Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 5

Alþýðublaðið - 18.10.1996, Side 5
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ B5 Guðný Guðbjörnsdóttir alþingismaður Þjóðfélagið logar Markmið þessa kvótakerfis hafa ekki náðst nema að hluta, hvorki þau hagfræði- legu, vistfræðilegu, eða félagslegu. Þrátt fyrir vaxandi fiskveiðiarð á sér enn stað mikil offjárfesting í sjávarút- vegi og hann skilar sér illar til eiganda auðlindarinnar. Þorskstofninn hefur verið í mikilli lægð og tölur um brott- kast eru skuggalegar. Þetta kerfi ffam- leiðir óábyrga aðila, í viðleitni til að fá sem mest fyrir aflann. Ný félagsleg skil hafa myndast sem endurspeglast í orð- um eins og sægreifar og leiguliðar sem sýna breytt valdahlutföll. Skipstjórar og sjómenn em hættir að vera hetjur þjóð- arinnar, nú em það sægreifamir og fjár- magnið. Fiskvinnslufólk, en þar em konur stór hópur, hefur æ minni trygg- ingu fyrir vinnu, því kvótinn hverfur úr heilu byggðunum eða er keyptur af hæstbjóðanda á markaði. Sjávarbyggð- ir dafna eða deyja eftir því hvort kvót- inn helst í plássinu eða ekki. Mótsögnin milli 1. greinar laga um stjómun fiskveiða sem kveður á um að þjóðin eigi auðlindina og hveijir fara með afnot kvótans í reynd verður sífellt stærri, meðal annars vegna þess að kvótinn er að færast á æ færri hendur. Þetta hefur haft í för með sér langalvar- legustu gagnrýnina á kvótakerfið, nefnilega þá, að þrátt fyrir 1. grein laga um stjóm fiskveiða um sameign þjóð- arinnar, sé að myndast ígiidi eignaréttar útgerðarinnar á kvótanum, sem farinn sé að ganga í erfðir. Ef þetta er rétt verður að stöðva þá þróun strax. Kvót- anum er nú úthlutað til annarra en þeirra sem raunvemlega stunda veiðar, þar sem 78% af úthlutuðum veiðiheim- ildum skipta um notendur vegna kvóta- brasks, sölu eða leigu. Sægreifarnir nota síðan fiskveiðiarðinn til að afla sér veiðireynslu á úthafinu til að tryggja sér rétt umfram aðra þar líka, eða njóta arðsins sem þjóðin á að fá til eigin nota. Framsal á aflaheimildum sætir mik- illi gagnrýni, réttlætiskennd fólks er gjörsamlega misboðið, en um leið er almennt viðurkennt að framsalið stuðl- ar að aukinni hagkvæmni. Það hag- fræðilega módel sem þetta kerfi byggir á getur stuðlað að vaxandi fiskveiði- arði, en það er siðlaust með öllu þannig að allt þjóðfélagið logar. Þó það verði að teljast löglegt þá er innbyggð mót- sögn í lögunum um stjóm fiskveiða á milli áðumefndrar fyrstu greinar laga um sameign þjóðarinnar og þess að myndast hafi kerfi sægreifa og leigu- liða. Auður fárra leiðir ekki til al- mennrar velsældar. Þetta kerfi stefnir að auði fárra sægreifa á kostnað þjóðar- innar sem á auðlindina, á kostnað leiguliðanna sem hagnýta hana og of oft á kostnað sjávarbyggðanna og fisk- vinnslufólksins sem býr við miðin og vantar atvinnu. Óháð því hvort komið verði á veiði- leyfagjaldi eða ekki hef ég ekki trú á að það geti skapast sátt um þetta kerfi óbreytt. Mögulegar leiðir til að sætta þjóðina við kerfið em margar, til dæm- is að kvóta verði úthlutað til byggða, fiskvinnslu eða sjómanna, samanber stefnu Kvennalistans og þær breytingar sem Norðmenn em nú að gera á sínu kerfi; að aliur fiskur fari á markað; að munaðarlausum kvóta verði skilað og endurúthlutað/boðinn upp af rikinu; að taka í auknum mæli upp sóknarstýr- ingu með eða án framseljanlegra sókn- ardaga og svo framvegis. Því miður virðist ekki vera pólitískur vilji hjá nú- verandi ríkisstjóm til að fara út í slíkar breytingar ef marka