Alþýðublaðið - 01.11.1996, Side 1
■ Guðmundur Árni Stefánsson gefur kost á sér til formennsku í Alþýðuflokknum
Þurfum að móta framtíðarsýn fyrir nýja öld
-segir GuðmundurÁrni, sem leggur megináherslu á sameiningarmál. Kveðst geta unnið með öllum forystumönnum Alþýðuflokksins.
FLOKKSÞING
„Ég hef að undanfömu rætt við fjöl-
marga flokksmenn vegna þeirrar stöðu
sem upp er komin í flokknum. Mín
niðurstaða er sú að ég geti komið að
gagni við þá vinnu sem framundan er,
og því hef ég ákveðið að bjóða mig
fram til fomianns í Alþýðuflokknum,"
sagði Guðmundur Ami Stefánsson í
gær, en þá efndi hann til blaðamanna-
fundar og kynnti ákvörðun sína.
f máli sínu lagði Guðmundur Ami
megináherslu á tvennt. Annarsvegar
yrði að styrkja innviði Alþýðuflokks-
ins og byggja flokksstarfið upp, hins-
vegar kvaðst hann ætla að leggja fram
verkefna- og tímaáætlun um samein-
ingarmál á vinstri væng, næði hann
kjöri. Hann sagði að í þessu tvennu
væru engar mótsagnir fólgnar, enda
yrði Alþýðuflokkurinn að koma sterk-
ur til viðræðna við aðra flokka og yrði
ekki lagður niður á næshinni.
„Ég vil sjá þróun til sameiningar á
skipulegan hátt, frá einu sveitarfélagi
til annars. Við þurfum að fara yfir
málefnin frá A til Ö og móta framtíð-
arsýn fyrir nýja öld,“ sagði Guðmund-
ur Árni og lagði jafnframt mikla
áherslu á að ungt fólk ætti að taka
virkan þátt í mótun stórrar og öflugrar
hreyfingar jafnaðarmanna. Þá kvað
hann mikilvægt að jafnaðarmenn
tækju höndum saman við verkalýðs-
hreyfinguna til að hnekkja þeirri
„þjóðarskömm“ sem lægstu laun
væm.
Guðmundur Ámi, sem varð 41 árs í
gær, sagði tímabært að kynslóðaskipti
yrðu í forystusveit Alþýðuflokksins.
Undanfarin ár hefði yngra fólk tekið
við forystu í öðmm stjómmálaflokk-
um og eðlilegt að endumýjun ætti sér
stað í Alþýðuflokknum líka.
Hann kvaðst ekki búast við öðm en
kosningabaráttan yrði drengileg, og að
hann gerði sér góðar vonir um að hafa
betur. Aðspurður kvaðst hann auð-
veldlega geta starfað með öðrum í
framvarðasveit flokksins, og nefndi -
sérstaklega í því sambandi þá þrjá
þingmenn aðra sem nefndir hafa verið
sem eftirmenn Jóns Baldvins, þau
Rannveigu Guðmundsdóttur, Sighvat
Björgvinsson og Össur Skarphéðins-
son.
Guðmundur Ámi hefur verið vara-
formaður flokksins í rúmlega tvö ár.
Hann sagði ótímabært að svara því,
hvort hann gæfi kost á sér í það emb-
ætti aftur ef hann næði ekki kjöri sem
formaður. „En ég mun taka niðurstöð-
unni með bros á vör, hver sem hún
verður. Minn tími í Alþýðuflokknum
kom þegar ég var fimmtán ára, og
hann er og verður þar,“ sagði Guð-
mundur Ámi Stefánsson. ■
■ Eystrasaltslöndin og NATÓ til um-
ræðu á Alþingi
Afstaða Halldórs
ekki boðleg þinginu
- segir Ossur Skarphéðinsson um
„fslendingar eiga að styðja af öllu
afli við óskir Eystrasaltsþjóðanna um
skjóta inngöngu í Nató. Eg segi hins-
vegar hreinskilnislega, að hin loðna
afstaða sem birtist í ræðu utamíkisráð-
herra er ekki boðleg þinginu. Ég full-
yrði líka að hún er í trássi við vilja ís-
lensku þjóðarinnar."
Þetta sagði Össur Skarphéðinsson í
snörpum umræðum sem urðu á Al-
þingi í gær um stækkun NATÓ og
óskir Litháa, Letta og Eista um að fá
skjóta aðild að bandalaginu Össur
minnti á, að formaður utanríkismála-
nefndar, Geir H. Haarde, hefði skipt
um skoðun síðan í fyrra, og styddi nú
afstöðu jafnaðarmanna í málinu. En
hægri menn í Norðurlandaráði, sem
Geir veitir forstöðu, hafa lagt fram til-
málflutning utanríkisráðherra.
lögu þar sem hvatt er til að NATÓ
veiti þjóðunum aðild.
