Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 1
Sj áva rútveg u r Marel hf. hefur á 13 árum vaxið frá því að vera smádeild innan SÍS upp í stærsta iðnfyr- irtæki á íslandi fyrir utan stóriðju og yfir 80% framleiðslunnar fer til útflutnings. Áætluð velta á þessu ári um 1,7 milljarðar -segir Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Geir: Það er ekki til umræðu að flytja fyrirtækið úr landi. Við flytjum bara framleiðsluna út. Ljósm E. ói. Þegar fyrirtækið Marel hf. var stofnað fyrir 13 árum var það smádeild innan Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Nú er staðan hins vegar sú að SÍS er liðið undir lok, en Marel orðið geysiöflugt fyrirtæki. Þar starfa um 160 manns og Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Marels segir í samtali við Alþýðublaðið að velta fyr- irtækisins muni nema um 1,7 milljörð- um króna á þessu ári. Þetta þýðir að Marel er stærsta iðnfyrirtæki á íslandi fyrir utan stóriðjuna. Auk starfseminn- ar hér á landi er Marel með útibú í Kanada, tvö í Bandaríkjunum og búið er að stofna dótturfyrirtæki í Dan- mörku. „Skipavogin var á sínum tíma mjög mikilvæg framleiðsla fyrir Marel og um árið 1990 var hún 50% af okkar framleiðslu og sölu. Núna eru allar vogir sem við framleiðum um 25% af sölunni, en þetta er var sem selst áfram mjög vel,“ sagði Geir A. Gunn- laugsson. Eru ekki vogirfrá Marel um borð í fiskiskipum um allan heim? „Við reiknum með því að markaðs- hlutdeild okkar í skipavogum sé um 60% af heimsmarkaði. Síðan erum við flokkara og auk þess seljum við heil vinnslukerfi. Að vísu smíðum við það ekki allt sjálfir heldur erum með und- irverktakar. Undanfarin tvö ár höfum við einnig framleitt og selt skurðarvél- ar þannig að þetta er orðin mjög fjöl- breytt framleiðsla. En mikilvægasta framleiðsla okkar í dag eru flokkarar." Útflutningur á hugviti Öll framleiðsla Marels hefur verið þróuð innan fyrirtækisins, sem er gott dæmi um hve fyrirtæki hér á landi geta náð langt í hátækniiðnaði þegar saman fer hugvit, þekking og áræðni. „Við erum með fijóa og velmennt- aða menn héma í fyrirtækinu og við erum fyrst og fremst að flytja út ís- lenskt hugvit. Ef við fömm 10 til 20 ár aftur í tímann þá vora íslensk fyrirtæki í raun að borga þróunarkostnað fyrir erlend fyrirtæki eins og Baader og Simrad sem notuðu ísland sem til- raunavöll. Þær vörar sem vora þróað- ar á markaði hér vora síðan fluttar út til annarra landa. Nú hefur þetta breyst mikið eins og sjá má af starfsemi fyr- irtækja eins og Marel, Hampiðjunni, Sæplasti og Borgarplasti. Nú má segja að megnið af þróuninni í íslenskum sjávarútvegi fari fram af íslenskum fyrirtækjum sem síðan flytja þessar vörur út. Þetta er breyting sem menn hafa kannski ekki almennt áttað sig á að hafi átti sér stað. Það er mjög já- kvætt að hægt sé að nota sjávarútveg- inn sem grandvöll til iðnaðarappbygg- ingar hér á landi en við látum það ekki eiga sér stað úti í heimi.“ sagði Geir. Er hœgt að ná lengra í þessum efn- um? „Já. Við sjáum að í Noregi hefur verið byggður upp heilmikill skipa- smíðaiðnaður sem að hluta til hefur lifað á því að smíða skip fyrir íslend- inga en íslenskur skipasmíðaiðnaður hefur lagst af. Það hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir okkur hvort við eigum ekki að stuðla frekar að iðnað- arappbyggingu umhverfis okkar sjáv- arútveg til þess einmitt að skapa fleiri störf. Nýta margfeldisáhrif hans meira en gert hefur verið til þessa." Yfir 80% framleððslunnar flutt út Þegar starfsemi Marels hófst 1983 var hún einkum fólgin í þróun skrán- ingarstöðva vegna bónusútreikninga í frystihúsum hér á landi. Það var svo nokkru síðar sem fyrstu skipavogir Marels komu á markað sem gám vigt- að aflann um borð þrátt fyrir velting. Þessar rafeindavogir vora með þeim fyrstu sem komu á markað í heimin- um og útflutningur fylgdi í kjölfarið. Síðan hefur þáttur útflutnings í fram- leiðslunni aukist til mikilla muna. , Af heildarframleiðslu Marels hefur útflutningur numið um 85% og ég reikna með að í ár verði það um 80%. íslenski markaðurinn hefur verið mjög Framhald á bls. B6Þ Vagnhöfða 23 112Reykjavík • Sími 587-0-587 w/aM , SunoXmg , bfw t Í^'IUh Jiy 4Í.- . Tmk [ilf ij & ltJhH L

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.