Alþýðublaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Þingsályktunartillaga er í smíðum um aðbúnað sjómanna á íslenskum fiskiskipum. Farmanna og fiski-
mannasambandið og Sjómannasambandið ætla að taka takmörkun útivistar upp við LÍÚ í komandi
kjarasamningum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir kynnti sér málið.
Sjálfsmorð algeng meðal sjómanna
„Almenningur á rétt á að vita hvaða mannfórnir þessar veiðar hafa í för með sér," segir Ragnheiður Olafsdóttir
„Ég hef hræðilegar áhyggjur af
þessu ástandi," sagði Ragnheiður Ól-
afsdóttir við Alþýðublaðið en hún er
eiginkona Sölva Pálssonar skipstjóra
sem er við veiðar í Smugunni.
„Síðan ég fór að tjá mig um þessi
mál hafa margir haft samband við
mig, það er fólk sem á ástvini sem
ýmist eru við úthafsveiðar og h'ða fýrir
það og aðstandendur sjómanna sem
hafa fyrirfarið sér úti á sjó eða eftir að
heim er komið. Ég hef heyrt að það
séu upp undir 20 manns sem hafa
framið sjálfsmorð við þessar aðstæður,
en þetta eru tölur sem ekki er hægt að
fá staðfestar."
Mannfórnir úthafsveiðanna
„Ég er klár á því að takmörkun á
útivist sjómanna verður í umræðunni í
komandi kjarasamningum," sagði
Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri
Sjómannasambandsins. Ymislegt
bendir þó til þess að fleira sé bogið við
aðbúnað sjómannastéttarinnar en lang-
ar útilegur og vandamálið einskorðast
ekki við Smuguveiðamar.
Ég fagna því að Bryndís Hlöðvers-
dóttir alþingismaður ætli að láta þetta
mál til sín taka,“ sagði Ragnheiður Ól-
afsdóttir. „Það var sannarlega tími til
kominn að einhver gerði það. Þessi
mál þurfa að koma upp á yfirborðið og
almenningur á rétt á að vita hvaða
mannfómir þessar úthafsveiðar hafa í
fór með sér eins og að þeim er staðið.
Þetta kvótakerfi er farið að skapa slík
vandamál að það er orðið krabbamein
í þjóðfélaginu." Ragnheiður sagði
ennfremur að þessir sjómenn væm oft-
ar en ekki fjölskyldufeður með mörg
böm, en þeir væm skikkaðir í þessa
„tímalausu útlegð," eða látnir að taka
pokann sinn. „Það kom til mín kona
um daginn en hún er með tvö ung
böm og heimilið var á vonarvöl þar
sem maðurinn hennar hafði verið
langdvölum úti á sjó en hún hafði ekki
fengið tryggingar greiddar frá útgerð-
inni. Ofan á slík praktísk vandamál
kemur að konur kvíða oft bágu and-
legu ásigkomulagi manna sinna þegar
þeir koma í land.“
Þingsályktunartillaga
í smíðum
„Við vomm með þetta á borðinu í
síðustu samningum en náðum ekki
þeim árangri sem við hefðum viljað,"
sagði Hólmgeir Jónsson. „Það verða
ýmis önnur mál í umræðunni varðandi
úthafsveiðar en ég get ekki svarað því
nánar á þessu augnabliki. Stefnan
verður mótuð á þingi Sjómannasam-
bandsins sem hefst á miðvikudag í
næstu viku. Ég reikna með að sjó-
mannasambandsfélögin fari saman í
samninga og þá munum við styðjast
við efni af þinginu og einnig frá ein-
staka félögum," segir Hólmgeir og
bendir á að aðalmálið sé að meta þetta
á raunhæfan og skynsaman hátt.
„Ég er með þingsályktunartillögu
um þessi mál í smíðum,“ sagði Bryn-
dís Hlöðversdóttir alþingismaður þeg-
ar Alþýðublaðið innti hana eftir því.
„Það er mikilvægt að skoða þetta al-
mennt og gera á þessu úttekt því að
þær fullyrðingar sem hafa verið hafðar
frammi um ástand mála í þessum skip-
um gefa tilefni til þess að löggjafinn
eða framkvæmdavald láti sig þessi
mál varða. Almennt er vinnuvemd háð
ákveðnum lágmarksreglum og mér
finnst full ástæða til að skoða hvort
ekki sé ástæða til að taka þama sér-
staklega á málum. í tillögunni kemur
fram sú hugmynd að það verði skipuð
nefhd sem geri úttekt á aðbúnaði sjó-
manna á íslenskum fiskiskipum. Ut-
tektin taki meðal annars tillit til aðbún-
aðar og öryggismála um borð í skip-
um, möguleika skipveija til tómstunda
og líkamsræktar þegar um langa túra
er að ræða, möguleika þeirra á sam-
skiptum við umheiminn, útivistartíma,
fiítíma í landi, vaktafyrirkomulags og
hvfldartíma."
