Alþýðublaðið - 18.10.1996, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Qupperneq 4
B4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 Hverjir eru helstu annmarkar á núverandi kvótakerfi? Á að taka upp veiðileyfagjald? Kristján: Veiðileyfagjald aðeins eitt form skattlagningar. Kristján Pálsson alþingismaður Sjómenn „neyddir" til þátttöku í kvótaleigu Helstu annmarkar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er hvernig sumar útgerðir neyða“ sjómenn sína til að taka þátt í kvótaleigunni. Það er álíka og að kennarinn þyrfti sjálfur að kaupa bæk- umar sem þarf að kenna yíir veturinn í skólanum. Aflaframsalið hefur leyst úr læðingi gríðarleg viðskipti með aflaheimildir og er mjög athyglisvert að sjá hvemig það hefur þróast á mjög stuttum tíma. Dæmi um slfkt em út- gerðir í Reykjaneskjördæmi fiskveiði- árið 1995/1996, en til þeirra var milli- LANDSSMIÐJAN Sölvhólsgata 13 101 Reykjavík Sími: 552-0680 Fax: 551-9199 Hraðpökkunarkerfi fyrir Loðnu, Sfld og Makrfl - Hefurí áratug þjónað fiskiðnaðiá hagkvæman og öruggan hátt. fært það fiskveiðiár 16.817 þorskígild- istonnum umfram það sem þær seldu. Þetta gæti samsvarað því að útgerðir á Reykjanesi hafi keypt nettó til sín aflaheimildir fyrir um einn milljarð króna á fiskveiðiárinu 1995/1996. Ef litið er á kvótamillifærslur á landinu öllu þá em þær að stærstum hluta til Reykjaneskjördæmis, en þau kjör- dæmi sem selja mest frá sér em Norð- urland eystra, Norðurland vestra og Vestfirðir. Mín skoðun er sú að aflaframsalið sé mjög mikilvægur þáttur í afla- markskerfmu og dínamikin á bak við hagræðinguna í sjávarútveginum og bætta afkomu hans. Framsalið hefur einnig myndað þann hvata til úthafs- veiða sem hefur skapað hagvöxtinn að miklu leyti sem við getum státað af í dag. Það gengur hins vegar ekki að ein stétt manna, í þessu tilfelli sjó- menn, verði að greiða fyrir hagvöxt- inn með skertum launum. Eg tel að þetta þurfi að leiðrétta strax. Það tel ég að mætti gera með því að styrkja út- gerðir eða svæði vegna kvótaleigu svo samræma megi það að sjómenn haldi vinnu sinni og launum, útgerðir geri út og sú hagræðing náist í sjávarútvegin- um sem nauðsynleg er f landi sem byggir allt sitt á þeirri atvinnugrein. Útgerðin taki þátt í kostnaði Varðandi veiðileyfagjald þá er ég hlynntur því að útgerðin taki þátt í hluta þess kostnaðar sem fylgir stjóm- kerfi sjávarútvegsins og má alveg kalla það veiðileyfagjald. Fyrirtæki í landi greiða fastan kostnað af ýmsu sem fylgir rekstri opinberra aðila eins og holræsagjöld og fasteignaskatt sem er hliðsfætt við það að útgerðir taki þátt í föstum kostnaði af rekstri í þágu atvinnugreinarinnar. Eins og flestir vita þá eru lögð ýmis gjöld í þessa veru á útgerðina í dag, það er veiðieft- irlitsgjald og þróunarsjóðsgjald sem nema um 140 krónum á hvert þorsk- ígildistonn sem mjög hóflegt miðað við núverandi aðstæður í greininni. Þann kostnað sem sjómenn bera af kvótaleigunni í dag tel ég að útgerðin eigi að greiða til viðbótar. Eg tel fulla ástæðu til að með bættum hag útgerð- arfyrirtækja þá taki þau einnig meiri þátt í kostnaði sem er vegna greinar- innar. í mínum huga er veiðileyfagjald að- eins eitt form skattlagningar sem þarf að beita með sanngimi eins og öðmm álögum á einstaklinga og fyrirtæki í þessu landi. Það hefur ekkert að gera með stjómun veiða í fiskistofnana, út- hlutun aflaheimilda eða aflaffamsalið. Það má hins vegar nota slíka skatt- lagningu til jöfnunar innan greinarinn- ar og til sjómanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.