Alþýðublaðið - 31.10.1996, Page 4

Alþýðublaðið - 31.10.1996, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 5 n I Hljómdiskaflóðið er að bresta á. Jakob Bjarnar Grétarsson er að reyna að átta sig á því hver staðan er og setti sig í samband við stærsta útgefanda und- anfarinna ára ítónlistargeiranum. Hann komst meðal annars að því að jólaút- gáfa Skífunnar með minna móti núna Bubbive rður sölu hæstur -segir Aðalsteinn Magnússon plöggari Skífunnar. Allar áttir Bubbi Morthens Skifan Upptökustjórn: Eyþór Gunnarsson Helstu hljóðfæraleikarar: Bubbi, Eyþór, Guðmundur Pétursson (gítar), Eðvarð Lárusson (rafgítar), Jakob Magnússon (rafbassi), Samuli Kosminen (trommur). Bubbi Morthens hefur í viðtölum að undanförnu sagt að nýja platan hans sé í ætt við Isbjarnablús, þar megi finna sitt lítið af hverju: reggí, rokk, ballöður... Bubbi lofar uppí ermina á sér. Allar áttir er vissulega fjölbreytt plata en hún er enginn Isbjamablús. Isbjamablús var tímamó- taplata, hrá og kraftmikil til samræmis við það en Allar áttir sætir engum viðllka tíðindum. Það þýðir þó engan veginn að platan sé yond en þessi samanburðurinn er Öllum áttum í óhag. Piskaspjöll | Allar áttir ber sjóuðum tónlistar- manni vimi, undirleikur er skotheldur og Bubbi er í góðu formi, eins og reyndar kom fram í nýlegum sjón- vaipsþætti Hemma Gunn. Og það er fagnaðarefni að Bubbi syngur enn um málefni sem skipta máli. Fyrir ein- hverjum áratug eða svo voru Stalínískar hreinsanir í gangi í men- ntakreðsunni og allir þeir listamenn sem töldu sig hafa fram að færa ein- hvern boðskap, einkum pólitískan, voru teknir hreðjataki. Það er til dæmis ár og öld síðan rithöfundar hafa þorað að taka einhverja afstöðu til samtímamála í verkum sínum því engin skömm er einsog sú að vera höfundur boðskapsbókmennta. Rithöfundar eru í tilvistarkreppu en ekki Bubbi. í einu af bestu lögum plö- tunnar, Hverjum geturðu treyst, syn- gur Bubbi hástöfum um getuleysi íslensku prestastéttarinnar “hverjum geturðu treyst, ef hirðirinn lömbin burtu hrekur”. Hrollvekjandi er lagið Hann elskar mig ekki sem fjallar um sifjaspell og Alla daga er fallegur ástarsöngur þar sem Guðmundur Pétursson fer á kostum á klassískan gítar. Textinn minnir á Forever young eftir Dylan enda hefur Bubbi nappað þar hendingu eða tveimur (“May our wishes all come true”). Hins vegar er Bubbi ekki eins sannfærandi þegar hann syngur um vímuefnavandann í Hvað er töff við það í snöru að hanga? Það er mér minnisstætt þegar nokkrir töffarar úr AA komu í Flensborg og predikuðu öl er böl og það var sem skrifað á ennið á öllum framhaldsskólanemunum: Svona lan- gar mig að verða þegar ég er orðinn stór. Ég únynda mér að því sé svipað farið með æskuna og Bubba. Astaiját- ning hans til bóka í Ég elska bækur verður svoldið kjánaleg (“hve lífið yrði sorglegt er sjónvarp væri eina/siglingin um hugans stóru úthöf’) og þó enginn fslendingur nái reggíinu eins vel og Bubbi þá er laglínan í Sá sem gaf mér ljósið, lagi sem þegar hefur öðlast talsverðar vinsældir, ergi- lega silh'. Það er ekkert í sjónmáli sem getur skákað Bubba í plötusölu fyrir þessi jól frekar en undanfarin ár. Og aðdáendur Bubba kaupa ekki köttinn í sekknum. Bubba fer stöðugt fram í