Alþýðublaðið - 01.11.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 01.11.1996, Page 3
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Hverjum er Morgunblaðsritstjórinn nytsamur? Sunnudaginn 20. október birtist í Morgunblaðinu grein með undir- skriftinni M. Þegar ég fékk umrædda grein í hendur hafði ég nýlega lesið fréttina af sorpfjallinu sem hlaðið var upp ofan við spænska þorpið Portino og hefur nú hrunið yfir menn og Pallborð I Þórunn Magnúsdóttir skrifar mannvirki. Helgi-spjall sunnudagsins var hlaðið upp úr rifrildum af minnis- blöðum og bókmenntagreinum þar sem hugsjónir, kenningar og samfé- lagskerfi eru hlutgerð og líkt við velkta og slitna hatta. Manneskjan er þarna tillíkt frum- skógardýrinu og sá almenni lærdóm- ur sem höfundur dregur af líkingum si'num er þessi soralega niðurstaða: „Óárgadýrið, maðurinn urrar á bráð- ina sém breytist í sebrafolald eða an- tilópu; það er breytist úr manneskju í fórnardýr." Eftir þennan leiðarvísi um mannlífið og hvers við megum vænta af sjálfum okkur og náungan- um, þá hefur sorphaugur höfundar morknað svo hann rennur undan brekkunni. Meginmál þessa Helgi-spjalls er ádrepa á nafngreindar konur, þær Maríu Þorsteinsdóttur og Nönnu Rögnvaldardóttur. Höfundur messar yfir þeim og ber þær þeim sökum að vera, „nytsamir sakleysingjar." Þessu fylgja skýringar á því hvað hann flokkar undir þá nefningu. Lengi hafa þeir hrært í atinu sem vilja sverta sakleysið. Bágt er manni sem hefur svo brengluð viðhorf að hann telur sakleysi til lýta og vansa. Þó ratast hofjum það satt á munni að María Þórsteinsdóttir lifði og starfaði sem sakleysingi enda vammlaus kona og góðkunn af störfum sínum. Þá er athyglisvert við þessa skammargrein að hún er skrifuð í nú- tíð og líkast þvf að þau María sætu sitt hvoru megin borðsins. Ekki er ljóst hvort þessi nálægð er ósjálfráður tilbúningur eða vísvitandi blekking. Höfundur gerir ekki grein fyrir þeirri grýlu sem „nytsamur sakleysingi," er í hans hugarheimi, sá raunveruleiki sem alþýða manna þekkir og metur er annar. Við hin metum nytsemi hvers lifandi og starfandi einstaklings eftir því hvort hún, eða hann, hefur afkastað heiðarlegu verki og lifað í samfélaginu án þess að eiga sök á óförum og örbirgð annarra. Störf Maríu Guðmundsdóttir fyrir starfs- stúlknafélagið „Sókn“ voru vel metin og félaginu notadrjúg. Hún var um langt skeið í forystu fyrir Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna, og tók þátt í störfum Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna. Fyrr á ár- um var María virkur félagi í Sósfal- istaflokknum og síðar í Kvennaiistan- um. Margnefnt Helgi-spjall er um margt furðulegt fyrir þær óhrjálegu lýsingar á mannlegu eðli sem höf- undur gerir að sínum. Verið getur að tímasetning þessarar ritsmíðar sé þó það meinlegasta. Mér er spum: Hvers vegna las M. ekki samtalsbók þeirrar Maríu og Nönnu fyrr en í árslok 1995? Bókin kom út haustið 1991. Eða var hann að endurlesa bókina? Hvers vegna kom hann ekki fyrr fram með aðdróttanir sínar? I Helgi-spjalli beinir höfundur ákveðinni spurningu til Maríu Þor- steinsdóttur og virðist krefjast svars. Spumingin er sett fram 20. október 1996 en María lést 4. júní 1995. Við útför Maríu vottaði mannfjöldi úr öllum stéttum og stjómmálaflokk- um henni virðingu sína og þakklæti fyrir óeigingjöm hugsjónastörf henn- ar. Ég vil hér með skora á höfund umrædds Helgi- spjalls að biðja að- standendur Maríu Þorsteinsdóttir op- inberlega afsökunar. ■ Höfundur er cand. Mag. Eg vil hér með skora á höfund umrædds Helgi- spjalls að biðja aðstandendur Maríu Þorsteinsdóttir opinber- lega afsökunar. i n u m e g i n "FarSlde” eftir Gary Larson Rithöfundar eru þegar farnir að velta fyrir sér hver hreppir hin íslensku bókmenntaverdlaun sem reyndar verða ekki veitt fyrr en í janúar á næsta ári og helmingur jólabókanna vart komnar í prentsmiðjurnar ennþá. Það sem meira er- búið er að finna líklegasta kandídatinn. illugi JcScjlsscn skrifar heilsiðugrein í hp í gær um bók Ólafs Gunn- arssonar, Blóðakur, og seg- ir að ef hann væri í stjörn- gjafabransanum myndi hann gefa Blóðakri nokkur sólkerfi! Það hefur löngum verið talið að Bókmennta- verðlaunin