Alþýðublaðið - 11.10.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
t
Helgi Skúlason
Kveðja
Við kynntumst fyrst þegar ég
var nemandi í Leiklistarskóla Is-
lánds og þú, einn af bestu og
reyndustu leikurum landsins,
komst til að kenna okkur út-
varpsleik. Við uppfull af hroka
og yfirlæti lærlingsins sem allt
veit og allt getur; þú þroskaður
íhugull og fullur þolinmæði
andspænis þessum bernsku
snillingum. Okkur samdi nú
ekki sérstaklega vel þá, báðir
efalaust full homóttir til þess og
ég illa móttækilegur fyrir því
sem þú áttir að gefa. Sem betur
fer áttu leiðir okkar eftir að
liggja saman síðar, það er nýrri
saga og mikið betri. Það var við
uppsetningu á Marmara eftir
Guðmund Kamban í Þjóðleik-
húsinu í leikstjóm Helgu sem ég
fékk tækifæri til að leika á móti
þér. Þú í hlutverki Róberts, ég
náinn vinur hans sem ég man
ekki lengur nafh á, enda aukaat-
riði. Þama kynntist ég þér sem
mótleikara og fékk tækifæri til
að fylgjast með vinnubrögðum
þínum. Það var alvöru skóli.
Fullkomin einbeiting og ein-
lægni, á hverri æfingu gafstu
þig allan; engar málamiðlanir
þegar listin var annars vegar.
Mér er enn í fersku minni bams-
leg gleði þín þegar við á einni
sýningu náðum nánari sam-
hljómi en áður og baksviðs eftir
sýningu notaðir þú tækifærið til
að telja í mig kjark og benda á
að um þetta snerist listin, hinn
hreina tón.
í ffamhaldinu unnum við síð-
an saman að uppsetningu á
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf. Örlögin höguðu því
þannig að ég sat þar í leikstjóra-
stól og þú varst að leika Georg.
Kringumstæður vom erfiðar
og vindar nokkuð stnðir í kring-
um þessa uppsetningu og þú
varst kjölfestan í því róti.
Óþreytandi við að miðla reynslu
þinni og skapfestu og eins og
alltaf gekk listin fyrir öllu öðra,
hið veraldlega basl varð að
vfkja. Fyrir þetta tímabil hef ég
aldrei þakkað þér sem vert væri
og nú er það of seint. Og þó,
með mér lifir minningin um
stundimar sem við áttum saman
í notalegu andrúmslofti leik-
hússins á Akureyri, en fyrir
hverja æfingu hittumst við á
sviðinu, tveir einir, og fóram yf-
ir stöðuna. Veltum fyrir okkur
að hveiju við ættum að einbeita
okkur á komandi æfingu og
með hvaða hætti við gætum fág-
að og slípað það efni sem við
vorum með í höndunum. Á
þessum stundum kynntist ég þér
best, þú hallaðir þér útaf í sóf-
ann og þinni djúpu röddu miðl-
aðir þú mér þekkingu, reynslu,
innsýn og hæfileikum sem þú
hafðir þroskað í langri glímu við
leiklistargyðjuna. Mér, hvítvoð-
ungnum í listinni, sýndir þú
jafnan fullkomið traust og
komst fram við sem jafningja
og ég kynntist því hversu annt
þér var um að gera betur en vel,
hin fínlegustu blæbrigði urðu að
vera rétt. Þú spurðir, veltir upp
nýjum möguleikum og á næstu
æfingu kom það, hárfínar
áherslubreytingar sem dýpkuðu
og skerptu þann flókna persónu-
leika sem þú varst að skapa. Og
þú hættir aldrei, alltaf var hægt
að bæta og alltaf varstu reiðubú-
inn að hlusta.
Auðvitað varstu ekki allra.
Menn lítilla málamiðlana eru
það sjaldan, allra síst þeir sem
búa yfir skapríki og næmi hsta-
mannsins. Þú barst ekki tilfinn-
ingar þínar á torg en öllum sem
kynntust list þinni mátti ljóst
vera að deigla sársaukans var
þér ekki ókunn og að þangað
sóttirðu kraftinn sem þú áttir
nóg af. Mér er hinsvegar minn-
isstæðast hversu gjöfull þú
varst, bæði sem listamaður og
vinur. Fyrir það vil ég þakka.