kveðskapnum án þess þó að það komi niður á hreinskiptni hans - þó stundum hlaupi hún með hann í gönur. Það er helst að maður sakni frumleika í lagasmíðum. Bubbi sýnir þó í síðasta lagi plötunnar, Jarðarför Bjössa, að hann er langt í frá staðnaður. Lagið er með betri Bubba-lögum, hráslagalegur en samt glaðvær textinn (talsvert áhri- fameiri en Hvað er töff...) rímar ful- lkomlega við skemmtilega Órlíens- útsetningu. Góðglaður gestur í miðaldra fyileríispartý Sígildar sögur Brimkló Skífan Safnplata Tónlistarmenn: Björgvin Halldórsson, Arnar Sigurbjörnsson, Ragnar Sigurjónsson, Sigurjón Sighvatsson, Hannes J. Hannesson, Haraldur Þorsteinsson, Guðmundur Benediktsson, Magnús Kjartansson og fleiri. Skífan hefur nú gefið út safndiskinn Sígildar sögur með hljómsveitinni Brimkló sem inniheldur 20 lög af plö- tunum Rock and roll öll mín bestu ár (1976), Undir nálinrú (1977), Eitt lag enn (1978) Sannar dægurvísur (1979), Glímt við þjóðveginn (1981). Auk þess er eitt nýtt lag á disknum sem heitir Ef rótaramir kjafta nú frá. Útgá- fan er hin vandaðasta og í ágætri grein í fylgibæklingi upplýsir Jónatan Garðarsson að hljómsveitin ætli að koma saman á nýjan leik í tilefni þess að 20 ár eru frá því að fyrsta platan kom út. Væntanlega verður það á Hótel íslandi. Sígildar sögur eru tilein- kaðar öllum þeim seinþreyttu veg- asöngvurum sem ferðast um Island þvert og endilangt, ár eftir ár, og geta aldrei hætt. Það er vel til fundið því Brimkló gerði hraustlega út á sveita- ballabransann á sínum tíma með góðum árangri. Það var þá. Brimkló er athyglisverð hljómsveit í menningarsögulegu tilliti, eða ómen- ningarlegu eftir því hvemig á það er litið. Þeir urðu fyrstir íslenskra hljómsveita að tileinka sér kántrítón- list og með hana í farteskinu flengdust þeir um sveitir landsins, milli þess sem þeir spiluðu fyrir fullu Sigtúni. Brimkló lifði það niðurlægingartíma- bil íslenskrar tónlistar þegar halla tók undan fæti hjá hljómsveitum og diskóið tók öll völd. Fljótlega uppúr því skáru pönkararnir herör gegn diskóinu og gáfu reyndar einnig skít í Brimkló í leiðinni. Þeim fannst sem Bjöggi og félagar væru meira fyrir það að elta smekk almennings en að reyna að móta hann. Sjálfsagt er nokkuð til í því. An vafa verður þessi safndiskur kærkominn þeim sem vilja upplifa gamlar og sukkaðar minningar frá Sigtúnsárunum. Þeir sem yngri eru munu eftir sem áður líta á þá Brimklóartöffara sem erki-skallapop- para. Sjálfur hef ég alltaf efast um gildi þess að hnoða saman einhvem leir við erlend lög og setja á plötu. Af þessum tuttugu lögum eru 12 af þeim meiði. Merkilegri em frumsamin lög eins og Færeyjar eftir Bjögga sjálfan, Þjóðvegurinn eftir Magnús Eiríksson og Herbergið mitt eftir Arnar Sigurbjörnsson. Það má furðu sæta hve menn vom latir að semja sjálfir á þessum ámm en þeim mun iðnari að taka upp vinsæl lög úr kananum og klambra við þau texta. En það virkaði víst enda munu hlustendur þekkja flest laganna á Sígildum sögum. Þeim hefur verið þraukað út í óskalögum sjómanna og sjúklinga: Sagan af Nínu og Geira, Síðasta sjóferðin, Stjúpi og fleiri slík. Það má sjálfsagt alltaf deila um hvemig lögum er raðað á safplötur af þessu tagi. Það hefði óneitanlega gefið gleggri mynd af