Austfjörðum, stórt hundrað ára,
hafði hún fengið nýjar, hvítar
tennur.
Mælifellsannáll, 1702.
Málsháttur dagsins
Þangað leitar ástin sem auður-
inn er fyrir.
Orð dagsins
Ég er syngjandi sæll,
eins og sjö vetrn bam.
Spinn þú, ástin mín, ein
lífs mms örlagagam.
Stefán frá Hvítadal, 1887-1933.
Skák dagsins
Jagielski hefur hvítt og á; leik
gegn Kohler. Hann lumar á
lúmskri leið til að afvopna
svartan umsvifalaust.
Hvítur leikur og vinnur.
1. Bxd7+ Kxd7 2. 0-0-0+ og
svarti hrókurinn er fallinn í val-
inn. Góða helgi!