Slysagjarnir sjómenn
I rannsókn Vilhjálms Rafnssonar
læknis og Hólmfríðar Gunnarsdóttur
hjúkrunarfræðings sem birtist í
Læknablaðinu árið 1994 og tók til
70% sjómanna á tímabilinu, kemur
fram að frá árinu 1966 til 1989,
frömdu 144 sjómenn sjálfsmorð á
móti 104 úr öðrum starfsstéttum.
Blaðið gat ekki nálgast nýrri upplýs-
ingar um dauðsföll sjómanna vegna
sjálfsmorða. Engin vinnuvemdarlög-
gjöf er til sem tekur sérlega til úthafs-
veiða eða um úthald sjómanna yfir-
leitt. Stór hluti þeirra skipa sem hafa
■íhbMh
verið við veiðar í Smugunni em ekki
ætluð til langtíma útilegu, lítil tóm-
stunda aðstaða er um borð og dæmi
eru um að tveir skipverjar á sinni
hvorri vaktinni hafi þurft að deila með
sér koju. Skipin eru við veiðar frá
mánaðartíma og allt upp í fimmtíu
daga með þriggja til ljögurra daga frí-
um innámilli.
Fagna umræðu
Það var ekki síst athyglisvert við
niðurstöður rannsóknar þeirra Vil-
hjálms og Hólmfríðar sem var gerð
áður en Smuguævintýrið hófst að
slysatíðni sjómanna er mun hærri en
annarra karlmanna og það á líka við
um slys í landi. Alls fómst 770 sjó-
menn að völdum ýmiskonar slysa á
tímabilinu, flestir að völdum sjóslysa,
en tíðni sjálfsmorða, manndrápa,
drukknana í á og vötnum, umferða-
slysa, eitrana og fallslys er mun hærri
meðal sjómanna. Auk þessa kom fram
að sjómönnum er einnig hættara við
að fá krabbamein en öðmm mönnum.
Það er því ljóst að ýmislegt var bogið
við bæði andlega heilsu og aðbúnað
stéttarinnar áður en Smuguveiðar hóf-
ust. Vilhjálmur Rafnsson segir að það
geti talist lfldegt að hluti skýringarinn-
ar á þvf að þessi mál komist í hámæli
nú, sé jafnvel að fólk sé farið að gera
auknar kröfur og það eigi við um sjó-
menn samt sem aðra. Hann sagðist
jafnframt fagna því að þessi umræða
■ Steingrímur Eyfjörð og Margrét Sveindóttir sýna í Nýlistasafninu
Myndir af viðtali
„Þetta eru olíumálverk unnin á
þessu ári,“ sagði Margrét Sveindóttir
myndlistarmaður um sýningu sína í
Nýlistarsafninu sem opnar á laugar-
daginn. „Það er hér um bil það eina
sem ég get sagt um þessi málverk,"
bætti hún við. „Ég er leiðinlegasta
manneskja í heimi til að tala um
myndimar mínar. Ég forðast að hugsa
um þær í orðum. Það er gaman að
forðast orðin. En orðið er hinsvegar
nauðsynlegt. Maður málar til dæmis
ekki skuldaviðurkenningar."
En eru orðin ekki brúkleg til ann-
ars?
,Jú þess er til dæmis krafist af okk-
ur sem búum til myndir að við skilum
inn ógrynni af orðum þegar við sækj-
um um starfslaun. Rithöfundum er
hinsvegar ekki gert að mála myndir af
sinni umsókn.“
Ætlarðu þá ekkert að tala í þessu
viðtali?
„Það sem gerist þegar ég tala um
myndimar mínar er að mér finnst þær
deyja. Áhorfandinn verður auk þess
að fá frið til að upplifa. Ein mynd get-
ur táknað svo margs konar hluti.“
En gagnrýni? Drepur hún myndlist?
„Auðvitað stenst þetta ekki. Mér
finnst að það þurfi að fjalla um mynd-
ir í orðum. Svona em orð, þau stand-
ast ekki.“
Steingrímur Eyfjörð: Frípeðið er
tákn íslenskrar þjóðarsálar þegar
það stígur út úr moldarkofanum.