þróun hljómsveitarinnar ef lögunum hefði verið raðað eftir aldri en þá er kannski erfiðara að rökstyðja nauðsyn þess að endurútgefa gömlu plötumar. Dúndurdiskur Djöflaeyjan Tónlist úr kvikmyndinni Umsjón og framleiðsla: Björgvin Halldórsson Útsetningar: Þórir Baldursson Tónlistarmenn: Björgvin (söngur & gítar), Þórir (hljómborð & bassi), Vilhjálmur Guðjónsson (gítar), Einar Scheving (trommur) og fleiri. Þessi diskur kom mér vægast sagt á óvart. Þama er um að ræða erlend lög frá rokkabillí-tímabilinu og fyrirfram kannski ekki við miklum tilþrifum að búast. En smjer drýpur af hvuiju strái. Bjöggi hefur þama unnið frábært verk og tekur af öll tvímæli um hver er king of rock&roll á íslandi. Hann er í hlutverki hljómsveitarstjórans Bödda Billó og finnur sig sannarlega í hlutverkinu. Söngur hans er kraft- mikill, befti en nokkm sinni fyrr og er þá mikið sagt, og Bjöggi leynir á sér sem gítarleikari. Bjöggi er á heimavel- li og hvergi nærri dauður úr öllum æðum. Spilagleðin er alls ráðandi hjá hljómsveitinni og hljóðfæraleikaramir fara á kostum. Vert er að vekja athygli á Vilhjálmi Guðjónssyni sem fær sín notið til fullnustu í gítarrokkinu. Hann hefur lengi verið einn besti gítarleikari „Við tökum enga sénsa og sjáum framá þægileg jól. Við höfum meiri tíma en oft áður til að fýlgja hveijum titli eftir,“ segir Aðalsteinn Magnús- son „plöggari" hjá Skííúnni í samtali við Alþýðublaðið. (Plöggari er nýyrði og notað um þann sem sér um að ota ákveðnum afurðum að þeim sem þykja geta haft áhrif á sölu hverju sinni. Otari er kannski betra?) Aðal- steinn segir að þó að útgáfan sé með minna móti hjá Skífunni nú fyrir þessi jól verði hún samt meiri í heildina en í fyrra og þótti þó mörgum nóg um fjölda titla þá. Astæðan er sú að það eru fleiri sem reyna fyrir sér sem sjálf- stæðir útgefendur en nokkru sinni fyrr og Japis er stærsti dreyfingaraðili diska hérlendis. „Það er einhver stefna hjá þeim að taka allt sem býðst þó að það sé ekki mikið uppúr þessum dreyfmgarplötum að hafa,“ segir Aðalsteinn. Bubbi, Emilíana, Páll Óskar og Brimkló? Hljómdiskaútgáfan er að bresta á þessa dagana og að sögn Aðalsteins hefúr Skífan ætíð stefnt að því að vera í fyrra fallinu. „Bubbi verður sölu- hæstur. Það er engin spuming. Hann fer í 10 þúsund eintaka. Emilíana Torrini og Páll Óskar Hjálmtýsson eru líklegust til að veita honum einhverja keppni eins og í fyrra. Þá á ég von á því að Brimkló verði á svipuðum slóðum hvað sölu snertir. Þessar ljórar plötur koma til með að eiga markað- inn. Jú, jú, Farisear Davíðs Þórs Jóns- sonar verða örugglega metsöluplata líka - á sinn hátt,“ segir Aðalsteinn. Hann hefur ekki trú á því að aðrir blandi sér í baráttuna, telur til dæmis ólíklegt að Todmobile sláist í þann hóp. En það ber auðvitað að hafa í huga að Skífan gefur Todmobile ekki út. Þá er óvíst að þeir fjölmörgu sem gefa plötur sínar út sjálfir séu reiðu- búnir að skrifa undir topp 4 lista Aðal- steins. Aðrir helstu útgáfuaðilar á ís- landi eru Spor, sem er systurfyrirtæki Skífunnar, Geimsteinn sem einnig er í samstarfi við Skífuna og Smekkleysa sem er í nánu samstarfi við Japis. Útgáfa Skífunnar, endurút- gáfa og dreyfing Skífan gefur einungis út fimm plöt- ur fyrir þessi