séu öðrum þræði menningarpólitísks eðlis og Ólafur uppfyllir öll skilyrði... Nokkurs spennings gætir nú meðal þeirra sem telja sig til leikskálda þjóðar- innar. Sunnudagsleikhúsið er vinnuheiti sem Sigurður Valgeirsson dagskrárstjóri Sjónvarps hefur gefið áætl- un sem hann hyggst hrinda í framkvæmd og afurðin kem- ur væntanlega fyrir augu sjónvarpsáhorfenda næsta vetur. Áætlunin miðar að gerð 15 leikþátta eftirfimm leikskáld en þeim er ætlað að skrifa inní ákveðinn ramma sem lýtur að lengd, umhverfi og fjölda persóna. Sigurður sjálfur býr til þann ramma en er þessa dagana að setja sig í samband við átta leikskáld með það fyrir augum að þau skrifi þættina. Þá mun Sigurður velja þrjú verk eftir fimm þeirra til frek- ari úrvinnslu þannig að sam- keppnin verðurtalsverð. AL- þýðblaðið hefur þar fyrir víst að þessir átta höfundar eru allir þekktir á ritvellinum... Ekki er vitað fyrir víst hvort Karl Ágúst Úlfsson mun tilheyra átta manna sjónvarpsleiksskáldahópi Sigurðar Valgeirssonar en hann hefur alltjent nægum hnöppum að hneppa í gerð dramatísks texta. Hann situr nú við að skrifa leikrit fyrir Leikfélag Reykjavíkur fyrir sérstaka hátíðarsýningu í til- efni 100 ára afmælisins. Karl Ágúst er sem kunnugt er höfundur leikritsins í hátu nyrkri sem nú er til sýninga í Þjóðleikhúsinu auk þess sem hann þýðir „Skækjuna" eftir John Ford sem einnig er sýnd í Þjóðleikhúsinu núna... r Aramótaskaupið er að öllu jöfnu tilbúið fyrir jól. Það er löng hefð fyrir því innan Sjónvarpsins að á Þor- láksmessu setjist niðurtveir menn saman, jafnvel yfir skötu og brennivínsstaupi, og hlæji saman. Þetta eru út- varpsstjóri og dagskrárstjóri og ekki er að efa að glatt verður á hjalla hjá þeim Heimi Steinssyni og Sig- urði Valgeirssyni sem nú nýtur þessa heiðurs í fyrsta f i m m förnum vegi Sættirðu þig við 3,5 til 4 prósent launahækkun við næstu kjarasamninga? Hólmfríður Gunnarsdóttir verslunarmaður: Nei, það er allt of lítið. Ég gæti sætt mig við fimmtán prósent. Þorbjörg Jóhannsdóttir verslunarmaður: Nei, tíu prósent væri nærri lagi. Unnar Þorsteinsson bak- ari: Nei, alls ekki enda er ég á leið úr landi. Það svarar spum- ingunni. Guðrún Grímsdóttir fé- lagsfræðingur: Nei, það er allt of lágt tilboð. Stefán Páll Jónsson: Nei það er of lítið enda er ég að flytja úr landi til að fá hærri laun. v i t i m e n n Orðið „sjálfstæðar konur“ mun lifa í sögunni sem minnisvarði þess hve stórkostleg undirgefni hins kúgaða getur verið. Ármann Jakobsson í DV. Ef við látum yfir okkur ganga héraðsdóma og Hæstaréttardóma, sem stríða gegn rættlætiskennd fólksins í landinu, hættum við á, að tilfinning fólks fyrir lögum og rétti grotni niður. Á meðan fremja Hæstiréttur og einstakir héraðsdómar ný afglöp, sem gera fólk agndofa. Jónas Kristjánsson í leiöara DV. Ef ég væri í stjörnugjafar- bransanum myndi ég gefa henni nokkur sólkerfi. Illugi Jökulsson um Blóöakur, nýjustu skáldsögu Ólafs Gunnarssonar. HP í gær. Nýr forseti velkominn til Danmerkur. Nema hvaö! Fyrirsögn í DV. Ef einn maður réði öllum heiminum yrði thargt betra. \Rúnar Sna^H^eynisson, austfirskt ungmenni, á málfundi á Egilsstööum um málefni ungmenna. DT. Með því að reka fréttastjóra vegna fréttamats, sem er ekki þóknanlegt stjórnendum fjölmiðilsins, er verið að segja þeim sem unnu með Elínu óbeint fyrir verkum. Halldór Halldórsson gerir brottrekstur Elínar Hirst úr starfi fréttastjóra Stöövar 2 að um- talsefni. HP. Það er því varla ofsögum sagt að sóiin gangi seint til viðar í stórveldi fjölmiðlakóngsins Jóns Ólafssonar. Hildur Helga Sigurðardóttir gerir úttekt á veldi Jóns Ólafssonar í DT í gær og þetta er niöurstaðan. Eru þingmenn haldnir æsiheigö? Margrét Sæmundsdóttir varpar fram þessari áleitnu spurningu í Mogga í gær. fréttaskot úr fortíð »Dansld Moggi« sleppir sér út af óförum Sigur- jóns(sonar) Jónssonar á Isafirði og kallar kjósendur á ísafirði og þar á meðal ýmsa merkustu menn kaup- staðarins götustráka fyrir það, að þeir vilja ekki eiga með ferð áhugamála sinna undir annari eins persónu og Páli Jónssyni, sem auðvaldið hefir til versm óþverraverkanna. Alþýöublaðið 1925

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.