Finnst þér að gagnrýnendur ættu að
mála myndir af gagnrýni?
,,Já, það gæti orðið gaman.“
Á ég kannski að mála mynd af
þessu viðtali?
„Já, það væri réttast að hafa það
þannig.“
Steingrímur Eyfjörð hefur aðeins
aðra sýn á orðin en Margrét, en hann
opnar einnig sýningu í Nýlistasaíhinu
á laugardag.
Vinstra megin í sal Steingríms em
teikningar umkringdar orðum og segir
listamaðurinn það sýna ákveðinn leik
með heim orðsins. „Orðin eiga sam-
eiginlega skilgreiningu. En þau eiga
líka möguleika á sjálfstæðu lífi íyrir
utan ákveðna skilgreiningu þeirra.
Orðið er lífvera svipað og víms. Það
tekur sér bólfestu í manninum og fer
að lifa þar sjálfstæðu lífi. Síðan er
ákveðin gagnvirkni á milli orðs og
myndar."
Af öðrum yrkisefnum í myndum
Steingríms má nefna moldarkofa og
frípeð: „Frípeðið er tákn íslenskrar
þjóðarsálar þegar það stígur út úr
moldarkofanum," segir Steingrímur.
Hetjur leika einnig stórt hlutverk í
einni seríunni en hún heitir tvær hetjur
og Job. „Þetta em tvær myndir, önnur
er af Kristi, ljósmynd af Pietá, eftir
Michelangelo. Hin myndin er greini-
lega af hetju frá tímum þjóðflutninga.
Það er einmitt sá tími sem allar hetjur
á tímum þjóðflutninganna urðu til.“
Silfúrskottumaðurinn er einnig með
í sýningunni og sérkennilegt verk sem
heitir form. En Steingrímur er einnig
með aðra sýningu en þar sýna sextíu
listamenn sem leitast við að skýra
með mismunandi hætti þær aðferðir
sem þeir nota við listsköpun sína.
Þessa sýningu verður einnig bráðlega
hægt að skoða í nettímaritinu
Decode.H
sé komin upp í þjóðfélaginu, en hvetur
fólk til að skoða hlutina í víðara sam-
hengi.
Sofandi stéttarfélag
Fjögur til fimm skip eru nú við
veiðar í Smugunni en ekkert varðskip
er þar til staðar lengur og enginn
læknir.
„Það kom ekkert sjálfsvígstilfelli
upp meðan ég var úti á sjó en ég
heyrði miklar sögusagnir um þetta,“
sagði Jón ívar Einarsson læknir. „Við
áttum til dæmis að vera með þijú l£k í
kæliklefanum á varðskipinu þegar við
komum í höfn. En ekkert slíkt gerðist
á þessum sjö vikum sem ég var við
störf, frá lokum ágúst og fram í byijun
október, meðan flest skipin voru á
veiðum. Það sem gerst heftir íyrir eða
eftir þennan tíma eða eftir að skipveij-
ar komu í land veit ég ekki.“
Sjómannasambandið hyggst taka
upp samninga við útgerðamenn um
ýmislegt sem viðkemur úthafsveiðum.
En þeir eru einnig með þing eftir viku
og þar munu þessi mál verða rædd og
meðal annars mun sálfræðingur flytja
erindi um áhrif langtíma einangrunar á
hafi úti. „Mér finnst Sjómannasam-
bandið hafa verið sofandi í þessu máli,
þrátt fyrir að þeir hafi haft málstofu
um þessi mál,“ sagði Ragnheiður.
„Nýjustu fréttir herma þó að þeir ætli
loksins að taka á málum og fara út í
samninga við útgerðir um tímalengd
og annað sem viðkemur smuguveið-
um. Því þótt umræðan sé jákvæð en
það þarf meira að koma til.“
Þögnin er verst
„Ég fékk persónulegt bréf frá ung-
menni,“ sagði Ragnheiður. „Föður
hans tók út af skipi. Hann segir meðal
annars í bréfinu: Það sem hefur verið
verst er að fólk hræðist mig og reynir
að tala um allt annað til að forðast það
sem verst er. Stundum er ég alveg
máttlaus og annars staðar í huganum.
Það er rosalega erfitt að reyna að
skrifa niður tilfinningar sínar, það er
ólýsanlegt. En hvað um það ég vona
að ég sjái ljós í myrkrinu.
Þetta bréf sýnir fram á þörfina á því
að þessi mál séu rædd og það er ekki
til að vemda aðstandendur þegar þau
em þögguð niður," segir Ragnheiður.