jól. Þær eru Djöflaeyjan - úr kvikmynd. Eins og nafnið bendir til er þar um að ræða tónlistina úr Djöflaeyjunni. Þar er Björgvin Hall- dórsson atkvæðamikill því auk þess að syngja um flest lög plötunnar sér hann einnig um útsetningu. Þar er og að landsins en hefur látið alltof lítið fyrir sér fara. (Það kallast ekki að láta á sér bera að vera stofustáss hjá Hemma Gunn í Sjónvarpinu í einhver ár). Þórir Baldursson hefur góðu heilli ekki fiktað mikið við upprunalegar útsetningar og tekist hefur að kalla fram gamla góða sándið. Munurinn felst í því að hljómsveit Bödda Billó spilar lögin betur en orginalamir (sem er afar sjaldgæft) og krafturinn er mun meiri. Það eina sem hægt er að setja útá er að það er fræðilega útilokað að svona gott band hafi troðið upp í Tjamarbúð hér í denn. Gripið hefur verið til þess að taka setningar úr myndinni og setja milli laga. Það er óneitanlega sérkennilegt finna nýtt lag eftir Björgvin sem heitir ,J>ig dreymir kannski engil“ sem er títt spilað á útvarpsstöðvum um þessar mundir. Björgvin er einnig aðalspraut- an í Sígildum sögum, safndiski með vinsælustu lögum hljómsveitarinnar Brimkló sem gerði garðinn frægan á 8. áratugnum. Skífan er einnig með Aðalsteinn Magnússon: Tökum enga sénsa og sjáum fram á þægileg jól. Bubba Morthens á sínum snæmm en frá honum er komin ný plata sem heit- ir Allar áttir. Aðalsteinn heldur því fram að Allar áttir sé besta og vandað- asta plata Bubba í mörg ár. Karlakór- inn Fóstbræður sendir frá sér plötu núna í tilefni af 80 ára afmæli kórsins. Platan heitir Ár vas alda. Að endingu ber að nefna Pottþétt '96, „öll vinsæl- ustu lög ársins 1996 saman komin á einni tvöfaldir geislaplötu," segir Að- alsteinn. Endurútgáfa Skífunnar samanstend- ur af tveimur plötum eftir Megas, Nú er ég klœddur og kominn á ról og / góðri trú. Þær plötur sem Skífan dreif- ir eru: Jóhann Helgason KEF, Jetz sem er hljómsveit Gunnars Bjama úr Jet Black Joe og tvíburabræðra Mó- eiðar Júníusdóttur, Kristinn og Guð- laugur. Aðalsteinn segir að þar megi heyra trippopp, hippopp og allar nýj- ustu stefnur. Páll Rósenkrans, fyrrum félagi Gunnars Bjama í rokkinu er á öðm róli, en hann syngur á gospel- plötunni Þú lifir ásamt öðm trúræknu og söngglöðu fólki svo sem Sigríði Guðnadóttur. Tryggvi Sveinbjömsson er bóndi að austan sem gefur út eigin tónlist, Geimsteinn gefur út 20 bestu lög Gylfa Ægissonar, Mandala með Trúbrot er endurútgáfa, Með stuð í hjarta er plata með Rúnari Júlíussyni og fleiri góðum, Rúnar Þór sendir frá sér nýja plötu og Infemo 5 sendir frá sér gjömingaplötu. ■ að heyra Gísla Halldórsson segja með sínum hætti: “Hundrað krónur. Gætirðu ekki komist af með eitthvað minna?” á milli rokkarana Fiberglass Jungle og All Shook Up en þetta venst og virkar. Uppátækið kemur reyndar frekar illa út fyrir Baltasar Kormák því hann er eins og bleyjubarn í samanburði við Bjögga í töffinu. Þetta er gæjalegur diskur sem gengur upp: Pulp-Langi-Fiction-Seli-Elvis-Hound- Dog-Shadows allt í einum kraftmik- lum kokkteil. Þegar maður heyrir þessa gömlu standarda, spila þessa gömlu standar- da, áttar maður sig á því hvað það hefur sorglega lítið gerst í poppinu lengi. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.