Alþýðublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.10.1996, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Vorverk að hausti í skjóli þeirra aðgerða sem gengið hafa undir nafninu „sameining jafn- aðarmanna" virðist sem forysta Al- þýðuflokksins hafi ákveðið að horfa framhjá meginvanda flokksins, sem um leið er stærsta hindrunin fyrir vexti stórrar jafnaðarmannahreyfing- ar. Vandinn felst í því að við stjóm- völinn situr framkvæmdastjóm sem er allt í senn óhæf, spillt og siðblind. Fyrir rúmu ári ákvað stjórnin að loka flokksskrifstofunni á Hverfis- götunni, fæla burtu allt starfsfólk og lama allt flokksstarf. Var þetta gert til þess eins að lægja geðshræringar Guðmundar Oddssonar formanns framkvæmdastjórnar og hylma yfir spillingu og siðblindu Sigurðar Am- órssonar gjaldkera. Að hætti Craxi Forsaga málsins er sú að Guð- mundur Oddsson varð undir í eigin framkvæmdastjórn þegar undirritað- ur (fyrrv. framkvæmdastjóri) leyfði sér að gagnrýna fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar og spyija gagnrýninna spuminga um launagreiðslur til Sig- urðar Arnórssonar gjaldkera og um fjármálauppgjör kosningabaráttu. I stað þess að svara málefnalega þá ákváðu þeir félagarnir að leggjast í rógsherferð gegn mér. Undir þessum kringumstæðum ákvað ég að láta af störfum sem framkvæmdastjóri og í kjölfarið undirrituðu forystumenn flokksins starfslokasamning, sem síðar var formlega staðfestur af frainkvæmdastjóm. Það er skemmst frá því að segja að framkvæmdastjóm „jafnaðarmanna- flokks fslands" hefur brotið allar greinar starfslokasamningsins. Sem fyrrverandi starfsmaður þessa flokks hef ég þurft að sækja allar umsamdar launagreiðslur með aðstoð lögfræð- ings og ekki hefur enn tekist að inn- heimta allt rúmu ári eftir að samn- ingur var undirritaður. Það sem verra er Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands hefur gerst sekur um að standa ekki í skilum með greiðslur í lífeyrissjóð, og em þetta að hluta peningar sem dregnir hafa verið af launum mínum. Það er eins og mig minni að margir telji að slíta eigi meirihlutastarfi bæjarstjóm- ar í sterkasta vígi jafnaðarmanna vegna þess að samstarfsaðili hafi verið dæmdur fyrir svipuð brot. Ég vona svo innilega að varaforseti ASI, sem sæti á í framkvæmdastjóm Al- þýðuflokksins, komi í veg fyrir að sverta nöfn þeirra Jóns Baldvinsson- ar og Haraldar Guðmundssonar með því að láta dæma Alþýðuflokkinn fyrir að stela lífeyrisgreiðslum af fyrrum starfsmanni sínuin. Það er óhætt að minna forystumenn Al- þýðuflokksins á að undanfarin ár hafa menn verið að dæma Craxi og aðra flokksfélaga þeirra á Ítalíu í fangelsi fyrir svipuð brot. Blóm og kransar... Aðgerðir núverandi framkvæmda- stjórnar og meirihluta þingflokks verða án efa vinsælt rannsóknarefni stjórnmálafræðinga og þeirra sem taka við Alþýðuflokknum á næstu árum. Á sama tíma og grundvallar launaréttindi voru brotin á starfs- mönnum var ákveðið að hylma yfir með gjaldkeranum sem gerst hafði sekur um „tæknilegan fjárdrátt" með því að greiða sjálfum sér laun og fríðindi samkvæmt samningi sem hafði verið hafnað. Þröstur Ólafsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri þingflokksins og sam- kvæmt mínum upplýsingum færðar til gjalda 300.000 kr. einum mánuði áður en hann hóf störf. Hann byijaði á því að hrekja í burtu allt almenni- legt starfsfólk flokks og blaðs og læsti síðan flokksskrifstofunni og nú er svo komið að einstök flokksfélög geta ekki fundað þar lengur. Þröstur er auðvitað vanur lásum og rimlum enda formaður bankaráðs Seðlabank- ans. „Þröstur, það er í lagi að læsa inni gullforða þjóðarinnar, en það er líklega misskilningur að læsa úti flokksfólk Alþýðuflokksins." Þegar kratar fóru að kvarta yfir lokun skrifstofunnar var sál flokks- ins sett í hendumar á Karli