Nú þegar tjaldið er fallið að
lokinni þessari sýningu vil ég
trúa því að þú sért í önnum og
þys baksviðs. Nú er farið yfir
hvað betur mátti fara í kvöld og
allt gert til að næsta sýning
verði enn betri og glæsilegri, því
eins og þú sagðir alltaf, áhorf-
endur eiga aðeins skilið það
besta.
Arnór Benónýsson
/ðublaðið
• Sfl SS
netin
sendið okkur línu
alprent(a)itn.is
Bækur til sölu:
Hádegisblaöiö 1-19,1940 (útg. Sig. Benediktsson), skb., Menn og menntir, 1.-4.
bindi e. Pál Eggert Ólason, skb., Safn til sögu íslands og ísl. bókmennta 1-6,
skb., Almindelig Kirke-Historie fra Christendommens först Begyndelse e.
Ludvig Holber, útg. í Kh. 1738-1767, uppr. 1. alskinnband, Tímaritiö Hlín 1.-44.
árg., ib., Saga mannsandans 1-5 e. próf. Ágúst H. Bjarnason, Árbók Feröafé-
iagsins 1928-1937, allt frumpr., vandaö, handbundiö skb., allar kápur og augl.
Ódáöahraun 1-3 e. Ólaf Jónsson, íslenzkt guilsmíöi e. Björn Th. Björnsson,
vandað geitarskband, íslenskir oröskviöir, málgreinir, heiiræöi, fornmæli, snilli-
yrði, sannmæli eftir Guömund Jónsson á Staðarstað, Kh. 1830, vandað geitarsk-
band, Samtíðarmenn í spéspegli, frá hendi St. Strobls, sérútg. í 50 eint. á sér-
stakan pappír, vandaö geitarskband, Salomonsens-Leksikon, 1.-26. bindi, skb.,
flott eintak, Faxi e. dr. Brodda og Fákur e. Einar Sæmundsen, í áföngum, hesta-
málasaga Daníels í stjórnarráöinu, skb., Afmælisrit til dr. Einars Arnórssonar,
skb., Bíldudalsminning um Pétur Thorsteinsson og konu hans e. Lúðvík Krist-
jánsson, Skrá yfir bækur í Stiptisbókasafninu í Reykjavík 1874 (eina bókaskráin
sem Landsbókasafn hefur út gefið um bækur landsins), Ein ungbarns blessun e.
Eirík bónda á Brúnum, ib., Eyfellingaslagur e. sama, ób., Saga Reykjavíkur e.
Klemens Jónsson. Árbækur Reykjavíkur e. Jón biskup Helgason, Supplement
til islandske Ordböger III. deild, 1.-2. bindi kplt. e. dr. Jón Þorkelsson, Kennslubók
í yfirsetukvennafræöi, 1886, skb., Sýslumannaæfir, 1.-5. bindi, vandað skinn-
band, Deildartunguætt, e. Hjalta Pálsson, 1.-2. bindi, Læknablaöiö, 1.-55. ár-
gangur, ib. og ób., Alþingishátíöin 1930, Lýöveldishátíöin 1944, Ævisaga Jós-
efs Staiíns, fyrstu 50 árin (á rússnesku), viðhafnarútgáfa í alskinnbandi, Hlynur,
tímarit samvinnumanna, 1.-19. árg., skb., Verk Leníns, 2.-45. bindi, Mein Kampf
e. Adolf Hitler (á ensku), Jaröa- og búendatal í Skagafjaröarsýslu, 1.-4. bindi,
ób., Vefnaöur á íslenzkum heimilum e. Halldóru Bjarnadóttur, Upptök sálma og
sálmalaga á íslandi e. Pál E. Ólason, flestar bækur Guðmundar Finnbogasonar
próf., ævisaga séra Árna Þórarinssonar e. Þórberg, 1-6, Vorlöng, afmælisrit til
dr. Haraldar Sigurðssonar, Þorsteinskver, til Þorsteins Jósepssonar, Austantórur
1-3, skb. e. Jón Pálsson, Hestar og reiömenn á íslandi e. Schröder, frumútg.,
geitarskband, The Life og Jón Ólafsson (Indíafari) 1-2, Haklyut Society, Fisk-
arnir e. Bjarna Sæmundsson, frumpr. og endurpr., Biblían 1866, skb., Frjálst
verkafólk á íslandi e. próf. Guðbrand Jónsson, Minningarrit um Sigurö máiara
Guömundsson, 1872, kápueintak, íslenzki þjóöbúningurinn e. Tryggva Magnús-
son listmálara, Pýramídinn mikli e. Adam Rutherford, Símaskráin 1945-1946,
Vinstri andstaðan í Alþýðuflokki 1926-1930, lokaritgerð Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, borgarstjóra allra Reykvíkinga, Seld noröurljós e. Björn Th. Björns-
son, Villigötur e. Jóhannes Birkiland, Jeppabókin 1946, Islands Kort e. Daniel
Bruun, Fra Islands indre Höjiand e. sama, (ísl. Turruter nr. 4), ób., Gallastríöiö e.