„Þetta fólk gengur í gegnum skelfilega
reynslu og hún má ekki vera tabú í
þjóðfélaginu. Það eitt og sér að menn
sem tekur út af skipum séu ekki lögum
samkvæmt úrskurðaðir látnir fyrr en
eftir ljóra mánuði er nógu erfitt.“ ■
Minning
Pétur Pétursson
fyrrverandi alþingismaður
Kosningafundir, þar sem frambjóð-
endur allra flokka mætast á málþingi
fyrir kjósendur á allt að 10-12 stöðum
í hverju kjördæmi, munu vera sérís-
lenskt fyrirbæri. Þegar útvarp og sjón-
varp voru ekki til, fóru áhugasamir
kjósendur langar leiðir til að hlusta á
kappræður frambjóðenda klukku-
stundum saman á fundunum. í viður-
eign þingmannsefna gerðist margt,
dramatískt eða spaugilegt, sem létti
málefnalegar ræður og gerði fundina
og mennina eftimúnnilega.
Þegar ég heyrði andlát Péturs Pét-
urssonar um síðustu helgi spruttu í
huga mínum minningar um slíka
fundi, þar sem við Pétur fórum saman
um nýmyndað Vesturlandskjördæmi
og mættum fýrir Alþýðuflokkinn. Þar
fannst mér Pétur rísa hæst í 40-50 ára
kynnum okkar í flokknum og póhtík-
inni. Pétur var lfábær talsmaður fýrir
hugsjónir flokksins en einstaklega lag-
inn við að tengja þær við atvinnulíf og
afkomu fólksins á hveijum stað. Hann
var góður félagi, ávallt glaðlyndur og
fljótur að kynnast kjósendum og skilja
áhugamál þeirra, enda var starf hans
utan stjórnmálanna ávallt tengt at-
vinnumálum landsins á einn eða ann-
anhátt.
Pétur fæddist t Mýrdal í Kolbeins-
staðahreppi 1921. Var gaman að koma
þangað með honum á áðumefndum
ferðalögum og finna stoltið yfir fram-
gangi hans á lífsleiðinni. Hann stund-
aði nám í héraðsskólanum á Laugar-
vatni og í Samvinnuskólanum og
drjúgt hefur sjálfsnám hans alla tíð
verið því hann gegndi mörgum störf-
um sem nú teljast ekki fær öðmm en
háskólagengnu fólki.
Pétur varð fyrst skrifstofustjóri
Landssmiðjunnar, síðan forstjóri Inn-
flutningsskrifstofunnar og forstjóri
Innkaupastofnunar ríkisins. Hann varð
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar og
forstjóri Álafoss. Hann varð starfs-
mannastjóri Sigölduvirkjunar og for-
stjóri Norðurstjömunnar í Hafnarfirði.
Starfaði hann lengi fyrir Fram-
kvæmdastofnun ríkisins og tók ýmis
þessara starfa að sér fyrir hana, þegar
illa horfði fyrir fyrirtækjunum, enda
var hann stundum kallaður „fyrir-
tækjalæknir". Bar þetta vott um fjöl-
hæfni hans og hugrekki við að takast á
hendur erfið verkefni.
Jafnframt
öllu þessu
starfaði hann
innan Alþýðu-
flokksins og lét
mjög til sín
taka í pólitík.
Hann var val-
inn til margra |
trúnaðarstarfa,
þar á meðal I
framboða, og
sat hann á Alþingi tvö kjörtfrnabil fýr-
fr mismunandi kjördæmi, en var lengi
með annan fótinn inni á þingi sem
varaþingmaður. Þar var hann djarfur
málflytjandi sem naut þekkingar sinn-
ar á mörgum þáttum atvinnuh'fsins og
héruðum landsins.
Enn átti Pétur tíma aflögu til félags-
starfa í Oddfellowreglunni og loks tók
hann að sér að vera ræðismaður Lux-
emborgar á íslandi. Það eitt er út af
fýrir sig mikill heiður að vera valinn
til slíkrar stöðu fyrir eina af nánustu
vinaþjóðum íslendinga.
Eins og oft í pólitíkinni kemur röðin
seinast að fjölskyldunm - en hún stóð
sem betur fer nær Pétri en að svo færi.
Hann og hin ágæta kona hans, Hrefna
Guðmundsdóttir, ólu upp stóran og
myndarlegan bamahóp. Stendur hún
nú í hóp bama, tengdabama og bama-
bama sem harma hinn látna höfðingja
og fjölskylduföður.
Ég sendi Hrefnu og þeim öllum
innilegar samúðarkveðjur.
Benedikt Gröndal.