má landsfund Sjálfstæðisflokksins og þá er eðlilegt að spurt sé hvort taka eigi upp veiði- leyfagjald í óbreyttu kerfi um stjóm fiskveiða. Sú þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir frá þingflokki jafnaðar- manna er um að tekið verði upp veiði- leyfagjald í sjávarútvegi. Ekki er gert ráð fyrir að stefnunni um stjóm fisk- veiða verði breytt. Kvennalistinn hefur samþykkt að taka beri upp veiðileyfa- gjald í sjávarútvegi ef ekki næst fram breyting á stefnunni um stjórn fisk- veiða og því er ég sammála. Tilgangur þess yrði þá fyrst og fremst að tryggja að þjóðin sem á auðlindina njóti af- rakstursins. Slík aðgerð gæti hins vegar styrkt það sjónarmið að litið verði á Guðný: Réttlætiskennd fólks er gjörsamlega misboðið. veiðiheimildir sem ígildi einkaeignar, sem alls ekki má gerast. Því er ekki sama með hvaða hætti veiðiieyfagjald eða aukin skattheimta af notkun aulind- arinnar yrði komið á. Slík aðgerð myndi að mínum mati ekki lægja þá djúpu undiröldu sem nú er að finna um allt land vegna fiskveiðistjómunar, en hún gæti orðið lyftistöng fyrir aðrar at- vinnugreinar og stuðlað að því að gera okkur minna háð auðhndinni í sjónum. Sævar Gunnars- SOn forseti Sjómanna- sambands íslands Verður að afnema leigufram- salið Helstu annmarkar á núverandi kvótakerfi er frjálst framsal aflaheimilda, eða leigufram- salið eins og það er kallað. Það er gjörsamlega vonlaust að búa áfram við það kerfi eins og það er í dag. Misnotkun útgerðarmanna á því er takmarkalaus sem síðan er að ríða aflamarksstýringunni til fjandans. Það er engin spuming, að með því að af- nema leiguframsalið væri hægt að Sævar: Takmarkalaus misnotkun útgerðarmanna á leiguframsali. gera þetta kerfi viðunandi. Þá er ég ekki að tala um að það verði bannað að skiptast á veiðiheimildum sam- kvæmt stöðlum Fiskistofu. Það á ekki að taka upp veiðileyfa- gjald við núverandi aðstæður. Það er alveg skýrt í huga okkar í Sjómanna- sambandinu að veiðileyfagjald ofan á það veiðileyfagjald sem sjómanna- stéttin er að borga útvegsmönnum í dag gengur engan veginn upp. Við er- um að borga stóra fjármuni í veið- leyfagjald nú þegar og skattur ofan á skatt gengur ekki upp. "'QI u | % Qi ii li wml "sfiB iWi iPlS Bylting í fiskilínu: DYNEX Ofurlínan - með auknum sökkhraða Hampiðjan hefur langa reynslu í framleiðslu fiskilínu. Sjómenn þekkja gömlu, góðu bláu línuna. Svo kom gráa línan, enn sterkari en sú bláa. Síðan var unnt að velja um línu meo eða án sigurnagla. Nú kynnir Hampiðjan til sögunnar enn eina nýjungina: Svörtu DYNEX ofurlínuna.Línan er fléttuð úr Dyneemanofurþráðum og er með ásettum sigurnöglum. Hún er fáanleg í tveimur styrkleikaflokkum og er allt að fjórum sinnum sterkari en hefðbundin lína af sama sverleika. DYNEX línan er þyngri í sjó en hefðbundin lína og sekkur því fyrr og hraðar. Er þetta kostur þar sem dýpi er mikið. 7 mm DYNEX lína jafngildir 13-14 mm hefðbundinni línu að styrk. Hún tekur því miklu minni straum á sig. Getur það skipt sköpum þegar línan er lögo í þungan straum. DYNEX línan hefur einnig komið mjög vel út sem færi. Færið rekur þá minna, fljótlegra er að hífa og lftið fer fyrir því um borð. Helstu kostir DYNEX línunnar: ■ Margfaldur styrkur ■ Sekkur hraðar ■ Rekur minna ■ Tekur minna pláss ■ Endist lengur ■ Aukinn hraði í drætti HAMPIÐJAN Bíldshöfði 9, 112 Reykjavík Sími: 567 6868 Fax: 567 6209 11 Dyneenia er skrásett vörumerhi yfir UHMWPE þrœíi frá DSM í Hollimdi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.