Halldór Ásgrímsson andmælti því
að íslenska ríkisstjómin styddi Eystra-
saltsþjóðimar ekki jafn dyggilega og í
ráðherratíð Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, og hét því að áður en tekin yrði
ákvörðun um afstöðu fslendingá fengi
Alþingi málið til umræðu. Þessu fagn-
aði Össur Skarphéðinsson, en innti
Halldór eftir því, hversvegna forsætis-
ráðherra hefði sagt opinberlega, að
gengið yrði framhjá Eystrasaltsþjóð-
unum þegar NATÖ verður stækkað á
næsta ári. Halldór ítrekaði að ekki
væri búið að ganga frá stækkun
bandalagsins, og taldi að ummæli
Davíðs hlytu að byggjast á persónu-
legu mati hans. ■
■ Undirbúningur fyrir Áramótaskaupið
stendur nú yfir. Höfundar verða:
Andrés.Friðrik, Hallgrímur,
Orn og Siggi
Ágúst Guðmundsson er umsjónar-
maður næsta Áramótaskaups en hann
vildi ekki gefa upp hveijir verða höf-
undar, sagði einungis að það væru
ýmsir kratar. Alþýðublaðið hefur hins
vegar áreiðanlegar heimildir fyrir því
að meðhöfundar Ágústs verði þeir
Andrés fndriðason, Friðrik Erlingsson
og Hallgrímur Helgason auk þess sem
leikaramir Öm Ámason og Sigurður
Sigurjónsson leggja til hugmyndir.
Ágúst sagði í samtali við blaðið að
hann myndi ekki skrifa mikið í þáttinn
sjálfur - hann nýttist helst sem strokl-
eður. í fyrra var Karl Ágúst Úlfsson
einn höfundur en þá sá Ágúst einnig
um skaupið. Kostnaðaráætlun er sú
Sigurjóns
sama og í fyrra eða 5,5 milljónir króna
í auk annars kostnaðar Sjónvarpsins
vegna tækja og fastráðinna manna
sem koma að gerð þess.
Ágúst hefur unnið að undirbúningi í
mánuð en þetta er í þriðja skipti sem
hann sér um skaupið. „Óneitanlega
fylgir þessu talsverð pressa. Þetta er
eina dagsrká ársins sem vitað er að
allir horfa á og það er gríðarleg
ábyrgð lögð á herðar þess sem stjómar
gamninu," segir Ágúst. „Fólk ætlast til
að þetta sé andstyggilegt en það má
samt ekki vera of andstyggilegt. Hvað
mega andstyggilegheitin ganga langt.
Það er spumingin?" ■
Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar.
„Mun taka niðurstöðunni með bros á vor, sama hver hún verður." Guð-
mundur Árni á blaðamannafundinum í gær.
■ Viðbrögð Jóns Baldvins gg Sighvats
viðframboði GuðmundarÁrna
Kvíði ekki úrslitum
- segir Sighvatur. Jón Baldvin:
drengilega fram."
„Ef menn hafa áhuga á formennsku
í stjórnmálaflokki og telja sig hafa
nægan liðsstyrk þá er ofur eðlilegt að
þeir gefi kost á sér,“ segir Sighvatur
Björgvinsson um þá ákvörðun Guð-
mundar Áma Stefánsson að gefa kost
á sér til formennsku í Alþýðuflokkn-
um. „Ég kvíði ekki úrslitum,“ sagði
Sighvatur. „Ég gaf kost á mér til for-
mennsku vegna þess að ég tel mig
njóta til þess fýlgis."
„Samstarfsmenn mínir em að sjálf-
sögðu fijálsir að sínum athöfnum og
„Vona að kosningabaráttan fari
ég er nú ekki svo ráðríkur að ég ætlist
til að allir sitji og standi eins og ég
segi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson
þegar hann var inntur álits á ákvörðun
Guðmundar Áma, en Jón Baldvin hef-
ur eins og kunnugt er lýst yfir stuðn-
ingi við framboð Sighvats. „Úr því
sem komið er læt í ég ljós þá frómu
ósk að þessi kosningabarátta fari vel
og drengilega fram og snúist hvorki
upp í persónulegt skítkast né skilji eft-
ir sig sár sem erfitt verði að lækna,“
sagði Jón Baldvin. ■
■
fatnaður
í miklu
úrvali
APPROyED DY CHILDREN
Verslamr: Rollingar, Kringlunni • Bangsi, Reykjavík • Ejnbla, hafnarfirði • Amaró, Akureyri
5entrum, Egilsstöðum • Grallarar, Belfossi • Bláskel, ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi
Úthafsveiðar
kosta mörg
mannslíf
„Almenningur á rétt á að vita
hvaða mannfórnir þessar veiðar
hafa í för með sér. Ég hef hræðileg-
ar áhyggjur af þessu ástandi," segir
Ragnheiður Ólafsdóttir í samtali við
Alþýðublaðið. Eiginmaður Ragn-
heiðar er skipstjóri í Smugunni en
hún segir að úthafsveiðar kosti
mörg mannsh'f.
,JEg er með þingsályktunartillögu
um þessi mál í smíðum,“ sagði
Bryndís Hlöðversdóttir alþingis-
maður þegar Alþýðublaðið innti
hana eftir því. „Mér finnst Sjó-
mannasambandið hafa verið sof-
andi í þessu máli,“ segir Ragnheið-
ur.
Sjá úttekt á blaðsíðu 5