Hjálmars- syni pizzasendli og Amóri Benónýs- syni, sem allir þekkja. Þeir félagamir áttu meðal annars að sjá um undur- búning flokksþing sem haldið verður í nóvember. Eg get staðfest það hér að núna þegar mánuður er til flokks- þings þá hefur enginn undirbúningur farið fram, nema það að panta Perl- una, minnisvarða Davíðs Oddssonar, sem þingstað. Enda fór það svo að byssurnar hófu að skjóta sjálfar og Amór hrökklaðist í burtu með skott- ið milli fótanna. Þetta veit ég þar sem stjórn fulltrúaráðsins í Reykja- vík hefur leitað til mín um ráðgjöf varðandi undirbúning flokksþings. Ætlar þessum annáluðu verkinönn- um, með Guðmund Oddsson í broddi fylkingar, að takast að klúðra flokks- þinginu? Ekki þarf mikla fræðinga til þess að sjá að framkvæmdastjórnin er með allt niðrum sig. Flokksmenn vom inntir eftir þessu í Alþýðublað- inu fyrir skömmu og þar vantaði ekki lýsingarorðin: „Innra starf er núll, lokaður klúbbur, aftökur, doði og fúll flokkur". Á sömu síðu birtist svo lítil auglýsing í sorgarramma frá skrifstofu flokksins þar sem fram kemur að skrifstofan sé opin tvo hálfa daga í viku og fólki bent á að fara í viðtal við Þröst Ólafsson! Það vantaði ekkert nema krossinn ofan við þessa dánartilkynningu flokks- skrifstofunnar. Til þess að kóróna allt saman skip- aði framkvæmdastjórnin Guðmund Oddsson formann nefndar sem hefur það hlutverka að gera tillögur um bætt innra starf og skipulag!!! Mann- inn sem með tillögum sínum og ger- ræðislegum vinnubrögðum rústaði allt flokksstarf og ber ábyrgð á þeirri spillingarímynd sem forustan hefur á sér. Það kæmi ekki á óvart að fram- kvæmdastjórnin hefði líka skipað Sigurð Amórsson til þess að gera til- lögu að siðareglum gjaldkera stjóm- málaflokka og skrifa leiðbeiningar um það hvemig maður gerir starfs- lokasamning við sjálfan sig. Áskorun Ég hélt í einfeldni minni að Guð- mundur Oddsson sæi sóma sinn í því að segja af sér sem formaður fram- kvæmdastjómar síðastliðið vor, enda flokkurinn aldrei komið jafn illa undan vetri. En í stað þess að taka til hendinni við vorverkin og moka gró- mið út úr Alþýðuhúsinu þá hefur for- ystan haldið áfram að ösla flórinn. I sovéskum anda hafa fulltrúar í fram- kvæmdastjórninni samþykkt stuðn- ingsyfirlýsingar hver við annan og þröngvað í gegn að minnsta kosti þremur útgáfum af misvísandi reikn- ingum flokksins. En það má jafnvel framkvæma vorverkin að hausti og því skora ég á Guðmund Oddsson og Sigurð Amórsson að segja af sér nú þegar - allt flokksstarf Alþýðu- flokksins er í húfi. Því get ég lofað að ef Guðmundur Oddsson segir ekki af sér á flokks- þinginu þá mun ég bjóða mig fram gegn honum til formanns fram- kvæmdastjórnar. Það kann þó að vera óþarft því ég hef einnig heyrt að hópur óánægðs flokksfólks í Reykja- vík, Hafnarfirði, Kópavogi og af landsbyggðinni sé að undirbúa mót- framboð, þar sem markmiðið sé að „sparka" allri framkvæmdastjórn- inni. Ég minni á að enn er mánuður til flokksþings. Höfundur er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Alþýöuflokksins - Jafnaðarmanna- flokks (slands. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Annars gerði ég ráðstafanir til að verða ekki tekinn alvarlega í menningarmafíunni og gekk í Sjáifstæðisflokkinn. Ég hef ekki verið tilnefndur í eina einustu nefnd síðan og þetta sparar heilmikla orku. Daði Guðbjörnsson listmálari fór á kostum í DT í gær. Ég hlusta á Hermann Ragnar. Fyrirsögn í DT í gær. Og viö segjum líka húrra fyrir Hermannil Ástþór... sá eini sem virðist hafa fjármálavit. Hinir virðast glópar í fjármálum og kalla eftir ríkisaðstoð í einni eða annarri mynd. Niðurlægjandi er þetta nú fyrir þá, blessaða. Lesendabréf Gísla Gíslasonar um fjármál forsetaframbjóöenda í DV í gær. Beinu útsendingarnar eiga yfirieitt meira skylt við sjálfs- fróun fjölmiðlanna