Julius Caesar, þýð. Páls Sveinssonar, Lággengiö e. Jón Þorláksson ráðherra,
Annáll 19. aldar e. Pjetur Guðmundsson, Islands Kirke 1-2 e. Jón biskup Helga-
son, ób., Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar í Siglufirði, ób., Völuspá, útg. Eiríks
Kjerulfs, Þaö vorar um Austur-Alpa, lofgjörð Knúts Arngrímssonar um þriðja ríkið,
íslenzkir hestar erlendis e. Guðm. Hávarðarson, Gömul, handrituö og skreytt
stjörnuspádómabók (aldur óviss), Byssur og skotfæri e. Egil J. Stardal, gamall
Grallari síðan 1756.
Maöurinn er alltaf einn e. Thor Vilhjálmsson, Hamar og sigö e. Sigurð Einars-
son, Ljóö Steins Steinarrs 1938, Spor í sandi e. sama, frumútg., 1940, Kvæöi Jó-
hanns Jónssonar, útg. Halldór Laxness, Kvæðasafn Jóns Helgasonar, próf. í
Kh., Heilög Kirkja e. Stefán frá Hvítadal, Gamlar geöveikisbakteríur e. Sigurð Z.,
Vinnukonurnar, leikrit e. Jean Genet, þýð. Vigdís Finnbogadóttir (leikarahandrit),
Það blæöir úr morgunsárinu e. Jónas E. Svafár, frumút., ýmsar frumútg. bóka
Davíðs Stefánssonar, Magnúsar Ásgeirssonar, Gríms Thomsens og ótal ann-
arra skálda, Verkin tala e. Sigurð Z. ívarsson, Hvítir hrafnar, Ijóðabók Þórbergs
Þórðarsonar, frumútg. ób. m.k., handrit eftir Þórberg Þórðarson, handrit bréfs frá
Ólafi Jóh. Sigurðssyni, Engilbörnin e. Sigurbjörn Sveinsson, myndir e. Kjarval,
Heyr mitt Ijúfasta lag e. Helga lyfsala Hálfdanarson, Stuölamál, 1.-3. bindi,
ób.m.k. og ótal, ótál margt fleira nýkomið.
Að Vesturgötu 17 í Reykjavík verzlum við með gamlar og nýjar bækur í öllum grein-
um íslenzkra fræða og vísinda - auk fagurbókmennta í geysilegu úrvali.
Við höfum pólitískar bókhnenntir fyrir vinstri intelligentíuna og hægri villingana, þjóð-
legan fróöleik, ættfræöi og sögu fyrir fræðimenn og grúskara, Ijóð og skáldverk fyrir
fagurkerana, bækur og rit um trúarbrögð og spíritisma og guðspeki fyrir leitandi sál-
ir, svaðilfara- og ferðasögur fyrir ævintýramennina, afþreyingarbækur fyrir erfiðis-
fólk, ævisögur erlendra stórmenna og íslenzks alþýðufólks fyrir upprennandi stjórn-
málamenn og konur og erlendar pocket-bækur fyrir lestrarhestana.
Kaupum og seljum allar bækur, gamlar og nýjar, heil söfn og stakar bækur og rit.
Gefum út bóksöluskrár reglulega og sendum þær öllum sem þess óska.
Vinsamlegast hringið, skrifið - eða lítið inn.
Bókavarðan
- Bækur á öllum aldri -
Vesturgötu 17
S 552-9720