Alþýðublaðið - 18.10.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Page 3
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) B3 jafnaðarmanna um að tekið verði upp veiðileyfagjald. og LÍU að svara tveimur spumingum um þessi mál. Spurningarnar eru: núverandi kvótakerfi? veiðileyfagjald? Kristján: Mikil bót aö afnámi línutvöföldunar. Sighvatur: Leiguverð kvóta í rækju var átta krónur fyrir nokkrum árum en er kominn upp í 86 krónur. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ Sighvatur Björgvinsson alþingismaður Öllútgerðbýrekki við sama kerfi Hagræði af nábýli við miðin hvarf Að mínu mati eru einu ann- markar fiskveiðistjómunar- inna þeir að öll útgerð býr ekki við sama kerfi. Þótt gerð hafi verið bragarbót með smábátana með því að gefa þeim kost á vali á aflahá- marki, sem er ekki það sama og afla- mark, þá er það kostur og bætir kerfið ífá því sem var, en eftir sitja einir 500 bátar á þessu krókaleyfi sem er sókn- armark og á eftir að koma þeim mjög illa. Það á eftir að valda því að þeir fái að vera fáa daga á sjó með hliðsjón af þeim afla sem þeir draga á land og það er auðvitað eina raunhæfa leiðin til að halda aftur af þeim. En eftir stendur að það verður þeim mjög kostnaðarsamt að hafa það kerfi. Það var mikil bót að afnámi líhu- tvöföldunar svo það séu ekki þessi göt sem menn stinga sér í. Menn hafa jafnan verið mjög fundvísir á þau af eðlilegum ástæðum í þeim þrenging- um sem menn hafa búið við. Nú er búið ">ð loka þessu og þar með tel ég að kerfið sé rðið heilstætt fyrir öll skip yfir sex rúmlestir. Ég geri ráð fyrir að hitt muni þróast á sama veg og það var stór áfangi tekinn í því á síðasta þingi með þessu aílahámarks- kerfi á fjölda þeirra báta. Sprengja í efnahagslífið Um auðlindagjaldið þarf ég ekki að eyða mörgum orðum. Umræðan um það hefur verið mjög skörp undan- farna daga. Hafandi lesið frumvarp þingflokks jafnaðarmanna þá sér mað- ur til hvers er ætlast. Það er reynt að kynna þetta þannig að útgerðin eigi ekki að greiða þetta gjald og það eigi ekki að valda verri rekstrarskilyrðum íyrir útgerðina. Það eigi að fella geng- ið til að mæta þessu gjaldi. Slíkt er auðvitað bara sprengja í íslenskt eftia- hagslíf, verðbólga og óáran og segir bara að almenningur sem kaupir vör- unar sem fluttar eru til landsins eigi að greiða þetta gjald. Ég held að þetta sýni betur en allt annað hvað þetta er vitlaust. Það er verið að gera að því skóna að þetta sé til eflingar íslensk- um iðnaði. En það er margsinnis búið að sanna það að fella gengið á móti þessu gjaldi gengur ekki upp. Það er engin jafna til í því dæmi og þar er bara verið að beita blekkingum eins og þeir sem hafa fyrir þessu talað hafa svo ríkulega ástundað. Ég held að fólk sjái nú betur í gegnum þennan blekk- ingarvef heldur en oft áður með hlið- sjón af þeirri gagnlegu umræðu sem fram hefur farið um málið. Annmarkar kvótakerfisins eru margir. í fyrsta lagi eyðir kvótakerfið hagkvæmum áhrifum af nábýli við fiskimiðin. Hag- ræðið af nábýli við fiskimiðin, sem var til dæmis undirstaða byggðar á Vestfjörðum, hvarf með kvótakerfmu. í öðm lagi er óréttlætanlegt að stjóm- völd úthluti ókeypis aðgangi að tak- markaðri auðlind í gegnum skömmt- unarkerfi og heimili síðan mönnum að versla sín á milli með þessar heimildir og flytja þar gríðarlega fjármuni úr einum vasa í annan, en þjóðin sjálf njóti einskis arðs af þessari sameign sinni. Kvótakerfið veldur þessu. Þetta em tveir megingallar kerfisins. Hundruð milljóna í veiði- leyfagjald Það er engin spuming að það á að taka upp gjald fyrir nýtingu á öllum takmörkuðum auðlindum sem nýting- arréttur er skammtaður á og er í eigu þjóðarinnar. Það er hægt að taka upp veiðileyfagjald án tillits til stýrikerfis- ins. Það er hægt að taka upp veiði- leyfagjald í núverandi kerfi og það má taka upp veiðileyfagjald í sóknar- markskerfinu. Það er hægt að taka upp veiðileyfagjald alveg án tillits til þess hvaða stjómunarkerfi er í gangi í fisk- veiðum. Veiðileyfagjald er þegar komið á. Á hveiju ári em greiddar mörg hundmð milljónir króna í veiðileyfagjald. Það veiðileyfagjald rennur hins vegar ekki til sameiginlegra þarfa landsmanna að neinu leyti, heldur eingöngu milli þeirra aðila sem hafa fengið skömmt- unina. Þetta veiðileyfagjald kemur til dæmis fram í því, að arðurinn af batn- andi gengi í sjávarútvegi, ef litið er á atvinnugreinina sem heild, er tekinn úr greininni í formi hækkaðs kvótaverðs. Samfara batnandi afkomu í greininni hækkar verðið á kvótanum. Þannig er arðurinn tekinn út í formi veiðileyfa- gjalds sem þegar er komið á en sá arð- ur fer bara í vasa þeirra sem stunda kvótaviðskiptin. Það verður til þess að landvinnslan situr eftir og með hækk- andi veiðileyfagjaldi verður henni gert erfiðara og erfiðara um vik að greiða eðlileg laun til verkafólks í landi. Þetta kemur til dæmis mjög greini- lega í ljós þegar litið er til rækjuiðnað- arins. Fyrir nokkmm ámm var gengi þess iðnaðar sem heildar ekki sérstak- lega gott. Þá var leiguverð á kvóta átta krónur kílóið. Síðan urðu miklar breytingar í afkomu rækjuveiða og vinnslu með batnandi markaðsaðstöðu erlendis og hækkuðu verði. Það varð til þess að kvótinn á kflóið af rækju hækkaði úr átta krónum í 86 krónur. Það er að segja, arðurinn var allur tek- inn út af eigendum kvótanna með hækkuðu kvótaverði. Það var því ósköp lítið eftir fyrir vinnsluna sem varð að afla sér hráefnis með því að borga alltaf hærra og hærra verð fyrir kvótann. Hvað er þá eftir til að leyfa fólki í landi að njóta góðs af? Veiði- leyfagjaldið er því löngu komið á. Arðurinn, bæði í þorskveiðum og sér- veiðum er tekinn út í gegnum hækkun á veiðileyfagjaldi, en þjóðin nýtur einskis af því. Fyrir hvaða peninga halda menn að verið sé að byggja upp og kaupa fiskvinnslustöðvar erlendis í íslenskri eigu? Arðurinn er tekinn og honum ráðstafað í svoleiðis hluti en þjóðin sem á þetta hefur ekkert út úr þessu. framhald^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.