en ímyndaða upplýsingaskyldu við almenning. Oddur Ólafsson var ekkert að skafa utan af því í DT í gær. Bresk götublöð, keppinautar Sun, glöddust mjög yfir hrakförum blaðsins i gær og nudduðu salti í sárin með ítarlegum frásögnum af því hvernig tekist hefði að leika á blaðamenn Sun. Eyddi Daily Mirrars\ó síðum í umfjöllun um málið. Morgunblaðið. Við verðum á hverju ári fyrir margfalt meira tjóni af pólitískum völdum en við verðum fyrir áratugum saman af völdum náttúruhamfara. Jónas Kristjánsson sýndi í leiöara DV í gær afhverju hann er verölaunaritstjóri. Fyrlr um tíu árum stóðum við jafnfætis Norðmönnum. í dag eru þeir langt fyrir framan okkur. DV velti fyrir sér hraksmánarlegri útreið íslenska landsliðsins í fótbolta. Skýringin er fundin: við erum barasta svona léleg... Hlaupið getur dregist talsvert ennþá. Fyrirsögn DV um mesta langhlaup íslandssögunnar. fréttaskot úr fortíð S Islenzki kaffibætirinn er besti kaffibætir, sem ég hefi fengið, sagði roskin húsmóðir nýlega. Sama segir almannarómur, og hann lýgur sjaldan. Alþýðublaðiö, miðvikudaginn 24. september 1924. h i n u m e g i n “FarSide” eftir Gary Laiaon Lengi hefur því verið pískr- að að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra taki við af Matthíasi Jóhannes- sen sem ritstjóri á Mogganum en Matthías lætur af störfum eftir nokkur misseri fyrir aldurs sakir. Það sem hins vegar kippir stoðum undan þeirri kenningu er öflug andstaða Styrmis Gunnarssonar ritstjóra á sama blaði en sjávarút- vegspólitík Styrmis og Þorsteins eru eins og olía g vatn. Það mun hins vegar láta sem tónlist í eyr- um Davíðs Oddssonar for sætisráðherra að losna með einhverju móti við Þorstein þó ekki sé vitað hvort hon- um hugnist að vita af hon- um í toppstöðu innan Moggaveldisins... Nú segja heimildamenn Alþýðublaðsins að ef Þorsteinn Pálsson fái rit- stjórastól á Mogga gæti það hæglega orðið til að liðka fyrir því að Haraldur Jóhann- essen fangelsis- málastjóri, og sonur Matthías- ar, verði gerður að ríkislögreglu- stjóra - embætti sem fyrirhugað er að komið verði á fót fljótlega eftir áramót. Skipulags- breytingar eru fyrir- hugaðar á Rannsókn- rlögreglu ríkisins en flytja á starfsemi hennar vítt og breitt um landið og gera hana þannig stað- bundnara. Embætti Boga Nilssonar, rannsóknalög- reglustjóra ríkisins, verður lagt niður í núverandi mynd. Bogi hefur eðlilega verið orðaðarvið embætti lög- reglustjóra ríkisins sem er á margan hátt hliðstætt því embætti sem hann gegnir núna en er ólíkt valda- meira... r Ahugamenn um stíl og frásagnarmáta í blaða- mannastétt samgleðjast hin- um nýbakaða verðlaunahafa á því sviði, Jónasi Krist- jónssyni ritstjóra DV, en hann hlaut verðlaun úr Móð- urmálssjóðnum nú á dögun- um. Jónas er hins vegar þekktur fyrir að bregða brandi sínum hátt á loft þeg- ar stílvopnin eru annars veg- ar og þeir eru ófáir sem eiga um sárt að binda eftir að hafa verið til umfjöllunar í pistlum hans. Það mun hafa komið sjóðsstjórninni í opna skjöldu hversu umdeildur Jónas er og hafa stjórnar- menn fengið fúkyrðaflaum yfir sig og borist harðorð bréf frá einstaka mönnum þar sem því er harðlega mótmælt að Jónasi hlotnað- ist þessi heiður... fimm á förnum veg Ætlar þú að fylgjast með landsfundi Sjálfetæðisflokksins? Björgvin Herjóifsson nemi: Nei, ég er ekki sjálf- stæðisihaður í eðli mínu. Svanborg Elínbergsdóttir stjórnarráðsfulltrúi: Já, sem krati ætla ég að gera það. Ingþór Lýðsson vegfar- andi: Nei, ég hef engan áhuga á þessum fundi. Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki þess virði að fyigjast með honum. Rannveig Guicharnaud nemi: Nei, ég hef engan áhuga á ruglinu í þessum mönnum. Magnea Guðmundsdóttir húsmóðir: <Já, ég er á leið á fundinn sem fulltrúi frá Vest- fjörðum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.